Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 22

Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Hagstæðara olíuverð Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður af starfi olíuviðskipta- nefndar þeirrar, sem skipuð var snemma sl. sumar að frumkvæði Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, til þess að kanna möguleika á hagkvæmari olíukaupum en þeim, sem við höfum orðið að búa við síðustu misseri. Samningar þeir við Sovétmenn, sem undirritaðir voru í fyrradag, eru frábrugðnir fyrri samningum að því leyti til, að við höfum nú frjálsar hendur með að draga úr því magni, sem við kaupum frá þeim, eftir því, sem okkur hentar. Jafnframt liggur fyrir, að við eigum þegar á miðju næsta ári kost á olíu á hagkvæmara verði en Sovétmenn krefjast. Tilboð liggja fyrir frá Noregi, Finnlandi og Bretlandi og er brezka tilboðið sérstaklega talið vega þungt í framtíðarákvörðunum okkar um olíukaup. Ennfremur standa yfir tilraunir til að fá keypta hráolíu frá olíuframleiðsluríkjum innan OPEC, sem síðan yrði unnin í olíuhreinsunarstöð í einhverju nágrannalanda okkar og á með þeim hætti að vera unnt að ná hagkvæmara verði en því Rotterdamverði, sem við nú verðum að greiða Rússum, sem er okurverð. Þessi tíðindi í olíukaupamálum okkar eru hin merkustu. I fyrsta sinn í aldarfjórðung er komin veruleg hreyfing á olíukaup frá öðrum löndum en Sovétríkjunum. Allar þær röksemdir, sem fram voru bornar fyrr á þessu ári gegn könnun á olíukaupum annars staðar frá hafa hrunið til grunna. Nú er því ekki lengur haldið fram, að við megum ekki kaupa olíu frá öðrum af viðskiptaástæðum. Nú er því ekki lengur haldið fram, að við getum ekki verið öruggir um að fá olíu, ef við kaupum frá öðrum en Rússum. Nú er því ekki lengur haldið fram, að ekki sé hægt að fá olíu annars staðar en í Sovétríkjunum. Nú er því ekki lengur haldið fram, að það sé tómt mál að tala um að kaupa hráolíu frá einu ríki og gera vinnslusamning við olíuhreinsunarstöð í öðru. Málflutningur Morgunblaðsins í olíumálunum frá því sl. vor og sumar var byggður á sterkum rökum, sem hafa staðizt, þegar málin voru tekin til nánari skoðunar. Það hefur komið í ljós, að of mikil íhaldssemi hefur ríkt í olíukaupum okkar bæði meðal stjórnmálamanna, embætt- ismanna og sumra þeirra, sem hafa með þessi viðskipti að gera. Nú þegar er fyrirsjáanlegt, að á næstu misserum munum við fá töluverðan hluta olíu okkar á hagstæðari verði en Rússar krefjast. Það mun stuðla að því ásamt öðru, að við náum tökum á efnahagsvanda þjóðarinnar. Alþýðubandalagið þvæld- ist fyrir í olíumálunum Svavar Gestsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Alþýðubandalagið sitja eftir með sárt ennið í olíumál- unum. Mistök þessa fyrrverandi ráðherra Alþýðubanda- lagsins hafa orðið þjóðinni dýrkeypt. í febrúar á sl. vetri hvatti Geir Hallgrímsson vinstri stjórnina til að taka þegar upp viðræður við Sovétmenn um breytta verðviðmiðun. Þótt olíuverðið þyti upp úr öllu valdi og hefði gífurlega neikvæð áhrif á atvinnulífið og kjör almennings í landinu þybbaðist Svavar Gestsson við og neitaði að fara að ábendingum Geirs Hallgrímssonar. Það var ekki fyrr en 8 mánuðum seinna, sem viðræður voru teknar upp við Rússa um þetta efni og þá var það orðið of seint. Enn greip Geir Hallgrímsson inn í olíumálin snemma í sumar er hann ritaði vinstri stjórninni bréf og bauð fram samstarf Sjálfstæðisflokksins um skipun sérstakrar olíunefndar til þess að kanna möguleika á hagkvæmari olíukaupum. Árangurinn af starfi þessarar nefndar er nú að koma í ljós. Við fáum strax á næsta ári olíu á hagstæðara verði en við getum fengið frá Rússum. Þetta hefur tekizt þrátt fyrir það, að Svavar Gestsson og Alþýðubandalagið gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að við gætum losað okkur úr okurklóm Rússa og leitað annað. Svavar Gestsson og Alþýðubandalagið sitja uppi með það að bera ábyrgð á milljarða álögum, sem þjóðin hefur orðið að taka á sig á þessu ári vegna olíuokurs Rússa. hunda- KERFIÐ Davíö Stefánsson lýsti Kerf- inu í Ijóöi sem hann nefndi Skrifstofubákniö og birtist í Ijóöabókinni Aö noröan. Astæöa er til aö vekja athygli á haröri gagnrýni þjóöskáldsins á þann sósíalisma, sem býr um sig í ríkisbákninu og teygir angana í allar áttir eins og kolkrabbi. Þaö er um þetta Bákn, sem nú er barizt þó aö „kerfiö" sé einatt óskilgreint hugtak og helzt notaö í póli- tískum áróöri gegn embætt- ismönnunum. Hór er „Kerfið“ notaö um sósíalisma. Einkunn- arorö þess geta veriö: skipu- lagshroki. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkur landsins, sem hefur þaö aö markmiöi aö leggja ófreskju Kerfisins aö velli, þótt honum hafi ekki verið veitt kjörfylgi til aö vinna þaö verk — og raunar vafasamt, hvort samsteypustjórnir meö sósíalískum og hálfsósíalískum flokkum eigi nokkurn tímann aöild aö slíku, jafnvel þótt Sjálfstæöisflokkurinn sitji í þeim af illri nauösyn. Og nú er jafnvel komiö aö höfuðborg- inni, sem fram að þessu hefur veriö stjórnaö meö sóma. En ormur sósíalisma og skipuiags- hyggju býr nú um sig í lauf- krónu hennar. En möppudýrin voru komin til skjalanna fyrir mörgum ára- tugum, eins og sjá má á því, aö Ijóðabók Davíös kom út 1936 — eöa á velmektardögum Framsóknar og Alþýöuflokks. En Kerfinu hefur jafnvel vaxið ásmegin frá því Davíö orti Skrifstofubákniö — og möppu- dýrunum fjölgaö. Enginn hefur haft bolmagn til aö ráöa viö Báknió — og kjósendur af- hentu fulltrúum þess jafnvel Reykjavíkurborg í síöustu kosningum. Er þaö meö ólík- indum. En afleiöingarnar eru aö koma í Ijós. Skattar eru t.d. hærri í Reykjavík en nágranna- byggðarlögunum — í fyrsta skipti. Án Sjálfstæöisflokksins og styrks hans veröum við Kerfinu aö bráö einn góöan veöurdag PARKINSON og munum ekki fá rönd viö reist; a.m.k. er styrkur hans eina vonin um aö haldiö veröi aftur af drekanum. En helzt þurfum viö aö leggja hann aö velli. Þaö er því ástæóa aö styrkja Sjálfstæöisflokkinn og telur Morgunblaðið þaö raunar einu vonina til aö einstaklingar hverfi ekki á bólakaf í skrif- stofubákninu. En þaö var ekki, eins og kjósendur skildu þaö í síöustu kosningum, enda haföi ýmislegt fariö úrskeiðis í stjórn Sjálfstæöisflokksins og Fram- sóknarflokks. En þó var reynt aö andæfa. — Og sjáifstæöis- menn læröu af reynslunni, seg- ir formaöur flokksins. Fulitrúar skipulagshrokans komu og skelltu jafnvel á ólöglegu útflutningsbanni, svo aö ekki sé talaö um verkföllin. En nú má ætla aö fólk sjái ekki lengur í gegnum fingur viö þá, heldur muni kjósendur sjá í gegnum þá — og ekki síöur framsóknarmenn, sem höföu forystu um fjölleikahúsiö á síöustu mánuöum og hugöust hreiöra um sig í upplausnar- greninu. En kratar tóku til fótanna. Ef Sjálfstæöisflokkurinn vinnur ekki eftirminnilegan sig- ur í kosningunum, dragast kratar aftur aö ráöherrastólun- um eins og járn aö segli og þá mun pólitísk lundúnaþoka sósíalismans leggjast yfir allt þjóölíf íslendinga. Borgaranum veröur vísaö sal úr sal — og sagt aö koma á morgun, eins og Davíö segir í Ijóöinu góða um skrifstofubákniö, sem hann lýkur meö þessum oröum: Varla mun borgarinn blessa þau tákn, né bætur þeim skriftlærðu mæla, aem vilja að ait þetta blekiðjubákn aé bænahÚK — krjúpandi þræla. Sjálfstæðismenn í Reykjavík með opið hús á fimm stöðum um helgina SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykjavík hafa opið hús i hinum ýmsu hverfum borgarinnar um helffina, þar sem frambjóðendur munu koma og ræða við fólk og svara fyrirspurnum, seldar verða kaffiveitingar, og ýmis skemmtiatriði verða á dagskrá. Ætl- unin er að þessi opnu hús verði fyrir illa fjölskylduna, og eru skemmti- itriðin meðal annars miðuð við það. í dag, laugardag, verður opið hús í Árbæjarhverfi, í Hraunbæ 102, og í Breiðholtshverfum verða sjálfstæð- ismenn með opin hús í Seljabraut 54. I Árbæjarhverfi verður Friðrik Soph- usson til staðar, en í Breiðholti Guðmundur H. Garðarsson. Aðrir frambjóðendur verða síðan í förum milli staða og rabba við fólk. Á báðum stöðum verður unnt að fá kaffi, og eitthvað verður til skemmt- unar. Á morgun, sunnudag, verður síðan opið hús á þremur stöðum, í Átthaga- sal Hótels Sögu, þar sem Albert Guðmundsson verður til staðar, í Valhöll við Háaleitisbraut, en þar verður Ragnhildur Helgadóttir, og í Glæsibæ, þar sem Guðmundur H. Garðarsson kemur. Á þessum stöðum verður það meðal annars til skemmtunar, að Guðrún Á. Símonar og Magnús Jónsson syngja, Gunnar S. Björnsson, einn frambjóð- endanna, syngur við undirleik Birgis ísleifs Gunnarssonar, Halli og Laddi og Jörundur koma ásamt Skrýplunum á vettvang, og Brúðuleikhús verður á staðnum. Þá verða einnig ýmiss konar skemmtiatriði á boðstólunum á hverjum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.