Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 9 Fimmtugur: Davíð Scheving Thorsteinsson Ekki er það aldur, sem er manni efst í huga, þegar hugsað er til Davíðs Scheving Thorsteinssonar. Manni þykir það næsta litlu skipta að hann er fimmtugur í dag, þar sem maðurinn hefur svo margt til að bera, sem einkennir æskumann, þó að tíminn standi ekki kyrr. Af mínum kynnum af honum, virðist það litlu skipta hvort hann er fertugur eða fimm- tugur og satt að segja hef ég aldrei leitt hugann að því fyrr en nú, á hvaða aldri hann er. Það er einfalt að afgreiða menn eins og Davíð Scheving Thor- steinsson, með því að lífið hafi leikið við þá. Ef til vill má leyfa sér lítinn orðaleik og segja að Davíð hafi leikið við lífið, en ávallt gætt þess að leika sér ekki að lífinu. Davíð er sinn eigin maður, afkvæmi góðs fólks, en kominn þangað sem hann er fyrir eigið atgervi. Hann er kunnastur fyrir Hjálparstarf aðventista í Kambódíu HJÁLPARSTARF aðventista hérlendis til söfnunar fjár til bágstaddra i Kambódiu gaf af sér á s.l. ári um 25 millj. kr. „Viljum við nota tækifærið til að þakka þeim fjölmörgu um ailt land. sem gáfu i þessa söfnun. Þessar islenzku krónur eru núna að lina þjáningar og hörmungar og bjarga mannslifum i fjarlægu landi,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu frá Hjálparstarfi aðventista. Þar segir einníg, að hungurs- neyðin sé ekki eina vandamálið. Ýmiss konar sjúkdómar, vatns- skortur o.fl. séu vandamál sem takast þurfi einnig á við. Aðvent- istar hafa komið upp sjúkrahúsum á neyðarsvæðum, útvegað hjúkrun- arlið og hafa einnig áform um að grafa þar brunna. Snemma í nóvember s.l. hvatti forseti heimssamtaka Sjöundadags aðventista alla meðlimi safnaðar- ins til að leggja sitt af mörkum til hjálparstarfsins. Á fyrstu vikunum komu inn sem svarar nálægt 70 millj. ísl. króna. Búist er við að í lok ársins nemi söfnunin um 200 milljónum ísl. króna. störf sín sem formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Hann hefur gegnt því starfi á tímum, sem hafa verið íslenskum iðnaði erfiðir og hættulegir. Það hefur vakið sér- staklega athygli hvernig Davíð hefur fjallað um þau mál, af miklu meiri hreinskilni en tíðkast hefur hjá forystumönnum hagsmuna- hópa. Á þessum tíma hefur hann áunnið sér virðingu bæði sam- herja, samkeppnisaðila og and- stæðinga og ekki síður persónu- lega vinsemd sömu manna. Það er engin tilviljun að hvar sem góðra manna er getið um þessar mundir, er hans getið um leið: Hann hefur með persónuleika sínum áunnið sér furðu mikið traust meðal almennra borgara í landinu. í þreytu þjóðarinnar á leiðtogum sínum hefur nafn Davíðs verið nærri yfirborðinu og á sér sæti í meðvitund þjóðarinn- ar. Talsvert var að honum lagt fyrir síðustu kosningar að taka þátt í stjórnmálum í meira mæli en verið hefur. Eg spurði hann að því hvers vegna hann hefði ekki gefið kost á sér í prófkjör. Blöð hafa eignað þá ákvörðun ýmsu, svo sem miðstjórnarvaldi í Sjálf- stæðisflokknum, og vægni við aðra frambjóðendur.! Svar Davíðs var einfalt og hvað sem hver segir legg ég á það trúnað. Hann sagði: „Til hvers? Ég á góða konu og góð börn, stjórna fyrirtæki sem ég hef gaman af að reka, er í forystu samtaka sem skipta máli og til hvers þá að reyna að komast á Alþingi?" Það er dapurleg umsögn um okkar stjórnkerfi, þegar menn eins og Davíð nenna ekki að sinna því. Þeim sem mig þekkja er það ekki launungarmál, að ég tel Davíð einn þeirra fáu manna, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og ég þyrði að treysta. Ég hef aldrei vitað til þess að Davíð kæmi aftan að fólki og varla væri verið að leyna því, ef satt væri. Það er satt að segja með ólíkindum, hversu lítið heyrist af sögusögnum um Davíð Scheving Thorsteinsson, eins og mikið hefur á honum borið að undanförnu. Það komst einhver svo að orði, að því lengra sem menn færu fram úr öðrum, því meiri yrði freistingin að sparka í þá að aftan. Það er ósköp erfitt fyrir mis- heppnað og öfundsjúkt fólk, eða allskyns róttæklinga, til hægri og vinstri, að sætta sig við að til skuli vera mannkostafólk, sem þorir að skara fram úr og þorir að taka afstöðu til mála án ótta við afleiðingarnar. Davíð Scheving Thorsteinsson hefur talað máli iðnaðarins á þann hátt að eftir er tekið og hefur tekist að forðast vanhugsun og einstefnu í sínum málflutningi. Vonandi vinnst hon- um tími og tækifæri til að vinna lengi enn að framgangi þeirra mála. Ólafur Sigurðsson. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM. J0H. Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis m.a. Úrvals íbúö sér þvottahús 5 herb. íbúö á 1. hæð við Breiövang í Hafnarfirði 114. ferm. íbúðin er ný, mjög rúmgóð, á móti suðri með góðum svölum. Bráðabyrgða-eldhúsinnrétting. Fullgerð sameign í ágætu lagi. Nánari uppl. á skrifstofunni. Einstaklingsíbúð við Dvergabakka 2ja herb. íbúö um 40 ferm. á 1. hæð. Öll í ágætu lagi, mjög góð frágengin sameign. Með útsýni við Hrafnhóla 4ra herb. íbúð á 4. hæð í háhýsi rúmir 100 ferm. Fullfrágengin. í gamla austurbænum 3ja herb. íbúö í góöu steinhúsi á 1. hæð yfir kjallara um 75 ferm. Ný máluð, ný teppi, sér hitaveita. Laus fljótlega. íbúðin er skammt frá Landsbankanum. Þurfum að útvega 3ja—4ra herb. íbúð í austurbænum í Kópavogi sunnan- veröum. Æskilegt aö ris eöa kjallari fylgi. Mjög mikil útb. strax við kaupsamning. Raðhús eða einbýlishús óskast í neðra-Breiðholti, Fossvogi Árbæjarhverfi eða smáíbúöarhverfi. Islensk list kynnt í Varsjá í PÓLLANDI starfar félag, er helgar sig tengslum við ísland, og er það deild í Ferðafélagi Póllands. Nefnist félag þetta Pólsk-islenzka vináttufélagið. Þann 24. nóvember 1979 hélt félagið hátíðlegt 20 ára afmæli sitt. Þá var efnt til samkomu í Tónlist- arháskólanum í Varsjá. Grzegorz Kramarz, fiðluleikari, og Piotr Pankiewicz, píar.óleikari, fluttu þar íslenzk þjóðlög og rímnalög í útsetn- ingum Karls Ottós Runólfssonar og Helga Pálssonar. Einnig léku þeir saman sónötu eftir Jón Nordal. Þá las ungfrú Danuta Godek ljóð á íslenzku eftir Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Steingrím Thor- steinsson, Eggert Ólafsson, Matthías Jochumsson, Hannes Hafstein, Davíð Stefánsson, Jón Magnússon og Stein Steinarr. Ennfremur fór hún nokkrum orðum um hvert þessara skálda. Bróðir Danutu, Jacek Godek, flutti þýðingar sínar á tveim þessara kvæða. Var gerður góður rómur að máli þeirra. Samkoman stóð í klukkustund og voru 60 manns viðstaddir. 2ja—3ja herb. íbúð óskast í háhýsi í borginni. ALMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Gleðilegt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári Einbýlishús við Hjallabrekku 140 fm vandað einbýlishús m. bílskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. í Garðabæ 145 fm vandað einbýlishús m. tvöföldum bílskúr. Nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. Raöhús á Seltjarnarnesi 240 fm fokhelt raðhús m. innb. bílskúr. Til afhendingar nú þeg- ar. Téikn. á skrifstofunni. Sér hæð í smíðum í Kópavogi 150 fm efri hæð í tvíbýlishúsi við Hlíöarveg m. bflskúr. íbúðin selst tilb. u. trév. og máln. Til afhendingar strax. Teikn. á skrifstofunni. Sér hæö í Skaftahlíð 5 herb. 150 fm góð sér hæð (1. hæð) m. bílskúr. Æskileg útb. 40 míllj. Við Fálkagötu 4ra herb. 115 fm snotur íbúð á 1. hæö. Útb. 25 millj. Við Skaftahlíð 3ja herb. 90 fm snotur kjallara- íbúö. Sér inng. Laus strax. útb. 17 millj. Viö Hringbraut 3ja herb. góð íbúð á 4. hæð. Herb. í risi fylgir. Útb. 17—18 millj. Viö Digranesveg 3ja herb. 65 fm nýleg íbúð á jarðhæð. Sér þvottaherb. Sér inng. og sér hiti. Útb. 17—18 millj. Risíbúö við Mávahlíð 3ja herb. 85 fm risíbúö. Útb. 13—14 millj. Viö Flyðrugranda 3ja herb. 75 fm ný og vönduö íbúö á 3. hæö. Skipti hugsanleg á 4ra—5 herb. m. bflskúr í Reykjavík eða Kópavogi. í smíðum í Kópavogi 3ja—4ra herb. 95 fm íbúð m. bflskúr í fjórbýlishúsi viö Kárs- nesbraut. Húsið afh. frág. að utan en sjálf íbúöin fokheld. Teikn. og upplýsingar á skrif- stofunni. Við Þverbrekku 2ja herb. 55 fm nýleg vönduö íbúö á 2. hæö. Útb. 15 millj. Hús í Mosfellssveit óskast. Skipti möguleg Einbýlishús í Mosfellssveit ósk- ast til kaups. Húsiö mætti gjarnan vera tilb. u. trév. og máln. Æskileg stærö um 130— 140 fm. Skipti á 4ra herb. íbúð á hæð í Fossvogi kæmi vel til greina. Ibúöir óskast Höfum fjölda kaupenda á skrá, sem óska eftir ýmsum stærð- um og geröum íbúöa og ein- býlishúsa. i mörgum tilvikum eru háar útborganir í boöi. Skoöum og verömetum sam- dægurs. EiGnnmiÐLumn VONARSTRÆTI 12 slmi 27711 Söéustjóri: Sverrir Knstinsson Sigurðtir Óiasow hrl. 28611 Rauðihjalli Endaraöhús á tveim hæðum, grunnflötur 124 ferm. Inn- byggður bflskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Stigahlíð 5—6 herb. um 140 ferm. íbúð á 2. hæð. 4 svefnherb. Skipti á minni eign, (2ja—3ja herb.) koma til greina. Hagamelur Glæsileg ný 3ja herb. jaröhæð. Mjög góð íbúð. Hjallavegur 4ra herb. rúmgóð kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi. Öll í mjög góöu ásigkomulagi. Samtún Snyrtileg, samþykkt, 2ja herb. íbúö í kjallara í tvíbýlishúsi. Klapparstígur Falleg 2ja herb. kjallaraíbúð. Fálkagata Lítil en snotur 2ja herb. íbúð. Miövangur 3ja herb. um 80 ferm. íbúð á 3. hæð í háhýsi. Góð og falleg íbúð. Okkur vantar allar stærðir og geröir eigna á söluskrá. Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvík Gt/urarson hrl Kvoldsimt 1 7677 * FASTEIGN ASALA ■ KÓPAVOGS I HAMRAB0RG5 I Guðmundur Þorðarson hdl SÍMI ■ 42066j Opið virka daga frá 5—7 ■ og sunnudaga frá 2—5 J 43466 MIÐSTÖÐ FASTEIGNA- VIÐSKIPTANNA, GÓÐ , ÞJÓNUSTA ER TAK- MARK OKKAR, LEITIÐ UPPLYSINGA Fasteigrrasalan EIGNABORG sf Einbýlishús — Vesturbær Höfum í einkasölu glæsilegt einbýlishús viö Kvist- haga. Á 1. hæö, sem er 127 ferm. eru 2 samliggjandi stofur, herbergi, eldhús, stór skáli og snyrting. Á 2. hæö, sem er 100 ferm. eru 4 herb., baö og mjög stórar svalir. í kjallara, sem er 140 ferm., er 3ja herb. íbúö, herb., þvottahús, hitaklefi og geymslur. Bíl- skúrsréttur. Stór og fallegur ræktaöur trjágaröur. Húsiö getur verið laust fljótlega. Upplýsingar gefur Agnar Gústafsson hrl. Hafnarstræti 11. Símar 12600 og 21750. Utan skrifstofutíma 41028.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.