Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 2
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
Þórir S. Guðbergsson:
BarniÖ mitt kann varla að lesa
- Hvaða bók á ég að kaupa?
Margir foreldrar hafa þungar áhyggjur af börnum
sínum vegna erfiðleika við lestur. Sumir gera jafn vel
strangar kröfur til barna sinna strax á forskólaaldri
og undrast, hvað börnum er kennt lítið í lestri í sex
ára bekkjum.
Fyrstu sporin mik-
ilvægust
Ég heyrði einu sinni á tal
tveggja mæðra. Önnur þeirra
var með litla dóttur við hlið sér
og hin spurði, hvert ferðinni
væri heitið.
„Ég er að fara með henni í
skólann í fyrsta skipti. Kannski
er þetta einhver mikilvægasta
stundin í lífi hennar. Ég er
ákveðin í að taka þátt í þessari
reynslu hennar með henni“.
Ekki er nokkur efi á því, að
börnin hafa velt skólanum mikið
fyrir sér og reyndar hinir fuli-
orðnu líka, sem eru löngu hættir
í skóla, og vita, hvernig kennsla
og nám hefur breyst á undan-
förnum árum.
Barnið hefur heyrt margar og
misjafnar sögur um skólann
barnsins. að foreldrar eða for-
ráðamenn þeirra taki þátt i
sameiginlegri reynslu barna
sinna, þar sem börnin eru enn
tiltölulega ósjálfstæð og þurfa á
hjálp og stuðningi að halda frá
hinum fuilorðnu.
Barnið mitt á
erfitt með lestur
Einstaka foreldrar halda, að
allt sé undir því komið, að barnið
læri sem allra fyrst að lesa.
Strax fyrstu vikurnar fara for-
eldrarnir að spyrja kennarana,
hvernig „gangi með lesturinn“,
og margir undrast, hvað börnin
þeirra læra lítið að lesa í 6 ára
deildunum. Svo ákafir eru ein-
„Hvernig er það með þig, drengur minn. Kannt þú ekkert að
lesa? Ef þú ferð ekki að herða þig i lestri, verð ég að tala við
kennarann!“
Kennarinn má ekki verða barninu „grýla“. Nauðsynlegt er, að
góð og trygg samvinna myndist milli heimili og skóla.
um börnin og velfarnað þeirra.
Stundum er það svo, að foreldrar
vita um einkenni barns og erfið-
leika, sem kennarinn kemur ekki
auga á. Að öllu jöfnu þekkja
foreldrar börnin sín best. Sam-
vinna er því nauðsynleg á þessu
sviði.
Sérkennsla í
grunnskólum
í öllum grunnskólum Reykja-
víkur og mörgum skólum úti á
landi fer fram hjálparkennsla
eða sérkennsla fyrir þá nemend-
ur, sem eiga við námserfiðleika
að stríða. í sumum skólum er
einn aðal sérkennari, sem sér um
skipulagningu og framkvæmd
sérkennslunnar, og er mörgum
foreldrum ókunnugt um þá jálp,
sem þeir geta fengið fyrir börnin
sín á þessu sviði. Mörg börn eiga
aðeins við tímabundna erfiðleika
að etja, sem eru nýkomin frá
öðru landi o.s.frv. Því fyrr sem
foreldrar leita til samvinnu við
skólann þeim mun auðveldar
verður að hjálpa barninu. Beri
foreldrar því kvíða í brjósti
vegna námserfiðleika barna
sinna er rétt að snúa sér beint til
kennaranna, sem eru manna
fúsastir til að gera það sem hægt
er eða benda á aðrar leiðir, sem
unnt er að fara.
Að lokum skal það aðeins
áréttað, að ekki þykir æskilegt
að þvinga börnin á „heima-
vígstöðvum" til lestrarnáms. Oft
eru þessir erfiðleikar barninu
viðkvæmir mjög og fara verður
gætilega í allan „þrýsting" gagn-
vart barninu. Miklu vænlegri til
árangur er sú ieið, sem vekur
áhuga barnsins og löngun til að
„heyra meira“ eða „lesa meira"
O.s.frv. og bendi ég því á tíu
reglur til hjálpar við lestrarnám,
sem birtust í tímaritinu Sinnets
Helse á sl. ári.
10 reglur til hjálp-
ar við lestrarnám
1. Þú getur lesið fyrir barnið
þitt
2. Þú getur sungið fyrir barnið
3. Þú getur sungið með barninu
4. Þú getur sagt barninu frá
reynslu þinni og atvinnu
5. Þú getur sagt því frá
bernsku þinni og æsku
6. Þú getur hlustað á barnið
7. Þú getur farið í gönguferð
með barninu
8. Þú getur bakað eða eldað
mat með barninu
9. Þú getur leikið þér við barn-
ið
10. Allra síst skaltu þrábiðja
barnið um að lesa
bæði frá systkinum sínum og
vinum. I hugum margra er
skólinn ævintýrastofnun. Þar
lærir maður að lesa, skrifa og
reikna — og kennarinn veit
„næstum allt“.Þess vegna eru
fyrstu sporin mjög þýðingarmik-
il í skólagöngu barna.
En hugmyndir barna um skól-
ann eru ekki alltaf „spennandi"
eða „laðandi". Sum börn kvíða
fyrir að fara í skólann. Systkini
og leikfélagar segja, að skólinn
sé leiðinlegur. Sum barnanna
segja jafnvel, að „mestu
hrekkjusvínin" í hverfinu lemji
alla litla krakka, sem eru að
byrja í skólanum o.s.frv.
Mikilvægt er því talið, að
fyrstu sporin í skólann geti verið
jákvæð og góð, að barnið fái
góðan tíma til að aðlagast nýjum
háttum og siðum, að það fái
tækifæri til að tjá sig og tilfinn-
ingar sínar bæði í skólanum og
eins — og ekki síður — er heim
kemur, þar sem kjölfestan er í
uppeldi barnsins. Það þarf að
geta sagt frá því hvernig því
líður, hvað hafi gerst í skólan-
um, hvað kennarinn hafi sagt,
hvernig krakkarnir eru o.s.frv.
Það er mikilvægt fyrir þroska
staka foreldrar, að fyrir fáeinum
árum spurði móðir 6 ára barns:
„Hvernig gengur með lesturinn?
Heldurðu, að hún komist ekki
örugglega í menntaskóla, þegar
þar að kemur?“
Erfiðleikar í skóla geta verið
ólíkir óg af misjöfnu tagi. Gert
er ráð fyrir því, að einn til tveir
nemendur í hverjum bekk eigi að
meðaltali við lestrar- eða skrift-
arvandamál að stríða. Hann er
því stór sá hópur barna á hverju
ári, sem þarf að glíma við þessi
vandamál. Þegar börnin eldast,
geta erfiðleikarnir vaxið, hafi
þau ekki náð nokkuð sæmilegri
lestrartækni og skilningi á mál-
inu. bað er ekki þar með sagt,
að öll börn, sem eru seinfær í
lestri og/eða skrift, eigi í náms-
erfiðleikum síðar á skólagöngu
sinni.
Nauðsynlegt er að fylgjast vel
með barninu og eiga góða sam-
vinnu við kennara þess. Margir
foreldrar velta vandamálum
barna sinna lengi fyrir sér, áður
en þeir þora að fara til hans og
ræða málin við hann. Aðrir gefa
sér ekki tíma til þess að fara til
kennarans og eyða með honum
nokkrum minútum til umræðna
Geturðu lánað mér bók fyrir barnið mitt. Hún þarf að vera: með skýru og góðu letri,
einföldum, skýrum og skemmtilegum myndum, á einföldu máli skýr og greinileg frásögn