Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 37

Morgunblaðið - 17.11.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 37 félk í fréttum Vörður yfir þeim dag og nótt + FEGURÐARDÍSIR írá Norðurlöndum eru hér saman á mynd, sem tekin var á hóteli í London. Þar eru 60 (allegar stúlkur úr öllum heimshornum, saman komnar til þátttöku i alheimsfegurðarsam- keppninni. — Sveitir frá Scotland Yard og ýmiss konar öryggisverðir vaka yfir stúlkunum 60 nótt sem dag. A þessari mynd eru fegurðardísirnar frá Norðurlöndunum og er fulltrúi íslands, Sigrún Sætran, lengst til vinstri. Á hótelinu þar sem stúlkurnar búa. 'eru þær i sama herbergi danska fegurðardísin Lone Jörgensen og Sigrún. Lone þessi lét þau orð falla við danska blaðamenn að hún myndi verða undrandi ef hún yrði valin meðal hinna 20 fegurstu stúlkna í þessari fegurðarsamkeppni. Hóta að skera aí þeim eyrun + I SUMAR sögðu blöðin frá því, að brezkri fjölskyldu hefði verið rænt, er hún var ísumarleyfi á ítölsku eyjunni Sardiníu. Eiginmanninum var sleppt eftir nokkurn tíma. Fyrir hann var lagt að safna nægilegu lausnarfé, ef hann vildi aftur sjá konu sína og dóttur þeirra hjóna. Hún er 14 ára gömul. Þetta gerðist í ágústmánuði síðastl. Mægðurn- ar eru enn í haldi hjá mannræningjunum. Um miðjan októbermánuð síðastl. var hringt til veitingastofueiganda eins á eyjunni og hann gaf lögregl- unni þegar skýrslu, að ef Bretinn, Rolf Schild, að nafni héldi ekki áfram að leita samninga við mannræningjana um lausnargjald fyrir konu sína og dóttur, mundu eyrun verða skorin af þeim. Slíkt hafa mannræningjar áður gert, er þeir rændu auðmannssyni bandarískum, Paul Getty að nafni, á árinu 1973. + SVO sem kunnugt er af frétt- um fór forsetafrú Bandarikj- anna austur til Thailands fyrir skömmu, til þess að kynnast fióttamannavandamáiinu þar af eigin raun. — Þessi mynd er tekin af frú Rosalynn i búðum flóttamanna frá Kambódíu. Hún heldur á litlu barni. — Þessar búðir eru um 75 km frá landa- mærum Thailands og Kambódiu. 007 geríst stríðsmaður + ÞESSI kappi er enginn annar en sjálfur persónugervingur lögregluhetjunnar James Bond, — kvikmyndaleikarinn og sjón- varpsstjarnan Roger Moore. — Eftir mikla og erfiða leit að glæsilegri leikkonu. til að leika á móti honum tókst að finna hina einu réttu — þessa, sem heitir Barbara Kellerman. — En hún á ekki að leika i „James Bond mynd“. — Á þeirri rullu ætlar Moore nú að hvíia sig, a.m.k. í bili, þvi nú ætlar hann að leika i kvikmynd sem segir sögu úr heimstyrjöldinni og heitir á ensku „The Sea Wol- ves“. — í þeirri mynd á þessi kvikmyndaleikkona að leika á móti honum. Höfum einnig opið á laugar- dögum frá kl. 8—18.40. Sparið tíma og fyrirhöfn og látið okkur þrífa bílinn meöan þér bíöiö. Bón- og Þvottastöðin Sigtúni 3 I hádeginu í dag bjóðum við blandað síldar- og sjávarréttaborð, gómsætar kræsingar hafsins. Á matseðlinum í kvöld: Grísasteik með rauðkáli og Róbert sósu VeriÖ velkomin HOTEL LOFTLEHDIR Veitingabúó

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.