Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 7 1 Skipti viö hreinskilinn andstæðing Árni Björnsson, þjóð- háttafræöingur, segir í Þjóöviljanum um áramót- in í tilefni af skrifum Hjalta Kristgeirssonar: „Hjalti varar eindregió vió því, að Alþýöubanda- lagið taki tilboði Sjálf- stæðisfiokksins um skyndibrullaup. Það er út af fyrir sig gott og bless- að. En því þyrfti við að bæta, að jafn fráleitt eða enn fráleitara er að ganga í sæng með Al- þýðuflokknum, jafnvel þótt bitur brandur Fram- sóknar liggi á milii. Af slíkum mökum saurgast menn meir en skiptum við hreinskilinn andstæð- ing. Það hefði t.d. verið illskárra aö fallast á tímabundið óbreytt ástand í hernámsmálum í samningi við thaldiö en Framsókn og krata. Það heföi fólk skilið. Það er með hættulegri blekkingum að kalla krat- ana verkalýðsflokk í málgagni sósíalista. Þótt þeir eigi eitthvert fylgi í launamannasamtökum á íhaldið þaö ekki síður. Af tvennu illu væri skárra að hafa samvinnu við íhaldið en krata. Það fengist sjálfsagt lélegri og óloðn- aöri málefnasamningur á pappírnum. En þaö væri þó von til, að við hið litla væri staðiö. ihaldið getur leyft sjálfu sér að vera flott. Það má hins vegar aldrei treysta því, að kratar standi við neitt, nema íhaldiö leyfi. Og það gerir íhaldið ekki utan stjórnar. Bezt er að vera laus við hvort tveggja. En fyrir alla muni látum ekki svo sem kratar séu skárri en íhaldið.“ Hafnasam- bandiö 10 ára Sveitarfélög sem eiga Arni Björnsson og reka hafnir mynduðu sérsamband innan Sam- bands íslenzkra sveitar- félaga síöla árs 1969, Hafnarsamband sveitar- félaga. Þetta samband varð því 10 ára nýverið. Meðal verkefna sem sambandið hefur sinnt eru: 1) Samræming gjaldskráa og breyting þeirra til samræmis við verðlagsþróun, 2) Úttekt hefur verið gerð á fjárhag og greiðslustööu hafna og brotinn ís aö vaxandi skilningi stjórnvalda á þýðingu hafna í þjóðar- búskapnum og fyrir at- vinnu og efnahag ein- stakra sveitarfélaga og landshluta, 3) Hafnasam- bandið hefur gert tillögur um breytingu á hafnalög- um, 4) Það hefur aðstoð- að einstakar hafnir í sérmálum og samstarf hafnanna hefur miðlað reynslu og þekkingu, sem ásamt samátökum á mörgum sviðum hefur komið ýmsu góðu til leið- ar. Fiskimiðin umlykja landiö allt. Nytjafiskar eru meginundirstaða verðmætasköpunar í þjóðarbúskapnum. Út- gerðar- og fiskvinnslu- bæir, sem mynda fram- leiðslukeðju um gjörvalla strandlengjuna, gegna þýðingarmiklu hlutverki í öflun þjóðarteknanna. Höfnin er hjarta hvers slíks framleiöslustaðar. Það skiptir því miklu aö hafnirnar hafi aðstöðu til að byggja sig upp og búa í haginn fyrir veiðar og vinnslu. Vöruhafnir, sem flestar hafnir eru öðrum þræði, gegna og veigamiklu hlutverki í búskap ey- þjóðar, sem er jafn háð utanríkisviöskiptum og við íslendingar. Það er því ekki að ástæðulausu aö Hafna- samband sveitarfélaga var stofnað á sinni tíð. Starfsemi þess í áratug hefur og meir en réttlætt tilurð þess. Megi því farn- ast vel í framtíöarstarfi. Lærið bridge — betri bridge Námskeið fyrir byrjendur Námskeiö fyrir spilahópa og aöra, sem vilja skerpa kunnáttuna. Almennt spila- og kynningarkvöld í félagsheimili Fáks mánudaginn 7. janúar kl. 20.30 til 23.30. Lærið bridge, sími 19847, Ásinn, Bridgeskóli Páls Bergssonar. Knattspyrnufélagið Víöir í Garði: Firmakeppni Dagana 13. og 20. janúar n.k. gengst knattspyrnu- félagiö Víðir fyrir firmakeppni. Eru öll fyrirtæki velkomin að taka þátt í keppninni sem fram fer í íþróttahúsinu í Njarðvík. Nánari upplýsingar gefur formaður Víöis, Þórir Guðmundsson í síma 92-7290 til 10. janúar. Leikfimi Stúlkur athugiö Nýtt 6 vikna námskeið hefst mánudaginn 7. janúar í Austur- bæjarskóla. Verö kr. 6.000.-. Kennt verður á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Innritun og upplýsingar í símum 14087 og 29056. íþróttafélag Kvenna ÚRVAL OG ÞJÓNUSTA. Vi6 státum okkur af mesta úrvali iandsins af viðurkenndum fiskidæluslöngum. Þær eru i stærðunum 10, 12 og 14 tommur, tveggja, fjögurra og sex styrktarlaga. Auk rómaðrar þjónustu, sem miðast ekki aðeins við háannatimann, heldur allt árið. STÆRÐARVAL OG ÞRÝSTIÞOL. Við ráðleggjum þér val á réttum tegundum með tilliti til notkunar og aðstæðna og nauðsynlegs þrýstiþols. Rétt stærðarval og mátulegt þrýstiþol tryggja áfallalausa notkun og endingu. VKNIRKENNDUM FISKIDÆLUSLÖNGUM FYRIRHYGGJA EÐA VINNUTAP. Til þess að forðast dýrar veiði- eða vinnu- tafir er vel til fundið að eiga aukaslöngur i verksmiðjunni eða um borð. Með þvi að sýna fyrirhyggju og vanda valið á fiskidæluslöngum gætir þú sparað stórfé. SÉRHÆFÐ MÓNUSTA TILLANDS 06 SJÁVAR lÆKNIMIÐSTOÐIN HF Smiójuveg 66. Sími:(91)-76600 umtmim hf. Það tilkynnist hér með, aö Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi, hefur gengið inn í neðangreint fyrirtæki og hafið þar störf. Önnumst hvers kyns lögmanns- og lögfræðistörf, endurskoöunar- og bók- haldsstörf. LÖGMANNS- 0G ENDURSK0ÐUNARST0FA Húsi Nýja Bíós við Lækjargötu, 5. hæö Sími 29666 — Pósthólf 641. fBALDUR GUÐLAUGSSON, hdl. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON, hdl. SVERRIR INGÓLFSSON, viöskiptafr., lögg. endurskoöandi ÞORSTEINN HARALDSSON, löggiltur endurskoöándi. Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeið að hefjast. Einkum fyrir heimavinn- andi húsmæöur. Holl og góö hreyfing. Leiöbeinandi Garöar Alfonsson. N ^JQZZBQ LLOCCGkÓLÍ BÚPU líkcmi/mkt j.s.b. Dömur athugið Byrjum aftur 7. janúar ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömu á öllum aldri. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. ★ Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í megrun. ★ Vaktavinnufólk ath. „lausu tímana" hjá okkur. ★ Sturtur — sauna — tæki — Ijós. ★ Munið okkar vinsæla Solaríum. ★ Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga. ★ Uppl. og innritun í síma 83730 frá kl. 9—18. njpg no^QQoemoazzDT N CD ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.