Morgunblaðið - 16.12.1979, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979
JL
Umsjón: Séra J&n Ikilbú Hróbjartsson
Séra Kurl Siyurbjörrtsson
Siyuröur Pdlsson
AUDROTTINSDEGI
Brauð handa
hungruðum heimi
Enginn hefur komist hjá
því að heyra það angistar-
fulla neyðaróp sem hingað
hefur borist frá Kampútseu.
Hörmungarnar þar austurfrá
eru meiri og hryllilegri en við
hingað til höfum heyrt, og er
þá mikið sagt. Neyð margra
þjóða hefur áður verið lýst og
til þeirra safnað, en aldrei
hefur myndin verið eins dökk.
Kurt Waldheim, aðal-
framkvæmdastjóri Sámein-
uðu þjóðanna, sagði nýlega að
þjáningar Kamputseu-manna
væru harmsaga, sem senni-
lega ætti enga sína líka í allri
sögu mannkynsins. Þetta eru
stór orð, en sögð af manni
sem hefur meiri yfirsýn í
þessum efnum en nokkur
annar, stöðu sinnar vegna.
Því miður hefur ástandinu
í landinu verið haldið leyndu
og stjórnvöld ófús að greiða
leið hjálparsveita inn í hið
hrjáða land. En nú virðist
samt hafa rofað svo mikið til
í þeim efnum að hjálp er
möguleg. Það er hægt að
bjarga milljónum manna frá
hungurdauða.
En það er líka ljóst, að þótt
hægt sé að hjálpa, þá þarf
meira til. Samviska okkar
vesturlandabúa þarf að
vakna. Hugarfarsbreyting
þarf að eiga sér stað.
Hvað sem verðbólgu líður
hér á okkar kæra landi og
hvað svo sem laun hinna
lægstlaunuðu eru lág, þá þarf
enginn íslendingur að líða
skort sem þolir nokkurn sam-
anburð við það sem blasir við
sjónum í Kamputseu í dag.
Þess vegna ættu allir íslend-
ingar að geta verið með í
þeirri söfnun sem nú stendur
yfir.
Þáttaka í söfnun sem þess-
ari er ekki bara æskileg
heldur er hún siðferðisleg
skylda hvers og eins.
Kristinn maður á ekki að
þurfa að vera í minnsta vafa
um þetta efni, því svo skýrum
orðum talaði frelsarinn um
Við minnum á söfnunarbauka
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Látum ekki hjá líða að fylla þá
og koma þeim frá okkur.
skyldurnar við náunga okkar.
Minnumst orða hans er hann
segir: Allt sem þér því viljið
að aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra.
Við viljum öll fá jólagjöf á
komandi jólum. Við teljum
öll rétt og sjálfsagt að jóla-
borðið verði hlaðið kræsing-
um á okkar heimili. En getum
við gert allt þetta án þess að
hugsa eitt andartak til deyj-
andi meðbræðra? — Er ekki
kominn tími til að horfast í
augu við neyð heimsins
raunsæjum augum?
Fáum við að lifa?
Eftirvænting
3. sunnudagur í að-
ventu.
Hörpudiskurinn er
tákn skírnarinnar og
Jóhannesar skírara.
Pistillinn
1. Pét. 1, 13b—16: Veriö algjörlega
algáöir og setjiö von yöar til þeirrar
náöar, sem yöur mun veitast viö
opinberun Jesú Krists.
Guöspjalliö
Lúk. 1, 67—80: (Lofsöngur Sakaria):
LofaÖur sé Drottinn GuÖ ísraels, því
aö hann hefur vitjaö lýös sins og búiö
honum lausn.
Þau höfðu lengi beðið afkvæmis prestshjónin Elisabet og
Sakaria. Aldurinn færðist yfir og vonin dvinaði með hverju árinu.
Bænir hafa án efa verið beðnar margar og heitar en trúin á mátt
þeirra dofnað eftir þvi sem árin liðu án bænheyrslu. En við
þekkjum öll þessa sögu af prestinum sem missti málið vegna þess
að hann trúði ekki boðum engilsins, sem boðaði honum þau
gleðilegu tiðindi að bæn hans væri heyrð, sonur myndi fæðast.
Texti þessa sunnudags er lofsöngur Sakaria, sem braust fram
þegar hann fékk málið aftur eftir að syninum hafði verið gefið
nafn. Inntak lofsöngsins er athyglisvert. Það hefði mátt ætla að
þakklætið snerist allt um það að nú hefði Guð heyrt bænir þeirra
hjóna og gefið þeim afkvæmi. En svo er ekki. Hann hefur lofsöng
sinn á þessum orðum: „Lofaður sé Drottinn Guð ísraels, þvi að
hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn“. í fæðingu
sonarins sá Sakaría hylla undir lausn þjóðar sinnar, sem hún hafði
vænst öldum saman. Hann trúði því að hér væri fingur Guðs að
verki í sögunni og verkfærið væri drengurinn hans: „Og þú barn!
munt nefndur verða spámaður hins hæsta, því að þú munt ganga
fyrir Drottni til að greiða vegu hans, veita lýð hans þekking á
hjálpræðinu með fyrirgefningu synda þeirra.“
Eftirvæntingin sem tengist jólaundirbúningi okkar virðist oft
með öllu óskyld þessari eftirvæntingu sem fram kemur í lofsöng
Sakaria. Ertu búinn að kaupa jólagjafirnar? Ertu búinn að senda
jólakortin? Ertu búinn að kaupa í jólamatinn? Ertu búinn með
jólabaksturinn? Ertu búinn að kaupa þér jólafötin? Allt miðar að
þvi að jóladagarnir verði sem eftirminnilegastir og hátíðlegastir.
En hvers vegna? Allt suðlar að því að við getum glaðst sem mest
þessa daga. En hvers vegna? Mammon eru færðar miklar fórnir í
kauptiðinni. Sjónvarpið myndar jólasveinana þegar þeir koma til
borgarinnar og börnin fá kennslustund um islensku Grýlusynina i
Stundinni okkar. Er þetta allt og sumt? Er öll þessi eftirvænting
og allt þetta umstang tengt þessu brölti einu saman? Hvar er Jesús
Kristur? Fylgir engin eftirvænting nafni hans? Er hann einskis
megnugur i auglýsinga- og jólasveinaflóðinu? Hefur hann ekkert
að gefa sem vekur gleði og eftirvæntingu?
Jólin eiga að minna okkur á það sem við megum vænta okkur af
Jesú Kristi. Hvers má vænta af honum núna — á tuttugustu öld?
Hins sama og áður. Guð hefur i honum vitjað manna og búið þeim
lausn. Lausn úr viðjum syndar og sjálfselsku, ágirndar og
eigingirni. „Þetta er að þakka hjartagróinni miskunn Guðs vorn.
Fyrir hann mun ljós af hæðum vitja vor til þess að lýsa þeim, sem,
sitja í myrkri og skugga dauðans til að beina fótum vorum á
friðarveg.“ Mætti eftirvænting okkar beinast að honum og gjöfum
hans — Jesú frá Nasaret.
Biblíulestur
vikuna 16,—22. des.
Sunnudagur 16. des. Lúk. 1: 67—80
Mánudagur 17. des. Lúk. 23:18—27
Þriðjudagur 18. des. Lúk. 23: 32—38
Miðvikudagur 19. des. Lúk. 23: 30—49
Fimmtudagur 20. des. Lúk. 23: 50—56
Föstudagur 21. des. Lúk. 24:1—9
Laugardagur 22. des. Lúk. 24:13—27
Jólaösin í fullum gangi. Mann-
þröngin í miðborginni eykst dag
frá degi. Verslanirnar fullar af
vörum. Búðargluggarnir heillandi,
tælandi ævintýraveröld. Auglýs-
ingasíbyljan dynur á eyrum. Pen-
ingarnir flæða. Hvað kosta jólin?
er stundum spurt. Hvað skyldu t.d.
bókaforlögin verja mörgum tugum
milljóna í auglýsingar sínar?
Auglýsingar, sem auðvitað borga
sig, fyrir þá og fjölmiðlana að
sjálfsögðu. Hvað skyldu jólin kosta
meðal heimili í landinu þetta árið?
Sú tala skiptir vafalaust hundruð-
um þúsunda.
Litill grænn sparibaukur barst
inn til þín með jólapóstinum. Hann
minnir þig á, að kauptíðin og
peningaflóðið, eyðslan og óhófið, er
nokkuð, sem einungis lítill hluti
mannkyns nýtur. Meiri hluti
mannkyns býr við kjör, sem trygg-
ir þeim ekki lágmarks lífsskilyrði.
Tugir milljóna barna deyja árlega
úr fæðuskorti, önnur eru dæmd til
lífs í fötlun og vonleysi vegna
næringarskorts og örbirgðar. Ekki
af því að ekki sé til matur í henni
veröld, og peninga er heldur ekki
vant. Það vantar aðeins viljann til
að skipta jafnt.
Við lifum i vitskertri veröld,
syndugum heimi við þverhnípi
glötunar. En mitt í vitfirringunni,
sundrungunni, hljómar boðskapur
jólanna: Guð elskar þennan heim,
þetta mannkyn, elskar það svo, að
hann gaf son sinn til bjargar
manninum og heimi hans frá því
að tortímast. Af þessari gjöf hans
spretta allar jólagjafir. Tökum
eftir því. Jólagjafir okkar eru í eðli
sínu tákn þeirrar gjafar Guðs, er
hann sendi son sinn Jesú Krist.
Jólagjafirnar eru trúarjátning.
Þess vegna eigum við fyrst og
fremst að gefa til þess að gleðja.
Þegar þú íhugar jólagjafa inn-
kaup, leiddu þá hugann að þeim,
sem þú gefur. Og því hvort þú
gætir ekki gefið einhverjum, sem
þú þekkir ekki? Einhverjum, sem
er í þörf, einhverjum minnimáttar,
einangruðum, gleymdum, fátæk-
um. Þeir eru líka til hér í velsæld-
inni hjá okkur. Og sjáðu litla
græna sparibaukinn: Hvað er það,
sem í hann fer stór hluti jólagjafa-
útgjaldanna? Það sem í hann
safnast er ætlað til að bjarga
mannslífi, lífi manns, konu eða
barns, sem þú þekkir ekki og munt
eflaust aldrei augum líta. En sá,
sem við minnumst á jólum sér þig
og þau sem systkin, sem hann
þráir að sjá við sama borð. Hann
kallar þessa þjáðu meðbræður sína
minnstu bræður og segir um þá:
Það sem þér gjörið einum þessara
minna minnstu bræðra, það gjörið
þér mér.