Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 17 Milli fimmtíu og sextíu manns komu á fundinn á Borðeyri. og skemmtu menn sér hið besta á köflum. Jósep Rósinkransson tók nokk- urn tíma af ræðumönnum Fram- sóknar. Sigurgeir Bóasson i pontu. Jón á Melum og Ólafur i Reykholti honum á hægri hönd. hefði verið gert, með því að boða til vetrarkosninga. Þá bað hann um að fá lánað Morgunblaðið hans Ólafs, og sagði er hann hafi gruggað í það um hríð að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki fengið 35 þingmenn, en 35 lista gæti hann sennilega boðið fram. Loks kom hann með fyrirspurn um stefnu flokkanna í kjördæma- málinu og um skoðanir þeirra á vægi atkvæða Vestfirðinga. Þriðji írambjóð- andi Framsóknar Þá bað um orðið Jósep Rósin- kransson, en þar sem hann er einn frambjóðenda Framsóknarflokksins í kjördæminu var að tillögu fundar- stjóra ákveðið að draga tíma hans af tíma framsögumanna. Jósep kom ekki með neina fyrirspurn, en talaði hins vegar í sex mínútur, og gerðust framsögumenn Framsóknar ærið langleitir áður en hann iauk máli sínu, og sáu greinilega eftir þeim tíma er hann tók frá þeim. U tankjördæmismaður Þá tók til máls Guðlaugur Ósk- arsson, og kvaðst hann vilja byrja á því að biðjast forláts á því að taka tíma fundarmanna, þar sem hann væri ekki úr kjördæminu. Erindi sitt væri hins vegar að biðja menn um að segja frekar hvað þeir ætluðu að gera, heldur en að tönglast á því hvað allt hefði verið illa gert fram til þessa. Landhelgisgæslan í próíkjör Fleiri tóku ekki til máls undir liðinum fyrirspurnir, og hófst nú önnur umferð. Talaði þá fyrstur frambjóðandi Alþýðubandalagsins, Pálmi Sigurðsson sem fyrr er nefnd- ur. Ræddi hann meðal annars um prófkjörin, og sagði þau hafa verið mikið auglýst, meira að segja hefði einn frambjóðandinn látið taka af sér mynd í einkennisbúningi Land- helgisgæslunnar. Einnig upplýsti hann fundarmenn um að ekki hefði þurft að breyta maga Islendinga til að fá þá til að borða meira lamba- kjöt. Pálmi fór sér að engu óðslega, talaði hægt og gaf sér góðan tíma til að fletta blöðum sínum, og tók sér jafnvel málhvíldir. Honum hitnaði þó talsvert í hamsi er hann sagði Lúðvík ekki hafa orðið forsætisráð- herra vegna þrýstings erlendis frá. Einnig sagðist hann gjarna vilja fá að sjá myndir af klofi íhaldsins, sem nú væri í framboði. Hér staldraði ræðumaður við eins og hann ætti von á klappi eða hlátri, en fundar- menn höfðu greinilega ekki sama smekk og hann, því enginn hló. Hvor belgdi sig meira, Karvel eða Kjartan? Næstur talaði Einar K. Guðfinnss- on. Rakti hann í nokkrum orðum ósamkomulag Framsóknar og Al- þýðubandalags, og sagði hann það furðu gegna að þessir flokkar vildu fara í samstarf saman, og jafnvel fá Alþýðuflokkinn til liðs við sig. Sam- komulagið hefði ekki verið svo gott að eftirsóknarvert gæti talist að búa við slíkt! Sem dæmi um ósamkomu- lag þessara flokka nefndi Einar, að á fundi á Hólmavík kvöldið áður hefðu þeir Kjartan Ólafsson og Karvel Pálmason ekki einu sinni getað komið sér saman um hvor þeirra remdist og reigði sig meira í ræðu- stól! Þá sagði hann það táknrænt að Ólafur veifaði Alþýðublaðinu fram- an í fundarmenn, þeir ætluðu sér greinilega að komast í samstarf með þeim eftir kosningar, þótt þeir þætt- ust annað veifið ekki vilja við þá kannast. — Er hér var komið sögu kaliaði Ólafur Þórðarson frammí, og sagðist aldrei hafa veifað Alþýðu- blaðinu, en Einar lét það frammíkall ekki trufla sig, hélt ótrauður áfram og sagði Ólaf víst hafa veifað því. Varð talsverður hávaði í salnum við þessi köll, og var fundarmönnum skemmt yfir ákveðni Einars. Þá sagði hann það einnig áberandi hvað þeir Alþýðubandalagsmenn söknuðu Karvels og Sighvatar, og væru þeir greinilega hálf væng- brotnir án þeirra. Og mætti af því ráða að þangað leitaði klárinn sem hann væri kvaldastur. Engar grunnkaups- hækkanir á næsta ári Næsti ræðumaður var einnig úr Bolungarvík, Sigurgeir Bóasson, frambjóðandi Framsóknar. Hann sagðist vera ánægður með að vera kominn til Borðeyrar í fyrsta skipti á ævinni, og síðan lýsti hann fyrir fundarmönnum ókostum verðbólg- unnar sem hann sagði vera marga. Þá sagði hann Framsóknarflokk- inn einan flokkanna úr síðustu stjórn hafa lagt fram ábyrga stefnu, sem meðal annars byggðist á norsku aðferðinni svonefndu. Samkvæmt þessu yrði verðbólgan komin niður f 30% árið 1980, og í 18% árið 1981. Ljóst væri hins vegar að engar grunnkaupshækkanir mætti leyfa á næsta ári. Sigurgeir var vel búinn að koma prúðmannlega fyrir, en virtist þó ekki beinlínis líklegur til mikilla vígaferla á hinum pólitíska vígvelli. I lokin reyndi hann þó að hvessa sig. og tókst það bærilega, er hann sagði „fólkið í landinu" ekki vilja nýja viðreisn, og ef menn vildu koma í veg fyrir það yrði að styrkja Framsókn- arflokkinn! Morgunblaðið með stóru íyrirsögninni Nú var komið að síðustu umferð- inni, og áður en varði var Aage Steinsson kominn aftur í pontuna. Sagðist hann vilja byrja á því að fletta því sem hann kallaði Morgun- blaðið með stóru fyrirsögninni. Sagði hann unga ofurhuga í Sjálf- stæðisflokknum hafa búið stefnu- skrá flokksins til, og síðan hefðu gömlu mennirnir verið sendir með hana útá land. En leiftursókn Sjálf- stæðisflokksins sagði hann meðal annars þýða hækkað raforkuverð á Vestfjörðum. Islensk atvinnustefna, minni stór- iðja og fleira í þeim anda var einnig meðal þess sem Aage lagði áherslu á, en í lokin sagðist hann vilja svara fyrirspurn Jónasar á Meíum um vægi atkvæða. Sagðist Aage ekki vilja gera neinar breytingar á kjör- dæmaskipuninni aðrar en þær, að sameina Hafnarfjörð, Kópavog og önnur þéttbýlissvæði við höfuðborg- ina Reykjavík, og gætu þessi byggð- arlög sem best haft hina tólf þing- menn Reykjavíkur í samvinnu við þá, nema til kæmu önnur atriði til jöfnunar á réttindum landsmanna. Eins og í fyrri ræðunni, var frambjóðandinn alvörugefinn, og hafi einhver átt von á hressleika eða svo sem einum brandara, þá hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigðum. Merarhland Stein- gríms til pillugerðar Matthías Bjarnason talaði næstur, og fór hann nú á kostum í ræðu- stólnum, svo hvað eftir annað velt- ust fundarmenn um af hlátri. Fyrst ræddi hann um það er kratar þjófstörtuðu í kapphlaupinu úr vinstri stjórninni, er þeir höfðu af því pata að kommar ætluðu að gera slíkt hið sama. Þá sagði hann það vissulega athyglisvert, að frambjóðendur Framsóknarflokksins væru nú farn- ir að vitna í Dagblaðið á framboðs- fundum, einhverntíma hefði það þótt ótrúlegur spádómur. En nú væri það þó komið fram, og kvaðst hann vilja nota þetta tækifæri til að óska þeim Ólafi Þórðarsyni og Jónasi Krist- jánssyni innilega til hamingju með hvorn annan. Einnig vék hann sér- staklega að þeim orðum Ólafs, að Ólafur Jóhannesson væri vinsælasti flokksleiðtoginn á landinu. Senni- lega væri það fyrir þá sök að hann hefði fyrst minnkað Framsóknar- flokkinn úr 18 þingmönnum í 17, og síðan úr 17 í 12. Það væri vissulega afrek sem bæri að þakka og meta að verðleikum! Þá ræddi Matthías nokkuð um framboð Ólafs Þórðarsonar, sem ætti sér orðið langa og raunalega sögu. Hefði hann loks í vetur getað kálað Gunnlaugi í Hvilft í þriðju atrennu í atkvæðagreiðslu, og þann- ig komist í framboð þótt hann væri hlaupinn brott úr kjördæminu, suð- ur í Borgarfjörð! — „En þú skalt vita það, Ólafur," sagði Matthías, „að það er engin sérstök ánægja með þig í Önundarfirði, það er ekki beinlínis hrifning meðal bænda með þitt framboð." Þá sagðist Matthías vilja vekja athygli á afrekum Steingríms Her- mannssonar í landbúnaðarmálum, og á þeirri stefnu sem hann ætlaði að koma á í þeim málaflokki. Bæri þá fyrst að nefna að Steingrímur ætlaði að nýta auðu básana til kjötframleiðslu, drepa allar skap- miklar kýr, nota hland úr hrossum til að framleiða getnaðarvarnarpill- ur, og koma upp minkarækt með hluta karldýra á hverju búi. Sagði hann Steingrím hafa útlistað það á fundi í Hólmavík, að koma ætti upp minkabúum með svo og svo miklu plássi fyrir læður, og svo og svo miklu plássi fyrir yrðlinga, og einnig væri gert ráð fyrir rými fyrir hluta úr högna,— Skaði væri þó að ekki væri gert ráð fyrir því í þessari stefnu hvaða hluta högnans væri gert ráð fyrir að hýsa! — Er hér var komið sögu veltust fundarmenn um af hlátri, og var greinilegt að Matthías hafði náð betri tökum á fundinum en nokkrum hinna ræð- umanna hafði tekist, jafnvel þó sagt sé að þarna um slóðir sé ekki að finna marga heitttrúaða sjálfstæð- ismenn. Undir lokin sló Matthías síðan aftur á alvarlegri strengi, og sagði menn verða að gera sér grein fyrir alvöru þeirra tíma er nú væru, að menn yrðu að velja á milli óráðssíu- stefnu vinstri flokkanna annars veg- ar, og framfarastefnu Sjálfstæðis- flokksins hins vegar. Matthías á sérstak- ar þakkir skilið Nú var röðin komin að síðasta ræðumanninum, Ólafi Þórðarsyni, enda klukkan farin að nálgast mjaltatíma hjá bændum. Sagðist hann vilja byrja á því að kenna hinum unga frambjóðanda, Einari K. Guðfinnssyni, þá góðu reglu, að fara ekki með rangt mál. Hann hefði nefnilega alls ekki veifað Alþýðu- blaðinu eins og Einar hafði fullyrt! Þá sagði hann Matthías hafa verið skemmtilegan að vanda, og minnti á skemmtileg svör hans við spurning- um Sigurlaugar Bjarnadóttur á Al- þingi um kynferðisfræðslu. Þá sagði Ólafur að það færi greinilega í taugarnar á Matthíasi að hann væri kominn í framboð. — Kallaði Matthías þá fram í og sagði það vera síður en svo, og gerðu fundarmenn góðan róm að því. Síðan vék Ólafur að framboðsraunum Sjálfstæðis- flokksins, og þótti honum það greini- lega skemmtilegt umræðuefni, því hann skellihló svo hann mátti varla mæala um hríð, og tár voru farin að blika á hvarmi af hlátri. Fór svo að fundarmenn samglöddust Ólafi og hlógu með honum, enda er hlátur hans tær og drengjalegur. Þá sagðist hann örugglega verða orðinn sköllóttur áður en Alþýðu- bandalagið fengi meirihluta á Al- þingi, og sagði einnig að Lúðvík hefði einfaldlega ekki orðið forsætis- ráðherra vegna þess að hann hefði ekki haft til þess traust. I lokin sagði Ólafur svo að hver einasti ábyrgur vinstrimaður ætti að kjósa Framsóknarflokkinn, til að koma í veg fyrir nýja viðreisn, enda væri það að kjósa Alþýðubandalagið það sama og koma að einhverjum stofukommum í Reykjavík sem eng- inn þekkti. Að síðustu þakkaði hann fyrir skemmtilegan fund, og sagði Matthías þó eiga öðrum fremur heiður skilið fyrir frammistöðu sína. Var fundinum þar með lokið, menn tóku að tínast á brott, sumir til verka á búum sínum, en aðrir heim til kvöldverðar. Virtust menn hafa skemmt sér ágæta vel, en hvort fundurinn sneri einhverjum, bjó til nýja íhaldsmenn eða gallharða kommúnista skal ósagt látið, en það kemur í ljós í byrjun desember hvernig til hefur tekist á Vestfjörð- um eins og annars staðar. - AH Pálmi frá Klúku fór sér að engu óðslega, fletti I blöðum. tók sér Guðlaugur óskarsson baðst af- Aage Steinsson veifaði Morgunblaðinu eins og fleiri frambjóðendur. málhvildir annað veifið, og fékk sér vatnssopa úr könnu. Fyrir sökunar á þvi að vera ekki úr framan hann má sjá þá flokksbræðurna, Sigurgeir og ólaf. kjördæminu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.