Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.11.1979, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 43 Morgunblaðið heiðrar sex íþróttamenn HARALDUR Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs hf, afhenti verðlaunamönnum Mbl. i boltaíþróttum gripi sina í hófi á Hótel Loftleiðum. Svo sem kunnugt er, er verðlaunaafhending þessi orðin hefð í íslensku iþróttalifi, en verðlaun voru nú afhent i áttunda skiptið. Verðlaunamenn Mbl. að þessu sinni voru Ársæll Sveinsson, ÍBV, og Sigurlás Þorleifssons, Víkingi, i knattspyrnu, ólafur Benediktsson og Geir Hallsteinsson i handknattleik. I fyrsta skipti voru nú afhent verðlaun fyrir afreksmenn i körfuknattleik, hann hefur náð slikum vinsældum siðustu árin, að ekki var stætt á öðru. Jón Sigurðsson var kosinn leikmaður íslandsmótsins og Bandaríkja- maðurinn Mark Christensen var stigakóngur mótsins. Haraldur setti hófið og siðan flutti Þórarinn Ragnarsson iþrótta- fréttamaður Mbl. ávarp þar sem hann sagði m.a.: „Nú eru liðin átta ár siðan Mbl. hóf að heiðra þá iþróttamenn sem sköruðu fram úr á Íslandsmótum i knattspyrnu og sjö ár siðan sami háttur var hafður á í handknattleiknum. Nú veitir Mbl. körfuknattleiksmönnum viður- kenningu í fyrsta skiptið. Þessi verðlaunaafhending hefur unnið sér fastan sess i íslenskum iþróttum. Við sem stöndum að stigagjöfinni erum iðulega gagnrýndir fyrir einstaka leiki, en þegar upp er staðið hverju sinni í lok keppnistimabils, held ég að flestir geti verið sammála um, að þeir sem verðlaunin hljóta eru vel að þeim komnir. Tiigangur verðlaunaafhendingarinnar er tvíþættur, fyrst og fremst að heiðra þá iþróttamenn sem skara fram úr hverju sinni og um leið að vekja áhuga á iþróttum almennt.“ • Ársæll Sveinsson tekur við verðlaunagrip sínum úr hendi Haraldar Sveinssonar. • ólafur Benekiktsson fær sinn hikar. • Geir Hallsteinsson tekur við verðlaunum sínum sem markakóngur handbolta. Ekki í fyrsta skiptið. Síðan rakti Þórarinn nokkur dæmi þess hve einkunnagjöfin væri víðlesin og ræddi síðan um þann aðstöðumun sem íslenskt íþróttafólk býr við miðað við kollega sína erlendis og að þeim aðstöðumun vildi fólk oft gleyma þegar att væri kappi við erlent íþróttafólk. „Miðað við aðstæður er raunar undravert hversu góð- um árangri íslenskir íþróttamenn hafa náð á undanförnum áratug- um og vakið verðskuldaða athygli á landi og þjóð. Umbun þeirra er oft ekki mikil, það er því vel við hæfi að heiðra þá íþróttamenn sem skara fram úr eins og Mbl. gerir nú hér í dag,“ sagði Þórar- inn. Verðlaunamenn Mbl. 1979 eru þessir: Leikmaður íslandsmótsins í handknattleik var valinn Ólafur Benediktsson, markvörður hjá Val. Snilli Ólafs er alkunn og er hann vafalaust einhver besti ef ekki besti handboltamarkvörður sem ísland hefur átt. Hann hefur um árabil komið mönnum meira og meira á óvart og sjaldan verið betri en á síðasta keppnistímabili. Blm. Mbl. gáfu Ólafi samtals 37 stig í 12 leikjum, en að meðaltali er það 3,08. Andrés Kristjánsson veitti Ólafi harða keppni, en varð að lúta í lægra haldi undir lokin. Andrés er hins vegar svo ungur enn, að ekki er ólíklegt að hann eigi eftir að hreppa umræddan grip fyrr eða síðar. Markakóngur íslandsmótsins í handknattleik var Geir Hall- steinsson ieikmaður með FH. „Ætli þetta sé ekki síðasti bikar- inn sem ég kræki í,“ sagði Geir í hófinu í gær. Það er aldrei að vita. Ekki þarf að kynna Geir fyrir lesendum. Ef Óli Ben. er besti markvörðurinn fyrr og síðar, þá er Geir besti útispilari sem upp hefur komið hérlendis. „Gamli" maðurinn var einnig markakóng- ur Islandsmótsins þegar verðlaun- in voru fyrst veitt, árið 1972. Sama ár hlaut Geir einnig titilinn „leik- maður Islandsmótsins". Enn er Geir að skora og skákar ungu mönnunum. Á síðasta keppnis- tímabili skoraði Geir 95 mörk. Næstir voru þeir Stefán Hall- dórsson, þá leikmaður með HK, nú með Val, og Hörður Harðarson, Haukum, en báðir skoruðu 79 mörk. Yfirburðir hjá hinum síunga Geir Hallsteinssyni. Markakóngur íslandsmótsins í knattspyrnu var Sigurlas Þor- leifsson, Víkingi. Hann skoraði 10 mörk og lék aðeins 14 leiki af 18. Sigurlás hefur síðustu árin verið einn marksæknasti og að sama skapi markheppnasti leikmaður 1. deildar og í sumar var hann í fyrsta skiptið valinn í landsliðs- hópinn. Lék hann og sína fyrstu landsleiki gegn Austur-Þjóðverj- um og Hollendingum. Steinar Jó- hannsson skoraði einu marki minna en Sigurlas og er afrek hans ekki síður gott en Sigurláss, en Steinar skoraði mörkin í átta og hálfum leik. Ársæll Sveinsson, markvörður ÍBV, var valinn leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu og hljóta allir að vera sammála um að réttur maður fékk þá nafnbót að þessu sinni. Ársæll hlaut 3,05 að meðaltali í einkunn fyrir leiki sína síðasta sumar og var án efa jafnbesti leikmaður ÍBV. Var markvarsla hans oft á tíðum stórbrotin og það fór ekki fram hjá landsliðsnefndinni, sem valdi Ársæl í landsliðshópinn. Vart mun þess langt að bíða, að Ársæll leiki sinn fyrsta landsleik. Leikmaður íslandsmótsins í körfuknattleik var í fyrsta skiptið valinn Jón Sigurðsson KR. Ekki kemur það á óvart, en Kristinn Jörundsson ÍR veitti honum harða keppni og allt til síðasta leiks mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. Kom það heldur ekki á óvart að Kristinn kom sterklega til greina, en þeir félagarnir eru örugglega snjöllustu körfubolta- menn landsins. En það er einn útvalinn og Jón reyndist hafa ögn betri meðaleinkunn, en hann fékk 3,15. Jón er burðarásinn í liði sínu, sá sem stjórnar öllu á vellinum, áður með Ármanni og nú með KR. Val hans er verðskuldað. Mark Christensen ÍR var stiga- kóngur íslandsmótsins, þó ekki léki hann með ÍR í fyrra, heldur með Þór á Akureyri. Christensen skoraði 600 stig í úrvalsdeildinni, nokkru meira en næsti maður. Hann hefur nú gengið til liðs við ÍR og þykir liðið til ýmissa hluta líklegt með Christensen innan- borðs. Ávörp: Að venju stigu ýmsir í pontu og létu í sér heyra um ýmis málefni varðandi íþróttaskrif Mbl. Var fyrir vikið bara nokkuð fjörugt á köflum. Einkum strax í byrjun ei Þórður, formaður handknattleiks- deildar Vals, tók til máls og varaði Mbl. við að hleypa hlutdrægni í skrif sín. Hafði hann með sér úrklippu úr Mbl. þar sem sagt var frá úrslitaleik Vals og Víkings í fyrra og gætti þar áberandi hlut- drægni, að hans dómi. Hljóp nú kapp í marga og margir tóku til máls. Höfðu hlutlausir í máli þessu mjög gaman af. Síðan þakk- aði Þórður Mbl. fyrir það framtak að veita þessi verðlaun, þau stuðl- uðu mjög að auknum áhuga á íþróttum hérlendis og væru keppi- kefli íþróttamanna. Verður að segjast eins og er, að allir, sem til máls tóku, voru þakklátir Mbl. fyrir framtakið. gg. v.#' • ♦ V.#- • « v.#4' Titlafjöldi Mr.stakra félaga í öllum deildum og flokkum íslandsmótu n innan- og utanhúss og bikarkeppni H.S.Í. ur íslandsmeistaramót Bikarkeppni Titlar Félag innanhúss utanhúss H.S.l samtals Ármann 52 12 1 65 F.H. 40 21 4 65 Fram 58 13 2 73 Fylkir 1 — — 1 Grótta 1 — 1 Haukar 12 3 1 16 H.K. 1 — — 1 Í.B.A. — 1 1 Í.B.Í. — 3 3 Í.B.K. 4 1 5 Í.R. 11 — — 11 K.R. 26 7 2 35 Leiknir 1 — 1 Stjarnan 2 1 — 2 Týr Vm. 1 1 — 2 U.B.K. 3 1 1 4 U.M.F.A. 3 — 3 U.M.F.G. 1 — — 1 U.M.F.N. 1 — — 1 Valur 50 21 1 72 Vikingur 23 1 3 27 Völsungur 7 3 — 10 Þór Ak. 3 — 3 Þór, Vm. 1 — — 1 Þróttur 12 — — 12 Samtals 314 88 15 417

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.