Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 16

Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Matthias Bjarnason er Kreinilexa vanur kappræðumaður, og hann bar höfuð og herðar yfir aðra frummælendur á fundinum á Borðeyri. Einar K. Guðfinnsson i ræðupúlt- Inu. Jónas á Melum teygir sig i Morgunblaðið. Jón á Melum til hægri, óiafur bórðarson til vinstri. Gamaldags framboðsfundur á Boröeyri á Ströndum: Frambjóóendur sýndu á köfl- um mikil tilþrif, og á stundum veltust fundarmenn um af hlátri Þó fjöl- miðlar hafi að undan- förnu eink- um gert kosningabar- áttunni á höfuðborgar- svæðinu skil, þá er hún ekki síður hörð víða um landsbyggð- ina, þar sem frambjóðend- ur fara um með miklum gusti, deila á fundum, heimsækja vinnustaði og taka í hendur flestra kjós- enda. Þar er ekkert til sparað frekar en á mölinni, og hart bar- ist um hvert atkvæði. Grein: Anders Hansen Myndir: Ragnar Axelsson Síðdegisfundur á Borðeyri Á miðvikudaginn var sameigin- legur framboðsfundur allra flokka á Borðeyri á Ströndum, gamaldags fundur með þátttöku allra flokka eins og framboðsfundir gerðust best- ir fyrr á árum. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins voru að sjálfsögðu mættir á staðinn, til að festa fundinn á blað og filmu. Fundurinn var haldinn í Barna- skólanum á Borðeyri, nýju og glæsi- legu húsi sem stendur ofarlega í þorpinu. Fundurinn hafði verið boðaður klukkan fjögur síðdegis, þar sem það væri sennilega sá tími er hentaði bændum í nágrenninu einna best, rétt fyrir mjaltir. Skömmu fyrir auglýstan fundar- tíma fór fólk að drífa að, fólk á Borðeyri, bændur úr nágrenninu, línumenn og fleiri. Röbbuðu fund- armenn saman framan við skólahús- ið á meðan beðið var frummælenda, og var greinilegt að nokkur spenna var í fólki að sjá og heyra til mikilmennanna. Eins og víðar úti um land er kaupfélagsstjórinn á staðnum einna helst í forsvari fyrir heimamönnum, og kom því ekki á óvart þótt hann byði öllum frum- mælendum í kaffi fyrir fundinn. — Raunar bætti hann enn um betur að fundinum loknum, því þá var öllum hinum sömu boðið til kvöldverðar hjá kaupfélagsstjórahjónunum. Snæddu þeir þar saman kvöldmat- inn og drukku kaffi í mesta bróðerni, þó ekki hlífðu þeir hvorir öðrum er á fundinn var komið. Fundurinn settur Loks kom að því að fundurinn skyldi hefjast, flestir höfðu fengið sér sæti, og beðið hafði verið í hið hefðbundna akademiska kortér, því Strandamenn leggja ekki alltof mik- ið upp úr stundvísi fremur en aðrir landsmenn. Salurinn á efri hæð Barnaskólans var nærri þéttskipaður, og áður en fundi lauk þurftu sumir að standa. Voru milli 55 og 60 manns komnir á fundinn. Fundarstjóri, Jón Jónsson bóndi á Melum, sté nú í pontu, og grafarþögn ríkti í salnum. Setti hann fundinn, bauð gesti velkomna, og gerði grein fyrir fundarsköpum. Sagði hann hvern flokk fá að tala þrisvar sinnum, í þremur umræðum mis- jafnlega löngum. Útskýrði hann tímamörkin fyrir fundarmönnum, hvernig yrði dregið af þeim ef þeir gerðust of langorðir og svo framveg- is. Jafnframt skýrði hann frá því að fyrirspurnir yrðu leyfðar eftir fyrstu umferð. Þá staðfesti hann það einnig sem heyrst hafði fyrir fundinn, að enginn frambjóðandi Alþýðuflokksins kæmi. Höfðu fundargestir áður rætt það sín á milli hvað ylli, og einhver þóttist vita að Karvel væri upptek- inn annars staðar í kjördæminu, en Sighvatur fjármálaráðherra til bráðabirgða væri veikur. Ekki bar mönnum saman um hvað ylli krank- leika Sighvats. Einn nefndi sem ástæðu yfirdráttinn í Seðlabankan- um, en annar hélt að hann hefði meiðst vegna þess hve sterklega Karvel styddi við bakið á honum! Enn annar sagði það ekki undarlegt að Sighvatur væri slappur, fjárlaga- frumvarpið væri trúlega ekki auð- melt. F rummælendurnir. Kratar mættu sumsé ekki til leiks. En frá hinum A-flokknum voru hins vegar komnir þeir Aage Steinsson frá ísafirði og Pálmi Sigurðsson frá Klúku, báðir frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum. Frá Framsókn komu þeir Ólafur Þórðar- son skólastjóri í Reykholti í Borgar- firði, fyrrum oddviti og skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, og Sig- urgeir Bóasson skrifstofustjóri í Bolungarvík, en áður kaupfélags- stjóri á ísafirði. Frá Sjálfstæðis- flokknum voru svo komnir þeir Matthías Bjarnason alþingismaður og fyrrum ráðherra, og Einar K. Guðfinnsson úr Bolungarvík. Ræðumenn fengu sér allir sæti í einni röð, þvert yfir fundarsalinn, alþýðubandalagsmenn lengst til hægri, þá sjálfstæðismenn og loks framsóknarmenn, en fundarstjóri næst pontunni, lengst til vinstri, en til hægri séð frá fundarsalnum. Fundarstjóri tilkynnti að dregið hefði verið um röð flokkanna, og skyldi Alþýðubandalagið vera fyrst, þá Sjálfstæðisflokkur og loks Fram- sóknarflokkur. Kenndu landsmönnum að eta kindakjöt Aage Steinsson sté fyrstur í ræðu- stól, og sagðist nú vera kominn í kosningaslag fyrr en hann hefði átt von á, en þar væri við krata og íhald að sakast, sem ekki hefðu viljað mynda meirihlutastjórn eftir að vinstri stjórnin lagði upp laupana. Dró Aage síðan upp dökka mynd af viðreisnarárunum, og þá ekki síður af þeim árum sem Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur sátu saman í stjórn. Slíkar stjórnir sagði hann „fólkið" í landinu ekki vilja aftur. Þá vék frambjóðandinn að land- búnaðarmálunum, og hrósaði Al- þýðubandalaginu upp á hástert fyrir frammistöðuna í þeim málaflokki. Sagði hann fólk hafa farið að eta mun meira af kindakjöti fyrir til- stilli Alþýðubandalagsins, auk þess sem smjörfjallið hefði hætt að stækka. „Við höfum því étið nokkuð af vandanum," sagði Aage. í lokin minntist hann á félags- málapakkann, sem hann hefði þó ekki tíma til að útlista, og sagði það athyglisvert að kratar mættu ekki til fundarins, þeir hefðu sennilega ekki meiri áhuga en þetta á þeim fundum sem bændafólk sækti. Áage var alvörugefinn mjög er hann flutti ræðu sína, fór ekki með nein gaman- mál, enda hló enginn eða klappaði framí ræðu hans. Honum var hins vegar þokkalega fagnað er hann lauk máli sínu. Ekkert minnst á gengisfellingar? Matthías Bjarnason kom næstur í ræðustól, og bar sig að öllu fag- mannlega og greinilega þrautþjálf- aður kappræðufundarmaður. Byrj- aði hann á því að fagna því að Borðeyri væri nú kominn inn á fundaáætlun flokkanna, en hingað til hefði hún verið skilin útundan. Sagði Matthías gaman að vera komin til Borðeyrar, þó vissulega varpaði það nokkrum skugga á fundinn að kratar kæmu ekki. Sagði hann þó skaðann ef til vill ekki svo mikinn, því þeir kratar ættu góða að þar sem væru Framsókn og Alþýðu- bandalag. Þó þeir skömmuðu krata að vísu nokkuð, væri meira áberandi að þeir grátbændu þá að koma aftur í nýja vinstri stjórn! Þá vék hann að verðbólgunni, og sagði hana nú vera komna yfir 81%, og væri það í ágætu samræmi við þau fyrirheit vinstri stjórnarinnar að koma henni niður fyrir 30%! Ekki sagði hann þetta þó nýtt met, því áður hefði hún komist hærra vorið 1974, en athyglisvert væri að í bæði skiptin væri um að ræða kveðju- stundir vinstri stjórna undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Þá gerði Matthías ítarlega grein fyrir stefnumálum Sjálfstæðis- flokksins, sem hann sagði vera í öruggri sókn um allt land þrátt fyrir klofningsframboð í tveimur kjör- dæmum. Matthías sló oft á létta strengi, meðal annars er hann minnti á að Steingrímur hefði ekki viljað af- henda Vilmundi lyklana þótt hann hafi getað verið í stjórnarsamstarfi með honum, og vildi nú aftur í slíkt stjórnarsamstarf. Komst Matthías hnittilega að orði, og hvað eftir annað veltust fundarmenn um af hlátri, þó undirtónninn í ræðu hans væri háalvarlegur. Meðal annars gerði Matthías það að umræðuefni, að Aage hefði aldrei minnst á gengisfellingu í ræðu sinni. En ástæða þess væri auðvitað augljós, hann teldi skynsamlegast að þegja yfir þeim afrekum sem flokksbræður hans hefðu unnið á þeim vettvangi. Bar fundarmönnum kveðju krata Næstur vatt Ólafur Þórðarson sér í púltið, þéttur á velli og nokkuð þéttur í lund, vel klæddur og vel greiddur, ljóst hárið þó nokkuð farið að þynnast. Ólafur sagðist vilja byrja á því að bera fundarmönnum kveðju krata, en þannig væri ástatt í þeim herbúð- um að foringinn lægi veikur á ísafirði. Af þessum sökum sagðist hann myndi fara vægari höndum um þá en ella! Þegar hér var komið sögu dró frambjóðandinn upp úr pússi sínu Morgunblaðið frá því 9. nóvember, og kvaðst hann vilja lesa það úr stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem Matthías hefði ekki viljað lesa. Er hann hafði lokið lestrinum kvað hann uppúr með það að þetta væri áratugur Framsóknarflokksins, með því vildi hann standa og falla. Þá vék hann aftur að stefnu sjálfstæð- ismanna, og sagði byggðastefnu flokksins á sínum tíma hafa komið einna best í ljós er byggðar voru 1000 íbúðir í Breiðholti í Reykjavík. Þá vek Ólafur sér að Alþýðu- bandalaginu, skammaði það fyrir að hafa lyft launaþakinu á sínum tíma, og fyrir að hafa ekkert gert í þeim málaflokkum sem þeim var treyst fyrir, menntamálum, viðskiptamál- um og orkumálum. Því væri það furðuleg ósvífni af þeim að ætla nú að fara að hrósa sér af afrekum í landbúnaðarmálum, einmitt þeim málaflokki er formaður Framsókn- arflokksins hefði farið með! Þá vék hann að því að íhaldið hefði boðið fram klofið, og þar með hefði meirihlutinn rokið út í veður og vind, en á sama tíma væri Ólafur Jóhannesson kjörinn vinsælasti flokksleiðtoginn í skoðanakönnun Dagblaðsins. Fyrirspurn Jónas- ar á Melum Fyrsta hluta fundarins var nú lokið, og fundarstjóri auglýsti eftir fyrirspurnum. Fyrstur bað um orðið bróðir fundarstjóra, Jónas á Melum. Tók hann mjög undir málflutning framsóknarmanna, og sagði auk þess að íhald og kratar hefðu nú fært jónsmessuna nær jólaföstu en áður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.