Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 16
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins:
Hann sá ótal möguleika
til lands og sjávar
Það er vissulega vel til fallið
að minnast stjórnmálamannsins
og þjóðarleiðtogans, Jóns Sig-
urðssonar, einmitt nú.
Það er tvennt, sem mér er efst
í huga, þegar ég minnist stjórn-
málamannsins og þjóðarleiðtog-
ans Jóns Sigurðssonar. Hið
fyrra er, hve glöggskyggn Jón
Sigurðsson var á íslenzkt
þjóðlíf, á stöðu atvinnuvega, á
gildi verzlunar og viðskipta, á
mikilvægi menntunar og á þýð-
ingu framfara á öllum sviðum
þjóðlífsins. Hið síðara er næmur
skilningur hans á þjóðfrelsi, á
því að þjóðin sé frjáls, á því að
engin önnur þjóð hafi aðstöðu til
að hafa áhrif á íslenzk þjóðmál.
Þessi tvö grundvallareinkenni
í fari Jóns Sigurðssonar og í öllu
starfi hans eru mér ofarlega í
huga, einmitt nú, eins og ástatt
er í íslenzkum þjóðmálum.
Þó að íslenzkt atvinnulíf væri
bágborið á tímum Jóns Sigurðs-
sonar og flestir kostir til úrbóta
næsta fjarlægir, þá sá hann á
mörgum sviðum nýja möguleika
og benti á leiðir til framfara-
sóknar. Hann sá ótal möguleika
til lands og sjávar og hann
hvatti landsmenn til dáða. Jón
Sigurðsson trúði á framtíð
íslenzks landbúnaðar, hann
trúði á íslenzkan sjávarútveg, á
verzlun og siglingar Islendinga.
Hann efaðist ekki um að ísland
væri byggilegt land, sem byði
upp á óteljandi möguleika, ef vit
og atorka, framsýni og frelsi
fengi að njóta sín.
Jón Sigurðsson skildi, að
grundvallarskilyrði fyrir efna-
hagslegum framförum yrði að
vera stjórnmálalegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Hann vissi að lítill
árangur myndi verða á sviði
atvinnumála, á sviði mennta- og
menningarmála og á öllum öðr-
um sviðum íslenzks þjóðlífs, ef
erlendir menn og erlend þjóð
ættu að hafa á hendi stjórn
íslenzkra mála og ráða hér
stefnu og störfum. Jón Sigurðs-
son vissi að í kjölfar pólitísks
sjálfstæðis myndu efnahagsleg-
ar og menningarlegar framfarir
koma.
Þau sannindi, sem hér hafa
verið dregin saman í stutt mál
um stefnu og starf Jóns Sigurðs-
sonar, áttu að verða okkur
nokkurt umhugsunarefni ein-
mitt nú.
Nú eru uppi raddir í okkar
íslenska þjóðfélagi, sem mjög
draga í efa gildi og möguleika
íslenzkra atvinnuvega.
Nú er sagt að draga eigi úr
landbúnaði því hann sé hemill á
hagvexti þjóðarinnar. Nú er
klifað á þeirri heimsku að
íslenzkur sjávarútvegur geti
ekki tekið við meira vinnuafli og
ekki megi vænta meiri framlaga
frá honum í þjóðarbúið. — Og
nú koma fram raddir, sem
krefjast erlends atvinnurekst-
urs hér á landi og að bezt sé að
útlendir aðilar, sem nægilegt
fjármagn eigi, byggi hér og reki
atvinnufyrirtæki á sem flestum
sviðum.
Hvað hefði Jón Sigurðsson,
þjóðfrelsishetjan, sagt við
slíkum kröfum?
Og hvað um hið pólitíska
sjálfstæði?
Eru ekki einnig komnar fram
raddir hér á landi, sem boða
erlenda samvinnu af því tagi, að
íslendingar afsali sér hluta af
sjálfsákvörðunarvaldi sínu?
Dvelur hér ekki erlendur her,
sem verið hefir hér í yfir 30 ár?
Og hefir hann ekki hluta af
okkar landi sem sitt yfirráða-
svæði?
Og sjást ekki merki þess á
ótal sviðum, að erlendir aðilar
hafi afskipti af okkar málum, og
vilji m.a. ráða ótrúlega miklu
um mál, sem þó ættu að flokkast
undir íslenzk efnahagsmál?
Spurningu Morgunblaðsins
um það, hvort og að hvaða leyti
íslenzkir stjórnmálaflokkar nú
hafi sótt eða sæki fyrirmyndir
sínar til Jóns Sigurðssonar, læt
ég lesendum eftir að svara, en
minni aðeins á þetta:
Hvaða stjórnmálaflokkar á
íslandi í dag sýna í verki, að þeir
trúi á möguleika íslenzkra at-
vinnuvega, í eigu og undir stjórn
íslendinga?
Og hvaða flokkar á íslandi í
dag sýna í verki að þeir vilji, að
Islendingar einir ráði yfir öllu
íslandi og öllum málefnum þess,
óháðir erlendum auðfyrirtækj-
um og erlendum her?
Steingrímur Hermannsson form. Framsóknarflokksins:
Hann setti markið hátt
og lét aldrei bugast
Þegar minnst er Jóns Sigurðs-
sonar kemur margt í huga. Þó er
það einkum tvennt, sem ætíð
hefur verið mér minnisstætt frá
æsku. Ég dáðist snemma að því
hvað hann var ætíð staðfastur í
sínum markmiðum, en þó öfga-
laus, greip aldrei til neinna
öfgafullra úrræða. Hann setti
markið hátt og lét alcjrei bugast.
Þetta finnst mér mjög athyglis-
vert í hans fari.
Jafnframt þótti mér snemma
nánast undarlegt hvað hann
gerði sér glögga grein fyrir því
að framfarir yrðu að verða í
atvinnuháttum landsmanna.
Hann skildi þegar á þessari öld,
sem var ekki öld tækninnar, að
tækni og framfarir eiga ákaf-
lega stóran þátt í bættum
lífskjörúm og stuðlaði að því á
ýmsan máta.
Oddur Ólafsson forseti sameinaðs
alþingis:
Vakti áhuga
þjóðarinnar á
störfum Alþingis
og kenndi henni að meta þau
Forseti sameinaðs alþingis,
Oddur Ólafsson, hafði eftirfarandi
að segja um stjórnmálastörf Jóns
forseta, er Mbl. ræddi við hann um
ævi og störf Jóns Sigurðssonar:
„Ég mótmæli í nafni konungs og
þjóðarinnar þessari aðferð og ég
áskil þinginu rétt til að klaga til
konungs vors yfir lögleysu þeirri
sem hér er höfð í frammi."
Þann stjórnmálaatburð finnst
mér að beri hvað hæst í seinni
alda þjóðarsögu íslendinga, þegar
Jón forseti Sigurðsson mótmælti
með þeim orðum sem áður er lýst,
framferði konungsfulltrúa í lok
þjóðfundar. Hnípin þjóð í vanda,
kúguð og hrjáð af aldalöngu
stjórnmála- og viðskiptaófrelsi,
beygð og mergsogin af harðrétti
hvers konar, hrökk hér upp við
sterka rödd, er andmælti misnotk-
un valdsins.
Stjórnmálamaður á heimsmæli-
kvarða hafði með einni setningu
rétt úr mögru bognu baki og vakið
vonir með þjóð sinni.
— O -
Þegar Jón Sigurðsson, þrítugur
að aldri, hóf stjórnmálabaráttu
sína, þá átti hann að baki áralangt
nám og starf, er virðist hnitmiðað
til undirbúnings því forystuhlut-
verki sem nú var framundan.
Uppeldið á Rafnseyri, þar sem
prestar og fræðaþular nutu þess
að uppfræða fjölgáfaðan æsku-
mann, og gerðu það svo rækilega,
að 18 ára tók hann stúdentspróf
án þess að hafa komið í latínu-
skóla. Ársstarf eftir stúdentspróf
við verslun Knudsons í Reykjavík,
er veitti honum þekkingu á harð-
drægni ísl. verslunar, kom honum
síðar að haldi. Þriggja ára ritara-
starf hjá Steingrími biskupi í
Laugarnesi, er veitti honum tæki-
færi til að starfa við bókasafn
biskupsstólsins. Allt þetta ásamt 7
ára námi og störfum við málvís-
indi og sögu í Kaupmannahöfn
varð þess valdandi að við upphaf
stjórnmálabaráttu sinnar hafði
Jón aflað sér dæmafárrar þekk-
ingar á sögu landsins, högum þess
og atvinnuvegum.
„Sennilega mun vera leitun á
stjórnmálamanni hjá nokkurri
þjóð, er hefur látið sögu lands síns
þjóna málstað nútíðarinnar með
slíkri kostgæfni og jafn ríkum
árangri og Jón Sigurðsson," segir
Sverrir Kristjánsson.
Vafi leikur á hvers geta beri
öðru fremur er segja skal með
fáum orðum frá stjórnmálastarfi
Jóns. Sjálfur taldi hann það sér
mest til gildis að hafa komið í veg
fyrir að ísland væri innlimað í
Danmörku.
Júlíbyltingin í Frakklandi 1830
og þær nýju skoðanir um stjórn-
mál og þegnfélagsskipun, sem hún
var sprottin af, vöktu alþýðu
Evrópu af svefni deyfðar og
áhugaleysis.
Flugrit og bænaskrár hófu
göngu sína, Danakonungur afréð
að setja 4 ráðgjafaþing í ríki sínu
og Baldvin Einarsson vakti fyrst-
ur íslendinga máls á því í tveim
ritgerðum að íslendingar yrðu að
fá sérstakt innlent þing.
Jón var á árunum 1830 og 1840
einn forgöngumanna fyrir þeim
mörgu ávörpum sem Islendingar í
Höfn sendu konungi og ýmsum
málsmetandi mönnum í Dan-
mörku um ýms hagsmunamál
íslendinga. Jóni var ljóst að
grundvöllur stjórnarbótar og
þróunar á Islandi var endurreisn
Alþingis. Hann kallar Alþingi
frækorn allrar framfarar og
blómgunar þessa lands vors.
Hann hefur nú með félögum
sínum og skoðanabræðrum útgáfu
Nýrra Félagsrita og stofnar í
rauninni stjórnmálaflokk. í fyrstu
blöðum Nýrra Félagsrita ritar
hann hverja greinina á fætur
annarri um Alþing á íslandi. Þar
gerir hann grein fyrir því hvernig
alþingi eigi að starfa og fræðir
lesendur um gildi þingsins fyrir
þjóðina. Hann vill að þingfundir
séu haldnir í heyranda hljóði,