Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. NÓVEMBER 1979
27
Þór Vigfússon, Magnús Pálsson, Kecs Visser, Kristinn HarAarson ok Ólafur Lárusson sitja hér á
kðssum sem m.a. eru framlaK Þórs Vigfússonar til sýningarinnar á Kjarvaisstöðum. Ljósm. Emilía.
Nýlist á Kjarvalsstöðum
Fimm myndlistarmenn, þeir
Kees Visser, Kristinn Harðar-
son, Ólafur Lárusson, Magnús
Pálsson og Þór Vigfússon, opn-
uðu á föstudagskvöld, sýningu á
verkum sínum á Kjarvals-
stöðum. Öll verkin á sýningunni
flokkast undir nýlist og sagði
Ólafur að verk sýnendanna væru
mjög ólík.
„Það eina sem tengir
okkur saman er að við vinnum
að myndlist," sagði hann. Meðal
þeirra verka sem eru á sýning-
unni má nefna þrívíddarstærð-
fræði á leirtöflum og fléttu-
myndir úr pappír.
Sýningin verður opin til 25.
nóvember kl. 16—22 virka daga
en kl. 14—22 um helgar.
„Kári litli í sveit”
í danska útvarpinu
Barnabókin Kári litli i sveit,
eftir Stefán Júlíusson, er um
þessar mundir lesin í danska
útvarpinu. Bókin kom fyrst út í
Danmörku 1976 og síðan á nýjan
leik 1977 og er nú uppseld.
Útgefandi bókarinnar er Birg-
itte Hövrings Biblioteksforlag, en
Rigmor Hövring þýddi bókina sem
nefnist á dönsku: Drengen og
hunden.
Ónnur bók Stefáns, Kári litli og
Lappi, kom svo út í Danmörku á
s.l. vori hjá sama forlagi og þá í
þýðingu Þorsteins Stefánssonar
rithöfundar.
Basar og kaff isala
í Landakotsskóla
Undanfarin ár hefur Kvenfélag
Krists-kirkju (Paramentfélagið)
haldið basar og kaffisölu til ágóða
fyrir kaþólsku kirkjuna hér á
landi, og hefur það verið mjög
vinsælt meðal Reykvíkinga. í ár
mun kvenfélagið halda basar og
kaffisölu í Landakotsskólanum
sunnudaginn 18. nóvember n.k.
kl. 15.00 (kl. 3 e.h.)
Á basarnum verður margt
góðra muna til sölu sem nota má
til jólagjafa, og verða þeir seldir á
mjög sanngjörnu verði. í kaffinu
geta menn svo gætt sér á hinum
gómsætu kökum.
Eru allir hvattir til þess að
koma og styrkja málefni Kvenfé-
lags Krists-kirkju.
Séra Ágúst K. Eyjólfsson.
KLUKKAN 11 þann 11.11. sl. var athöfn við minnisvarða um fallna
hermenn Samveldislandanna i Fossvogskirkjugarði. Var þá lagður
blómsveigur fyrir hönd Bretlands, Kanada og Ástralíu og flutti sr.
Óskar J. Þorláksson ritningarorð og bæn. Viðstaddir voru fyrrver-
andi hermenn sem búsettir eru hér á landi og fjölskyldur, en einmitt á
þessum sama tíma fyrir 61 ári var lýst uppgjöf Þjóðverja eftir fyrri
heimsstyrjöldina.
í lífsins ólgusjó
Ný bók eftir Jóhann J.E. Kúld
ÚT ER komin bókin i lífsins
ólgusjó, eftir Jóhann J.E. Kúld,
III. bindi ritsafns hans. í bókinni
rekur hann endurminningar
sinar frá liðnum árum, þar sem
ýmsir erfiðleikar urðu á vegi
hans, svo sem erfiður sjúkdómur,
ástvinamissir, atvinnuleysi og fá-
tækt, en einnig er sagt frá
hamingjustundum og ævintýrum
er hann hefur lent i.
Dr. Guðmundur Finnbogason
landsbókavörður sagði í ritdómi
um fyrstu bók höfundar, íshafs-
ævintýri.
„Hann er fæddur rithöfundur og
óvíst að hann segði betur frá, þó
hann hefði gengið í annan skóla en
hinn stranga skóla reynslunnar,
sem hann hefur staðist með
sæmd.“
Það er Ægisútgáfan sem gefur
bókina út, en hún er 167 blaðsíður
að stærð.
„Fyrr en
dagur rís“
ÚT er komin hjá Bókaútgáfunni
Erni og örlygi ein bóka Græn-
landsvinarins Jörn Riels og nefn-
ist hún „Fyrr en dagur rís“. Á
frummálinu heitir hún „For
morgendagen“.
Þýðandi bókarinnar er dr. Frið-
rik Einarsson læknir, en hún er
filmusett, umbrotin og prentuð í
prentstofu G. Benediktssonar og
bundin í Arnarfelli. Kápumynd
gerði Bjarni D. Jónsson.
J.C.-kynning
í Garðabæ
J.C. Garðar í Garðabæ gengst
fyrir kynningarfundi á starfsemi
sinni í Flataskóla Garðabæ, n.k.
laugardag 17. nóv. kl. 14.00. Garð-
bæingar á aldrinum 18—40 ára,
sem hafa áhuga á að kynnast
félaginu eru velkomnir.
Fréttatilkynning
Falið vald
„FALIÐ VALD“ heitir ný bók,
sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur sent á bókamarkaðinn. Bók-
in er eftir ungan íslending, Jó-
hannes Björn, sem að mestu hefur
verið búsettur erlendis síðustu
árin og einkum dvalið í Svíþjóð og
Englandi. Hann hefur m.a. lagt
stund á félagsfræði auk náms í
sundurgreiningu upplýsinga o.fl.
Jóhannes hefur einnig lagt stund
á kerfisbundnar rannsóknir á
sviði stjórn- og peningamála og
birtast niðurstöður þeirra rann-
sókna í þessari bók. Þetta er
önnur bók höfundar, áður hefur
komið út eftir hann ljóðabókin
Blástjörnur.
Bókin er filmusett, umbrotin og
prentuð í prentstofu G. Bene-
diktssonar, þundin í Arnarfelli og
kápumynd gerði Ernst Bachmann.
Jólakort Hringsins
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn sel-
ur nú fyrir þessi jól jólakort, og
verður ágóðanum varið til barna-
spítala Hringsins. Útsölustaðir
eru eftirfarandi: Klausturhólar,
Laugavegi 71, Gjafahúsið, Skóla-
vörðustíg 8, Hygea, snyrtivöru-
búðin í Reykjavíkurapóteki.
Kvenfélag Laugarnes-
sóknar með flóamarkað
Laugardaginn 17. nóv. hefur
Kvenfélag Laugarnessóknar
flóamarkað í kjallara Laugar-
neskirkju frá kl. 2-6 síðdegis.
Þessi flóamarkaður er liður í
fjölbreyttri fjáröflunarstarfsemi
Kvenfélagsins, en kvenfélags-
konur í Laugarnessókn hafa sýnt
mikinn dugnað í starfi alla tíð.
Nú stendur yfir bygging safnað-
arheimilis við Laugarneskirkju
svo nú ríður á að vel gangi með
alla fjáröflun. Rétt er að vekja
athygli á því að á þessum
flóamarkaði verða eingöngu til
sölu ný og ónotuð fót. Það eru
því miklar líkur til þess að fólk
finni eitthvað viö sitt hæfi í
kjallara Laugarneskirkju aö
þessu sinni.
Jón I). Ilróhjartsson.
sóknarprestur.