Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
Aðstandendur ráðstefnunnar á fundi með blaðamttnnum.
Ljósm. Kristján.
Ráðstefna um
umhverfi barna
Arkitektafélag íslands, Fé-
lag húsKagna- og innanhúss-
arkitekta og Félag landslags-
arkitekta gangast fyrir ráð-
stefnu um umhverfi barna á
Hótel Borg n.k. laugardag, 17.
nóvember.
Ráðstefnan hefst kl. 10 árdeg-
is og er fyrstur á mælendaskrá
Magnús Magnússon ráðherra
sem tala mun um áhrif opin-
berra aðila á gerð umhverfis
fyrir börn. Aðrir sem flytja
munu ávörp eru Arni Ragnars-
son arkitekt sem talar um börn
og skipulag, Auður Sveinsdóttir
landslagsarkitekt talar um úti-
vist barna, Sævar Guðbergsson
félagsráðgjafi talar um áhrif
foreldra og opinberra aðila á
mótun umhverfis barna, Kristín
Guðmundsdóttir innanhússarki-
tekt talar um börn og híbýli,
Guðmundur Ó. Eggertsson hús-
gagnaframleiðandi talar um
stöðu húsgagnaframleiðslu fyrir
börn og Björg Einarsdóttir
formaður ráðgjafanefndar jafn-
réttisráðs ræðir um umhverfi
barna í jafnréttisþjóðfélagi.
Síðan verður starfað í um-
ræðuhópum og að lokum verða
niðurstöður þeirra kynntar, um-
ræður og fyrispurnum svarað.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var í tilefni ráðstefnunnar
kom það fram, að tilgangur
ráðstefnunnar er að draga sam-
an þær umræður sem orðið hafa
um umhverfi barna á þessu ári
og reynt verður að benda á leiðir
til úrbóta. í máli aðstandenda
ráðstefnunnar kom það fram, að
mikið vantar á að umhverfi
barna sé eins og best verður á
kosið og í raun og veru væru
börnin aðskotahlutir í þjóðféiag-
inu. Aðgangur að ráðstefnunni
er öllum opinn, og er ókeypis.
Á fundinum kom það einnig
fram að þeir, sem að ráðstefn-
unni standa, hafa fengið leyfi
fyrir tveimur sjónvarpsþáttum
eftir áramótin og munu þeir þar
gefa upplýsingar um hvernig
eigi að búa sem best að börnum.
Einnig mun vera í undirbúningi
að gefa út upplýsingabækling
um þetta efni.
„Leikir af lífs-
ins tafli“
ÆGISÚTGÁFAN hefur
sent frá sér nýja bók eftir
Hugrúnu. Nefnist hún
„Leikir af lífsins tafli" og
hefur að geyma 12 smásög-
ur.
Á bókarkápu segir m.a.:
„Samúð og kærleikur til
alls sem lifir er rauði
þráðurinn í þessum smá-
sögum Hugrúnar og óbil-
andi trú á handleiðslu al-
mættisins."
Bókin er 146 bls. að stærð
og vönduð að frágangi. Mun
þetta vera 27. bók Hugrún-
ar.
rúnj.
Málverkasýning í Ásmundarsal
ELFAR Þórðarson opnar mál-
verkasýningu i Ásmundarsal
Freyjugtttu 41 i Reykjavik á
laugardaginn. Þetta er 5. einka-
sýning Elfars og jafnframt
fyrsta sýning hans i Reykjavik.
Hann hefur áður sýnt í Hvera-
gerði, Selfossi og tvisvar á
Stokkseyri.
Á sýningunni í Ásmundarsal
verða 35 olíumyndir sem allar eru
málaðar á þremur síðustu árum.
Sýningin er opin alla daga kl.
14—22 nema mánudaga og
fimmtudaga kl. 20—22. Sýning-
unni lýkur 25. nóvember.
Landssamband mennta- og f jölbrautaskólanema:
Mötuneytisað-
staðan aðal
baráttumálið
Helsta baráttumál Landssam-
bands mennta- og fjölbrauta-
skólanema á þessu starfsári verð-
ur mötuneytismál, sem felur i sér
að L.M.F. krefst þess af þvi
opinbera að það greiði starfs-
mönnum, er starfa við mötuneyti
framhaldsskólanna full laun og
aðstaða til mötuneytisþjónustu
verði bætt. Einnig leggja for-,
svarsmenn L.M.F. þunga áherzlu
á, að námsstyrkir og námslán
haidi fullu verðgildi og úthlutun
dreifbýlisstyrkja verði réttlátari
en nú er. Þetta kom fram á
blaðamannafundi, sem fram-
kvæmdastjórn L.M.F. boðaði til i
fyrradag til að kynna niðurstöð-
ur 13. landsþings L.M.F., sem
haldið var i Munaðarnesi dagana
27. og 28. okt. s.l.
Fundarboðendur sögðu, að
mötuneytisaðstaða í flestum
framhaldsskólum væri léleg eða
engin. Margir nemendur þyrftu að
sækja skóla um langan veg og
dvölin stæði oft yfir frá snemma
að morgni til síðla dags. í sam-
þykkt landsþingsins segir m.a. um
þetta mál: „L.M.F. mótmælir því
að ekki skuli kveðið skýrar á um
mötuneytismál framhaldsskól-
anna í frumvarpi því sem lagt
hefur verið fyrir Alþingi um
framhaldsskólana". Þá koma einn-
ig fram mótmæli gegn því að þetta
mál sé falið viðkomandi ráðuneyti
til ákvörðunar í reglugerð.
Nokkuð var einnig rætt um
námsstyrki og námslán. Kom
fram, að með núverandi fram-
kvæmd dreifbýlisstyrkja geta
nemendur, sem búa í nánd skóla,
en æskja að sækja nám í öðrum
fjarlægari ekki fengið til þess
dreifbýlisstyrk. Sögðu nemend-
urnir, að það gæti oft komið sér
illa, nemendur sæktu í sérstaka
skóla til náms í sérstökum af-
Frá blaðamannafundi L.M.F. talið frá vinstri: Jón Gunnar Grétarsson, Gunnar Atlason, Ágúst Hiörtur
Ingþórsson, Guðbrandur Stígur Ágústsson, Ingi Þór Hermannsson formaður, Hrólfur ölvisson og Olafur
Guðmundsson. Ljósm. Mbl. Emiiía.
mörkuðum brautum og sögðust
þeir vita um nemanda, sem sótt
hefði um dreifbýlisstyrk en fengið
neitun á þeirri forsendu að hann
gæti sótt skóla í námunda við
heimili hans. í þeim skóla kennir
einn aðili 19 tíma af 40 og sögðu
nemendurnir að sérhæfing væri
engan veginn nægileg í mörgum
þessara skóla að dómi félaga
L.M.F.
Ein af kröfum L.M.F.-félaga er
sú, að veittir verði ferðastyrkir til
sex heimferða í stað fjögurra, eins
og nú er. Sögðu þeir ástæðuna þá,
að æskilegt væri að nemendur
kæmust heim til sín í páskaleyfum
sem og jóla.
Nemendurnir sögðu á fundin-
um, að aðstaða til félagslífs innan
framhaldsskólanna væri engan
veginn nægilega góð víðast hvar.
Sögðu þeir kröfu L.M.F. að lág-
marksaðstöðu yrði komið upp hið
fyrsta og benda á, að samkvæmt
núgildandi lögum sé yfirvöldum
skylt að sjá fyrir viðunandi að-
stöðu. Ef ekki sé unnt að skapa
hana innan skólanna þá verði að
sjá fyrir henni utan þeirra.
„13. landsþing L.M.F. sóttu 56
fulltrúar frá 12 framhaldsskólum,
auk áheyrnarfulltrúa frá tveimur
skólum. Á þinginu gengu tveir
skólar í sambandið, þ.e. Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja og fram-
haldsdeild Kvennaskólans í
Reykjavík. Á þinginu var kjörin
ný framkvæmdastjórn, hana
skipa: Ingi Þór Hermannsson
formaður, Guðbrandur Stígur
Ágústsson varaformaður, Ágúst
Hjörtur Ingþórsson ritari, Hrólfur
Ölvisson gjaldkeri og Gunnar
Atlason meðstjórnandi. Blaða-
mannafundinn sátu einnig tveir
skólastjórnarfulltrúar, þ.e. Jón
Gunnar Grétarsson og ólafur
Guðmundsson.