Morgunblaðið - 16.11.1979, Síða 32
FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1979
á afgreiöslunni er
83033
|H«r0un8I«tiib
Olíukaup á hagstæðara verði á miðju næsta ári:
100-150 þúsund torai af
gasolíu á betri kjörum
Innsiglingin til Eyja.
Kap II kemur til Vest-
mannaeyja aö lokinni
loðnuvertíð, en lítil trilla
heldur út á leið á miðin.
Snjór var yfir öllu þenn-
an dag og því vetrarlegt
um að litast, þótt veður
væri sérlega fagurt og
gott. (Ljósm. Mbl. Sigur-
geir).
— en Sovétmenn bjóða
NÚ lÍKgja fyrir tilboð 1 100—150 þúsund tonn af gasolíu (disil- og
húshitunaroliu) á hagstæðari kjörum en Sovétmenn bjóða. Verður strax á
miðju næsta ári um að ræða oliukaup á hatfstæðari kjörum en við nú búum
við. Þetta kom fram er samninxar voru undirritaðir við Sovétmenn i gær
um olíukaup á nasta ári. Sovétmenn voru ófáanlcgir til að breyta
verðviðmiðun samninganna en hins vegar munu íslendingar nú geta
dregið úr kaupum á gasoliu og bensini frá Sovétríkjunum, hvenær sem er á
árinu 1980.
nágrannalandanna og kunna að vera
möguleikar á því á næsta eða næstu
árum.
1 fréttatilkynningu viðskiptaráðu-
neytis segir að þrennt hafi áunnizt
með þessum ráðstöfunum:
• Islenzkum atvinnuvegum og
heimilum er tryggt öruggt fram-
boð á olíu á næsta ári.
• Fyrir liggja tilboð með hagstæð-
ari verðkjörum en annars væri völ
á fyrir u.þ.b. helmingi gasolíu-
innflutnings á næsta ári.
• Opnaðir eru nýir möguleikar fyrir
olíuviðskipti í framtíðinni.
Sjá nánari frétt á bls. 12:
Rotterdamverð gildir en
unnt að draga úr magninu.
SINE slítur samstarfinu:
Bréf Alþýðubandalagsins til
námsmanna hrópleg móðgun
*
— segir Pétur Reimarsson formaður SINE
Þau tilboð, sem fyrir liggja um
oííukaup annars staðar frá eru frá
olíufélögum í Bretlandi, Finnlandi
og Noregi. Brezka tilboðið vegur
þyngst að því er fram kemur í
fréttatilkynningu viðskiptaráðu-
neytisins. Hefur olíuviðskiptanefnd
verið falið að hafa milligöngu um
áframhaldandi samninga við þessa
aðila. Ennfremur er nú unnið að
athugun á því að keypt verði hráolía
beint frá olíuframleiðsluríkjum inn-
an OPEC til vinnslu í einhverju
I varðhald
vegna gruns
um svik með
bílaleigubíla
RANNSÓKNARLÖGREGLA
ríkisins hefur handtekið 22ja
ára gamlan mann vegna van-
skila við bilaleigur í höfuð-
borginni.
Stundaði maðurinn þá iðju
að taka bíla á leigu hjá
bílaleigunum, borga smáræði
upp í væntanlega greiðslu en
síðan sást hann ekki meira
heldur ók bílunum í nokkra
daga og skildi þá síðan eftir
þar sem honum datt í hug.
Starfsmenn bílaleiganna urðu
svo að hafa fyrir því að finna
bílana. Fyrir liggur að fhaður-
inn lék þetta a.m.k. þrívegis
og grunur leikur á því að hann
hafi leikið þennan leik oftar.
Hefur hann verið úrskurðaður
í gæzluvarðhald í allt að viku
á meðan rannsókn fer fram á
málinu.
„ÞETTA bréf Alþýðubandalagsins
til íslenzkra námsmanna eriendis
er ekkert annað en hrópleg móðgun
við námsmenn, því að Alþýðu-
bandalagið hefur síður en svo
staðið sig í stykkinu við að tryggja
námsmönnum viðunandi iifskjör,
eins og flokkurinn þó jafnan lofar
fyrir hverjar kosningar. Vegna
þessa bréfs samþykkti stjórn SINE
að slita samvinnunni við Alþýðu-
bandalagið varðandi kjörskrármál
mámsmanna erlendis og mun
stjornin annast þau sjálf,“ sagði
Pétur Reimarsson formaður Sam-
bands islenzkra námsmanna er-
lendis i samtali við Mbl. i gær.
Stjórn SÍNE sendi 29. október sl.
bréf til trúnaðarmanna og félaga
SÍNE, þar sem skýrt var frá því, að
stjórnin myndi hafa samvinnu við
Alþýðubandalagið varðandi kjör-
skrárkærur vegna námsmanna er-
lendis. Alþýðubandalagið sendi svo í
nóvemberbyrjun bréf til náms-
manna erlendis, sem stjórn SÍNE
segir „fullt af staðhæfingum, sem
því miður eru að miklu leyti rangar
og sums staðar tilhæfulaus þvætt-
ingur“. Vegna þessa bréfs gerði
stjórn SÍNE nýja samþykkt 12.
nóvember sl., þar sem ýmsar fullyrð-
ingar í bréfi Alþýðubandalagsins eru
hraktar og loks sagt, að þar sem
Alþýðubandalagið hafi kosið að gera
samvinnu þess og SÍNE að kosn-
ingamáli „og heldur ef til vill að
námsmenn kjósi það af einskæru
þakklæti fyrir að fá að nota þennan
rétt, hefur stjórn SÍNE ákveðið ...
að nota ekki þessa aðstoð Alþýðu-
bandalagsins, heldur sjá sjálft um
þessi kærumál og koma þannig í veg
fyrir hugsanlega mismunun eftir
yfirlýstum skoðunum".
Mbl. spurði Pétur Reimarsson,
hvernig samþykkt stjórnar SÍNE um
samvinnu við Alþýðubandalagið
varðandi kjörskrárkærur hefði verið
tilkomin.
Ellert B. Schram um stefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðislánamálum:
Til stórkostlegra bóta
fyrir húsbyggiendur
Ellert B,
Schram
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær
til Ellerts B. Schram fyrrverandi
alþingismanns og spurði hann,
hvaða áhrif stefna Sjálfstæðis-
flokksins i efnahagsmálum myndi
hafa á moguleika fólks til að
eignast þak yfir höfuðið. Ellert
sagði:
„Til skamms tíma hefur verð-
bólgan hjálpað mörgum manninum
til að eignast þak yfir höfuðið og
þannig hafa margir haft hag af
einhverri verðbólgu. En fráfarandi
vinstri stjórn tók upp þá stefnu að
hækka vexti mjög verulega í þá átt
að binda þá við vísitölustigið. Þetta
hefur leitt til þess, að auk þess sem
byggingarkostnaður hefur að
sjálfsögðu hækkað gífurlega í óða-
verðbólgu, þá er greiðsla vaxta og
afborgana að sliga flesta húsbyggj-
endur. Þeir sitja sem sé uppi með
háa vexti og áframhaldandí verð-
bólgu. Það hefur alltaf verið stefna
okkar sjálfstæðismanna að greiða
fyrir því að fólk geti eignast sínar
eigin íbúðir. Og ég segi það afdrátt-
arlaust, að ef menn vilja taka upp
raunvaxtastefnu eða frjálsa vexti í
núverandi verðbólguástandi þá
verður að undanskilja vexti af
húsnæðislánum byggingarsjóðs
ríkisins frá þessari meginstefnu og
þeir vextir verða að vera lægri.
Hins vegar höfum við sett fram'
þá stefnu í þessum málaflokki að
byggingarsjóður láni 80% af bygg-
ingarkostnaði til þess sem byggir
eða kaupir í fyrsta skipti. Þessi lán
eiga að vera til langs tíma með
óverulegum vöxtum, en hins vegar
verðtryggð. Þetta undirstrikar enn
einu sinni að það er hagur hús-
byggjenda og ungs fólks sem stend-
ur í íbúðarkaupum að verðbólgan
hjaðni, því að það minnkar að
sjálfsögðu verðtrygginguna, sem
greiðist af lánunum.
Andstæðingar okkar sjálfstæð-
ismanna tala um það, að tillögur
okkar um aðgerðir gegn verðbólgu
valdi samdrætti í byggingctriðnað-
inum. Þetta er hin mesta fásinna
vegna þess að við teljum þvert á
móti að með lækkun skatta á
fyrirtæksum í byggingariðnaði
ættu by^gingarframkvæmdir að
aukast frekar en hitt. Og sannleik-
Urinn er sá, að ef hugmyndir okkar
um nýskipan á lánakerfi bygg-
ingarsjóðs komast til framkvæmda
mun það verða til stórkostlegra
bóta, bæði fyrir byggingariðnaðinn
í heild sem og húsbyggjendur."
Pétur sagði, að fyrir síðustu Al-
þingiskosningar hefði Alþýðubanda-
lagið aðstoðað stjórn SÍNE varðandi
kærumál, en varðandi það hvers
vegna sú samvinna hefði verið vísaði
hann til fyrrverandi formanns
SÍNE, Braga Guðbrandssonar, sem
nú skipar 10. sætið á framboðslista
Alþýðubandalagsins 1 Reykjavík.
„Þegar þessar kosningar komu upp
með svona skömmum fyrirvara,
fannst okkur út af fyrir sig ekkert
óeðlilegt að fá Alþýðubandalagið
áfram til að létta af okkur vinnunni
við kjörskárkærurnar," sagði Pétur.
„Stjórn SÍNE sér sjálf um að bera
, saman félagatal og kjörská, en síðan
var ætlunin að Alþýðubandalagið
fengi aðeins nöfn þeirra, sem ekki
væru á kjörskánni, leitaði þá uppi og
annaðist kærumálin. Þetta er tals-
vert mikil vinna og okkar hugsun
var fyrst og fremst sú að spara
okkur þessa vinnu og þann tíma, sem
í hana færi.“
Sjá: Stjórn SÍNE: ótrúleg
sjálfumgleði Alþýðubanda-
lagsins, rangfærslur og til-
hæfulaus þvættingur. Bls. 3.