Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979
33
Fjárfesting fyrir
framtíðina
Uppbygging íslensks at-
vinnulífs hefur á síðustu ár-
um mótast af vangetu stjórn-
valda til að stýra efnahags-
málum og hagsmunatog-
streytu fulltrúa einstakra
atvinnugreina og byggðar-
laga. Fjárfesting hefur verið
óarðbær þar sem arðsemis-
sjónarmiða hefur ekki verið
gætt en sérhagsmunir at-
vinnugreina og byggðarlaga
ráðið ferðinni. Islendingar
hafa fjárfest meira á undan-
förnum árum en flestar aðrar
þjóðir en hagvöxtur ekki ver-
ið í neinu samræmi við það.
Taka þarf upp nýja stefnu í
atvinnumálum sem miðar að
því að stækka það, sem til
skiftanna er í stað höfuð-
áherslu á skömmtun þess
sem til er milli atvinnugreina
og byggðarlaga.
— Besta leiðin á næstu
árum til þess að skapa ný
atvinnutækifæri og auka
þjóðarframleiðsluna er upp-
bygging arðbærs hálaunaiðn-
aðar sem nýtir innlenda
orku. Iðnaður verður í fram-
tíðinni meginstoð atvinnulífs
íslendinga. Skort hefur skiln-
ing á þessu hjá ráðamönnum
og hafa því Islendingar ekki
nýtt þau tækifæri, sem hér
eru sem skyldi og þannig
dregist aftur úr nágranna-
þjóðum okkar i átvinnuupp-
byggingu.
— í landbúnaði hafa opin-
ber afskifti orðið til þess að
rjúfa samhengið milli fram-
leiðslu og sölu búvara. Út-
flutningsuppbætur, niður-
greiðslur og styrkir hafa
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna kjörin á þingi sambandsins á Húsavik i september s.l.
UfflHORP
UMSJON: ANDERS HANSEN
Þetta
viljum
Sókn þjóðarinnar til
bættra lífskjara hefur verið
stöðvuð af stjórnleysi og
verðbólgu, sem vegur nú að
grundvelli atvinnulífsins.
Þjóðarframleiðsla fer minnk-
andi og stöðnun og hnignun
blasir hvarvetna við í efna-
hagslífi landsmanna. Hundr-
uð ungra íslendinga hverfa af
landi brott á þessu ári vegna
skorts á tækifærum hérlend-
is. Þjóðin stefnir inní verstu
kreppu síðari tíma, sem getur
haft langvarandi áhrif á af-
komu og lífskjör almennings
í landinu.
Þessa þróun er hægt að
stöðva ef tekin verður upp ný
stefna sóknar í efnahagsmál-
um í stað verðbólgustefnu
vinstri flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur nú markað einarða stefnu
í efnahagsmálum, sem miðar
að því að vinna bug á verð-
bólguvandanum á sem
skemmstum tíma og gera
þannig mögulegt uppbygg-
ingarstarf í efnahagsmálum.
Skjótur sigur í verðbólgunni
er frumforsenda þess að unnt
verði að bæta lífskjör lands-
manna og taka á þeim mörgu
stóru verkefnum, sem fyrir
liggja. Smáskammtalækn-
ingar á verðbólgu hafa mis-
tekist á síðustu árum og ljóst
er, að ekki verður lengra
haldið áfram þessari braut ef
forða á langvarandi stöðnun
og kreppu í efnahagslífi
íslendinga.
hvatt til framleiðslu án tillits
til markaðsaðstæðna heima
og erlendis. Vegna þessa
óeðlilega kerfis afskifta ríkis-
ins hefur landbúnaður um of
einskorðast í einhæfan far-
veg og hefur ekki aðlagast
breyttum neysluvenjum og
óskum neytenda.
— í sjávarútvegi hafa
mikil ríkisafskifti leitt til
offjárfestingar á ýmsum
sviðum. Hagkvæmni í fjár-
festingu hefur ekki verið
gætt og miðstýring hefur
komið í veg fyrir nauðsyn-
legan sveigjanleika, sem leitt
hefur til ofnýtingar á vissum
fiskistofnum.
— Afskifti ríkisins af
verslun hafa leitt til óeðli-
legrar verðmyndunar sem
leitt hefur til hærra verðlags
en annars væri.
— Lántökur ríkisins til
óarðbærra fjárfestinga inn-
anlands og erlendis hafa leitt
til hárra vaxta og mikillar
greiðslubyrði ríkisins. Þessir
háu vextir koma síðan í veg
fyrir fjárfestingu einstakl-
inga í arðbærum fram-
kvæmdum.
Réttindi
einstaklinga
og persónuvernd
Grundvallarhugmyndir
okkar eru:
— að sérhver maður fái að
lifa í friði án íhlutunar ríkis
eða hagsmunasamtaka um
einkahagi hans
— að sérhver einstaklngur
fái að hafa skoðanir sínar og
áhugamál í friði án þess að
honum sé mismunað eða rétt-
indi hans takmörkuð vegna
þeirra.
Á undanförnum árum hef-
ur íhlutun ríkisins og hags-
munasamtaka af málefnum
fólks vaxið en réttur ein-
við
staklinganna minnkað.
Ungir sjálfstæðismenn
vilja breyta þessu. Við vilj-
um:
— að ríkinu séu ekki falin
verkefni, sem einstaklingar
eða frjáls samtök þeirra geta
leyst þetur af hendi.
— að sveitarstjórnum
verði falin verkefni á kostnað
ríkisins og þau þannig færð
nær fólkinu.
— að kosningalögunum
verði breytt þannig að svig-
rúm verði aukið til að kjósa
persónur auk flokka.
— að réttur fólks, sem á
einhvern hátt er þroskaheft
eða fatlað sé virtur og þessu
fólki gert kleift að taka svo
fullan þátt í þjóðlífinu sem
frekast er mögulegt.
Stöðvum land-
flóttann — ný
atvinnustefna
mörkuð
Ein alvarlegasta afleiðing
upplausnarinnar í efna-
hagsmálum og stöðvunar á
vexti þjóðarframleiðslu er
mikill og vaxandi landflótti.
Tugir manna hverfa af landi í
hverjum mánuði til þess að
leita betri atvinnutækifæra
erlendis.
Skilning hefur skort á
nauðsyn uppbyggingar iðnað-
ar, sem einn atvinnuvega
getur staðið undir vaxandi
mannafla og betri lífskjörum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
nú markað atvinnustefnu,
sem byggir á þessari stað-
reynd. Stefna flokksins gerir
ráð fyrir að þegar verði
hafist handa um nýjar stór-
virkjanir og innlend orka
þannig notuð til að knýja
vaxandi stóriðju. Gert er ráð
fyrir frekari uppbyggingu
þeirrar stóriðju sem fyrir
hendi er og ennfremur að
framkvæmdir hefjist á næsta
kjörtímabili við nýtt stór-
iðjufyrirtæki. Stefnan miðar
að uppbyggingu hálaunaiðn-
aðar á Islandi með þessum
hætti og með því að skapa
innlendum smáiðnaði skil-
yrði til vaxtar. Með ráðstöf-
unum til þess að innlendur
iðnaður búi við sömu skilyrði
og aðrar atvinnugreinar má
styrkja stöðu hans þannig að
hann geti greitt hærri laun
með auknum útflutningi og
sterkari stöðu á innanlands-
markaði.