Morgunblaðið - 16.12.1979, Side 1
Sunnudagur
16. desember
Bls. 65—96
lengur fingur guðs
„Það hefur staðið dálítið lengi til að ég sendi frá
mér þessa bók. Hún er kannski ekki svo þýðingarmik-
il fyrir eitt eða neitt nema sjálfan mig. Fyrir mér er hún
fyrst og fremst minning um einn mann í ákveðnu
umhverfi, undir ákveðnum kringumstæðum, þótt
ekki sé sýnt nema ýtrasta yfirborð af þessum manni.
Svona menn verða eins og háskólar fyrir öðrum. í
nokkrum orðum og setningum og svona með
ákveðinni viðhöfn, þá koma þeir öðrum í skilning
um ný gildi i lífinu. Ef ungir menn lenda upp að
hliðinni á svona einstaklingi, þá breytir það lífi þeirra
mjög skyndilega frá mjólkurdrykku yfir í viskí-
drykkju. Jón Aðalsteinn Bekkmann er driff jöðrin í
því að þessi bók var skrifuð. Hann verður með sínum
brotum eins konar mannhugsjón.“
Þannig svarar Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur
spurningu minni um það, hvort nýútkomin skáldsaga
hans, Unglingsvetur, hafi verið lengi í bígerð hjá
honum.
Nú þykjast menn
þekkja þá söguper-
sónu þína, sem þú
kallar Jón Aðalstein
Bekkmann.
„Já. Það er í raun bent á það
með vissum hætti í bókinni. Ég
held að þeir, sem segjast þekkja
þennan mann, eigi við Stefán
Bjarman.
En þess ber að gæta, að aldrei
setur maður svo saman persónu í
bók, að þar komi ekki fleiri en ein
manneskja við sögu. Það væri
alveg eins með fullum rétti hægt
að segja að hluti af Jóni Aðal-
steini Bekkmann væri faðir minn.
Og með sama rétti að hluti hans
væru kennarar mínir samræmdir.
Því er það, að þótt með vilja sé
gert að gefa ákveðna bendingu til
Stefáns Bjarman sem fyrirmynd-
ar, þá eiga aðrir sinn þátt í
þessum manni sem er Jón Aðal-
steinn Bekkmann. Það er meðal
annars vegna þess að Stefán
Bjarman var miklu meiri en fram
kemur í þessari bók og miklu
umfangsmeiri persóna en það að
svona bók dugi til þess að taka
hann allan fyrir."
— Eru aðrar persónur sögunn-
ar eins upp byggðar?
„Það er dálítið um það í þessari
bók. Aftur á móti eru ungu
mennirnir í sögunni fyrst og
fremst...“
— Er einhver þeirra Indriði G.
Þorsteinsson?
„Nei. Þeir eru miklu dæmigerð-
ari upp á tímabilið. Eru þarna
fyrst og fremst vegna þess, og svo
er um annað ungt fólk, sem í
sögunni er.
Eg býst hins vegar við að
Norðlendingar þykist þekkja ýmsa
menn, sem þarna eru hafðir innan
um þetta unga fólk.“
— Og enginn þarf að efast um
Sigurð á Fosshóli.
„Nei. Hann er þarna með sínu
rétta nafni. Það er með vilja gert.
Sigurður er ekki blönduð söguper-
sóna á neinn hátt og því ástæðu-
laust að láta hann koma fram
undir öðru nafni en sínu eigin.
Sigurður hafði mynd af Mary
Pickford á veggnum hjá sér. Ég
man eftir því. Hann hafðí hana
sem kærustu uppi á vegg. Hún var
kærasta Ameríku og mér hefur
alltaf fundizt það sérkennilegt að
maður yzt í Bárðardal skyldi líka
eiga þá konu fyrir kærustu. Ég
man að Mary Pickford hékk í
litlum brúnum ramma á miðjum
vegg hjá Sigurði. Það var ekkert
annað á veggnum en þessi mynd.
Þetta var löngu áður en menn fóru
að hengja upp þessar pin up girls.
Mary Pickford var ekki pin up
girl. Hún var kærasta. Svo stjórn-
aði Sigurður böllum. Nú hafa þeir
heiðrað hann með því í Bárðar-
dalnum að hafa Lionsklúbb, sem
heitir Sigurður Lúter. Einhvern
veginn finnst mér, að þeir hefðu
átt að skíra eitthvað annað í
höfuðið á honum en Lionsklúbb.
Til dæmis eitthvert fjall. Og síðan
hefðu þeir átt að nefna vað á
Skjálfandafljóti Pickford. Þá
hefðu þau horfzt í augu, fjallið
Sigurður Lúter og vaðið Mary
Pickford og þetta ástarævintýri
þannig orðið eilíft í Bárðardaln-
um.“
— Þannig að Jón Aðalsteinn
Bekkmann hefði heitið Stefán
Bjarman í bókinni, ef þar væri um
einn og sama manninn að ræða?
„Já. Hefði Jón Aðalsteinn orðið
ósamsett persóna, aðeins Stefán
Bjarman, hefði ég hiklaust kallað
hann sínu rétta nafni.
En það eru fleiri en Sigurður á
Fosshóli, sem eru raunverulegir í
þessari sögu. Eins er það með
saumakonurnar, sem þarna bregð-
ur fyrir. Þær voru raunverulega
leigjendur hjá foreldrum mínum.
Þær voru frá Leyningi í Eyjafirði,
indælis manneskjur. Mig minnir
endilega að þær hafi verið ákaf-
lega laglegar konur.
Það er nefnilega svo, að þegar
maður fer að eldast, þá nennir
„Ég býst ekki vift aft
ég fengi neina sýslu,
þótt óg hætti aft skrifa.
Jafnvel þótt Vimmi sé
dómsmálaráftherra“.
Ljósm. Mbl.: Kristjón.
maður ekki, þegar maður tekur
eitthvað svona upp úr tilverunni,
að vera að búa eitthvað utan um
það. Þetta fær að vera eins og það
var. Mér finnst þetta persónulega
afar þægilegt."
— En er þá ekki um minn-
ingabók að ræða frekar en skáld-
sögu?
„Unglingsvetur er skáldsaga.
Maður bara viðurkennir minnin,
þar sem þau koma fyrir. En þetta
er skáldsaga að öllum innviðum.
Það er um það eitt að ræða að
viðurkenna minnin með því að
nefna þau á réttan hátt.
Nú veit ég að vísu ekki, hvað
skáldsaga þolir mikið af svona
minnum. Mér blandast þó ekki
hugur um að Unglingsvetur sé vel
innan hugsanlegra marka. Því
enda þótt þessi minni hafi ein-
hvern veginn fengið að lifa af
ritun sögunnar óáreitt, samanber
Sigurð á Fosshóli og saumakon-
urnar, þá er hitt allt að meira eða
minna leyti samansett; ákveðinn
tíðarandi og þessi lífslukka, ef
ungur maður varð svo lúsheppinn
að lenda utan í manni eins og
Stefáni Bjarman.
Það má segja um Stefán Bjarm-
an að svo miklu leyti sem hann
kemur fram í sögunni, að ég sem
höfundur sé aðeins að standa upp
og hneigja mig fyrir honum, svona
síðbúinn virðingarmáti. Við skrif-
uðumst á, við Stefán. Og ég hitti
hann stundum eftir að ég fór frá
Akureyri. Hann var oft að tala við
mig í þessum bréfum. Einu sinni
skrifaði hann, að ég væri nú meiri
bjáninn að vilja ekki senda sér
Norðan við stríð. Eins og það
kæmi í veg fyrir að hann læsi
bókina. Hann hélt því fram að ég
væri hræddur við það, vegna þess
að ég notaði hann sem fyrirmynd
að Jóni Falkon í þeirri bók. En
mér er eiður sær að hann var ekki
fyrirmyndin að Jóni Falkon. Stef-
án hafði að vísu sagt mér einhvern
tímann að hann hefði verið túlkur
hjá Bretanum. En það er ekki
vottur af líkingu með honum og
Jóni Falkon.
Ég er viss um það, að ef Stefán
væri enn á lífi, þá myndi hann
skrifa mér eitthvað á þessa leið:
Ekkert þekki ég þennan andskot-
ans Jón Aðalstein Bekkmann.
Hvaða slúbbert er þetta eiginlega?
Svona er þetta nú allt skrýtið og
snúið og flókið mál.“
— I sögulok verður flugslys.
Það sækir þú í raunverulegan
atburð.
„Já. Það varð flugslys. En þetta
flugslys í bókinni er fyrst og
fremst endir á góðum vetri. Endir
á vissu ævihlaupi. Það kemur svo
oft á daginn í raun og veru, að við
þekkjum ekki þá þræði, sem
klipptir eru í sundur með svona
slysum. Svo gleymir fólk slysum
svo fljótt.
Mér skilst að einhverjir hafi
sagt að þetta flugslys í sögunni sé
einhver hundingjalausn hjá mér
til að ljúka verkinu. Það er
misskilningur. Þessari sögu gat
lokið á ýmsa vegu án þess það
skerti verkið nokkuð í sjálfu sér.
Þetta er fyrst og fremst bók um
það að verða fullorðinn. Hvaða
djöfulskapur það er, sem mætir
mönnum í heimi fullorðinna eftir
SPJALLAD VIÐINDRIÐA G. ÞORSTEINSSON UM NYJA SKALDSÖGU, RITHÖFUND AST ARFIÐ OG YMIS ÓSKRIFUÐ BLÖÐ