Morgunblaðið - 16.11.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
11
Basar
Kvenfélags
Háteigssóknar
Á morgun, laugardaginn 17.
nóvember, heldur Kvenfélag Há-
teigssóknar basar að Hallveigar-
stöðum, og hefst hann kl. 2 e.h.
Með þessum línum vil ég minna þá
er kunna að lesa þær, á basarinn.
Þar verður margt ágætra og
þarflegra muna á boðstólum. Hafa
kvenfélagskonurnar unnið sjálfar
þessa muni eða aflað þeirra.
Sömuleiðis verða seldar kökur á
basarnum.
Ágóða af sölu þessara muna
verður varið til þarfa Háteigs-
kirkju og til líknarmála. Kvenfé-
lag Háteigssóknar hefir unnið að
þessum málum ala tíð og hefir
haft forgöngu um söfnun til ým-
islegra verkefna kirkjunnar og nú
síðast hefir kvenfélagið lagt fram
fé, se er afrakstur starfsemi
þeirra, til að létta undir með
kaupunum á hinum nýju kirkju-
klukkum í Háteigskirkju, er nú
hljóma yfir byggð á helgum dög-
um. Vegna framlags Kvenfélags
Háteigssóknar var lagt út í þessi
kaup, og svo er um fleira, er
Háteigskirkja hefir notið vegna
atorku félagskvenna.
Margt er enn ógert og mörgu
ólokið, sem þörf er á að þokist
áfram. Mun Kvenfélag Háteigs-
sóknar leggja sig fram um stuðn-
ing við það allt.
Félagskonur hafa sýnt mikla
samstöðu og fórnfýsi í starfsemi
sinni og þeim skulu færðar alúð-
arþakkir um leið og allir velunn-
arar kirkjunnar eru hvattir til að
fjölmenna á basarinn að Hallveig-
arstöðum á morgun.
Arngrímur Jónsson.
Bandarískur
prédikari talar
í Kópavogi
KROSSINN, kristilegt starf að
Auðbrekku 34, Kópavogi, er að fá
hingað til lands víðkunnan banda-
rískan prédikara, John Brown.
Hann er kunnur í heimalandi sínu
og víðar fyrir áhrifamikla boðun
og bænir fyrir sjúkum. John
Brown mun tala á samkomum hjá
„Krossinum", en einnig á sam-
komum hjá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli. Fyrsta samkoman
hjá Krossinum verður á morgun,
laugardag, og hefst klukkan 20.30.
Guðrún Egilson
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18
sími19707
Skemmuvegur 36
sími 73055
MeðMð
í lukuniim
í gamni og alvöru er
undirtónninn í lífi og
starfi Rögnvalds
Sigurjónssonar
píanóleikara.
Ævisaga hans einkennist
af alvöru listamannsins, hreinskilni og víösýni og
umfram allt óborganlegri kímni.
Stórkostleg nýjung í Glæsibæ
Viö bjóöum nú 15—20% afslátt af 5 vinsælustu hljómplötum
verslunarinnar
Einnig bjóðum við sömu
kjör á 5 athyglisverðustu
nýju plötunum í hverri
viku og byrjum á
þessum stór-
kostlegu
rokkplötum
Skcv^l3í«h
iÍG
Verö 8.750 -
Okkar verð 7.500
Okkar verö 7.500
Okkar verö 7.500
Foreigner
Verö 9.600 -
Okkar verö
Judas Priest
Verö 8.750,-
Okkar verö 7.500.
Kansas
Verö 8.750.
Okkar verö
7.500-
Otrúlegt en
satt.
Komiö, sjáiö og
sannfærist.
HLJÓMDEILD
& KARNABÆR
r GLÆSIBÆ, SÍMI 81915