Morgunblaðið - 16.11.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 16.11.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979 23 Guðmundur Kvaran flugmaður - Minning Fæddur 22. janúar 1958. Dáinn 8. nóvember 1979. Guðmundur Kvaran var fæddur 22. janúar 1958. Foreldrar hans eru Kristín Helgadóttir Kvaran, dóttir Helga Guðmundssonar fyrrv. banka- stjóra og konu hans Karitasar Ólafsdóttur, og Einar G. Kvaran, sonur Gunnars Kvaran stórkaup- manns og konu hans Guðmundu Guðmundsdóttur. Það er erfitt að valda penna þegar rita þarf nokkur orð um ungan vin og heimagang frá æsku, en þó það sé eflaust ekki Guð- mundi að skapi að vera borinn verðskulduðu lofi fyrir það hvað hann hafði ræktað með sér þá mannkosti sem honum höfðu verið úthlutaðir, þá veit ég að hann mun fyrirgefa það. Mér kom oft í hug máltækið „Sjaldan stendur góður maður hjá og horfir á“ þegar ég var samvist- um við Guðmund. Hann var einn frábærasti atorkumaður til allra starfa sem ég hef kynnst og ávallt var hann hlaupinn til þar sem álagið var mest í hverju starfi, hlaupinn til sagði ég, því Gummi eins og við vinir hans kölluðum hann gekk aldrei þegar hann var við störf. Að afloknu stúdentsprófi fór hann í flugnám og gekk að því með þeirri einbeitni sem ávallt var hans aðalsmerki. Að loknu einka- flugprófi hér heima fór hann utan til Bandaríkjanna og tók þar loka-próf í flugi. Nú í sumar festu hann og fjórir félagar hans kaup á lítilli kennsluflugvél, vel búinni til þeirra hluta er henni voru ætlaðir og hugðust þeir félagar læra flug undir handleiðslu Gumma. En nú hafa grimm örlög hagað því svo, að eftir standa þrír ungir menn sem hafa orðið að sjá á bak tveimur beztu félaga sinna. Mér þótti gott að vita það að Guð- mundur Kvaran hefði kosið sér flugið að starfi, og taldi víst að hann mundi veljast til forystu á þeim vettvangi. I erfiljóði Jónasar Hall- grímssonar um Tómas Sæmunds- son, vin sinn og einn af ættfeðrum Guðmundar Kvaran er þetta er- indi: Nei, ég vil ei hæða hinn iifanda födur allra anda, ástina þina, verkin handa, dýrðina þína, drottinn minn. Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið. Ég get ekki lokið þessum línum án þess að minnast annars ungs manns, sem í dag verður til moldar borinn ásamt Guðmundi. Hauk Jóhannesson þekkti ég ekki jafn vel og Guðmund, en á annað ár hafði hann ásamt vinum sínum verið tíður gestur á heimili okkar. Þessi prúði og glaðværi hópur ungra manna gaf manni aukna trú á framtíðina, því það var vinna og áætlanir um það sem gera þyrfti sem manni fannst skipa öndvegi í athöfnum þessara drengja. Það fann maður strax að Haukur var hreinskiptinn og ákveðinn ungur maður, eins og hann átti kyn til. Haukur hafði ákveðið að feta í fótspor föður síns og gera flugið að ævistarfi. Á þessari sorgarstundu brestur mann orð til að tjá sig, en ég bið algóðan guð að styrkja foreldra og aðstandendur Guðmundar og Hauks. Karl Eiriksson. Harmafregnin berst heim í sveitina. Tveir ungir efnilegir menn, lærðir á sviði flugsins, — kaupa flugvél með vinum sínum, — horfðu björtum augum til framtíðarinnar, — þessir góðu drengir eru horfnir af sjónarsvið- inu. Annar þeirra var Guðmundur Kvaran, drengurinn, sem kom að Skarði til sumardvalar fyrst ellefu ára gamall. Sumrin urðu sjö og aldrei bar skugga á veru hans hér. Hann kom strax og skóla lauk að vorinu. Foreldrar hans óku honum hingað. Það var komið vor og Félag íslenskra atvinnuflugmanna Áríöandi félagsfundur að Háaleitisbraut 68 föstu- daginn 16. nóv. kl. 18.00. Mætiö stundvíslega. Stjórnin. Bækur — skjöl — handrit Nýkomið m.a.: Bör Börsson 1—2, Vestfirskar þjóðsögur Arngríms og Helga 1—3, Tímaritiö Óðinn, allur, Ævisaga sr. Árna Þórarinssonar 1—6 (frumútg.), Saga íslendinga í Norður-Dakota, Strönd og vogar og Frásagnir eftir Árna Óla, Kongen paa Island, gömlu revíurnar, Spánskar nætur, Eldvígslan, Lausar skrúfur o.fl., Píslarþankar Jónatans Pálssonar, Kvæðabók Káins (alskinn), Störin syngur eftir Guðmund Frímann, Ljóöabók Sigfúsar Daða- sonar, í svörtum kufli eftir Þorstein frá Hamri, Ijóö Einars Braga, Kötlugosið, Ljóðmæli Herdísar og Olínu, Þjóðsögur Guöna Jónssonar 1 —12, Rauöskinna 1—9, Nýjar andstæöur Elivoga- Sveins, Frumútgáfur Árbókar Feröafélagsins 1928, 1929, 1930, 1931, 1938 og síöan, Y og Z eftir Adam Þorgrímsson, Leyndardóma Parísarborgar 1—5, Skáldverk Kambans 1—7 og Gunnars 1—23, Frumútgáfu Njálu, Kh. 1772, Skáldatal Möbiusar, Lipsiae 1856, Árrit Prestaskólans 1850, Andvari 1—3. árg., Ættfræðibúta Steins Dofra, Ættartal og afkomendur Thors Jensens, Die Geschichte der islándischen Vulkane eftir Þorvald Thoroddsen, Listamannaþing Ragnars í Smára, báðir flokkar, samtals 20 bækur, íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar, The Life of Jon Olafsson 1—2, Ævisögur Rembrandts, Leonardo da Vinci, Thorvaldsens o.fl. stórmenna, hið sígilda stórleksikon Salomonsen í 26 bindum í fallegu skinnbandi, Lexikon Poeticum og ævisögu Alberts Guömundssonar eftir Jónas frá Hriflu. Viö höfum pólitískar bókmenntir fyrir vinstri intelligentiuna og hægri villingana, þjóðlegan fróöleik, ættfræði, sögu og gömul bréf og skjöl fyrir fræðimenn og grúskara, Ijóð og skáldverk fyrir fagurkerana, bækur um trúarbrögð, spíritisma og guðspeki fyrir viðkomandi, svaðilsfarasögur og ferðabækur fyrir ævintýrasálir, afþreytingarbækur fyrir erfiðisfólk, ævisögur erlendra stórmenna og íslenzks alþýðufólks fyrir upprennandi stjórnmálamenn, bækur ungu skáldanna fyrir hina fordómalausu, erlendar pocketbækur í öllum greinum fyrir lestrarhestana — og barnabækur í úrvali. Kaupum og seljum allar bækur, gamlar og nýjar, íslenzkar og erlendar. Sendum í póstkröfu. Bókavarðan Gamlar bækur og nýjar Skólavörðustíg 20, Reykjavík. Sími 29720. birtan framundan, þegar Guö- mundur stóð á hlaðinu hjá bílnum hans föður síns með stóru tösk- una, sem hann bar léttilega inn og upp á loft, þar sem sumardvalar- unglingarnir höfðu aðsetur sitt. Þannig vann Guðmundur öll sín störf af dugnaði. Hann sagði aldrei: „Ég get ekki“, heldur: „Ég skal.“ Hann hafði mikinn og heilbrigðan metnað. Aldrei fór hann að haustinu, fyrr en daginn áður en skóli átti að hefjast. Þannig vann hann okkur heilshug- ar, því hann skildi svo vel haust- annirnar. Á fjall fór hann í smalamennsku og er hans minnst með þakklæti. Og ekki skal kapp- reiðunum gleymt, þar sem hann naut sín meðal hestanna. Sat hann oft fyrir okkur keppnishesta og komst alltaf í úrslitasprettinn. Þannig minnumst við hans hér í Skarði, heimilisfólkið og aðrir vinir með þakklæti fyrir samveru- stundirnar. Guðmundur E. Kvaran var fæddur 22. jan. 1958 í Reykjavík, sonur hjónanna Einars G. Kvaran og konu hans Kristínar Helga- dóttur. Átti hann til góðra að telja og eru báðar ættir hans vel kunnar. Hann átti heimili sitt með foreldrum sínum og systkinum að Kleifarvegi 1 í Reykjavík, vafinn ástúð og hlýju þeirra alla tíð. Eftir að sumardvöl hans lauk í Skarði, starfaði hann á sumrum hjá Landsvirkjun við lagningu raf- magnslína. Réyndist hann þar sami góði starfsmaðurinn, sem síðan hefúr oft verið minnst af samstarfsmönnum vegna dugnað- ar og ljúfmennsku. Á vetrum stundaði hann skólanám og lauk stúdentsprófi frá MS vorið 1978. Engum gat dulist að flugið átti huga hans allan strax frá ungl- ingsárum. Hafði hann nýlokið atvinnuflugmannsprófi er hann lést. Við, sem þekktum Guðmund, teljum að hinn fríði flokkur íslenskra flugmanna hafi mikið misst við fráfall hans. Heimilis- fólkið í Skarði sendir foreldrum hans og systkinum innilegustu samúðarkveðjur, og þegar ég hugsa um Guðmund koma mér í hug ljóðlínur langafa hans, Einars H. Kvaran, þegar hann segir í einu ljóða sinna: „Vér oft munum huKsa um það allt, sem þú varst, hve andi þinn hreinn var og fa«ur: ok einlæ^nin sönn, er í sálu þú barst, og svipurinn bjartur sem daKur.“ Sigríður Th. Sæmundsdóttir. Fátt hefur komið mér jafnt á óvart sem fráfall vinar míns Guðmundar Einarssonar Kvaran flugmanns. Á besta aldri, gæddur hreysti, lífsvilja og einstökum skapsmun- um hrifsar dauðinn hann til sín, ásamt vini hans, Hauki Jóhann- essyni. Þvi miður kynntist ég Guðmundi fyrst fyrir fáeinum árum síðan og naut því ekki vinskapar hans eins lengi og ég hefði kosið. Okkar fyrstu kynni urðu er við eignuðumst saman flugvél og frá þeim tíma sameigin- legt áhugamál, sem við báðir störfuðum að af kappi. Fljótt varð ég þess var að Guðmundur var gæddur þeim eiginleikum sem einkenna sannan vin. Hann var gæddur léttri kímni, hreinskilni og drenglyndi fremur flestum öðr- um. Alltaf varð mér það ljósara og ljósara að Guðmundur stefndi æ lengra á sviði flugsins og hafði hann þroskað hæfileika sína þar ágætlega. Hann fór til Bandaríkj- anna síðastliðið sumar og öðlaðist þar réttindi atvinnuflugmanns, ásamt tilskildum blindflugsrétt- indum. En Guðmundur var í þann veginn að öðlast réttindi flug- kennara. Sárt er að ungur maður sem er að hefja sinn starfsferil skuli falla svo fljótt frá, sem raunin hefur orðið. I síðustu viðræðum okkar Guðmundar skýrði hann mér frá því að hann stefndi æ lengra, en þá var hann rétt nýbúinn að eignast sína síðustu flugvél, sem hann taldi mjög vel úr garði gerða. Var ætlunin að eiga saman margar góðar stundir í framtíðinni sem áður og þá í flugi sem annars staðar. Heillandi framtíð beið. Fljótt hafa veður skipast í lofti því að Guðmundur hefur farið sína hinstu ferð og maður verður þess óneitanlega var að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Frá er fallin hæfileikamaður sem án efa hefði náð langt á sinni starfsbraut, sem annars staðar. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast Guðmundi. Foreldrum hans og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góðan mann og góðan vin varir. B.B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.