Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 20

Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 20 Birgir ísl. Gunnarsson: Þau eru mörg vandamálin mannanna. Sum virðast reyndar með ólíkindum. Okkur íslend- ingum hlýtur að finnast það skrýtið, að eitt þeirra vanda- mála, sem danska kratastjórnin telur sig nú þurfa að snúast gegn með miklum þunga, er sú voða- lega þróun þar í landi að æ fleira fólk vill nú eignast sínar eigin íbúðir. Danskir kratar vilja leiguhúsnæði Undir stjórn Alþýðuflokks- manna í Danmörku hefur sú meginstefna ríkt í húsnæðismál- um, að allur almenningur býr í leiguíbúðum. Þessar leiguíbúðir eru í eigu margskonar fyrir- tækja og féiaga, sem mörg hver eru undir stjórn opinberra aðila. Yfir öllum þessum leigumarkaði trónar síðan opinbert eftirlit, sem hefur afskipti af leigu- greiðslum, ráðstöfun íbúðanna og ýmsu öðru, sem lýtur að húsnæðismálum. Allt þetta hef- ur orðið til þess, að í Danmörku eru mikíl húsnæðisvandræði. Langir biðlistar eru eftir hús- næði og færri fá en vilja. Banna sölu á leiguíbúðum til einstaklinga Danskir ráðamenn reka því upp stór augu, þegar þeim er tjáð, að hér á íslandi sé yfir 90% íbúða í eigu þeirra fjölskyldna, sem í íbúðunum búa. Undanfarin ár hefur nokkur breyting þó orðið í þessum efnum í Dan- mörku. Danskur almenningur hefur í vaxandi mæli viljað eignast sínar íbúðir — og nú er þetta orðið vandamál. Einn liður í efnahagsráðstöfunum þeim, sem danska Alþýðuflokksstjórn- in hefur nú sett, er að sporna við þessari þróun og banna sölu á íbúðum til einstaklinga. Þetta skilja ekki íslendingar Svo langt er gengið, að dönsku þinglýsingardómstólum er bann- að að þinglýsa afsölum á leigu- íbúðum, sem seldar eru til ein- staklinga. Þetta vandamál eig- um við íslendingar erfitt meða að skilja. Ástæða þess er sú, að hér hefur komist í framkvæmd sú grundvallarstefna Sjálfstæðis- flokksins, að allir eignist íbúð. Enginn vafi er á því, að það er ein meginástæða þess að hús- næðisástand hér er mun betra en víðast annars staðar í okkar nágrannalöndum. Við Sjálfstæð- ismenn erum enn þeirrar skoð- unar, að rétt sé að gera sérhverri fjölskyldu það kleift að eignast og búa í eigin húsnæði og stuðla með því að frjálsu forræði eigin íbúða. Endurskoða þarf húsnæðislögin Því er hinsvegar ekki að leyna að hin mikla verðbólga hefur á undanförnum árum gert það erfiðara fyrir ungt fólk að eign- ast eigin íbúð. Hin opinberu lán hafa dregist aftur úr og því hefur reynst erfiðara að brúa bilið. Sjálfstæðismenn hafa því að undanförnu unnið að því að endurmeta stefnu sína í húsnæð- ismálum til að auðvelda það markmið að fólk geti eignast sínar eigin íbúðir. Meginatriðin í þessari stefnu okkar nú eru sem hér segir. Helztu stefnuatriði Sjálfstæðisflokksins — Lánahlutfall verði 80% af eðlilegum byggingar- kostnaði til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn. — Lán til kaupa á eldra húsnæði verði sambæri- legt lánum til nýbygginga. — Lán verði veitt til langs tíma með lágum vöxtum, en fullri vísitölu. Lánin fylgi einstaklingum, sem fá lánið á svipaðan hátt og lífeyrissjóðslán. — Hlutverki Húsnæðisstofn- unar verði breytt með það markmið í huga að al- mennar lánastofnanir taki við útlánastarfsem- inni. — Byggðar verði íbúðir með hagstæðari kjörum fyrir þá aðila í þjóðfélaginu, sem ekki hafa fjárhags- legt bolmagn til að eign- ast íbúðir samkvæmt al- menna lánakerfinu. Allir eignist íbúð Eins og fram kemur hér að framan, er gert ráð fyrir, að þeir sem byggi í fyrsta sinn geti gengið að lánum, sem verði 80% af eðlilegum byggingarkostnaði. Þeir sem byggja oftar fái um 15% af eðlilegum byggingar- kostnaði, en á móti fylgi mönnum lán það, sem þeir fengu í fyrsta sinn. Ef þetta kemst í framkvæmd, verður enn betur en áður tryggt að sú stefna verði áfram við lýði hér á íslandi, að allir geti eignast eigin íbúð. Vonandi kemst aldrei sá hugsanagangur til vegs hér á landi, sem danskir kratar eru haldnir af — að það sé meiriháttar vandamál, sem sporna beri gegn, ef fólkið í landinu vill halda áfram að búa í eigin ibúðum. Ólíkt höfumst við að í húsnæðismálum Mynd 4 Ógerningur fjölgunar án takmarkana. 1900 1950 2000 /s. o / 9 1600 O ÁFRAMHAL í A N D 1 HAGVOXTUR / FUþLNÝTING SJA VARMIBA ASAMT FULLNYTINQU j 1400 - Q ec Ui / ORKULINDA </> < ■FULLNYTING SJAVARMIfA EN ORKUL INDIR EKKI NYTTAR X X / ^ '< * « • — * UJ RAUNVEHUL HAGVOXTUR :GUR /// -= oc < Q // ENGINN FRt KARI HAGVÖXTUR “ -> JL ST4RÐT R/EOIl E Þtr B 873 a 10-* G NALGUN F 2.053 1C 0 2 FÓLKSFJ ÖLOI 30 3 ÞÚSUNDIR OO 4 30 Mynd 2 Áhrif takmarkaðra auðlinda á hagvöxt. Ef velmegun á að ríkja árið sem er að líða. Vonandi verður um áframhaldandi arð- greiðslur að ræða. Hlutafé, þ.e. áhættufé, sem Alu- suisse hefur lagt fram, nemur 100 miljónum svissneskra franka eða rúmlega 23 miljörðum króna í dag. Venjulegir ársvextir af frönkum eru nú um 4%, sem þýðir að eðlilegar vaxtagreiðslur af hluta- fénu væru rúmlega 900 miljónir króna á núvirði. Jafnvel þótt ISAL hefði greitt arð, sem samsvaraði vöxtum af hlutafénu fyrir öll árin, sem það hefur starfað, væri það ekki óhagkvæmt fyrir íslendinga, þar sem ljóst er, að ekki hefðum við ráðist í byggingu álversins, nema fyrir erlent lánsfé, en af því hefði þurft á hverjum tíma að greiða vexti, mismunandi háa eftir verð- bólgustigi lands viðkomandi myntar. Vextir í Bandaríkjunum eru t.d. um 15% nú. Enn ber á þeim misskilningi, að arður og afskriftir séu nánast það sama. I því sambandi hefur því verið haldið fram, að erlend eign- araðild ISAL sé skaðleg vegna þess að þá renni afskriftirnar úr landi! Afskriftir eru líftrygging hvers fyrirtækis. Þær eru nauð- synlegar til þess að hægt sé að endurnýja vélakost, byggingar og búnað, sem slitnar og gengur úr sér. Samkvæmt samningi verður verksmiðjan starfrækt allt að þrjá áratugi eftir að 15 ára afskrifta- tímabili er lokið. Nauðsyn fjölbreytni í atvinnulífi Að lokum kem ég þá að því að svara spurningunni, sem ég spurði í upphafi, hvort við ættum að vinna að því að byggja hér upp frekari orkuaðlandi iðnað, og þá er að sjálfsögðu átt við það, að frá upphafi sé um að ræða beztu mengunarvarnir, sem völ er á, eins og raun hefur orðið á Grund- artanga. Mín skoðun er sú, að við verðum að auka fjölbreytni í útflutningi okkar. Við eigum að sjá til þess að vera ekki háðir einni atvinnugrein að mestu leyti eins og var til skamms tíma í sambandi við sjávarafurðir, þegar þær voru 95% af heildarútflutn- ingi. Nú er svo komið, að ál er um 15% af útflutningi, en sjávaraf- urðir 75%. Ég tel, að við eigum að stefna að því að gera útflutning iðnaðarvara um 50% af heildar- útflutningi á nokkrum árum. Það er nauðsynlegt til þess að bæta lífskjörin í landinu og tryggja það, að ekki verði um áframhaldandi landflótta að ræða, sem því miður hefur nú gert vart við sig á nýjan leik. Við þurfum að geta tryggt því fólki, sem nú vex upp í landinu og nýtur skólagöngu í vaxandi mæli, tækifæri til þess að nýta sína menntun, og það er ekki hægt, ef eingöngu á að fást við veiðiskap og hálfgerða hjarðmennsku. Ég tel því, að svara beri upp- runalegu spurningunni, hvort hérna eigi að byggja frekari orku- aðlandi iðnað, tvímælalaust ját- andi. Úrtölumenn geta að sjálf- sögðu haldið áfram sínum mál- flutningi, enda ríkir hér skoðana- og málfrelsi, en þeir geta ekki með rökum haldið því fram, að þeir berjist fyrir vaxandi hagsæld og velferð þessarar þjóðar. AÐALHEIMILDIR: Island 2000 — Framleiðsla, fólksfjdldi og lifakjör eftir dr. Ágiiat Valfelln, verkfræA ing. — Rcykjavik, nóvember 1978. lalenzk Alvinnsla 10 ára 1969—1979 eftir Þorgeir Ibsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.