Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 254. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Prentsmiöja Morgunblaösins. Carrington lávarður: Vopnahlé í Rhódesíu — eftir nokkra daga London. 16. nóvember. Reuter. AP. CARRINGTON lávarður. utanríkisráðherra Breta, sajíði i daK að hann ætlaðist til þess af hinum striðandi aðilum i Zimbabwe-Rhodesíu, að þeir byttu enda á striðið þar innan orfárra daga. Umreeður um vopnahiéið hófust í da>c. en allir aðilar að deilunni hafa nú fallist á tiilögur Breta um kosniniíar i landinu og tilhövtun stjórnar landsins, þar til ný stjórn tekur við völdum að afloknum kosninKum. í tillögum, sem Carrington lagði fram í dag, er gert ráð fyrir að herjum stjórnarinnar og skæruliða- foringjanna Mugabe og Nkomo verði haldið algerlega aðskildum á meðan brezkur landsstjóri tekur við stjórn- artaumunum og stjórnar landinu fram að kosningum. Gert er ráð Ökyrrð á gjaldeyris- mörkuðum London, 16. nóvember. Reuter, AP. Bandaríkjadollar lækkaði í dag i verði á alþjóðagjaldeyr- ismörkuðum i kjölfar fregna um að íransstjórn hefði ákveðið að hætta að taka við dollurum sem greiðslu fyrir oliuútflutning landsins. Olíumálaráðherra írans bar frétt þessa til baka síðari hluta dags í dag og hækkaði gengi dollarans lítils háttar eftir þá yfirlýsingu. Þegar gjaldeyrisviðskiptum var hætt á mörkuðum í Evrópu í kvöld hafði sterlingspundið hækkað mest Evrópugjald- miðla gagnvart dollar, jap- anska yenið lækkaði hins veg- ar nokkuð. fyrir því að gæzlusveitir skipaðar hermönnum frá aðildarlöndum brezka samveldisins muni halda uppi lögum og reglu í landinu þar til kosningarnar fara fram. Herforingjar stjórnarinnar í Rhódesíu og skæruliðaforingjanna hittust í dag í London en ekki er búizt við miklum kærleikum þeirra í milli í vopnahlésviðræðunum, sem nú standa yfir. Peter Walls yfir- hershöfðingi Salisbury-stjórnarinn- ar, sagði i dag, að her hans mundi sýna fulla hörku yrði á menn hans ráðist. Um 1400 manns hafa nú látið lífið í borgarastyrjöldinni í Zimbabwe- Rhódesíu. Atburðirnir í íran: Ungfrú alheimur 1979, Gina Swainson frá Bermunda, ásamt þeim keppendum, sem næstir henni komu, eftir að úrslit i keppninni um þennan titil voru kunngerð i Royal Albert Hall í London á fimmtudagskvöld. Sfmamynd AP. Ungfrú heimur“ frd Bernuída Lundúnum. 15. nóvember, — Reuter, AP. „ÉG hélt ég ætti enga möguleika á sigri,“ sagði Ungfrú heimur eftir krýninguna í Lundúnum. Titilinn i ár hlaut 21 árs gömul Bermúdastúlka, Gina Swainson, en ungfrú Bretland, Carolyn Seaward, hafnaði i öðru sæti. Þriðja varð Debbie Campbell frá Jamaica. Ungfrú Ástralía hafn- aði í fjórða sæti. Búist hafði verið við því fyrir- fram, að ungfrú Bretland hreppti titilinn. Þá áttu menn von á því að ungfrú Svíþjóð myndi blanda sér í keppnina um fyrsta sætið en mörgum til mikillar furðu varð hún ekki einu sinni meðal 15 fyrstu. Sjónvarpssendingar frá keppninni féllu niður þar sem hljóðupptökumenn BBC voru í verkfalli. Um titilinn kepptu sjötíu stúlkur. Gíslum hótað öllu illu verði keis- arinn sendur frá Bandaríkjunum Teheran, WashinRton, 16. nóvember. AP. Reuter. EINN leiðtogi stúdentanna, sem halda um 80 gislum föngnum i bandariska sendiráðinu i Teheran, sagði í dag, að afstaða þeirra til gislanna mundi harðna, ef Banda- rikjastjórn ákvæði að senda Reza Pahlavi fyrrum Iranskeisara úr landi. Stúdentinn sagði, að hann og félagar hans færu i einu og öllu eftir óskum Khomeinis trúarleið- toga. j,efur< ejn8 0g Aöur hefur komið fram, tekið sér hvild fram til 5. desember og mun ekki taka á móti neinum gestum fyrr en eftir þann tíma. Geysifjölmenn mótmælaganga var við bandaríska sendiráðið í Teheran í dag til stuðnings aðgerðum stúd- entanna innan veggja sendiráðsins. Brenndu mótmælendurnir brúður af Carter Bandaríkjaforseta og Reza Pahlavi og hrópuðu ókvæðisorð um Bandaríkin. Njósnahneykslið í Bretlandi: Home lávarður og Harold Wilson vissu ekkert um málið London, 16. nóvember, Reuter, AP. MARGAR spurningar hafa vaknað i Bretlandi i kjölfar uppljóstrunar Thatchers forsætisráðherra i þinginu i gær þess efnis, að listfræðingurinn Anthony Blunt, sem i mörg ár hefur verið listaverkaráðunautur Bretadrottningar, hafi verið sovézkur njósnari. Að þvi er Thatcher upplýsti i gær, viðurkenndi Blunt þegar á árinu 1964, að hann væri njósnari, en honum var hlift við málssókn og refsingu i skiptum fyrir mikilsverðar upplýsingar um njósnastarfsemi Rússa i Bretlandi og annars staðar. Margir brezkir þingmenn og brezku blöðin spyrja í dag hvernig á því standi að maður, sem er viðurkenndur njósnari, skuli hafa verið látinn gegna háttsettu starfi við hirð drottningar í 15 ár eftir að kunnugt varð um atferli hans. Nokkrir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa óskað eftir rann- sókn á þessu atriði og margir spyrja hvort fleiri njósnarar starfi í stjórnkerfinu með sömu skilmál- um og Blunt. Af hálfu yfirvalda hefur verið gefið í skyn, að ekki hafi verið hægt að víkja Blunt úr starfi sínu, þar sem það hefði óhjákvæmilega vakið tortryggni Sovétmanna og annarra, sem Blunt veitti upplýsingar um. Ekki hefur komið fram, hvort Elísabetu drottningu hefur verið kunnugt um njósnaferil Blunts frá því upp um hann komst. Blunt, sem nú er 72 ára að aldri, sást síðast í leigubíl á leið til Heathrow-flugvallar á miðviku- dag, daginn áður en upplýst var um feril hans í þinginu. Thatcher forsætisráðherra lét segja honum frá því að frá njósnum hans yrði skýrt í þinginu. Af ooinberri hálfu hefur verið sagt að brottför Blunts úr landi skipti stjórnina engu, þar sem hann hafi ekki getað veitt frekari upplýsingar um njósnir Sovétmanna. Ekki er vitað hvar Blunt er nú niðurkominn. Home lávarður, sem var forsæt- isráðherra Breta árið 1964, sagðist í dag ekki hafa haft neina vit- neskju um að Blunt hefði verið njósnari og við hann verið samið af hálfu stjórnvalda. Harold Wilson, sem tók við stjórnartaumunum af Home haustiö 1964, sagðist heldur ekki hafa haft vitneskju um njósn- ir Blunts. Yfirlýsingar þessara tveggja fyrrum forsætisráðherra þykja staðfesta grun ýmissa um að yfirmenn brezku leyniþjónustunn- ar fari ferða sinna án þess að gera ríkisstjórninni nákvæma grein fyrir þeim. Haft var eftir Bani-Sadr utan- ríkisráðherra írans í dag, að konum og blökkumönnum í hópi gíslanna yrði sleppt, en stúdentarnir hafa neitað að taka slík tilmæli til greina. Carter Bandaríkjaforseti varaði landsmenn sína í dag við því að láta reiði sína vegna atburðanna í Teher- an bitna á írönskum borgurum í Bandaríkjunum. Forsetinn hefur áð- ur sagt, að aðgerðirnar í Teheran jafnist á við gerðir hryðjuverka- manna og að ráðamenn í Iran beri á þeim ábyrgð. Verkamenn á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum hafa neitað að afgreiða írönsk skip og flugvélar. Sendiherra írans í Stokkhólmi átti í dag fund í finnska utanríksiráðu- neytinu, þar sem hann skoraði á Finna og aðrar Norðurlandaþjóðir að beita áhrifum sínum í Bandaríkj- unum til þess að fá keisarann fyrrverandi framseldan. Skaut sig til bana í Péturskirkjunni Róm, 16. nóvember. AP. Reuter. FIMMTUGUR ítali skaut sig til bana framan við grafhýsi Jóhannes- ar páfa 23. í Péturskirkjunni i Vatikaninu i dag. Maður þessi, Mondasio Doria, rakari að iðn, var látinn þegar verðir i kirkjunni komu að honum eftir að hafa heyrt hann hleypa af byssu. Jóhannes Páli 2. páfa var þegar tilkynnt um atburðinn og herma heimildir að honum hafi brugðið mjög við þessar fréttir og þegar haldið í einkakapellu sína til að biðjast fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.