Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 19

Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 19 2 ,00 < f > ÍVITNI — ao 9 TO_ aat j; A »•« D Q M J I B IL IL *° < * \ lO— 1 Ú IJ.Al-.Nll.IC VXUN.1 ^ MANOAl PN.__ IUM 1 -- ) M A T i| lí 1MVOnOOE M M PIR 9XIC —T O u Oc- VITJ <M I ^Finnoa ILICO 1 z plúoh O MA T III JM KLÓRAT ^KLÓnoo UINE A CÝA MAN IO OsUL FATMI AZO LE 4 ¥ « t- ^KALBjU OnAFIT A KAR BIO Q 3 Z 18 9-KOPAR HREIh sur z Q < s ^KLÓn, NATHIU M MVC no> ío A°-<v W v» Ou ■o'* > ,v- < M a. Q RAFORKUFR * HITAOBKUFB O EFNAIÐNAÐU B ( EKUF EKU n 8E 3UI E n e ivi rv = UN ■NAII FNAI OTA B □ T1 □ N / ÐIM B B B < L LO AC flE 10 9 JIM kg (31 UR )UR D1 MIKLA S A JFA/kg H ITAO O B AF RKU O 8 FR OQ O 1QO BC MLEIDDU RAFORKU lO 4 EFIMI 90 BC O B OO i.v. lOOO Á.Þ. Mynd 8 hér var reist fyrir 10 árum, þ.e.a.s. íslenzka Álfélaginu h.f. í Straumsvík? Á þessum 10 árum síðan ISAL fór í gang hafa verið framleidd þar um 606000 tonn af áli. Framleiðsluverðmætið hefur numið rúmlega 200 miljörðum króna á núverandi verðlagi, og til innlendra aðila hefur runnið á sama tíma um 56 miljarðar, þ.e. a.s. rúmlega 27% af framleiðslu- verðmætinu. Á mynd 9 er saman- burður á heildarframleiðsluverð- mæti ISAL frá upphafi til ársloka 1979 og fjárlögum yfirstandandi árs. Þar sést, að framleiðsluverð- mæti ISAL er um 232 miljarðar, en fjárlögin um 208 miljarðar. Skattgreiðslur Þeir aðilar, sem fyrst og fremst hafa hagsmuna að gæta í sam- bandi við rekstur ISAL eru: Ríkið, sveitarfélagið, sem fyrirtækið er staðsett í, starfsmennirnir, sá sem selur fyrirtækinu orku og hluthaf- arnir. Og hvernig hefur nú verið með t.d. hlut ríkisins? Því er til að svara, að það hefur verið gjörð á því athugun nokkrum sinnum, hvernig skattgreiðslur ISAL, sem eru í formi framleiðslugjalds, hafa komið út í samanburði við skatta, sem fyrirtækinu hefði borið að greiða, ef það hefði verið undir venjulegum skattalögum. Árið Varma- og raforkunotkun í orkuöðluðum iðnaði. ISAL hefði fast orkuverð, sem eins og áður sagði varð í reynd einungis í sex ár, þá mun ISAL greiða um 120% af byggingar- kostnaði Búrfellsvirkjunar, Þóris- vatnsmiðlunar, háspennulínu til Reykjavíkur og Geithálsstöðvar, enda þótt ISAL noti einungis % af uppsettu afli virkjunarinnar. Þetta á vafalaust eftir að breytast ennþá meira Landsvirkjun í hag, þar sem orkuverðið á eftir að hækka enn með hækkandi álverði, og ekki hefur verið tekið tillit tií aukinnar orkusölu, sem leiða mun 1978 hefði ISAL átt að greiða, miðað við þágildandi skattalög, um 389 miljónir króna, en greiddi í raun um 416 miljónir, þ.e.a.s. 7% meira, sjá einnig mynd 10. Aflþörf, orkunotkun og orkuverð Varðandi orkuverðið er því til að svara, að á sínum tíma, þegar samið var um orkuverð til ISAL, þ.e.a.s. fyrir 13 árum, þá var á boðstólum orka, sem var ódýrari, miðað við það sem samið var um, t.d. í Kanada og á vesturströnd Bandaríkjanna og á algjörlega sambærilegu verði t.d. í Noregi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, hefur þetta orkuverð, sem átti að standa í 25 ár, verið mikið gagn- rýnt, en í raun gilti það einungis í sex ár. Þá var samið um að hækka það og tengja það álverði, og nú er svo komið, að orkuverðið er um 150% hærra í dollurum heldur en samið var um á sínum tíma, og þess má geta, að á síðasta ári hækkaði raforkuverð til ISAL um 62%, meðan raforkuverð til al- mennings hækkaði einungis um 27%. Talað hefur verið um að ISAL greiði einungis 10% af allri raf- orku á landinu, en noti rúman helming. Þetta er ekki rétt. ISAL greiddi árið 1977, það ár sem miðað hefur verið við í málflutn- ingi ýmissa stjórnmálamanna, í reynd tæplega 27% af orkugreiðsl- um til Landsvirkjunar. A árinu 1978 var þetta hlutfall orðið yfir 30%. En af hverju greiðir þá ISAL ekki helminginn úr því það notar helminginn af orkunni? Því er til að svara, að ISAL notar orkuna yfir 90% af tímanum, þegar aðrir almennir orkunotendur nota hana einungis um 55%. Væri því nær að miða við uppsett afl. ISAL notar tæplega 28% af uppsettu afli Landsvirkjunar, en nýtir aflið yfir 90% af tímanum, sjá mynd 11. Auk þess tekur ISAL við orkunni með 220 kV spennu, þegar Áburð- arverksmiðja ríkisins, sem greiðir sama á orkueiningu eins og ISAL, tekur við orkunni á 33 kV og nýtir hana 86% af tímanum móti 91% hjá ISAL. Á því 25 ára tímabili, sem upprunalega var samið um, að af stækkun ISAL, sem nú er í gangi. Áhrif ISAL á Hafnarfjörð Hvað þá um sveitarfélagið, þ.e. a.s. Hafnarfjörð? Fjöldi starfs- manna hjá ISAL er um 700 manns. Þar af búa um 50% í Hafnarfirði, en enda þótt þeir séu einungis 6% af útsvarsgreiðend- um, þá greiða þeir um 8% af útsvörunum, og sá hluti fram- leiðslugjaldsins, sem rennur til Hafnarfjarðar, hefur svarað til um það bil sömu upphæðar og öll 300 fyrirtækin önnur en ISAL, sem starfa í Hafnarfirði, hafa þurft að greiða. Áður en ISAL kom til, þá var Hafnarfjörður eitthvert fátækasta sveitarfélag á landinu, og átti í miklum erfið- leikum og basli með að greiða sínar skuldbindingar. Hafnar- fjörður þykir nú eitt af bezt stæðu sveitarfélögum landsins og enda þótt ISAL sé þar að sjálfsögðu ekki einu um að þakka, þá geta allir séð, hversu stóran hlut það hefur átt að máli eins og t.d. kemur fram í því, að Sparisjóður Hafnarfjarðar, sem var fyrir 12 árum síðan þriðji stærsti spari- sjóður á landinu, er nú orðinn sá stærsti. Mengunarvarnir Varðandi mengun er það að segja, að auðvitað voru gerðar allt aðrar kröfur fyrir 13 árum til mengunarvarna heldur en nú þyk- ir sjálfsagt að gera. Þá var einungis hugsað um það að hindra mengun, sem væri beinlínis skað- leg fyrir umhverfið og ylli þriðja aðila efnahagslegu tjóni. Núna er þetta sjónarmið breytt, og það þykir sjálfsagt að koma í veg fyrir mengun eins og tök eru á. í samræmi við þetta hefur ISAL nú skuldbundið sig til þess að ljúka við uppsetningu fullkomnustu hreinsitækja, sem völ er á, fyrir árslok 1981, og er sú framkvæmd nú komin vel á veg. Starfsmenn Hvað með kjör starfsmanna? Því er til að svara, að almenningur telur að launakjör hjá ISAL séu með því bezta, sem þekkist hér á vinnumarkaði, og sjaldan lýgur almannarómur. Eigendur Síðasti aðilinn, sem hérna á hagsmuna að gæta, þ.e.a.s. eigend- ur fyrirtækisins, hinn útlendi aðili Alusuisse, hefur hins vegar ekki farið vel út úr þessum rekstri það sem af er. ISAL hefur ekki getað greitt arð til þessa, þar sem reksturinn hefur barizt í bökkum, stundum verið verulegt tap eða í bezta falli að reksturinn hefur staðið í járnum. Sem betur fer eru nú markaðshorfur góðar og ál- verðið hefur farið hækkandi að undanförnu, þannig að ISAL mun geta greitt arð í fyrsta skipti fyrir Mynd 11 Raforkusala og uppsett afl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.