Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 17.11.1979, Síða 44
Síminn á afqreiðslunni er 83033 JRirtmkhtik flfo«gi»istlritaftfö LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1979 Erlend skuldaaukning á þessu ári 20 milljarðar Skuld á hvert mannsbam um 1,7 milljón króna • Verðlaunaafhending Morg- unhlaðsins. Morgunblaðið heiðraði í gær sex íþróttamenn sem skarað hafa fram úr i íslandsmótunum í handknatt- leik, körfuknattleik og knattspyrnu á þessu ári. Mynd- in var tekin við verðlaunaaf- hendinguna. Standandi f.v. Geir Halisteinsson, Sigurlás Þorleifsson, Mark Christian- sen og Jón Sigurðsson. Sitjandi f.v. Arsæll Sveinsson, Harald- ur Sveinsson og ólafur Bene- diktsson. LJðsm. Mbl. RAX. ERLEND skuldaaukning íslendinga mun tvöfaldast á þessu ári miðað við þá lánsfjáráætiun, sem vinstri stjórnin lagði fram á Alþingi. Gert hafði verið ráð fyrir þvi, að erlendar skuldir íslendinga ykjust um rúmlega 10 milljarða króna, en aukningin mun verða um 20 milljarðar. Verða þá erlendar skuldir íslendinga orðnar rúmlega 375 milljarðar og er þá reiknað með um 50% hækkun meðalgengis á árinu 1979. Skuld á hvert mannsbarn mun þá nema um 1,7 milljón króna. Á fyrri helmingi þessa árs námu innkomin ný erlend lán samtals rétt tæplega 20 milljörðum króna, en endurgreiðslur voru 12,6 millj- arðar af eldri lánum. Aukning erlendra lána á fyrri helmingi ársins varð því 7,3 milljarðar króna. Upphafleg spá um lánanotk- un eða lántökur á öllu árinu 1979 var 39 milljarðar króna. Samkvæmt nýju mati mun þessi spá ekki Reykjavík: 50 árekstrar — Nýttmet FRÁ klukkan 06 til klukkan 24 á fimmtudag urðu 50 árekstrar i umferðinni i Reykjavík og hafa aldrei áður orðið jafn margir árekstrar á einum degi. Langflestir árekstranna urðu frá klukkan 12,30 til klukkan 22.20 eða 36 að tölu. í sumum árekstranna áttu fleiri en tveir bílar hlut að máli og fimm bílar lentu saman þegar flest varð. Þannig hafa nokkuð á annað hundrað bílar skemmst í þess- um árekstrum á fimmtudaginn. í gær var færð einnig slæm í höfuðborginni en þó urðu mun færri árekstrar þá eða 26 frá klukkan 06 í gærmorgun til klukkan 22 í gærkvöldi. standast og bendir allt til þess að um áramót verði innkomin ný erlend lán fast að 50 milljörðum króna, bæði vegna gengissigs og eins vegna lánaaukningar. Má þá ;era ráð fyrir, að endurgreiðsla gárna.4a, lána hækki einnig, þannig mismunurinn, aukning erlendra lána, verði rúmlega 20 milljarðar. Svo sem áður hefur komið fram í fréttum, hefur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tekið allmörg ný lán á þeim valdaferli sínum, sem lauk í byrjun september. í marz síðast- liðnum samdi ríkisstjórnin um 1 milljón dollara lán hjá Den Norske Kreditbank, en jafnvirði þess í íslenzkum krónum er nú um 392 milljónir. Láni þessu var ætlað að standa undir hlutafjártillagi ríkis- ins í íslenzka járnblendifélagið h.f. Þá tók Tómas Árnason, fyrrum fjármálaráðherra, lán í Hamrbos Bank í London, að upphæð 50 milljónir dollara, sem er jafngildi 19.6 milljarða íslenzkra króna. Það lán var tekið vegna almennra fram- kvæmda. 25 milljónir dollara hafa þegar verið fluttir heim af þessu láni eða tæplega 10 milljarðar. Þá er að geta 2ja milljarða yena lánatöku, sem tekin var vegna Framkvæmdasjóðs. Andvirði þess í íslenzkum krónum er 3,2 milljarðar. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun það lán að mestu komið heim, en hefur þó ekki verið greitt Fram- kvæmdasjóði enn. Þá hafa ýmis ríkisfyrirtæki tekið lán og má þar nefna Póst og síma, sem tók lán vegna byggingar jarðstöðvarinnar við Úlfarsfell og Landsvirkjun, sem tók tvö mikil lán, annað vegna framkvæmda við Hrauneyjarfoss og 40 milljón dollara lán, jafnvirði 15.7 milljarða íslenzkra króna, sem notað var til þess að greiða upp önnur eldri lán, sem voru til skemmri tíma og með óhagstæðari kjörum. Slíkt lán kemur ekki inn sem skuldaaukning, þar sem aðeins er um skuldabreytingu að ræða. Rannsókn hafin á meintu auðgunar- broti bílaumboðs RANNSÓKN er nýlega hafin á hugsanlegu auðgunarbroti Toyota-bilaumboðsins í Kópavogi og annast Rannsóknarlögregla rikisins rannsókn málsins. Málavextir eru þeir, að maður einn keypti nýjan bíl af umboðinu á þessu ári. Lánaði umboðið hon- um hluta kaupverðsins og gaf maðurinn síðan út veðskuldabréf og greiddi umboðinu ákveðna upp- hæð vegna kostnaðar við þinglýs- ingu og stimpilgjald. Þegar skuld- in var að fullu greidd fékk maður- Kosningastjóri Alþýðubandalagsins: Yfirlætisfullt þvaðurbréf SINE lýsir vanþekkingu stiómarinnar inn skuldabréfið afhent og veitti hann því þá athygli, að bréfinu hafði hvorki verið þinglýst né það stimplað. Maðurinn óskaði eftir rannsókn á þessu afbroti hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins og kom þá í ljós, að bréfinu hafði hvorki verið þinglýst né það stimplað heldur virðist upphæðin hafa runnið beint til umboðsins. Frekari rann- sókn leiddi í ljós, að umboðið hafði haft þennan hátt á mörg undan- farin ár. Liggur fyrir, að greiðslur til umboðsins nema a.m.k. 4—5 milljónum króna og er þá reiknað á verðlagi hvers árs en upphæðin ekki færð til núvirðis. Greiðslur af hverjum bíl hafa numið 12—13 þúsund krónum á þessu ári en voru 3 þúsund krónur árið 1977. KOSNINGASTJÓRI Alþýðu- bandalagsins i Reykjavík hefur ritað athugasemd við „hið yfir- lætisfulla þvaðurbréf, sem SÍNE-stjórnin hefur sent fjöl- miðlum“ og „lýsir slikri van- þekkingu, að það tæki meira en eina og meira en tvær námsann- ir í Háskóla að bæta hér úr,“ eins og það er orðað i bréfinu. Kosningastjórinn segist af þess- um sökum ekki munu gera athugasemd nema við tvö atriði i „öllu þvi rangfærsluflóði“, sem í SÍNE-bréfinu sé að finna og hann kveður viðbrögð Péturs Reimarssonar, formanns SÍNE „dæmigerð fyrir leikbrúður Fylkingarinnar“. Fyrra atriðið er það, að hann segir hina „ritglöðu stjórn" SÍNE ekki hafa sent einn staf frá sér um það, að hún hafi slitið sam- starfi við Alþýðubandalagið vegna kjörskrárkæra. Hitt atrið- ið er viðkomandi vinnu þeirri, sem stjórn SINE ætlar að leggja í sjálf og ein vegna kærumálanna. Þar segir hann að SÍNE hafi haft aðgang að kjörskrám Alþýðu- bandalagsins að Grettisgötu 3 og hafi hún farið eftir leiðbeiningum vegna kjörskrárkæra, gefnum út af Alþýðubandalaginu. SÍNE hafi notfært sér húsnæði og síma Alþýðubandalagsins við hina sjálfstæðu vinnu sína að kjör- skrárkærum, „endurgjaldslaust að sjálfsögðu". Enn hafi þeir þó ekki kært inn einn einasta náms- mann - ekki einn á sama tíma og Alþýðubandalagið hafi kært inn' tugi og hundruð námsmanna. I lok bréfs kosningastjórans, Úlfars Þormóðssonar, segir: „Að lokum er rétt að benda almenn- ingi á, að sú háreysti heimskunn- ar, sem Pétur þessi Reimarsson og SÍNE-stjórnin standa fyrir í fjölmiðlum þessa daga, er ekki upphafin með hagsmuni náms- manna fyrir augum. — Þetta er rétt aðeins ein aðgerðin í leiftur- sókn íhaldsins gegn lífskjörum almennings, í þessu tilliti gegn lífskjörum námsmanna, undir herstjórn Fylkingarinnar." Sjá bréf kosningastjórans: „Leiftursókninni bætist liðsauki" á bls. 25. Þýfið f annst í öskutunnu BROTIZT var inn 1 söluturninn Bókhlöðustíg 2 i fyrrinótt og stolið þar talsverðu af sígarettum og sælgæti. Lögreglumenn gátu rakið fótspor þjófanna í snjónum að ösku- tifhnu við hús, sem stendur við Laufásveginn. Og viti menn, þegar lokið var tekið af tunnunni blasti þýfið við og var því snarlega komið á réttan stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.