Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 2

Morgunblaðið - 25.11.1979, Page 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 Ætti kommúnistaflokkur, sem kæmist til valda á lýð- ræðislegan hátt, að vikja vegna ósigurs í kosningum? eftir DAVID WEDGWOOD BENN Ef einhver kommúnista- flokkur á Vesturlöndum skyldi komast til valda, bæri honum ekki nauðsynlega að víkja úr sessi, færi svo, að hann glataði meirihluta sinum i kosningum síðar. Að þessari bráðskýru og tæpi- tungulausu niðurstöðu hafa tveir sovézkir prófessorar komist, og borið hana á borð, enda þótt þeir lýsi því jafn- framt yfir, að þeir séu lítt hrifnir af kosningum al- mennt. Prófessorarnir Yuri Kras- in og Boris Leibzon skýra frá sjónarmiðum sinum í bók sem kom út í Moskvu fyrir skömmu og nefnist Bylt- ingarkenning og byltingar- stefna. OBSERVER trú á þátttöku vestrænna komm- únista í borgaralegum ríkis- stjórnum þar sem þeir séu bundnir í báða skó og hafi ekki aðstöðu til þess að knýja hug- myndir sínar fram. Telja þeir jafnvel að slíkt gæti orðið háska- legt, því að það treysti hið ríkjandi ástand. Borgarastéttirnar verða að fá að stikna í eigin feiti án hjálpar kommúnista, — segir í bókinni. Samsteypustjórnir Eftirfarandi gagnrýni er sennilega beint gegn ítölskum kommúnistum: — Ef verkalýðs- flokkur samþykkir að þera ábyrgð á gerðum ríkisstjórnar, sem vinnur að því að bjarga I segja sovésku hug- i myndafræðingarnir Þungamiðjan í röksemda- færslu þeirra, sem beinist gegn hugmyndum Evrópukommún- ismans, er ekki ný af nálinni. Hins vegar fara þeir aðrar leiðir en flestir sovezkir höfundar aðr- ir, sem hafa einbeitt sér að því að verja Sovétríkin fyrir gagn- rýni kommúnista á Vesturlönd- um. Þeir Krasin og Leibzon láta sér nefnilega ekki nægja að verja Sovétríkin og gagnrýna vestræna kommúnista, heldur leggja þeir beinlínis línurnar fyrir þá síðarnefndu, jafnvel út í yztu æsar. Þeir varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort kommúnistaflokkur, sem væri við völd á einhverju Vesturlanda, ætti að láta það viðgangast að hann yrði látinn víkja vegna ósigurs í kosningum. Eða svo að þeirra eigin orð séu notuð: — Þegar gengið er til kosninga á Vesturiöndum, eru kommúnistar yfirleitt að því spurðir, hvort þeir muni leyfa andstæðum sjónarmiðum að koma fram, fari þeir með sigur af hólmi, og hvort þeir muni samþykkja, að afturhaldsstjórn verði kosin í þeirra stað. Margir telja, að slíkum spurningum beri afdráttarlaust að svara játandi. Höfundarnir eru ekki á því. Þeir segja að það geti engan veginn talizt til marks um hve virkt lýðræði að láta afturhalds- stjórnir komast til valda í sam- ræmi við kosningaúrslit. Til dæmis segja þeir, að Hitler hafi komizt til valda með aðferðum, sem að á engan hátt hafi brotið í bága við stjórnarskrá Þýzka- lands. Og því næst taka þeir til við að véfengja kosningar al- mennt á mjög gagngeran hátt. Bylting Þar sem einungis er hægt að koma á sósíalisma með því að verkalýðsstéttirnar taki völdin með byltingu, vaknar sú spurn- ing, hvort stjórnmálaflokkar geti kúvent, þegar þeir eru komnir til valda? Hvernig er unnt að tala um frelsi fyrir flokka, sem eru andvígir sósíalisma, ef þessir flokkar nota sérhvert tækifæri, sem þeim gefst, til þess að heyja baráttu gegn verkalýðsstéttun- um og flokki þeirra. Höfundarnir viðurkenna blá- kalt, að „framsæknir" flokkar á Vesturlöndum geti snúið við blaðinu, eftir að þeir hafi komizt til valda í kosningum, að undan- gengnu undirbúningsskeiði til að koma á kommúnisma. Þeir leggja áherzlu á, að þeir hafi ekkert á móti því að aðrir stjórnmálaflokkar en kommún- istaflokkar séu til í orði kveðnu, eins og tíðkast í sumum ríkjum Austur-Evrópu. Hins vegar telja þeir útilokað, að kommúnistaflokkar þurfi að búa við samkeppni frá öðrum stjórnmálaflokkum, eftir að þeir hafi komið á kommúnistrístiskri skipan. Þeir segja, að þá „verði engin barátta á milli mismun- andi afla, eins og viðgangist í auðvaldsskipulagi, heldur verði um að ræða samvinnu og verkaskiptingu í þágu hins sam- eiginlega málsstaðar. I málflutningi Krasin og Leib- zon er ekkert að finna, sem mildað gæti þá gagnrýni, sem stjórnvöld í Sovétríkjunum hafa viðhaft um Evrópukommún- ismann. Þeir leggja til dæmis á það áherzlu að enda þótt bylt- ingin þarfnist stuðnings „póli- tísks meirihluta" beri engan veginn að leggja það hugtak að jöfnu við „tölulegan meirihluta" viðkomandi þjóða, eða höfðatölu, sem skipti í sjálfu sér litlu máli. Þeir eru andvígir hugmyndum um að verkalýðurinn ráði málum sínum sjálfur án stjórnunar Kommúnistaflokksins, og bera því við, að slíkt geti valdið „stjórnleysi í framleiðslu og grafið undan skipulagi hinnar sósíalísku hagfræði." Og ekki eru þeir heldur á þeirri skoðun, að til séu margar leiðir til sósíalisma. Segja þeir, að hugmyndir í þá veru áeu mjög óljósar og lítt skilgreindar og að þær einkennist af óraunsæi og draumórum. Séu þær að miklu leyti andstæðar meginreglum sósíalismans. Af þessu má sjá, að þeir Krasin og Leibzon eru allstór- orðir. Þeir sneiða hins vegar hjá fullyrðingum í þá átt, að bylt- ingar á Vesturlöndum verði að- eins gerðar með vopnum, og hvergi minnast þeir á, að þær séu yfirvofandi. Þeir tala aðeins um „langvarandi umsáturs- ástand." En þeir virðat hafa litla auðvaldsskipulaginu, hlútur hann að hafa glatað sínu bylt- ingarhlutverki. En getur hann náð samkomulagi við borgara- lega flokka, ef hin andkapítal- istísku markmið hans eru ljós- lega tilgreind í starfsáætlun ríkisstjórnar. Þetta skýrir það, hversu miklum takmörkunum stjórnarsamvinna borgaralegra flokka og kommúnista er háð. Höfundar bókarinnar ala þann ugg í brjósti, að slíkar samsteypustjórnir geti haft háskaleg áhrif á kommúnista- flokka Vesturlanda. Þeir segja: — Samstarf innan ramma ríkjandi skipulags felur í sér þá hættu, að kommúnistaflokkarnir verði sjálfir samdauna auð- valdskerfinu, eins og henti sósí- aldemókrata á sínum tíma. Þeir segja, að flokkar sem gerist skeytingarlausir um sína eigin hugmyndafræði, geti orðið eins konar vindhanar, sem snúist eftir því hvaðan vindur- inn blæs. Kveðast þeir óttast, að Evrópukommúnisminn hafi freistast til þess „að hluta í sundur hreyfingu heimskomm-, únismans eftir landfræðilegum mörkum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.