Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
Stórkostlegur kór
Kór Langholtskirkju hélt
fyrir nokkru tónleika í Há-
teigskirkju og flutti þar
kantötuna Actus tragicus
eftir Bach og Krýning-
armessuna eftir Mozart.
Kórnum til aðstoðar var
hljómsveit og einsöngvar-
arnir Anna Júlíana Sveins-
dóttir, Ólöf Harðardóttir,
Garðar Cortes og Halldór
Vilhelmsson. Það sem var
áberandi við þessa tónleika
Tónlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
var einkum tvennt. Það
fyrsta, hversu kór Lang-
holtskirkju er góður, hljóm-
fallegur og þróttmikill og
annað, að þátttaka hljóð-
færaleikara hefði mátt vera
betur útfærð í samstillingu
og leik. í verki Bachs var t.d.
leikið á blokkflautur og til
að slíkt „geri sig“ þarf
flutningurinn að vera betur
framinn en átti sér stað að
þessu sinni. Það mun vera
svo, ef farið er út fyrir það
sem er venjulegt, þarf til
þess meiri æfingu og einnig
að huga að ýmsu er kann
annars að koma flatt upp á
fólk þegar síst skyldi.
I verki Mozarts var stærri
hljómsveit og þar var
æfingaskorturinn mjög
áberandi og var það mjög
slæmt, því að ef aðeins hefði
verið tjaldað betur í því
efni, er varðar samspil í
styrk og blæbrigðamótun,
voru líkindi til þess að
tónleikarnir í heild hefðu
getað orðið frábærir. Jafn-
vel þar sem atvinnu-
mennska er á háu stigi er
talið nauðsynlegt að æfa
meira en nemur því að spila
í gegn, jafnvel þó um sé að
ræða hóp er lengi hefur
unnið sem heild, hvað þá
þegar fyrr ósamstilltir hóp-
ar standa að flutningi verka,
er sjaldan eða aldrei hafa
verið flutt. Svo vikið sé að
kórnum er greinilegt að Jón
Stefánsson er orðinn feikna-
góður kórstjóri og nú er
tími fyrir hann að taka til
meðferðar stærri verkefni.
Jafnvel væri athugandi
fyrir Sinfóníuhljómsveit
íslands að huga að sam-
starfi við kórinn. Betra
minna og jafnara, sagði
gamla fólkið og þannig hef-
ur Jón unnið sitt verk, án
hávaða og glamuryrða
hversu illa væri að honum
búið og nú hefur hann
uppskorið árangur erfiðis
síns og samstarfsmanna
sinna í kórnum og hlustend-
ur bíða næstu tíðinda og
vænta sín mikils af starfi
þessa góða kórs.
Jón Ásgeirsson.
GuÖmundur Danielsson:
DÓMSDAGUR. 296 bls.
Setberg. Rvik. 1979.
Þetta er safaríkur skáldskapur
og myndríkur sem höfundarins
var von og vísa. Guðmundur
Daníelsson fæst hér við kjörsvið
sitt: fólk og atburði á Suðurlandi.
Undirtitill: Heimildaskáldsaga
um langafa minn Sigurð Guð-
brandsson frá Lækjarbotnum. «Á
uppvaxtarárum mínum og lengra
fram,»segir höfundur, «vóru ætt-
artölur að mínum dómi ekki ann-
að en merkingarlausar nafnarunur
dauðra manna og kvenna, fjar-
skyldar unaði söngs og ljóðs, stífla
í straumi sögunnar, flækja í þræði
hennar.» Líða nú áratugirnir þar
til höfundur rekst á fræðimann
nokkurn sem tekur að halda að
honum ættartölum og vaknar þá
áhugi Gedans (svo styttir höfund-
ur jafnan nafn sitt í þessari bók)
í fjölþrifni sinni með þeim af-
leiðingum að ákvæði stóradóms
vofðu yfir honum — orð en ekki
framkvæmd því nú var sú tíð
runnin upp að hætt var að lífláta
fólk fyrir hórdómsbrot, jafnvel þó
laganna bókstafur byði slíkt. Allt
er það merkileg saga og varpar
ljósi yfir sinn tíma.
Hér er með öðrum orðum á
ferðinni ættarsaga. Það kemur sér
að höfundi leiddist ættfræði á
yngri árum, þeim mun fremur
skilur hann að enn muni til
lesendur sem geifli á slíku harðæti
áður en þeir renni því niður
ókrydduðu. Þess vegna varast
hann nafnarunur, afgreiðir enga
persónu svo að henni séu ekki
nokkur skil gerð, segir einhver
þau deili á hverjum einstaklingi
að í minni megi festast. Fyrir
bragðið verður fyrsti hluti sög-
unnar — sem er þó að stofni til
Guðmundur Daníelsson
Minni kynslóðanna
að gera liðskönnun meðal þeirrar
framliðnu breiðfylkingar sem að
baki honum stendur. Hefst sú
skoðun við manntalið 1703 en
þaðan rekur höfundur sig tiitölu-
lega auðveldlega til langafa síns,
Sigurðar Guðbrandssonar, en af
honum er síðan aðalsagan. Sigurði
var margt til lista lagt, hann var
búmaður góður, glaðvær og
skemmtinn og vinsæll í sinn hóp
en þar á móti kvensamur og
léttúðugur og sást ekki ávallt fyrir
Bðkmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
mannfræði og ættartölur — ekki
síður skemmtilegur en hitt sem á
eftir fer. Helst sýnist mér draga
úr frásagnargleðinni á þeim
stöðum þar sem höfundur hefur
haft ýtarlegust gögn að fara eftir:
málskjöl vegna «brota» Sigurðar
bónda. Sá óbeislaði kraftur sem
oft einkennir frásögn Guðmundar
Daníelssonar nærist á ímyndunar-
afli og hugarflugi skáldsins sjálfs
en þolir miður forskrift. Sjálfur
ólst höfundur upp við forna sagna-
mennt, t.d. les hann gamla testa-
mentið strax á bernskualdri sem
grípur svo ímyndun hans «að
Nokkrar barnabækur
Vorið þegar
mest gekk á
Höfundur: Gunnel Beckman
Þýðing: Jóhanna Sveinsdóttir
Setning: Acta hf
Prentun: Prisma
Útgefandi: Iðunn
Þetta er ein hinna dæmigerðu
sölusagna, þar sem vannærð kyn-
hvöt unglinga er kitluð. Freud
gamli hefði sjálfsagt talið hana
fást við lýsingu lífskjarnans, og
ekki efa ég, að þeir, sem halda að
bækur skuli gerðar eftir pólitískri
forskrift, kalli bókina listaverk,
sagan uppfyllir margar kröfur
slíks dóms: Telpan á fráskilda
foreldra; móðirin heldur við ein-
hvern dela; lýst er rauðsokkafundi
og söguhetjan á hjásvæfu sem
notar hana, þegar hann hefir ekki
aðra dýnu þægilegri. Er við bætist
að stelpan temur sér soraorðbragð
vanmátta stráka, og býr meira að
segja í blokk, þá hljóta allir
réttlínubókfræðingar að sjá, að
sagan er hreint afbragð. En mikið
vantar á, og mér birtist hún sem
einhæft stef um þá löngun að eiga
bók á jólamarkaði, skrif löngu
eftir að hugur höfundar var
tæmdur.
Bók um sömu hnátu „ólétta" í
fyrra var alla vega góð tilraun
t.þ.a. ganga fjallið upp, en þessi er
hins vegar stjórnlaust skrið niður.
Þýðing Jóhönnu er lipur. Stund-
um teygir hún sig um of í orðfæri
unglinganna sjálfra: „hún elskaði
húmið" (10); „ofsa hughraust"
(12); „ofsalega sæt“ (63); „smá
reynslutíma" (32); „pæla í gegn-
um“ (68); „fara í fullt af erfiðum
prófum" (98).
Jóhanna er alltof málhög til
slíkra barnaorða. Hafi hún viljað
nota þessa hortitti sem hækjur
þunnu efni, þá skal ég fúslega
viðurkenna, að það er þó tilraun
til þess að gera eitthvað úr litlu.
Sölubók mun þessi framleiðsla
reynast.
Prentun og prófarkalestur eru
afbragðs vel unnin verk.
Albert
Höfundur: Ole Lund Kirkegaard
Þýðing: Þorvaldur Kristinsson
Myndskreyting: Höfundur
Prentun: Oddi hf
Útgefandi: Iðunn
Þetta er saga um lítinn, at-
hafnasaman kút, sem leggur sitt
af mörkum t.þ.a. gera líf þeirra er
umgangast hann tilbreytingaríkt.
Það vantar aðeins herzlumuninn
að höfundi takist að gera uppá-
tæki snáðans hlægileg, þú setur
þig í stellingar, en síðan renna
atvikin hjá og hláturinn varð
enginn. Þó vantar ekki að Albert
litli leggi sig fram, hann á í stríði
við skósmiðinn; gengur í óþokk-
aklúbb; gerir stelpugildru; heldur í
ferð á tunnuskrifli og kynnist
hinum mestu loddurum og hefir í
fullu tré við þá.
Ég er sannfærður um, að þeir
sem nýlega eru orðnir stautfærir
hafi gaman af lestri sögunnar, sjái
í Albert sjálfa sig, og takist að lifa
sig inn í söguþráðinn.
Þýðingin er góð, hrökk aðeins
einu sinni við, er Albert og Egon
mættu kaupmanni sem sat á
tröppum (36). Myndir þokkalegar.
Prentun mjög skýr utan smá
mistök á síðu 90.
Próförk vel lesin, þó æfi hafi
sloppið við leiðréttingu. Allra
þokkalegasta bók, sem vinsæl mun
verða hjá ungum lesendum.
Hlébarðinn
Höfundur: Cecil Bödker
Þýðing: Margrét Jónsdóttir
Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf
Útgefandi: Iðunn
Hún lætur kannski ekki mikið
yfir sér bókin, og þar sem útlit
hennar bendir til heimshorns, sem
við norrænir þekkjum lítt, gæti
svo farið að henni yrði ýtt til
hliðar á söluborðum. Slíkt væri
skaði, því þetta er með skemmti-
legri unglingabókum. Þar kemur
fyrst til, að höfundur kann vel til
verka, ræður yfir þeirri tækni að
gæða frásögnina lífi og spennu
sem heldur lesandanum föngnum,
þar til hnútur sögunnar er að fullu
rakinn. Bödker þarf ekki að grípa
til lægstu hvata eða leikvallamáls
t.þ.a. ná eyrum, nei, hún er
listrænn höfundur, sem þorir að
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
takast á við vandamál samtíðar-
innar, draga af þeim mynd og
biðja aðra að skoða með sér.
Lítilmagninn Tíbesó leitar réttar
síns og sveitunga sinna gegn óvini,
sem í huga drengsins hlýtur að
vera villidýr úr frumskógi. Smám
saman þroskast hann þó til þeirr-
ar vitundar, að hann á í höggi við
hvassari tennur og beittari klær
en nokkurt dýr merkurinnar ræð-
ur yfir annað en vitskertur maður
á verði um auð sinn og völd. Lífum
er fórnað, fólk selt eins og hert
skreið, og fáfræði almúgans notuð
sem skikkja t.þ.a. hylja ágirndar-
æði.
Hver kannast ekki við þessa
sögu? Bödker segir hana á nýjan
hátt, réttir okkur spegilinn í mynd
lítils drengs, drengs sem laðar til
kynna.
Þýðing Margrétar er góð, mjög
góð. Prentun og frágangur allur til
fyrirmyndar.
Hafið þökk fyrir vel gert verk,
sem sannarlega á erindi til ungs,
hugsandi fólks.
Ps. til ungra lesenda. Þegar þið
hafið lesið bókina, lánið þá afa og
ömmu hana. Þetta er líka bók
fyrir þau.
Ógnvaldurinn
Þættir úr ævisögu Snata gamla 8
Höfundur: Þröstur J. Karlsson
Myndir: Harpa Karlsdóttir
Fjölritun: Letur hf
Útgefandi: Letur
Hvað skal segja? Ævintýri, —
kannski, hundur segir söguna öðr-
um hundi og ketti. Táknmynd til
mengunarvarna, — kannski, ógn-
valdurinn er risakönguló sem
berst með erlendu gómsæti frá
útlöndum. Ég veit hreint ekki, þó
er ég viss um, að gott er að hafa
sögukornið með sér að rúmstokk
lítils snáða eða hnátu, sem eru að
bíða svefns, því að svona sögur,
þar sem ruglað er saman eigin-
leikum dýra og manna, eru leiftur
úr ævintýraheimum barna.
Höfundi hlýtur að þykja vænt
um börn og dýr líka, annars hefði
hann ekki lagt á sig að skrifa
kverið.
Þegar Snati hættir sögu sinni,
hefst þáttur um köngulær. Snjöll
hugmynd það, og ungum lesendum
til fróðleiks. Málið er þokkalegt,
hefði þó mátt vanda betur, t.d.
„Undir frambol eru 8 stórar lapp-
ir, en ofarlega framantil eru 8 lítil
augu. Þar fyrir neðan er svo
munnurinn til húsa“. Myndir
bráðvel gerðar.
I föðurleit
Höfundur: Jan Terlouw
Þýðing: Árni Blandon Einarsson
og Guðbjörg Þórisdóttir
Kápa og myndir: Dick van der
Maat
Prentun: Oddi hf
Útgefandi: Iðunn
Meistaraleg saga sem mun
halda athygli þinni löngu eftir að
lestri er lokið. Móðurleysingi, Pét-
ur, elzt upp með föður, en er
skilinn frá honum vegna þess að
faðirinn reynist of þunghöggur við
að verja afkvæmi sitt, — verður
þjófi við iðju sína að bana. Fyrir
það ber honum hegning, og er
sendur í fangabúðir í Síberíu.
Sagan er síðan frásögn af baráttu
snáðans við að komast á fund
föður síns. Oftast févana, matar-
laus stundum, vinnur hann sig að
settu marki; klæðist gervi ekils;
gerist hljómlistamaður, já, hvar
sem vinna til féll bauð hann fram
hendur. Á stundum gerist örvænt-
ingin þung, svo þung að honum
liggur við uppgjöf. I barnslegri
einfeldni reynir hann að gerast
sakamaður, hyggur það auðveld-
ustu leið til Síberíu. Hann kveikir
í húsi, en verður ekki af því
brennuvargur heldur hetja; hann
reiðir hnefa að munni borgar-
stjóra, er þó ekki dæmdur fyrir
árás á embættismann heldur hlýt-
ur hann umbun fyrir að losa
yfirvaldið við tannverk. Já, heilla-
dísir neita að sleppa af honum
hendi, grípa fyrir byssukjaft og
lama bjarndýrshramm, allt til
þess að draumur hans hlýtur
vökumynd. Barn leggur hann af
stað, — fulltíða nær hann í mark.
Höfundur er afburða sögumaður,
lýsir af snilld skjögri Péturs milli
vonar og örvæntingar. Hann gerir
þetta á miskunnarlausan hátt,
eins og t.d. er hann lætur vitfirr-
ing bera vonarvæng að drengnum,
eða þá hann lætur fanga, dæmdan
fyrir morð, verða lífgjafa þess sem
halda á honum í hlekkjum. Spurn-
ingar vakna um manngildi þess
sem dæmdur er og hins sem
dæmir.
Þær eru ekki margar myndirn-
ar, en afburða góðar. Mál þýðenda
er gott, verk þeirra mjög vel
unnið.
Próförk vel lesin þó glerauga
læðist frá auga uppá nef (30).
Hafið þökk fyrir mjög góða bók.