Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
31
Anna Kristjánsdóttir námstjóri:
Hafa skal það er
sannara reynist
í Morgunblaðinu 14. nóv. 1979 er
þess getið að við yfirstjórn
menntamála séu 167 starfsmenn.
Áhugasamir lesendur geta svo séð
í greininni hvernig þessir yfir-
stjórnendur menntamála skipta
sér á verkefni. Þar stendur m.a. að
vegna stærðfræði séu 14 starfs-
menn af þessum 167 yfirmönnum
menntamála og vegna tónmenntar
sé 1 starfsmaður úr hópnum. Nú
vitum við að vísu að fyrir kosn-
ingar umturnast sumir og hætta
þá að vanda málflutning sinn,
hætta að leita réttra upplýsinga
og færa málefnalegar umræður
niður í svaðið. En á hinn bóginn
hefi ég ekki ástæðu til að ætla að
þeir kjósendur sem verið er að
biðla til séu sneyddir öllum vilja
til að heyra sannleikann.
I nefndri grein eru taldar upp
og getið starfsmannafjölda við
fræðsluskrifstofur og deildir
menntamálaráðuneytisins auk
starfsfólks þar utan deilda. Ekki
eru þessar upplýsingar vandaðri
en svo að deildir eru þar rang-
nefndar og sumar alls ekki nefnd-
ar eins og grunnskóladeild og
byggingadeild. Gerir Morgunblað-
ið ráð fyrir að slíkar deildir séu
ekki til eða er þetta bara eitt
dæmi um það hve greinin er
óvönduð og full af ranghermi?
Það leynir sér hins vegar ekki
að hverju er verið að beina athygli
með skrifum þessum, þ.e. starfs-
mannafjölda sem tengist starfi
skólarannsóknadeildar. Jafnframt
er þá verið að sá þeirri grunsemd
að störf þessara manna séu lítils
virði fyrir þjóðina í heild einkum
skattgreiðandann. Börnin í skól-
anum eru hins vegar ekki nefnd.
Það er rétt að koma næst að því
að verkefnaskipting milli deilda
menntamálaráðuneytisins er ekki
jöfn skipting. Verksvið skóla-
rannsóknadeildar er allt annars
eðlis en deilda yfirleitt í ráðuneyt-
um. Um leið er engin deild í eins
nánum tengslum við innra starf
skólanna, beint við kennara og
nemendur svo ekki sé minnst á þá
foreldrafundi sem í hlut okkar
hefur fallið að annast í hinum
ýmsu skólum. Okkar samstarfs-
fólk á hverju ári skiptir því ekki
tugum heldur þúsundum. Eða er
það ekki samstarf þegar álit og
reynsla kennara svo hundruðum
skiptir, nemenda svo þúsundum
skiptir og foreldra svo tugum
skiptir hefur veruleg áhrif á
mótun námsefnis og vinnubragða í
einni námsgrein. Hér er ég að vísu
að tala einvörðungu um endur-
skoðunarvinnu við stærðfræði en
ugglaust má taka undir þetta
varðandi fleiri námsgreinar. Álit
og reynsla hefur bæði komið fram
skriflega í viðhorfakönnunum og
einnig á námskeiðum, stuttum
fræðslufundum, í heimsóknum í
skóla, í kennslu nemenda á ýmsum
aldri og í því stöðuga sambandi
sem er í gegnum viðtöl. Einhver
kann að hafa tekið eftir því að
þótt foreldrar séu kannski fjöl-
mennasti hópurinn sem tengist
skóla á einhvern hátt eru bein
viðbrögð frá einstaklingum þar
fátíðust. Þar eru að sjálfsögðu
dýpri þjóðfélagslegar skýringar á
en áhugaleysi og þekkingarleysi
því áhugi foreldra fer tvímæla-
laust vaxandi ekki hvað síst þegar
börnin eru glöð og virk í starfi
sínu í skólanum. Hins vegar lang-
ar mig að koma að því hér á eftir
hvaða svigrými skólarannsókna-
deild hefur yfirleitt haft til að
halda uppi kynningarstarfi og
upplýsingamiðlun.
Skólarannsóknadeild hefur
samkvæmt lögum, reglugerðum og
öðrum tilskipunum til einstakra
starfsmanna og hópa mörgum
viðamiklum verkefnum að sinna.
Henni er falið að endurskoða
námsefni og kennsluhætti allra
námsgreina innan grunnskólans. í
því felst rannsókn á þeim aðstæð-
um sem fyrir hendi eru, tillögu-
gerð um þreytingar, skrif náms-
bóka, kennsluleiðbeininga annars
ritaðs námsefnis svo og gerð efnis
sem ekki er ritað mál, tilrauna-
kennsla þessa efnis, söfnun upp-
lýsinga og úrvinnsla þeirra, leið-
beiningar við kennara, stjórnend-
ur skóla og einnig kennaranema
um notkun efnis, gerð breytinga á
efni þar sem þess er þörf og síðast
en ekki síst umfangsmikil sam-
vinna við endanlega útgefendur
efnisins, þ.e. Ríkisútgáfu náms-
bóka.
Endurskoðunarstarf við ein-
stakar námsgreinar hefur nú stað-
ið yfir í nokkur ár. Til eru dæmi
þess að allt efni samkvæmt upp-
runalegri framkvæmdaáætlun sé
komið út. Hér er um að ræða þær
greinar sem byrjað var á og eru
heldur ekki kenndar nema í sum-
um bekkjum grunnskólans. Hins
vegar eru framkvæmdir ekki
nema liðlega hálfnaðar eða tæp-
lega í öðrum. Bæði var þar byrjað
síðar og einnig þarf að þenda á að
endurskoðun greinar, sem er
kennd 9 ár í grunnskóla tekur
u.þ.b. 12 ár í framkvæmd. Svo er
t.d. háttað um stærðfræði en þar
er efni í endanlegum búningi
komið á markað fyrir börn upp í
10 ára aldur en í þremur næstu
árgöngum þar fyrir ofan er um að
ræða tilraunaefni í mismikilli
útbreiðslu. Hliðstætt má segja um
ýmsar aðrar námsgreinar.
Þótt endurskoðun námsefnis í
einstökum námsgreinum sé fjár-
frekust þeirra verkefna sem skóla-
rannsóknadeild vinnur að og að
líkindum best kunn, þótt oft sé um
hana talað af mikilli vanþekkingu,
er hún aðeins eitt verkefnanna.
Annað höfuðverkefni er sú vinna
námstjóra sem felst í undirbún-
ingi og framkvæmd skemmri og
lengri kennaranámskeiða, heim-
sóknum í skóla og kennslu þar,
vinnu með kennurum úti í einstök-
um skólum eða á svæðum, ráðgjöf
og fræðslu fyrir nýja kennara,
öflun og miðlun hvers kyns hug-
mynda og hjálpargagna sem að
notum mega koma, hjálp og fyrir-
greiðsla við kennaranema og er þá
engan veginn allt upp talið. Þessi
verkefni tengjast að hluta end-
urskoðun námsefnis en þó reynir
jafnvel meir á leiðbeiningar til
kennara um hvernig þeir geti
tímabundið lagað og betrumbætt
það eldra námsefni sem enn er í
notkun í mörgum árgöngum
grunnskólans.
Síðast en ekki síst er starfs-
mönnum skólarannsóknadeildar
falið að vinna fjölmörg samþætt
verkefni tengd grunnskóla sem
óháð eru einstökum námsgreinum
eða byggja á samspili þeirra.
Þetta eru oft ekki síður mikilvæg
verkefni fyrir skólastarf en hin
ofantöldu en heldur ekki síður
vandmeðfarin og tímafrek.
En hvernig er þá búið að
skólarannsóknadeild til að leysa
þessi verkefni? Eins og fram hefur
komið fer öll endurskoðun náms-
efnis og kennsluhátta eftir sam-
þykktum áætlunum. Fyrstu ár
starfseminnar fékkst u.þ.b. sú
fjárveiting sem þurfti til fram-
kvæmda. Þá hófst endurskoðun
námsgreinanna hverrar á fætur
annarri. Síðustu 3 árin hefur hins
vegar ekki verið veitt í starf
deildarinnar nema 50—70% þeirr-
ar upphæðar sem þurfti til að
halda'verkum gangandi og sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi hausts-
ins er u.þ.b. 50% niðurskurður á
árinu 1980 enn fyrirhugaður
vegna þessa verkefnis. Samt er
ekki hægt að stöðva nema lítinn
hluta verkefna vegna þess að það
veldur lömun á skólastarfi og
skemmdum sem ekki er hægt að
bæta. Engum má vera sama um
þann skaða sem verið er að valda
börnum í skólunum með þessari
kyrkingarstarfsemi, allra síst
þeim fjölmenna hópi kjósenda
sem eru foreldrar. Það er á síðustu
árum búið að þrengja að allri
leiðbeiningastarfsemi, valda töf-
um og skemmdum á námsefni sem
ekki verða bættar, auka kostnað
sveitarfélaga af skólum hvað
varðar fjölritun o.fl. vegna skorts
á efni, draga úr orku, athafnasemi
og árangri nemenda vegna sí-
felldra biða eftir efni, ræna for-
eldra sjálfsagðri og jarðbundinni
kynningu á því hvað fram fer nú í
skólum sem þeir þekkja ekki frá
sinni tíð og sitt hvað fleira gæti ég
talið upp þótt ég láti hér staðar
numið. Er virkilega enginn valda-
aðili sem hefur þá þjóðfélagslegu
yfirsýn að sjá að hér er verið að
spara eyrinn en ekki hirt um þótt
krónan fjúki.
Að lokum langar mig að ræða
tölur og talnameðferð dálítið.
Morgunblaðið upplýsir að starfs-
menn skólarannsóknadeildar
vegna stærðfræði séu 14 auk
námstjóra. Hér skal hafa það er
sannara reynist. I reynd hafa þó
18 kennarar greiðslu vegna stærð-
fræðivinnu á þessu ári. Þeir hafa
fengið greitt fyrir allt niður í 3
stundir á árinu. Aðeins 5 þeirra
hafa nálgast eða farið yfir 100
stundir (100 stundir vinnur fólk og
sumir miklu meira á mánuði).
Þeir sem hafa farið yfir 100
stundir eru með undantekningu af
1 undir þriðjungi starfs, en þessi
eini verður með 50—60% starf að
meðaltali á þessu ári, er því lýkur.
Til er námstjóri í stærðfræði auk
þessa hóps sem ráðinn er í %
hluta starfs. Með þessu starfsliði
eru leyst þau verkefni sem hér á
undan eru talin upp. En ekki má
gleyma því að þær eru ómældar
vinnustundirnar sem hafa verið
gefnar til þessa starfs beint eða
óbeint, ekki aðeins af skráðum
starfsmönnum, heldur kennurum í
hundraðavís sem láta sér nægja
þakklætið eitt vegna þess að þeir
trúa því að um þarft verk sé að
ræða. Það væri ekkert vitlausara
að segja að starfsmenn vegna
stærðfræði skipti hundruðum en
að þeir séu 14.
Verkefni skólarannsóknadeildar
má ekki vinna af fáum vegna þess
að slík miðstýring myndi koma
skólastarfi afar illa. Samstarfs-
fýsi kennara og annarra stjórn-
enda skóla hefur borið uppi þetta
starf.
Ef Morgunblaðið hefur raun-
verulegan áhuga á menntamálum
langar mig að lokum að stinga upp
á nokkrum fyrirsögnum greina-
flokka sem að sjálfsögðu yrði þó
að vanda betur til svo að mark sé
hægt að taka á þeim.
1. Á íslandi er ekkert almennt
málgagn til um skólamál. Hvaða
áhrif hefur það á gæði umræðna
um menntun?
2. Á íslandi er hvergi kennslumið-
stöð. Hvað er kennslumiðstöð? Er
það rétt að framboð námsgagna
við íslenska skóla standi ná-
grannalöndum okkar langt að baki
hvað magn snertir?
3. Hvað felst í því þegar grunn-
skólalögin kveða svo á um að
skólinn skuli miða starf sitt við
þarfir allra nemenda? Er skólan-
um gert kleift að gera þetta?
Reykjavík, 14. nóv. 1979
Anna Kristjánsdóttir
námstjóri.
Athugasemd frá ísal
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá
ÍSAL vegna viðtals við Kolbein
Sigurjónsson, álsteypumann, í
Þjóðviljanum 11. nóvember
1979.
í viðtalinu gætir á fjórum
stöðum nokkurs misskilnings eða
beinlínis er rangt frá skýrt eða
eftir haft varðandi eftirfarandi:
1. Öryggisreglur og búnað.
2. Ráðningu öryggisfulltrúa.
3. Hreinsitæki og lokun kera.
4. Tekjur og launataxta í steypu-
skála.
1. Sagt er, að sumum öryggis-
reglum sé nánast ógerlegt að
fylgja, og ef starfsmenn hengdu
öll öryggistæki á sig, sem reglur
mæla fyrir um, væru þeir varla
gangfærir, hvað þá vinnufærir.
Ennfremur, að það sé gott fyrir
fyrirtækið, að þessar reglur séu
svona ítarlegar, af því að þá megi
ávallt kenna broti á öryggisregl-
um um slys, sem verða.
Þarna er hallað réttu máli.
Öryggisbúnaður getur að vísu í
algjörum undantekningartilvikum
verið eitthvað til trafala við hreyf-
ingu, en það er fráleitt að hann
hindri gang eða vinnu. Tilgangur
öryggisreglna og búnaðar er að
koma í veg fyrir slys, en ekki að
skella skuld á þá, sem fyrir slysi
verða.
2. Það er rétt hjá Kolbeini, að
frá upphafi hafi verið starfandi
öryggisfulltrúi á vegum fyrirtæk-
isins. Síðastliðið sumar var svo
gerð sú breyting, að hann er nú
starfsmaður sameiginlegrar
nefndar verkalýðsfélaganna og IS-
AL. Það er því misskilningur, að
sérstakur öryggisfulltrúi hafi ver-
ið ráðinn til starfa á vegum
verkalýðsfélaganna.
3. í þeim hluta viðtalsins, sem
fjallar um andrúmsloft í kerskála
og hreinsun þess, gætir misskiln-
ings. Hið rétta er, að nú er unnið
samkvæmt áætlun við að loka
kerunum og tengja þau þurr-
hreinsistöðvum. 40 kerum hefur
nú verið lokað, en áætlunin gerir
ráð fyrir, að öllum kerum hafi
verið lokað og þau tengd hreinsi-
stöðvum í lok árs 1981.
4.1 viðtalinu er frá því skýrt, að
laun Kolbeins séu nú kr. 288.219 á
mánuði, auk 36,2% vaktaálags.
Þetta svarar til kr. 392.554 mánað-
arlauna. Hið rétta er, að mánað-
arlaun Kolbeins eru nú kr.
531.968.- þegar tekið er tillit til
allra launaliða og miðað við 36
klst. vinnuviku. Hér vantar því
35,5% upp á að rétt sé frá skýrt.
Starfsmenn steypuskála eru í 4., 5.
og 6. launaflokki en ekki 2.-6.
Laun í 6. flokki eru 7,58% hærri
en í 4. flokki.
(Frá ISAL)
Isiands
*
ferma skipin
ANTWERPEN:
Skógafoss 22. nóv.
Urriöafoss 27. nóv.
Reykjafoss 6. des.
Urriðafoss 11. des.
Skógafoss 22. des.
Reykjafoss 28. des.
ROTTERDAM:
Skógafoss 21. nóv.
Urriöafoss 28. nóv.
Reykjafoss 5. des.
Urriðafoss 12. des.
Skógafoss 21. des.
Reykjafoss 27. des.
FELIXSTOWE:
Dettifoss 19. nóv.
Mánafoss 26. nóv.
Dettifoss 3. des.
Mánafoss 10. des.
Dettifoss 17. des.
Mánafoss 24. des.
HAMBORG:
Dettifoss 22. nóv.
Mánafoss 29. nóv.
Dettifoss 6. des.
Mánafoss 13. des.
Dettifoss 20. des.
Mánafoss 27. des.
PORTSMOUTH:
Bakkafoss 29. nóv.
Brúarfoss 30. nóv.
Hofsjökull 6. des.
Bakkafoss 10. des.
Selfoss 27. des.
HELSINGJABORG:
Laxfoss 20. nóv.
Háifoss 27. nóv.
Laxfoss 4. des.
Háifoss 11. des.
Laxfoss 18. des.
Háifoss 27. des.
KAUPMANNAHÖFN:
Laxfoss 21. nóv.
Háifoss 28. nóv.
Laxfoss 5. des.
Háifoss 12. des.
Laxfoss 19. des.
Háifoss 28. des.
GAUTABORG:
Tungufoss 21. nóv.
Álafoss 28. nóv.
Úöafoss 5. des.
Tungufoss 12. des.
MOSS:
Úöafoss 16. nóv.
Tungufoss 23. nóv.
Álafoss 30. nóv.
Úöafoss 7. des.
Tungufoss 14. des.
BJÖRGVIN:
Álafoss 26. nóv.
Tungufoss 10. des.
Úöafoss 24. des.
KRISTJÁNSSANDUR:
Tungufoss 20. nóv.
Úöafoss 4. des.
Álafoss 18. des.
GDYNIA:
írafoss 30. nóv.
Múlafoss 11. des.
írafoss 22. des.
HELSINKI:
írafoss 26. nóv.
Múlafoss 6. des.
írafoss 17. des.
VALKOM:
írafoss 27. nóv.
Múlafoss 7. des.
írafoss 18. des.
RIGA:
írafoss 28. nóv.
Múlafoss 9. des.
írafoss 20. des.
WESTON POINT:
Kljáfoss 21. nóv.
Kljáfoss 5. des.
BILBAO:
Skeiösfoss 28. nóv.
Sími 27100
Frá REYKJAVIK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
á miðvikudögum til
VESTMANNAEYJA
EIMSKIP