Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 25

Morgunblaðið - 17.11.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 25 Athugasemd frá kosningstjóra Alþýðubandalagsins Reykjavík vegna SINE-bréfs til fjölmiðla: Leiftursókniniii bættist liðsauki Fædd 9. marz 1921. Dáin 17. nóvember 1978. Til moldar oss vigði hið mikla vald, hvert mannslif, sem jðrðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau teiur; þvi heiðloftið sjálft er huliðstjaid. sem hæðanna dýrð oss felur. E.B. Það setur alla hljóða við það, að heyra um andlát nákomins ætt- ingja eða vinar. Við slíka fregn bætumst við í hóp þeirra, sem erum þátttakendur í þeirri miklu lífsreynslu að syrgja. Söknuðurinn yfir því að hafa ekki lengur hjá sér þann, er með lífi sínu hafði gefið svo margar ánægju- og gleðistundir, vekur okkur sorg og trega. Þá finnur maður til smæðar sinnar og hve litlu við fáum ráðið im veru okkar hér. Hvort sem menn líta á endalok lífs sem upphaf annars og æðra tilverustigs eða ekki eru sorg og tregi fylginautar dauðans. Fæddur 22. janúar 1958. Dáinn 8. nóvember 1979. Þann 8. nóvember síðastliðinn bárust okkur þær hörmulegu fregnir að bekkjarbróðir okkar, Guðmundur Kvaran, hefði látist af slysförum. Við þessar fregnir fórum við að rifja upp þau kynni sem við höfðum haft af honum, á okkar stuttu samleið. í ljós kom að ekki mörg okkar þekktu hann náið. Hann hélt sig mest innan sinna vina og kærði sig lítt um athygli fjöldans. Samt verður ekki sagt að Gummi hafi leitt hjá sér félagslíf bekkjarins, það litla sem var. Alltaf var hann glaður á meðal okkar með fyndnar sögur og smellin tilsvör. En þrátt fyrir glaðværð hans vissum við öll að ekki var djúpt niður á alvarlega hugsun. Gummi var dugnaðarforkur og vitnaðist það margsinnis því fáir menn á hans aldri hafa atorkað jafn miklu með vinnugleði sinni og hörku. Góða uppskeru erfiðrar sumarvinnu notaði Gummi til fjárfestinga á dýrum tækjum og fannst okkur það einkennandi fyrir hann hversu mikið honum hafði áunnist á fáum árum. En aldrei talaði hann um það nema spurður af fyrra bragði, og því síður að hann bæri það með sér. Annað finnst okkur að hafi einkennt hann sérstaklega og var það ákveðni hans og hæfni á mörgum sviðum. Ef hann fékk áhuga á einhverjum hlut, sem svo oft kom fyrir, átti sá hlutur allan hans hug og krafta þar til settu marki var náð. Sama hvort um leik eða starf var að ræða, alltaf var ákveðnin drifkraftur hans. Sá er mannlegur eiginleiki að trega sína nánustu og þá vini, er stærst rúm hafa skipað. Það kann að vera að okkur ætti að vera ljóst að hverju dregur þar sem um langvarandi heilsuleysi er að ræða, en samt verður kallið ætíð snöggt og óvænt. Þannig er mér innanbrjósts, er ég hugsa til baka til þess dags þegar mér var flutt andlátsfregn vinkonu minnar og frænku Láru Jakobsdóttur. Hún var búin að eiga við veikindi að stríða um árabil. Þegar ég sá Láru síðast var hún mjög lasin og þreytt þó hún bæri sig vel og veitti góðgjörðir af sinni kunnu gestrisni. Fullu nafni hét hún Lára Þuríð- ur Jakobsdóttir. Hún fæddist að Þverá í Núpsdal 9. marz 1921, foreldrar hennar voru hjónin Ástríður Pálsdóttir og Jakob Skarphéðinsson og var hún næst- elst af fimm systkinum. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og gekk þar að öllum bústörfum jafnt utan húss sem innan. Um tvítugsaldur flyst Lára til Reykjavíkur og þar var hennar starfsvettvangur að mestu leyti eftir það. Tvo syni eignaðist Lára, þá Birgi og Gísla, sem báðir eru búsettir í Reykjavík. Síðustu árin bjó Lára að Grett- isgötu 71. Var hún þar í alfaraleið og var oft gestkvæmt hjá henni því margir eiga leið um Laugaveg- inn. Þá var gott að koma við hjá Láru, því að þar var manni ávallt vel fagnað. Nú er hún horfin, en eftir lifir minningin um góða og elskulega frænku og vinkonu, sem alltaf var mér sannur vinur. Vinkona. Skýrasta og því miður síðasta dæmið um þetta var þegar hann fékk áhuga fyrir fluginu. Það byrjaði sem leikur en áhug- inn var mikill og á endanum ákvað hann að fresta frekari langskóla- námi og snúa sér alhuga að fluginu. Ekki kom það okkur á óvart að á skömmum tíma öðlaðist hann ótrúlega mikla reynslu og töluverð réttindi sem flugmaður og þegar hann deyr, aðeins 21 árs, átti hann skammt eftir í réttindi sem flug- kennari. Þeir sem best til hans þekktu sögðu að hann hefði fundið sína réttu braut og ekkert okkar efaðist um það að Gummi hefði náð langt í heimi flugsins ef honum á annað borð hefði verið ætluð lengri dvöl á meðal okkar. En Drottins vegir eru órannsak- j anlegir. í lok þessara fáu minningarorða viljum við votta foreldrum hans, systkinum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystkin úr M.S. Viðbrögð þessa pilts, Péturs Reimarssonar eru dæmigerð fyrir leikbrúður Fylkingarinnar. Það er ekki einasta að Fylkingin leggi íhaldsöflunum í landinu lið með framboði sínu og stuðli þannig að valdatöku Ragnhildar Helgadótt- ur og Hannesar Gissurarsonar í menntamálaráðuneytinu, heldur gefa þeir nú út í nafni SÍNE þvaðurfullar yfirlýsingar, sem ganga í berhögg við hagsmuni námsmanna. Hið yfirlætisfulla þvaðurbréf, sem SINE-stjórnin hefur sent fjölmiðlum, lýsir . slíkri vanþekk- ingu að það tæki meira en eina og meira en tvær námsannir í Há- skóla til að bæta hér úr. Af þeim sökum ætla ég heldur ekki að gera tilraun til þess enda nægu öðru að sinna í leiftursókn íhalds og Fylk- ingarinnar gegn lífskjörum al- mennings — og þá ekki síst námsmanna. Það eru þó tvö atriði, sem rétt væri að skýra fyrir fólki af öllu því rangfærsluflóði, sem í SÍNE-bréfi þessa Péturs er að finna. Hið fyrra er, að SÍNE-stjórnin, þessi ritglaða stjórn, hefur ekki sent frá sér einn staf um það að hún hafi slitið samstarfi við Al- þýðubandalagið vegna kjörskrár- kæra. Þar af leiðandi líkt og fyrir kosningarnar 1978, þegar mál stóðu þannig að íhaldsöflin í landinu stefndu á og hugðust Félagsfræðibókin við Fjölbrautaskólann: Ekki kennd að ósk Sævars MARGRÉT Björnsdóttir kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti ósk- aði eftir að taka fram vegna fréttar Mbl. í gær um rit Sævars Tjörvason- ar, sem notað er við félagsfræði- kennslu í skólanum, að hún hefði sjálf óskað eftir því við Sævar að fá að nota kafla úr ritgerð hans til kennslu, en hann hefði ekki lagt hana fram sem kennslubók. hrinda í framkvæmd þeirri ætlan, að strika alla íslenska námsmenn erlendis út af kjörskrá, en Alþýðu- bandalagið kom í veg fyrir það með mikilli vinnu þar sem hvorki var aðstoð að fá hjá Pétri þessum né öðrum bullukollum mun Al- þýðubandalagið, kæra inn á kjör- skrá alla þá íslenska námsmenn sem það veit til að strikaðir hafa verið út 'af henni, hvort sem þeir teljast fylgjendur Fylkingarinnar eða annarra íhalds- og afturhalds- afla. Hitt atriðið er viðkomandi þeirri vinnu, sem stjórn SÍNE ætlar að leggja í sjálf og ein vegna kærumálanna. Hin sjálfstæðu vinnubrögð Péturs þessa og SÍNE-stjórnarinnar eru þau að þeir hafa haft fullan aðgang að kjörskrám Alþýðubandalagsins í húsnæði þess að Grettisgötu 3 og notfært sér hana. Þeir hafa fengið sérstök kæruform, sem unnin voru Þingmanns- efni láta ekki sjá sig Garði 16. nóv. Á meðan fréttir berast úr höfuðborginni um gífurlegt fannfergi brosum við út í annað í Garðinum því hér er aðeins snjóföl á jörðu en í gær var allt marautt. Það er því ekki út af færðinni að þing- mannsefnin hafa ekki komist í heimsókn en hingað til hefir ekkert þeirra látið sjá sig. Það má kannski segja, að ekki sé mörg atkvæði að sækja hingað en skv. kjörskrá eru 511 manns sem hafa kosningarétt, 274 karlar og 237 konur. Eftir þessum tölum að dæma virðist vera vöntun á kvenfólki í þorpið. Að vísu er ekki langt að fara að leita kvenfanga en betra er að færð haldist góð. Fréttaritari. upp af starfsmönnum Alþýðu- bandalagsins, og nota þau. Þeir hafa farið eftir leiðbeiningum vegna kjörskrárkæra, gefnum út af Alþýðubandalaginu. Þeir sem hafa notað húsnæði og síma Al- þýðubandalagsins við hina sjálf- stæðu vinnu sína að kjörskrár- kærum, endurgjaldslaust að sjálfsögðu. En þeir hafa ekki ennþá kært inn einn einasta námsmann, ekki einn — á sama tíma og tugir og hundruð kjör- skrárkæra verða lagðar fram af Alþýðubandalaginu vegna íslenskra námsmanna erlendis. Að lokum er rétt að benda almenningi á, að sú háreysti heimskunnar, sem Pétur þessi Reimarsson og SÍNE-stjórnin standa fyrir í fjölmiðlum þessa daga, er ekki upphafin með hags- muni námsmanna fyrir augum. Þetta er rétt aðeins ein aðgerðin í ieiftursókn íhaldsins gegn lífskjörum almennings, í þessu tilliti gegn lífskjörum náms- manna, undir herstjórn Fylk- ingarinnar. Reykjavík 16. nóvember 1979 f.h. Kosningastjórnar ABR Úlfar Þormóðsson. Basar Húsmæðra- félags Rvíkur Árlegur basar Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður á Hallveigar- stöðum á morgun, sunnudaginn 18. nóvember og hefst kl. 14. Meðal muna sem á boðstólum verða eru jóladúkar, svuntur, sokkar, vettl- ingar, púðar, prjónuð leikföng, jólaföndur og lukkupokar. Málþing Félags frjálshyggju- Safna upplýsing- um um dagvistun- armál í Reykjavík VIKUNA 19.-23. nóvember er áformað að athuga þörf á dag- vistunarplássum i Reykjavik með tilliti til framtiðarstefnumótunar á dagheimilismálum Reykja- víkur. Starfshópur sem skipaður hefur verið af félagsmálaráði Reykjavikurborgar beinir i því sambandi eftirfarandi spurningu til foreldra í Reykjavík: „Foreldrar, óskið þið eftir dag- vistun fyrir börn ykkar — eða breytingu á núverandi dagvistun." í frétt frá Félagsmálastofnun segir m.a. að töluvert skorti á að glöggar upplýsingar séu fyrir hendi um dagvistunarþörf barna og óskir foreldra um breytingar þar að lútandi, en athugun þessi er þríþætt: 1) Óskað er eftir því að foreldr- ar sem hvorki eiga börn á dagvist- unarstofnunum, né eru á biðlista og óska eftir plássi á dagvistar- stofnun eða skóladagheimili hringi á skrifstofu dagvistardeild- ar, s. 27277 vikuna 19.—23. nóv. kl. 13-16. 2) Sendur verður spurningalisti til allra foreldra er eiga börn á biðlista dagheimila, leikskóla og skóladagheimila, er senda skal að lokinni útfyllingu til einhverrar dagvistunarstofnunarinnar. 3) Spurningalista verður dreift til allra foreldra er eiga börn á leikskólum borgarinnar með það í huga að fá upplýst hve vel leik- skólinn nýtist sem dagvistun. NÆSTKOMANDI sunnudag, 18. nóv. kl. 2 e.h. fer fram guðsþjón- usta í Garðakirkju. Gestir safn- aðarins þennan dag verða kirkju- kór Gaulverjabæjarkirkju og sóknarprestur þeirra, séra Val- geir Ástráðsson, sem mun pré- dika. Á sunnudaginn verður og tekið á móti gjöfum til Hjálparsjóðs manna í dag MÁLÞING Félags frjálshyggju- manna um kenningar austur- riska hagfræðingsins Ludwigs von Mises, sem gagnrýndi mjög sósíalismann, er i dag. ólafur Björnsson prófessor flyt- ur fyrirlestur um von Mises, en að fyrirlestri hans loknum verða frjálsar umræður. Málþingið er kl. 14.00 á fundarherberginu nr. 515 á Hótel Sögu. Basar HINN árlegi basar Fósturskóla Islands verður haldinn í húsi skólans við Sundlaugaveg, laugar- daginn 17. nóvember kl. 14.00 e.h. Meðal muna verða jólavörur, ýmiss konar handavinna og kökur. Garðasóknar, en sá sjóður er notaður til hjálpar þeim, sem verða fyrir óvæntum áföllum. Hefur þegar verið veitt milljónum úr sjóðnum síðustu tólf ár. Félagssamtök í Garðabæ annast söfnunina, en viðbrögð fólks hafa ávallt verið mjög vinsamleg. (Fréttatilk.) Gestir í Garðakirkju Lára Þuríður Jakobs- dóttir — Minning Guðmundur Kvaran flugmaður - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.