Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
24ra ára
gömul stúlka, sem lokið hefur B.A. prófi,
óskar eftir áhugaverðu starfi nú þegar eða
um áramót
Uppl. í síma 13721.
Vélstjóra
vantar á 75 tn. línubát.
Uppl. í síma 92—8062 Grindavík.
Verslunarstjóri
Maður með margra ára reynslu í rekstri
kjörbúöa óskar eftir starfi.
Upplýsingar í síma 44891.
Verkstjóri, frystihús
Höfum verið beðnir að útvega verkstjóra að
frystihúsi á Suðurnesjum.
Nánari uppl. veita Gísli Erlendsson og
Sigurlaug Guðmundsdóttir í síma 85311.
rfli rekstrartækni sf.
Lr Síðumúla 37 - Sími 85311
Kjötvinnsla
Kaupfélag ísfirðinga óskar að ráöa nú þegar
kjötiðnaðarmann eða mann vanan kjöt-
vinnslu.
Umsóknir sendist Siguröi Jónssyni, kaup-
félagsstjóra, eða starfsmannastjóra
Sambandsins, sem gefa nánari upplýsingar.
Kaupfélag ísfiröinga
Skrifstofustarf
Sportver h.f. vill ráða fólk í skrifstofustörf.
Heilsdagsstarf við vélritun og hálfsdagsstarf
við færslu á bólhaldsvél. Uppl. gefnar á
skrifstofu Sportvers h.f., Skúlagötu 26, ekki í
síma.
Skulagötu 26. Sími 19470.125 Reykjavik.
E4T441ERKI
FR44fTÍQ4RINN4P
KORonn
r:l »T:Ti iTi*Til
frá Kóróna
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða
aðstoðarlæknis
viö Barnaspítala Hringsins er laus til umsókn-
ar. Staðan veitist til 6 mánaða frá 1. febrúar
1980.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 3.
janúar 1980.
Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspítala
Hringsins í síma 29000.
Hjúkrunar-
fræðingar
óskast til starfa á handlækningadeild, bækl-
unardeild og Barnaspítala Hringsins nú
þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
29000.
Reykjavík, 25. nóvember 1979.
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI29000
Vélritun
Tek að mér vélritun, er með IBM-kúluritvél.
Uppl. í síma 85325 e.h.
Rekstrarstjóri
Óskum að ráða rekstrarstjóra frá 1. janúar
1980. Hlutaðeigandi þarf að hafa viðurkennd
matreiðsluréttindi. Umsóknir sendist for-
manni hússtjórnar Páli Guðmundssyni
Mýrarhúsaskóla fyrir 4. desember 1979.
Félagsheimilið Seltjarnarnesi
Staða
sveitarstjóra
Hreppsnefnd Neshrepps, utan Ennis, Hellis-
sandi, óskar aö ráða sveitarstjóra.
Æskilegt er, að umsækjendur geti hafið störf,
1. febr. 1980. Umsóknarfrestur er til 10. des.
1979.
Allar frekari upplýsingar veita: Skúli Alexand-
ersson, oddviti, sími 93-6619 og Samúel
Ólafsson, sveitarstjóri, símar 93-6637 og
6777.
Skrifstofustarf
Útflutningsfyrirtæki í miðborginni óskar að
ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa
og ábyrgðamikilla sendiferða.
Viðkomandi þarf aö hafa lokið prófi frá
Verzlunarskóla, Samvinnuskóla, viðskipta-
sviði Fjölbrautarskóla eða hafa sambærilega
menntun.
Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft.
Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf sendist
Morgunblaðinu sem fyrst merkt: „Lipur —
4558.“
Húsvörður
Þar sem núverandi húsvörður Norðurlanda-
sendiráðs í Reykjavík hættir störfum 1. apríl
1980 vegna aldurs, er starfið laust til
umsóknar.
Hámarksaldur 40 ár. Ökuskírteini. Kunnátta í
einhverju skandinavísku máli og/eða ensku.
Umsækjandi sem hefur starfað við opinber
íslenzk fyrirtæki, m.a. við akstur, kemur
frekast til greina.
Umsækjandi þarf auk sendi- og aksturs-
starfa að geta tekið að sér sjálfstætt, ef meö
þarf ásamt launuðum aðstoðarmanni, ræst-
ingu á skrifstofuhæð og kjallara sendiráðs-
ins, hirðingu garðsins (þar meðtalið að slá
grasið), og eftirlit með bifreiðum sendiráös-
ins.
Laun í samræmi við svipaðar stöður innan
lögreglunnar meö tilliti til aldurs, ásamt
launahækkunum og eftirlaunum í samræmi
við meðaltal innan lögreglunnar. Húsnæði
fylgir gegn sanngjörnum launafrádrætti.
Umsóknir á einhverju hinna ofangreindu
tungumála ásamt meðmælum sendist: Tilboð
merkt „H—4572“
Arkitekt
óskast til starfa.
Guðmundur Kr. Guðmundsson
og Ólafur Sigurðsson,
Þingholtsstræti 27 R.
Framtíðarstarf
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar aö ráða
sjálfstæðan og dugmikinn starfsmann til
starfa. Góðrar enskukunnáttu krafist.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri
störf sendist blaðinu fyrir 30. þ. mán.
merktar: „Framtíðarstarf — 4557.“
Fataverzlun
í miöbænum óskar eftir starfkrafti strax.
Vinnutími 1—6. Æskilegur aldur 20—35 ár.
Umsóknir er tilgreina aldur, menntun og fyrri
störf sendist augld. Mbl. fyrir 28. nóv. merkt:
„Rösk — 19“.
Þjóðhagsstofnun
óskar aö ráöa starfsmann til vinnu viö
skýrslugerð. Stúdentspróf úr verzlunarskóla
eöa samvinnuskóla æskilegt. Skriflegar
umsóknir um starfiö sendist fyrir 8. desem-
ber nk.
Þjóðhagsstofnun
Rauðarárstíg 31, Reykjavík
sími 25714
Viðskiptafræðingur
Útflutningsfyrirtæki í miðborginni óskar aö
ráða viðskiptafræðing til alhliða starfa.
Nauösynlegt er aö viökomandi hafi góða
kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli.
Góð laun í boöi fyrir hæfan starfskraft.
Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum
um aldur og fyrri störf sendist Morgunblað-
inu, sem fyrst, merktar: „Röskur — 4559.“
Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins
auglýsir eftir
Yfirverkstjóra
í frystihús
1. Frystihúsiö, sem er nýtt, er staðsett á
Austfjöröum.
2. Unniö er eftir bónuskerfi.
3. í boði er starf yfirverkstjóra.
4. Starfiö felst í yfirumsjón með vinnslu og
gerö vinnsluútreikninga.
5. Húsnæði er fyrir hendi.
Æskilegt er að væntanlegir umsækjendur hafi
próf frá Fiskvinnsluskólanum, matsréttindi
nauðsynleg.
Farið veröur með umsóknir sem trúnaðar-
mál.
Skriflegar umsóknir sendist Fiskiðn, fagfélagi
fiskiðnaðarins, Box 103, 121 Reykjavík, sem
fyrst og eigi síðar en 30. nóv. n.k.
Nánari upplýsingar veittar í síma 13151.