Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 2

Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Þjófarnir sinntu ekki aðvörunum og höf ðu ekkert úr krafsinu ÞJÓFARNIR sem brutust inn í skrifstofu gosdrykkjaverk- smiðjunnar Sanitas hf í fyrri- nótt höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir lögðu til atlögu við heljarmikinn peningaskáp og skáru allstórt gat á hlið hans með logskurðartækjum, sem þeir höfðu burðast með á inn- brotsstað. Á peningaskápnum var litill miði og á honum stóð: „Það eru engir peningar i þessum skáp — aðeins bók- haldsgögn.“ Þjófarnir hafa ef- laust haldið að þetta væri plat en svo reyndist ekki vera. í honum voru aðeins bókhalds- gögn og því var erfiði nætur- innar til einskis unnið. Láta þeir sér þetta væntanlega að kenningu verða. Tillaga um leikritagerð sjónvarps: Sex verk verði unnin á næsta ári Á FUNDI útvarpsráðs í gær var rætt um áætlun Lista- og skemmtideilda sjónvarpsins um leikritagerð á næsta ári. Deildin gerir það að tillögu sinni að sex leikrit verði gerð og eru þau eftirfarandi: „Milli steins og sleggju“ eftir son, leikstjóri Agúst Guðmunds- Davíð Oddsson, leikstjóri Andrés Indriðason. „Snorri Sturluson", leikstjóri Þráinn Bertelsson. „Líkamlegt samband fröken Guðrúnar" eftir Steinunni Sigurð- ardóttur, leikstjóri Egill Eð- varðsson. „Hver er sinnar gæfu smiður" eftir Þorstein Marelsson, leik- stjóri Hrafn Gunnlaugsson. „Projekt 33“ eftir Jónas Árna- son. Ætlunin er að taka einnig upp barnaleikrit í ágústmánuði á næsta ári, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvaða verk verður fyrir valinu. Snorri Sturluson og „Projekt 33“ eru unnin í samvinnu við aðrar norrænar sjónvarps- stöðvar. í áætlun er gert ráð fyrir að keypt verði einhver verk af kvik- myndagerðarmönnum utan sjón- varpsins. Saksókn- ari ákærir þrjá bílasala RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákærur á hendur þremur bilasölum í Reykjavík fyrir meint skjalafals og fjársvik í sambandi við kaup og sölur með notaða bila. Hefur sakadómi Reykja- víkur verið falin dómsmeðferð málanna. Eins og menn eflaust muna voru þessi mál til athugunar hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrr á þessu ári og sátu þá nokkrir bílasalar í gæzluvarðhaldi um hríð. Bílasalarnir þrír eru ákærðir fyrir sviksamlegt athæfi í við- skiptum með nokkra tugi bíla, m.a. fyrir það að hafa þvingað bíleigendur til að selja bíla á verði sem var lægra en gangverð og láta síðan kunningja sína eða skyld- menni kaupa bílana. Voru bílarnir síðan útlitsbættir og seldir á mun hærra verði. Lézt af völdum umferðarslyss Unglingsvetur Umræður á Fiskiþingi: í GÆRMORGUN lést á Borg- arspitalanum ungur maður af völdum meiðsla, sem hann hlaut í umferðarslysi á Snorrabraut fimmtudaginn 1. nóvember s.l. Maðurinn hét ólafur Alfreðs- son, Snorrabraut 81, fæddur 31. ágúst 1953, og því 26 ára er hann lézt. Slysið varð með þeim hætti, að Ólafur heitinn ók mótorhjóli norð- ur Snorrabraut og lenti hjólið í árekstri við fólksbifreið, sem ók í sömu átt. Slasaðist Ólafur mjög alvarlega og komst hann aldrei til meðvitundar eftir slysið. Ólafur heitinn var sonur hjón- anna Alfreðs Eymundssonar og Unnar Ólafsdóttur. Hann var íþróttamaður mikill, skíðamaður og sundmaður og systkini hans þrjú, Þórunn, Axel og Hermann, eru öll landsliðsmenn í sundi. Ný skáldsaga eftir Indriða G. Þorsteinsson EFTIR 8 ára hlé á skáldsagna- gerð hefur Indriði G. Þorsteins- son nú sent frá sér nýja skáld- sögu — nútímasögu um ungt fólk sem skemmtir sér og eldra fólk sem orðið er mótað af lifinu. Bókin er kynnt þannig i kápu- texta: .„Skáldsagan UNGLINGSVET- UR er raunsönn og kímin nútíma- saga. Veruleiki hennar er oft mildur og viðfelldin, en stundum blindur og ósvífinn. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifað hefur sína gleðidaga og reynslan hefur meitlað í drætti sína. Allt er þetta fólk bráðlifandi, sama hvort það eru aðalpersónur eða hefur á hendi aukahlutverk — hvort heldur þeir heita Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á Fosshóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmtistöðum og bráðum hefst svo lífsdansinn með alvöru sína og ábyrgð. Sumir stíga fyrstu spor hans þennan vetur. En á því dansgólfi getur móttakan orðið önnur en vænst hafði verið, — jafnvel svo rudda- Indriði G. Þorsteinsson leg að lesandinn stendur á önd- inni. Skáldsögum Indriða G. Þor- steinssonar hefur ávallt verið tek- ið með miklum áhuga og þær hafa komið út í mörgum útgáfum. Tvær þeirra, Sjötíu og níu af stöðinni og Land og synir, hafa verið kvik- myndaðar og Þjófur í paradís hefur verið að velkjast í dómskerf- inu undanfarin ár.“ UNGLINGSVETUR er gefin út af Almenna bókafélaginu. Bókin er 210 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveina- bókbandinu. Frá fundi nemenda MH á matgarði skólans i fyrradag. Kennsla með eðlileg- um hætti í MH í gær KENNSLA féll niður eftir hádegi á fimmtudag 1 Menntaskólanum við Hamrahlið vegna mótmæla nem- enda, sem eru ekki sáttir við reglur um hvernig mætingar eru metnar til eininga i áfangakerfinu. Nem- endur fjölmenntu inn á kennara- stofu skólans og sátu þar nokkurn tima, en héldu siðan fund um þessi mál. Var ekkert kennt i skólanum i fimm klukkustundir. Heimir Pálsson, konrektor í HMH, sagði að kennsla hefði verið með eðlilegum hætti í skólanum í gær, föstudag. Skipaðir hafa verið viðræðuhópar nemenda og kennara til að finna lausn á þessu máli, en tillaga, sem nemendur hefðu getað sætt sig við, var felld á kennara- fundi i vikunni. Heimir sagði að í fleiri mennta- og fjölbrautaskólum væru skiptar skoðanir um hvernig mætingar ætti að meta. Morgunblaðinu tókst ekki að ná í talsmenn nemenda þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir en væntanlega eiga þeir eftir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við lesendur blaðsins. Er réttlætanlegt að eyða selastofninum? Á FISKIÞINGI í gær var meðal annars fjallað um fjölgun sela- stofnsins hér við land og áhrif sels á orm i fiski. Fól þingið stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því við stjórnvöld, að full- kannað verði hvort selurinn sé orsakavaldur þess hve mikill ormur er í fiski hér við land. Að þvi sönnuðu telur þingið að finna þurfi aðferð, sem dugir til þess að fækka verulega sel við strendur og útsker landsins. í greinargerð með ályktun þingsins segir: „Það er almennt talið að selurinn sé orsakavaldur þess að ormur sá, sem oft er mikið af í fiski, sem tekinn er til vinnslu, og veldur ómældu tjóni vegna alls konar vinnu og vandræða, sem orðið hafa í markaðslöndum. Ýms- ir telja því að rannsaka þurfi málið betur áður en ákveðið er að minnka selastofninn, því sannanir um árangur liggi ekki fyrir. Hafa ber í huga að eyðing á selastofnin- um kostar mikið fé. Stór svæði í kringum landið eru friðuð fyrir MJÖG alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut á Strandheiði klukkan 15,45 á fimmtudag. Fólks- bifreið valt á veginum og ökumaður hennar, 53ja ára gamall Keflvíking- ur, slasaðist mjög alvarlega. Mun hann hafa fótbrotnað á báðum fót- um, handleggsbrotnað, hlotið höfuð- meiðsl og einhver fleiri meiðsl. Maðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans i Reykjavik, þar sem gerð var á honum aðgerð sem tók 12 klukkustundir. skotum allt árið vegna selaláturs og mun því ekki fást bótalaust. Gizkað er á, að selurinn éti á hverju ári 30—40 þúsund tonn af nytjafiski og ef hann er auk þess valdur að þeim ormi, sem mikið er af í fiski og veldur verulegu tjóni í afurðum, virðist réttlætanlegt að eyða honum að miklum hluta." Nákvæmlega tveimur klukku- stundum síðar varð mjög harður árekstur tveggja fólksbifreiða á Reykjanesbraut við Kúagerði. Einn maður var fluttur á sjúkrahús en hann mun hafa meiðst talsvert mikið á höfði og skorizt. Loks varð árekstur tveggja fólks- bifreiða á Reykjanesbraut í Njarðvík klukkan 9,30 í gærmorgun. Ökumaður annars bílsins, kona, var fluttur á sjúkrahús en hún skarst talsvert í andliti. Slasaðist alvar- lega í bílveltu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.