Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 31

Morgunblaðið - 16.12.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1979 „Héðan úr glugg sér of heima alla“ Kristinn Reyr: Vegferð til vors. Ægisútgáfan, Reykjavík 1979. Kristinn Reyr er Grindvíkingur eins og hið stórbrotna en samt umdeilda skáld, Guðbergur Bergsson. Þegar Kristinn var 27 ára gamall, stofnaði hann bóka- verzlun í Keflavík og starfaði að bóksölu og kennslu til 1965, en fluttist svo til Reykjavíkur. Haustið 1942 birti hann ljóðabók- ina Suður með sjó. Síðan hefur hann sent frá sér margar ljóða- bækur. En hann er listfengur á fleira en ljóð, hefur starfað að leiklist og samið nokkur leikrit. Þá hefur hann ennfremur iðkað tón- list og samið lög. Árið 1959 gaf hann út ritsafnið Leikrit og Ijóð, ef til vill í tilefni þess, að 30. desember það ár varð hann hálf- fimmtugur. Og nú, tuttugu árum síðar hefur níunda ljóðabók hans, Vegferð til vors, komið út. í henni eru 38 ljóð, og fyrirsögn á þessu greinarkorni er lína úr einu þeirra. I þessum ljóðum hans sér og niður í undirdjúpin, vítt um heim auðsæs veruleika og allt upp til „uppsprettu himnanna ofar himninum“ svo sem hann kemst að orði í einu ljóðanna. Svo til öll eru kvæðin í þessari bók Ijóðstöf- uð og í mörgum notar hann endarím að meira eða minna leyti, og yfirleitt hæfir efninu vel það form, sem hann velur því hverju sinni. Tvennt er mjög áberandi í þessari bók. Annað er það, hve heitt skáldið ann sól og vori í náttúrunni og mannlífinu, hitt er svo hve hart hann deilir á vá og vammir íslenzks hugsunarháttar og þjóðlífs og háskalegar aðgerðir þjóða umheimsins á mörkum víðtækrar tæknilegrar fram- þróunar og ægilegrar og tor- tímandi helstefnu. Þriðja kvæðið í bókinni heitir óhætt um það. Þar deilir skáldið á vanmátt kirkju og klerka og kem- ur víða við. Þar segir svo: „Vér hyggjum þó mörg enn á himneska íör úr hérvistarnepju og dýrtíöarráni og dottum með slitur úr versi á vör en vöknum svo niöri á Spáni. Ekki er aÖ lasta jafn áfangan staÖ óhætt um þaÖ. Kristinn Reyr Vor undanrás þannig með Útsýnarferð og innfluttur sólbruni vitni því bera að til eru bjartari svið en þú sérð minn séra. minn séra. minn séra. Arason leit þau á aftökustað óhætt um það... I öðru kvæði segir, að þeir, sem ekki séu á kafi í að raka saman peningum séu annaðhvort óbornir til þess ellegar dánir frá slíkum rakstri, og í XII. kafla hins langa ljóðaflokks Firnindum ort, spyr skáldið: Hver á land. hver á ísland? Þjóð eða þrýstiloft pístólukrafan um peninga eða lífið? Þá fær velferðarríkið sinn skammt — með sínum verkföllum, verkalýðsbroddum, viðsemjend- um, verðhækkunum, verðbólgu og valdhöfum. Ljóðið sem túlkar þetta heitir Einsöngur í borð- krók. Og „enn kvað hann“ og kallar kvæðið Nýtízkubæn: Farirvor prestsins fylgdi vélinni á loft með helsprengjufarm á Hiroshima og Nakasaki. En nýtizkubæn er eldflaug úr aðildarbrjósti til annarra hnatta af tæknilegri trúarþörf og kaldrifjuðum áformum að kanna byssustæði. Kvæðið Erfisdrykkjur sýnir ljóslega, að eins og höfundurinn lætur ekki flokkapólitík ráða í ádeilum sínum á íslenzk viðfangs- efni gerir hann það ekki heldur, þá er hann deilir á gerðir erlendra stórvelda. Eftirfarandi útdráttur úr kvæðinu nægir til að sanna þetta: í fyrrinótt • lagði frelsisstyttan eld I Vietnam og logar glatt. í nótt reið líkneski Lenins á skriódreka inn i Tékkóslóvakiu Og margur fylgdi sjálfum sér til grafar segir I fréttunum. I tveimur kvæðum, öðru þeirra mjög löngu, deilir skáldið harka- lega á forráðamenn „bókaþjóðar- innar" sakir tómlætis þeirra gagn- vart skáldum hennar, sem reka sig á skotheldan Mafíumúr, þó að sú hafi orðið raunin um hlutverk þeirra sem hér segir: En án þess að guma eða miklast af umboði voru á jörðu frá uppsprettufirma ljóðsins þá hefur sannarlega tekizt að hlaupa undir bagga með höktandi dómadagsrs^ðu plísera jafnvel og baldera predikun kennimannsins og punta upp á minni kvenna. Þau hafa sem sé, skáldin, oft- lega lagt framvindunni lið á ýms- um sviðum þjóðlífsins. Og vissu- lega skýtur skáldið í hinum langa ljóðabálki, Skáldavaka, örvum, sem hæfa markið, þótt til lítils kunni að koma, þar sem tölvan er Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN tekin að gerast, ef ekki næsta þörf, þá að minnsta kosti óeftirkallan- lega ráðrík, þá er hún hefur verið „mötuð“. Fleiri ádeiluljóð en nú hefur verið um getið, eru í þessari bók, og ef til vill mun sumum sýnast að einhver þeirra hafi ekki mikið skáldskaparlegt gildi, vegin á hina aðkeyptu vog núgildandi tízku, En hér er að verki heilbrigður og frjáls maður, engu öðru háður en samvisku í gagnrýni á sýndar- mennsku og ábyrgðarleysi. Því er grunur minn sá, að sérstæð og haglega formuð ádeilukvæði hans kunni að reynast lífseigari en flest ljóð þeirra skálda, sem iðka skoð- 95 un síns eigin nafla og velta vöngum yfir meira og minna sjúklegum ímyndunum og viðhorf- um. Þórarinn Eldjárn, sem formar ljóð sín í samræmi við arfgenga ljóðhefð, en hefur ekki enn losnað við lýtabletti úr menntaskólafé- lagsskap á mörgum kvæða sinna, hefur ort eitt langt ljóð, sem mér mun reynast ógleymanlegt. Það fjallar um snillinginn Sveinbjörn skólameistara Egilsson og stang- arstökk hans á myrkum vetrar- morgni í hvers konar veðrum milli Eyvindarstaða og Bessastaða. Þar segir svo undir lok kvæðisins: bá var ðldin ðnnur er Svcinbjðrn stðkk á stðnx. þá var ei til Bessastaða ieiðin löng. En okkur skortir allan duK. við eÍKum ekki slikan huK. EnKan Hómer. ekki neitt, ekkert nema rðvlið eitt. MarKt eitt fól þó stðkkvi á stönK. er stefnan bæði láK ok rðnK- Þetta verður ekki sagt um ádeiluskáldið Kristin Reyr og ekki á það heldur við hann með tilliti til hinna ljóðrænu kvæða í bók hans, sem sum eru tær og látlaus, önnur skemmtilega myndrænt formuð en flest þrungin geislandi ást á vori og gróanda og nærð og glituð geislum sólar. Ég nefni þar til Myrkvun, Blákalt, Lýrikk, Ókominn dagur, Birta, Þræðir, Liðsbón og Dögun — að ógleymdu kvæði hins sanna Grindvíkings Fyrrum, þar sem storm- og brim- lendingu er lýst með líkingum frá klukknahringingu með öðrum kirkjulegum . athöfnum. Ég læt Kristin Reyr kveðja með Birtu: Ad hlaupast á brott frá birtu þinni oöa byrgja mín auKU hlaupast á brott frá birtu þinni eða byrla mér eitur er ámóta bjarjfráö ojf breRÖa upp vasaljósi ok blinda sólina. Guðmundur Gíslason Hagalín. VI HXÆKKUN fflEVROIET MALIBII1979 Okkur tókst þaö. Malibu 1979 er kominn á lækkuðu verksmiöjuveröi. 4 DYRA SEDAN 6 cyl vél, sjálfskiptur, vökvastýri, læst drif, de luxe útfærsla. Fáanlegir litir: Grár, brúnn, rauöur, drapplitaður, blár. Áætlað verö 1980 órgerð kr. 7.880.000.- Áœtlað verö 1979 árgerö kr. 6.800.000.- 4 DYRA.CIASSIC 8 cyl. vél, sjálfskiptur, vökvastýri, læst drif, luxus útfærlsa o.fi. Fáanlegir litir: Tvílitur, grár, brúnn, rauður, blár. Áætlað verð 1980 árgerö. kr. 8.770.000.- Áætlað verð 1979 árgerð kr. 7.440.000.- 2 DYRA LANDAU 8 cyl. vél, sjálfskiptur, vökvastýri, velti- stýri, vinyltoppur, læst drif, luxus út- færsla o.fl. Fáanlegir litir: Grár, rauður, tvílitur, brúnn, blár. Áætlaö verö 1980 árgerð kr. 9.440.000.- Áætlaö verö 1979 árgerð kr. 7.800.000.- STATION 8 cyl. vél, sjálfskiptur, vökvastýri, velti- stýri, læst drif, luxus útfærsla o.fl. Fáanlegir litir: Tvílitur, brúnn, grár, blár, rauður. Áætlað verð 1980 árgerð kr. 9.520.000.- Áætlað verö 1979 árgerð kr. 7.965.000.- Þetta ótrúlega samkeppnisfæra verö miðast viö gengisskráningu 17. des.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.