Morgunblaðið - 07.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1979
55
Ný unglingabók:
„Sjáðu sæta naflann minnu
CT ER komin unglingabókin
„Sjáðu sæta naflann minn“ eftir
Hans Hansen, sem er danskur
unglingabókahöfundir. Útgef-
andi er Lystræninginn.
Þessi bók er sú fyrsta í röð
bóka eftir Hans um Klás og
Lenu, ástir þeirra og ævintýri. I
Sjáðu sæta naflann minn heldur
níundi bekkur í skólaferðalag til
Svíþjóðar. Klás er ástfanginn af
Lenu og kynni þeirra verða náin.
Tilfinningalíf gelgjuskeiðsins,
þegar kynhvötin vaknar og ástin
kviknar í ungum brjóstum er lýst
af mikilli alúð.
Sjáðu sæta naflann minn var
kvikmynduð í fyrra og verður
sýnd hér fljótlega á næsta ári.
Margrét Aðalsteinsdóttir og
Vernharður Linnet þýddu bók-
ina. Kápumynd gerði Pentti Nel-
arti.
Fagfólk í fiskiðnaði á námskeiði hjá FISKIÐN um siðustu helgi, þar
sem fjallað var um rafeindabúnað í fiskvinnslunni.
Ljúsmynd Mbl. Ól.K.M.
Fiskiðn með námskeið um rafeindabúnað
í fiskiðnaði:
„Framlegð í fiskiðnaði
mun stórlega aukast
með tilkomu rafeinda-
búnaðar í vinnslunni“
FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaðarins, gekkst fyrir námskeiði um siðustu
helgi á Hótel Loftleiðum, þar sem fjallað var um rafeindatækni i
fiskiðnaði.
Að sögn Egils Jóns Kristjánssonar voru þátttakendur i námskeiðinu
nær einvörðungu félagsmenn i FISKIÐN, en þeir starfa við framkvæmda-
stjórn, verkstjórn, framleiðslustjórn, matsmannsstörf og hjá sölusamtök-
um auk starfa hjá þjónustufyrirtækjum i fiskiðnaði. í félaginu eru riflega
hundrað manns, en þátttakendur á námskeiðinu voru rúmlega sextíu.
Nýtt utlit
með ljósu
tízkulitunum
frá Hörpu
Málning sem létt er að mála með
og þekur þétt og vel.
Málning sem fæst í hverjum þeim
litatón sem þig getur dreymt um. 1
Egill sagði að meginmarkmiðið
með þessu námskeiði hefði verið að
auka þekkingu félagsmanna á raf-
eindabúnaði og því nýjasta sem er að
gerast í þeim efnum. — „Það er
alveg ljóst að þessi nýi rafeinda-
búnaður á eftir að valda algerri
byltingu í framleiðslunni og auka
framlegð frystihúsa og annarra
slíkra verulega," sagði Egill enn-
fremur.
Hann sagði að tvö fyrirtæki hefðu
þegar tekið þessa þjónustu í notkun
með góðum árangri, en það væru
Póllinn hf. á ísafirði og Völundur hf.
í Vestmannaéyjum. — „Það er næsta
víst að í framtíðinni verður raf-
eindatæknin alls ráðandi í starfsemi
fiskvinnslufyrirtækja," sagði Egill.
Aðspurður sagði Egill að félags
menn í Fiskiðn í dag væru nær
einvörðungu núverandi og fyrrver-
andi nemendur fiskvinnsluskólans,
en stefnt væri að því að allir
svokallaðir 100% matsmenn, það er
eldri verkstjórar í fiskvinnslunni,
myndu koma inn í félagið á næst-
unni, þeim hefði öllum verið ritað
bréf þess efnis. Um tilgang félagsins
sagði Egill að hann væri margþætt-
ur, t.d. að sameina alla fisktækna,
fiskiðnaðarmenn og starfandi
Stútungs-
pungar
Ný íslenzk skáldsaga
ÚT ER komin ný íslenzk skáld-
saga eftir Ólaf Ormsson, sem
þekktari er undir dulnefninu
Fáfnir Hrafnsson. Þetta er hans
fyrsta skáldsaga og ber nafnið
Stútungspungar. Utgefandi er
Lystræninginn.
Þetta er ádeilusaga, „satýra",
segir í fréttatilkynningu frá útgáf-
unni. Þar segir frá Guðmundi
bruggara á Akureyri og sonum
hans, Snorra Þór og Pjétri Diðrik.
Á kreppuárunum fylgja þeir
ólíkum flokkum. Snorri er komm-
únisti en Pjetur nasisti. Þegar
Snorri flyst til Reykjavíkur kastar
hann þó fljótt trúnni á Jósep
Stalín og gengst öðrum stjórn-
málahreyfingum á hönd. Sögunni
lýkur á frásögn af prófkjörsþátt-
töku Helga Brynjólfs, sonar
Snorra.
Kápumynd bókarinnar gerði
Ingi Hrafn, setning og prentun
Guðjón Ó., Filmuvinna Prentþjón-
ustan, bókband Félagsbókbandið.
Bókin er 171 bls. Höfundur tileink-
ar hana Birnu Jónsdóttur.
matsmenn í fiskiðnaði undir einn
hatt, auka þekkingu og stuðla að
útbreiðslu á þeirri tækni og þeim
nýjungum sem fram koma á sviði
fiskiðnaðar, innanlands sem utan og
í því sambandi nefndi Egill að það
væri stefna félagsins að námskeið
sem þetta yrði árlegur viðburður í
starfsemi þess. Þá er félaginu ætlað
að vera málsflytjandi og málsvari
félagsmanna á opinberum vettvangi
og að vinna að bættri menntun og
námsskilyrðum félagsmanna.
Á námskeiðinu fjallaði Jón Þ.
Þórhallsson forstöðumaður Skýrslu-
véla ríkisins og Reykjavíkurborgar
um almennt notagildi tölva; Rós-
mundur Guðnason hagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun fjallaði um tölvur
og sjávarútveg, Póllinn á Isafirði
kynnti starfsemi sína og kynnt var
notkun rafeindatækni í fiskiðnaði.
Látið Hörpu
gefa tóninn
a
óráðstafað nokkrum
bifreiðum af árgerð 1979
Toyota I ercel
Toyota Corolla
Toyota Carina
T oýota Cressida
Tryggið yður bifreið fyrir
væntanlegar hækkanir.
TOYOTA
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI
SÍMI 44144
Betri gæði — og fljótari þjónusta -|
það er einkenni TOYOTA