Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 24
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979 MORö'Jív- KAf r/Nö f u rfe *söJí GRANI GÖSLARI Þetta er hvorki staður né stund íyrir þig, væni minn, að gera þig sætan! Auðvitað datt ég í sjóinn — heldurðu að ég eigi heima hér? Nær barnaárið tilgangi sínum? Margt hefur verið skrifað nú á barnaárinu og eiginlega ætti það að duga til að breyta viðhorfum til málefna barna. Tilgángurinn er jú að benda fólki á ýmislegt sem þarf að lagfæra. Maður hefur líka heyrt öryrkja kvarta undan því að lífið er þeim leitt vegna þess að alls staðar eru gildrur og tafir á vegum þeirra og það gerir þeim erfiðara að komast ferða sinna í almanna færi. Það lítur út fyrir að við sem erum heilbrigð og fullorð- in tökum afskaplega lítið tillit til þeirra hópa sem hér voru nefndir. Mér koma alltaf í hug árin þegar sonur minn var lítill og við í innkaupaferð í miðbæ Reykja- víkur, á kaffihúsi, í bíó eða á ferðalögum erlendis. Vandræði komu allta fupp þegar sá litli þurfti að fara á salernið. Hvergi voru aðstæður þannig að hægt væri fyrir lítinn mann að athafna sig. Skálarnar á karlasalerninu eru allar svo háar að strákar geta ekki notað þær. Og hvar finnst klósett sem er svo lítið að börn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sókn varnarspilaranna gerði sagnhafa mjög auðvelt um vik í spili dagsins. Umhugsunarlítið vann hann sitt spil. En hefði vörnin verið spiluð á yfirvegað- ari hátt var þörf á sérstakri vandvirkni. Allir á hættu og vestur gaf. Norður S. 7 H. Á1086 T. G10972 L. D76 Vestur Suður S. DG85 S. K64 H. 54 H. KD972 T. K T. ÁD8 L. ÁG9842 L. 105 Austur S. Á10932 H. G3 T. 6543 L. K3 Vestur Norður Austur Suður 1 Lauí P 1 Spaði 2 Hjðrtu 2 Spaðar 4 Hjörtu allir pass. Ekki er hægt að segja, að 2 hjörtu suðurs hafi verið fögur sögn og eftir hækkun norðurs í fjögur hjörtu var austur í dálítið erfiðari aðstöðu. Vestur hafði ekki sagst eiga sérlega góða opnun þannig, að 4 spaðar höfðu varla miklar vinningslíkur og líklegra var, að þeir félagar næðu fjórum slögum í vörn. Utspilið var spaðadrottning, sem austur tók með ás og skipti í laufkóng. Vestur lét tvistinn og austur skipti aftur um sóknarlit. Hann spilaði tígli. Auðvitað tók sagnhafi eftir þessu öllu og var fyllilega með á nótunum. Vörnin hafði sýnt hon- um anzi mikið af háspilum. Vestur hafði opnað og austur sýnt bæði spaðaás og laufkóng. Hann gat blátt áfram ekki átt tígulkónginn að auki. Þar að auki var lauftvist- urinn dálítið áberandi spil. Suður tók því á tígulásinn og fékk ellefu slagi fyrir. En eftir að spaðadrottningin kemur út í upphafi á suður að vínna 4 spaða þó vörnin sýni ekki skiptingu háspilanna í laufinu. Vestur á sennilega ekki bæði laufás og kóng úr því, að hann byrjar ekki í laufinu. Austur á því annað þessara spila en það þýðir, að vestur getur ekki átt opnun nema með tígulkónginn. COSPER 8l5fe Sólarlandaferðin okkar er í þriðja sæti! CLausnargjald í Persíu 133 við Nizza. Skyndiáhlaup lög- reglu höfðaði ekki til hans, en Ardalan fullvissaði hann um að Interpol myndi fara að öllu með gát. í millitíðinni hafði að frumkvæði keisarans sjálfs ver- ið haft samband við sýrlenzku stjórnina og farið opinberlega fram á aðstoð við að hafa samband við hryðjuverkamenn- ina og semja um skilmála fyrir þvi að henni yrði sleppt úr haldi. Hvorug stjórnin hafði minnzt á Saiid Homsi. Hann hafði verið grafinn ásamt öðr- um fórnardýrum Savaks skammt fyrir utan Teheran. Logan hafði varla mælt orð af vörum siðan flugvélin hóf sig á loft. Janet reyndi ekki að yrða á hann. Hann hafði ekki leitað eftir fundi hennar og viðmót hans við hana var kalt og fjandsamlegt. Hún hafði grátið sig í svefn kvöldið áður. Hann var henni langt frá þakklátur fyrir að láta sér detta í hug hvar Eileen kynni að vera faíin. Hann kærði sig ekkert um að vita það. Ekki vegna þess að honum stæði á sama, heldur vegna þess að málið var honum meira virði en hann gat hugsað sér að viður- kenna fyrir sjálfum sér. Hann spennti beltið sem vélin bjó sig undir að lenda á flug- vellinum við Nizza. bau myndu ekki finna neitt. Rödd innra með honum hvislaði að Eileen myndi aldrei finnast lifandi. Nóttina áður í einsemd i her- bergi sínu hafði Logan brotnað niður og grátið. Hann hafði ekki viijað koma til Nizza, en hann hafði enga afsökun fyrir því að dvelja um kyrrt í Teher- an. Það var Ardalan hershöfð- ingi sem kaldur og kurteis hafði boðizt til að ljá honum herflugvél, ef hann gæti ekki tekið leiguvél með svona stutt- um fyrirvara. Allir voru að þrýsta á hann að gera það sem hann vildi ekki — að fara og verða kannski að horfast i augu við það að koma að dáinni konu sinni i tómu húsi. Enginn myndi nokkurn tíma vita kvöl hans sem nagaði hann við tilhugsunina. Hann gat varla afborið að vita af Janet við hlið sér. Ef martröðin yrði að virki- leika myndi hann skella skuld- inna á hana, hversu ósann- gjarnt sem það var. Þau lentu mjúklega og starfs- maður vallarins kom og fylgdi þeim gegnum tollinn. Yfirmað- ur lögreglunnar kom og hcils- aði. Svita sló út um Logan áður en maðurinn mælti orð af vör- um. — Monsieur Field? Ég er mcð bíl hér úti fyrir. Við höfum íundið eiginkonu yðar. Vin- samiegast komið með mér. — Hvers vegna komstu aft- ur? Peters sneri sér fjúkandi vondur að henni. Höfuðið var að springa og það bogaði af hon- um svitinn. Madeleine var dáin, hann sá hana liggjandi úti fyrir. En Frakkinn var hinn raunveruiegi andstæðingur. At- vinnumorðingi, þjálfaður sér- Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku fræðingur í sínu fagi. Peters var svo veikur og máttvana að hann sá naumast hvað var í kringum hann. En hann vissi að Eileen var þarna hjá honum, hún kraup við hlið hans í stað þess að hafa fært sér írelsið i nyt og farið og sloppið heil á húfi. Það greip hann næstum óviðráðanleg iöngun að bresta í grát vegna þess að ekkert hafði leystst. Hann elskaði hana svo mikið og innilcga að það lá við borð að hann rotaði hana fyrir að koma aftur. — Ég sagði að ég fer ekki án þín, sagði Eileen tryilingslegri röddu. — Ég er búin að opna hliðin. Komdu, ég skal koma þér inn í bílinn og við reynum að forða okkur. Hann hristi hana af sér. — Resnais er þarna úti, sagði hann — Við verðuttt skotin i tætlur i sömu andrá og við birtumst í gættinni. í guð- anna bænum Eileen — farðu í bílinn — ég skal reyna að skýla þér með því að halda uppi skothrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.