Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 15

Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 15 ólafur Magnússon stofnandl Fálkans isamt konu sinni, Þrúði Guðrúnu Jónsdóttur. Myndin er sennilega tekið árið 1896 þegar ólafur var 23 ára gamall, en hann fæddist að Láganúpi í Rauðasandshreppi árið 1873. Þrúður andaðist 1949 og Ólafur 1955. Eitt hinna 18000 reiðhjóla sem framleidd voru hjá Fálkanum 1940-1954. eintökum. Innflutningur á erlendum hljómplötum hefur ætíð síðan verið snar þáttur í starfseminni," sagði Ólafur. Hvað með aðrar vörur? „Sala saumavéla var snemma þátt- ur í starfsemi fyrirtækisins og árið 1932 fékk Fálkinn umboð fyrir hinar þekktu ítölsku Necchisaumavélar, og ég held að ég geti fullyrt að engin saumavél hefur selst jafn mikið hér á landi. Árið 1928 fékk Fálkinn umboð fyrir Dodge Brothers, sem fram- leiddu Dodge-bifreiðarnar, og voru fluttar inn um það bil 80 bifreiðar til ársins 1932 þegar einkasala ríkisins á bifreiðum tók við. Á fyrstu árum og áratugum þess- arar aldar var mest um að vörur væru fluttar frá Danmörku, en fljót- lega fór Fálkinn að flytja sínar vörur beint hingað til landsins frá hinum ýmsu framleiðendum og með því tókst að lækka vöruverðið nokkuð. Það er alveg ótvírætt að þetta hefur átt stóran þátt í því hversu velgengni fyrirtækins jókst á þessum árum. Árið 1940 hófst svo reiðhjólafram- leiðsla Fálkans, en þá hafði að mestu tekið fyrir allan innflutning vegna stríðsins. Þessi framleiðsla stóð stríðs- og haftatímabilið fram til ársins 1954, en þá hafði opnast að nýju fyrir innflutning til landsins. Á þessum árum voru framleidd í Fálk- anum um 18 þúsund reiðhjól, sem seld voru undir vörumerki fyrirtæk- isins. Breytt rekstrarform Árið 1948 var rekstrarformi fyrir- tækisins breytt í hlutafélag, en til þess tíma hafði það verið í einkaeigu Ólafs Magnússonar. Segja má að Fálkinn hafi á þessum tíma verið orðið mjög öflugt fyrirtæki með um 20 starfsmenn. Fyrsti framkvæmda- stjóri fyrirtækisins var Haraldur V. Ólafsson, sonur Ólafs Magnússonar og faðir minn. Fyrirtækið flutti 1948 í nýreist, eigið hús við Laugaveg 24, þar sem öll starfsemi þess fór síðan fram allt til ársins 1968. Véladeild fyrirtækisins var stofn- uð 1956 að frumkvæði Braga Ólafs- sonar, sem þá hafði nýlega hafið störf hjá því. Upphaflega voru aðal- vöruflokkar hennar kúlu- og rúllu- legur auk drifbúnaðar, svo sem keðja og tannhjóla. Á seinni árum hefur starfsemi þessarar deildar vaxið mjög og margir vöruflokkar bætzt við, einkum á sviði vélbúnaðar og tækja til iðnaðar og sjávarútvegs. Annars má segja að véladeildin hafi sérhæft sig í legum, reimum, hjöru- liðskrossum og ásþéttum á allar gerðir farartækja og véla. Við höfum sem sagt leitast við að veita atvinnu- vegunum sem allra bezta þjónustu á þessu sviði. Heimilistækjadeildin er sú yngsta í fyrirtækinu, var stofnuð 1971, en um þessar mundir er fyrirtækið einmitt að opna nýja verzlun á 2. hæð húss fyrirtækisins við Suðurlands- braut 8, þar sem heimilistæki verða seld á um 200 fermetra gólffleti. í tengslum við þessa verzlun verður fullkomin varahluta- og viðgerðar- þjónusta. Á sjöunda áratugunum efldist fyrirtækið mjög og urðu þrengslin á Laugavegi 24 mikið vandamál. Var þá ráðist í byggingu núverandi aðal- stöðva fyrirtækisins á Suðurlands- braut 8, en þangað flutti fyrirtækið á árunum 1968—1970. Þetta húsnæði er um 3500 fermetrar að gólffleti og er í dag fullnýtt, en utan starfsem- innar á Suðurlandsbraut rekur Fálk- inn tvær hljómplötuverzlanir á Laugavegi 24 og í Vesturveri, en almennt um hljómplötudeildina má segja, að hún hefur verið söluhæsta deild fyrirtækisins s.l. 3—4 ár. Hún er stærsti innflytjandi landsins á erlendum hljómplötum auk þess sem við gefum út nokkuð af íslenzkum hljómplötum áriega. Þá má geta þess, að starfsemi reiðhjóladeildarinnar hefur vaxið mjög á seinni árum og vöruúrvalið aukist. Þar er nú á boðstólum auk reiðhjólanna úrval barnavagna, barnakerra og skyldra vara. Svo hefur hin síðari misseri verið lögð meiri áherzla á rafmagnshandverk- færi,“ sagði Ólafur Haraldsson. Staðan og framtíðin Að síðustu var Ólafur inntur eftir stöðu fyrirtækisins í dag og hvað væri framundan. „Það má alveg fullyrða að staða fyrirtækisins er mjög góð í dag, velta þess var á síðasta ári um 2000 milljónir króna og við greiddum í opinber gjöld um 100 milljónir króna, auk þess sem systurfyrirtæki Fálkans, Stál, greiddi um 30 milljónir króna í opinber gjöld. Þá greiddum við um 204 milljónir króna í söluskatt til ríkissjóðs á síðasta ári. Hvað varðar framtíðina þá erum við með þetta húsnæði okkar fullnýtt þannig að fyrir dyrum er óneitaniega á næstu árum að færa út kvíarnar í nýju húsnæði. Við höfum þegar sótt um lóð fyrir húsnæði í Mjóddinni svokölluðu og fengið jákvætt svar og nú fyrir skömmu sóttum við um stækkun á þessu húsnæði. í þessu húsnæði í Breiðholtinu höfum við hugsað okkur að vera með úrval vara úr hinum ýmsu deildum fyrirtækis- ins sem ætla mætti að ættu erindi þarna upp eftir. Þá má nefna það að við förum að opna nýja hljómplötu- verzlun í Austurveri við Háaleitis- braut. Þá eigum við lóð í svokallaðri Borgarmýri við Vesturlandsveg, þar sem gert er ráð fyrir að byggt verði 25 þúsund rúmmetra hús. Þetta hús verður nokkuð sérstætt þar sem það er byggt upp af 12—13 sexhyrndum einingum, um það bil 200 fermetrar að flatarmáli hver. Það gerir okkur kleift að byggja þetta hús í nokkrum áföngum eftir því sem efni og ástæður leyfa," sagði Ólafur Har- aldsson. Að síðustu var Ólafur Haraldsson spurður hvort ékki væri erfitt að henda reiður á og halda um allan þann aragrúa vörueininga sem fyrir- tæki eins og Fálkinn hlyti að vera með á lager. „Það kostar auðvitað töluverða vinnu að fylgjast með hreyfingu lagers þegar á honum eru 18 þúsund vörueiningar, en þetta hefur allt blessast í gegnum árin og síðan um síðustu áramót þegar við settum þetta allt í tölvuvinnslu er þetta mjög viðráðanlegt," sagði Ólaf- ur að síðustu. — sb. Hin nýja heimilistækjadeild Fálkans. Renniverkstæði Fálkans 1952 og er ólafur Magnússon, stofnandi fyrirtækisins, við Við reiðhjólaframleióslu 1951. rennibekkinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.