Morgunblaðið - 17.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
11
honum verður erfitt að greina á
milli síns fólks og biblíufólksins.*
Þannig er skáldskapur Guðmund-
ar, stór í sniðum, alvarlegur,
tilþrifamikill, þar er alltaf eitt-
hvað að gerast, eitthvað á seyði,
ládeyða og aðgerðarleysi er þar
nánast óhugsandi. Það er því
dæmigert að höfundur sér sögu-
hetjur sínar jafnan fyrir sér í
einhverri athöfn, og í sögu sem
þessari, sem nær yfir aldir, er
alltaf eitthvert fólk að koma og
fara, ættin er á fleygiferð inn á
sögusviðið og út af því aftur. «Hún
kemur með nafn sitt eitt út úr
hulduhólum tötralýðsins til þess
að verða ættmóðir Gedans höf-
undar» segir t.d. um konu eina.
Hver einstaklingur ber sín sér-
kenni. Almennt einkenni ætt-
menna Guðmundar er hins vegar
þrautseigja og þolgæði — að
gefast ekki upp: «Langir og krók-
óttir eru farvegir blóðsins: frá
Víkingslæk, Stóra-Klofa og Hell-
um — að Þingskálum, Húsagarði
og Lækjarbotnum: ein og sama
ættin, greind í sundur og gróin
saman á víxl, harðvítugt kyn,
blandað öðrum harðvítugum kynj-
um, í sífellu stríði við eld, ísald-
artíð og sandstorma, lét undan í
bland, en neitaði að gefast upp,
varðist af hörku, hélt velli.»
Þarna er mikið um barneignir
og næstum eins mikið um barna-
dauða, stundum lifir svo sem eitt
af tíu, einatt verið að geta börn og
jarða. Síðastur í fylkingunni geng-
ur skáldið Gedan sem skrásetur
hér með sögu ættar sinnar «með
eðli feðranna innbyggt í hold sitt
og önd — án þess að vita það.» I
rauninni hefur hann tekið við
hlutverki ættmenna sinna nema
hvað hann hefur látið þess konar
atburði gerast í skáldverkum
sínum sem þeir skráðu gjarnan
með líferni sínu.
Þess er getið í sögunni að
Sigurður bóndi hafi hugsanlega
síðastur íslendinga verið dæmdur
til dauða. En hann slapp af því að
búið var að leggja öxina til hliðar,
og skömmu síðar var vendinum
stungið undir sperru. Nú munu
fáir mæla bót refsilögum fyrri
alda. Eigi að síður hafa þau — eða
réttara sagt framkvæmd þeirra —
orðið rithöfundum drjúg upp-
spretta á okkar öld þar eð dóm-
skjöl eru oft og tíðum einu heim-
ildir sem nú er að hafa um fólk og
atburði á liðnum öldum. Sýslu-
menn og hreppstjórar voru undir
aga frá sinum yfirboðurum ekki
síður en sauðsvartur almúginn og
voru samstundis komnir með
skrifarann þar sem grunur lék á
að eitthvað hefði gerst sem braut í
bága við laganna bókstaf.
Dómsdagur er ekki fyrsta sögu-
lega skáldverk Guðmundar Daní-
elssonar, síður en svo. Hann hefur
áður stuðst við skráða sagnfræði
og líkast til enn meir við munn-
mæli — vera má að flestar
skáldsögur hans séu að einhverju
leyti reistar á slíkum grunni.
Dómsdagur er að mínu viti ívið of
sundurleit til að teljast til allra
bestu skáldsagna Guðmundar
Daníelssonar. En tilþrifamikil og
kjarnyrt er þessi frásögn og
merkilegt dæmi um það hvað unnt
er að gera úr réttri og sléttri
ættartölu. Vonandi er að fleiri
höfundar horfi svona um öxl og
bregði upp því gengna mannlífs-
myndasafni sem á bak við þá
stendur — jafnvel þótt þeir eigi
ekki í ætt sinni annan eins langafa
og Sigurð bónda Guðbrandsson.
Erlendur Jónsson.
Felli, séra Stefán Ólafsson í Vallanesi
og Páll Vídalín lögmaður. Kunnust er
þýðing Steingríms Thorsteinssonar á
sögunum, en Freysteinn Gunnarsson
þýddi þær einnig. Þýðing Þorsteins frá
Hamri styðst við úrval og útgáfugerð
Ruth Spriggs frá 1975.
Er skemmst frá því að segja að
þýðing Þorsteins frá Hamri hefur
tekist afbragðsvel eins og vænta mátti
af svo vandvirkum höfundi. Hún er í
senn lipur og á ákaflega fallegu máli.
Þessu til staðfestingar vel ég sem
sýnishorn örstutta dæmisögu hins vísa
Esóps sem eins og kunnugt er gat verið
kaldhæðinn. Sagan nefnist Fjallið:
„Einu sinni í fyrndinni byrjaði fjall
nokkurt að hristast með dunum og
dynkjum. Fólk þyrptist að úr öllum
Hér er varla von á minna
en voldugum dreka
DÆMISÖGUR ESÓPS.
Þorsteinn frá Hamri þýddi.
Frank Baber myndskreytti.
Bókaforlagið Saga 1979.
Af dæmisögum Esóps er líklega
kunnust Drengurinn sem hrópaði: Úlf-
ur.
í þessari sögu segir frá smaladreng
sem skemmti sér við að hræða fjáreig-
endur með köllum um að úlfur væri að
hremma kindurnar þeirra. Þeir hlupu
fljótt á vettvang til að flæma úlfinn
burt. En þegar hinn raunverulegi úlfur
kom gegndi enginn aðvörunarorðum
drengsins og úlfurinn fékk nægju sína
og meira en það þann dag.
Lærdóm geta svo menn dregið af
þessari sögu eins og öðrum dæmisögum
Esóps.
Talið er að Esóp hafi verið þræll á
eynni Samos á 6. öld fyrir Krist,
Þrakverji eða Frygíumaður. Sögurnar
voru upphaflega mæltar af munni
fram, aðrar dæmisögur tengdust þeim
og þegar farið var að rita þær voru þær
stílfærðar og aukið við þær með ýmsu
móti.
í inngangi að íslenskri þýðingu
Þorsteins frá Hamri er þess getið að
íslendingar hafi löngum haft dálæti á
Esóp. Eftirfarandi heiðursmenn feng-
ust til dæmis við að snúa sögunum í
ljóð: Séra Einar Sigurðsson í Heydöl-
um, séra Guðmundur Erlendsson á
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
áttum til að sjá hvað verða vildi.
„Stórfljót er að fæðast,“ sagði einn.
„Hér er varla von á minna en
voldugum dreka,“ sagði annar.
„Sjálfur guð mun koma fram úr
þessum klettum,“ sagði sá þriðji.
Loks eftir langa mæðu og mikla
eftirvæntingu myndaðist lítil sprunga í
fjallshlíðinni. Og út skaust — lítil
mús.“
Það sem einkennir sögur Esóps er
það að í gervi dýra birtast hin ýmsu
mannlegu einkenni, oft fáfengilegustu
viðbrögð og skoplegustu hneigðir sem
fylgja manninum.
Utgáfa Bókaforlagsins Sögu á Dæmi-
sögum Esóps er stór og skrautleg,
myndskreytt af Frank Baber. Bókin er
hin eigulegasta og tilvalin gjöf til
barna og unglinga og hvers vegna ekki
fullorðinna. Til þeirra mun Esóp hafa
beint máli sínu. Myndir Babers eru í
hefðbundnum stíl, sæta engum tíðind-
um sem slíkar. Þær taka ekki fram
gömlum Esópskreytingum sem við
þekkjum, en spilla heldur ekki fyrir.
ólafur Jónsson: LÍKA LÍF,
greinar unt samtímabókmenntir.
244 bls. Iðunn, Rvk. 79.
Þessi bók kemur mér í kynduga
aðstöðu. Hún hefur að geyma
úrval af bókmenntagagnrýni Olafs
Jónssonar í blöðum og tímaritum
síðustu fimmtán ár eða svo.
Hvernig skrifar maður bók-
menntagagnrýni um bókmennta-
gagnrýni. Á maður að skrifa um
hvað manni finnst um það, sem
Ólafi Jónssyni finnst um hinar og
þessar nýlegar íslenskar bækur.
Eg hef ekki lesið nema nokkrar
umræddra bóka og það eykur
vitaskuld enn á vandræði mín. Ég
hef því valið þann kostinn að
varpa fram nokkrum spurningum
um bókina, í stað þess að reyna að
leggja dóm á þær skoðanir sem
Ólafur setur fram í þessum grein-
um, sem „eru fyrir alla muni
læsilegar" svo notað sé orðalag
sem kemur fyrir í þessari bók.
Hvað sem um ritdóma Ólafs má
segja að öðru leyti eru þeir alla
jafna hið besta fram sagðir.
Lestur þessarar bókar vakti
fyrst og fremst með mér eina
spurningu: Til hvers er svona bók
gefin út? I eftirmála má kannski
greina einhvers konar svar. Þar
segir Ólafur: „Bókin er tekin
saman í þeirri trú að bókmenntir,
skáldskapur skipti máli lengur en
nemur fyrsta lestri og umtali um
nýútkomnar bækur og vert kunni
að vera að prófa hversu endist og
standist fyrsta reynsla bóka og
höfunda". Þetta skil ég sem svo að
bókin sé saman sett til þess að
Ólafur Jónsson
lesendurnir geti spekúlerað í því
hvort Ólafur hafi haft rétt fyrir
sér í þessum og hinum ritdómum.
Þar með er ég kominn að
annarri spurningu: Handa hverj-
um er þessi bók? Hverjir lesa
svona bók? Til þess að hún nái
tilgangi sínum til fulls verður
lesandi helst að hafa lesið allar
þær ægimörgu bækur sem Ólafur
fjallar um og ég leyfi mér að efast
um að þeir séu ýkja margir.
Þannig að vart er hér um væntan-
lega metsölubók að ræða, nema þá
í yfirfærðri merkingu líkt og hjá
Guðbergi Bergssyni.
í bókinni er að finna þrjár
greinar um þróun íslenskra bók-
mennta á síðustu árum og áratug-
um. Þær greinar þykja mér mun
Bókmenntlr
eftir
SVEINBJÖRN
I. BALDVINSSON
fróðlegri lesning en ritdómarnir.
Væri óskandi að Ólafur léti meira
frá sér fara af því tagi, skrifaði
um íslenskar samtímabókmenntir
sem fræðimaður fremur en rit-
dómari. Að mínu viti hafa rit-
dómasöfn ekki mikið gildi, nema
þau hafi að geyma viðhorf fleiri en
eins manns, þannig að lesanda
gefist kostur á að vega og meta
ólíkar skoðanir. Ef engin lóð eru
til að setja á vogarskálina, hlýtur
það sem mæla á að virðast ákaf-
lega þungt á metunum.
Á bókarkápu hinnar nýju bókar
segir m.a.: „Líka líf er athyglis-
verð heimild um fyrstu viðbrögð
við ýmsum þeim bókmenntaverk-
um, sem ætla má að verði spegill
samtíðar okkar þegar stundir líða.
Utgáfa bókarinnar greiðir veru-
lega fyrir athugunum og umræð-
um um hlut bókmennta í nútíma-
lífinu."
Ég geri það að tillögu minni að á
bókarkápu næsta upplags bókar-
innar verði þessi klausa svohljóð-
andi: — Líka líf er athyglisverð
heimild um fyrstu viðbrögð Ólafs
Jónssonar við ýmsum þeim bók-
menntaverkum sem ætla má að
verði spegill samtíðar okkar þegar
stundir líða. Útgáfa bókarinnar
greiðir verulega fyrir þeim athug-
unum og umræðum um hlut bók-
mennta í nútíðarlífinu, sem hafa
skoðanir Ólafs Jónssonar að út-
gangspunkti.
Kaupmannahöfn 10/11 79.
SIB
Ólafur Jónsson
Metsölubók?
Um kvæðafylgsni
baö datt dýrgripur, svona af
tilviljun, upp i hendurnar á mér
á dögunum. Mig langar að
þakka hann nokkrum orðum og i
leiðinni að benda öörum á það
að þeir eiga hans lika kost ef
vilja.
bað er ekki hversdagslegur
atburður að islenskt útgáfu-
fyrirtæki, á þessum siðustu
og..., sjáisér fært að láta frá sér
ganga vandað snilldarverk á
efnissviði sem sjaldnast gerir I
blóðið sitt, fjárhagslega. begar
þetta gerist er það heiður útgáf-
unni og sómi þjóöinni.
betta hefur Iðunn i Reykjavik
gert með þvi að taka að sér út-
gáfu á frábæru ritverki Hannes-
ar Péturssonar, Kvæðafylgsni,
um skáldskap eftir Jónas Hall-
grimsson.
Og það er ekki heldur hvers-
dagslegur atburöur að annað
eins ljóðskáld og Hannes
Pétursson beiti gáfum sinum,
þekkingu og innsýn á skáldskap
eftir slikt ljóðskáld sem Jónas
Hallgrimsson. En þegar sá at-
burður gerist er hann stórhátið.
Og er það ekki undur að geta
tekiö óvæntan þátt I þessari
hátið með lestri bókarinnar — ef
til vill ekki sist nú þessa dag-
ana?
Ef til vill þykir það undarlega
að orði kveðið, en fyrsta lýsing-
in sem ég vil hafa á þessari bók
er sú að hún er skemmtileg og
jafnvel spennandi á köflum.
Hannes er að greiða úr nokkrum
fléttum I kvæðum Jónasar, út-
skýra „fólgna staði” i „felustil”
Jónasar sem hann kallar svo.
Og honum tekst að gera það af
þvllikri lipurð, hugkvæmni og
þekkingu að það er óblandið
yndi að mega njóta þess.
Annar þáttur þessarar
skemmtunar er sá hversu
Hannesi er lagið að fara um efn-
Hannes Pétursson
Jónas Hallgrimsson
beír eru góðir saman
ið höndum fræöimannsins, eins
og það orð hefur ævinlega verið
skiliö meðal tslendinga. Nú er
Hannes að vlsu lærður háskóla-
maður og tiðkar strangöguð
vinnubrögö og heimildarýni. 1
þessari bók bregður hann fyrir
sig flestum undirgreinum bók-
menntafræðinnar — ef fræði-
grein má kalla — , aUt frá
upptekningu texta til menn-
ingarsögulegra og fagurfræði-
legra ályktana.
En hann gerir þetta svo leik-
andi létt, svo áreynslulitið, af
slikri frásagnargleði og sögu-
mennsku — eftir alla frumvinn-
una, yfirleguna og gagnaleitina
— að það sér ekki i saumana. Og
hann nálgast viöfangsefnið
vegna mikilvægis þess I sjálfu
sér eins og islenskir fræöimenn
á öllum timum, sveitum og
þorpum hafa gert. Varðar les-
andann þá ekki endilega öllu að
fallist sé þegar á sérhveria
ályktun, heldur skiptir hitt
mestu að hafa slfkan leiösögu-
mann.
Einnig þess vegna er lestur
bókarinnar skemmtun og hátið
sem heldur áfram allt kvöldið
og alla nóttina og langt fram á
morgun, og allt uns siðasta blaði
er flett. Og þá er eins og ör-
skotsstund hafi liðið siðan hún
hófst. Mikil ánægja, nýr skiln-
ingur, nýjar leiðir til að njóta
skáldskaparins, verða eftir og
endast. bá ér llka eftir löngunin
til að fá að glugga 1 þetta aftur
og aftur...
Mættu sem allra flestir, þeir
sem á annaö borð hirða um
skáldskap, njóta þessarar
skemmtunar. Ég vil fá að þakka
fyrir mig.
Tlminn, 14. nóvember. JS
(A ugtýsing)