Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 Khomeini Khomeini tilnefnd- ur „maður ársins44 New York, 1. jan. AP. ALL HARKALEG viðbrögð hafa orðið víða vegna þeirrar ákvörðunar bandaríska viku- ritsins Time að tilnefna Khom- eini erkiklerk mann ársins. Sagði talsmaður blaðsins að-um tvö hundruð manns hefðu hringt á fyrsta útkomudegi ritsins þar sem frá þessu var sagt og heíðu þessar hring- ingar verið neikvæðar og all- margir hefðu sagt upp áskrift- um sínum. Hann sagði að eng- inn þeirra, sem hringdu, hefði látið í ljós ánægju sína. Blaðið leggur áherzlu á að á hverju ári síðan það byrjaði á þessum sið hafi ritstjórar þess lagt kapp á að velja þann mann ársins „sem hafi gert mest til að breyta fréttum — til góðs eða ills“. í frásögn blaðsins segir að Khomeini gnæfi ógnandi yfir hnettinum og hafi veitt öllum heimi óþyrmilega lexíu í ringul- reiðarvaldi og skefjalausum hryðjuverkum, og úr. þessum hrærigraut hafi átt að koma stjórnarstefna. Talsmaður blaðsins kvaðst vilja leggja áherzlu á að útnefningin í ár væri ekki viðurkenning og að ritstjórar blaðsins gætu ekki leitt hjá sér fréttamakara á borð við Khomeini. Hann sagðist benda á að á sínum tíma hefðu þeir Hitler og Stalín verið til- nefndir á áþekkum forsendum. * Fyrrverandi Iranskeis- ari „dús við að vera dæmd- ur af verkum sínum“ London, 2. jan. AP. MOHAMMED Reza Pahlevi, fyrr- verandi íranskeisari. sagði í viðtali við brezka blaðið Daily Mail í dag, að hann myndi vera „dús og ánægð- ur með að vera dæmdur af þeim verkum og þeim árangri sem hann tryði að hefði náðst fram á valda- tíma sínum í íran“. Viðtalið fór fram á panamísku eyjunni Conta- dora undir strangri öryggisvörzlu og sagði keisarinn, að hann væri sannfærður um réttmæti þess mál- staðar sem hann hefði barizt fyrir. Hann sagði að hann myndi þurfa að vera sannfærður um að dómstóll sem fjallaði um þetta mál væri hlutlaus og það fordæmi sem hann kynni að sýna með því að ganga fram fyrir slíkan dómstól hlyti að vera þeim skilyrðum háð að þeir þjóðarleiðtogar sem skipuðu slíkan dómstól yrðu að vera sjálfir undir það búnir að þeir yrðu leiddir fyrir dóm ef ný ríkisstjórn þeirra krefðist þess. Keisarinn neitaði því að hann myndi nokkru sinni snúa aftur til írans en svo sem alkunna er er framsal hans ein meginkrafa bylt- ingarmanna þar. Keisarinn sagði að víst væri ekki raunhæft að kveða upp úr með það nú á stundinni hvort rétt væri að efna til alþjóðlegrar umfjöllunar um stjórnartíð hans vegna þess að heilsufar hans væri enn ekki slíkt. En hann hefði kosið að íranska þjóðin hefði úrslitavaldið um framtíð sína. „Hefði ég ekki viljað það hefði ég getað verið þar. Eg hafði 540 þúsund trygga hermenn sem hefðu barizt fyrir mig. Þess í stað fór ég svo að þjóðin gæti ákveðið sig.“ Blaðamaður Daily Mail sagði, að Reza Pahlevi hefði verið þreytu- legur, en hann hefði borið sig vel og sagt að heilsa sín færi batnandi. Hann kvaðst hafa farið frá Banda- ríkjunum einvörðungu vegna þess að það kynni að hjálpa Bandaríkja- mönnum til að leysa gíslamálið. „Mér til angurs varð mér ekki að þeirri ósk.“ Reza Pahlevi og Farah Diba, fyrrverandi keisarahjón í íran. OL-hreyfingin er gegn banni Veður Akureyri -2 alskýjað Amsterdam 0 skýjað Aþena 11 skýjaö Barcelona 11 léttskýjað Berlín -1 skýjað BrUssel 4 skýjaö Chicago -1 skýjað Feneyjar 7 heiðríkt Frankfurt 3 snjókoma Genf 0 skýjaö Helsinki -3 snjókoma Jerúsalem 14 heiðskírt Jóhannesarborg 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 skýjaö Las Palmas 20 hálfskýjað Lissabon 15 skýjað London 5 rigning Los Angeles 27 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Malaga 10 léttskýjað Mallorca 10 skýjað Miami 19 skýjaö Moskva -2 heíðskírt New York 5 skýjað Ósló -5 heíðskírt París 4 skýjað Reykjavík -2 skýjað Rio de Janeiro 27 skýjað Rómaborg 7 heiðskírt Stokkhólmur -5 skýjað heiðskírt Tel Aviv 19 Tókýó 10 skýjaö Vancouver 10 skýjað Vínarborg 1 heiðskírt V antrauststillag- an á Begin felld Jerúsalem, 2. jan. AP. BEGIN forsætisráðherra ísraels og ríkisstjórn hans báru hærri hlut í atkvæðagreiðslu um van- traust á ríkisstjórnina. Atkvæði féliu 60-43. Vantraustið var borið fram vegna tafa sem orðið hafa á því að flytja á braut landnema á Vesturbakkanum, sem hafa setzt að á nokkrum stöðum og ekki hlítt úrskurði Hæstaréttar lands- ins um að hverfa á braut. Hefur Begin og ríkisstjórn hans sætt verulegu ámæli fyrir að sýna landnemunum linkind í þessu efni. London, 3. janúar. AP. FULLTRÚAR Ólympíuhreyfingar- innar hafa fylkt liði gegn vestræn- um stjórnmálamönnum sem krefj- ast þess að hætt verði við þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu í júlí nk. í mótmælaskyni við hernaðar- íhlutun Rússa í Afghanistan. „íþróttamenn skipta aðalmáli og það má á engan hátt koma í veg fyrir að þeir keppi á alþjóðlegum mótum með stjórnmála-, kynþátta- eða trúarmisrétti," sagði Killanin lá- varður, forseti Alþjóða Ólympíu- hreyfingarinnar í yfirlýsingu. Starfsmenn íþróttamála í Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Noregi og Vestur-Þýzkalandi tóku í sama streng. Killanin gaf yfirlýsingu sína í aðalstöðvum Ólympíuhreyfingarinn- ar í Lausanne, Sviss, í kjölfar fundar NATO í Brússel um hugsanlegt bann við þátttöku í leikunum eins og vestur-þýzkur fulltrúi lagði til. Vestrænir íþróttamenn leggja áherzlu á að vestrænar ríkisstjórnir hafi lítið sem ekkert lagalegt vald til að koma í veg fyrir þátttöku íþrótta- manna í leikunum. Belgískur fulltrúi í Ólympíunefndinni sagði að samtök- in væru fullvalda og gætu tekið þátt í leikunum án tillits til afstöðu ríkisstjórna. Formaður brezku Ólympíunefnd- arinnar, Sir Dénis Follows, sagði að brezka stjórnin gæti aðeins komið í veg fyrir þátttöku brezkra íþrótta- manna með því að svipta þá vega- bréfum og útilokað væri að það gæti gerzt. Hreyfilfestingar jumbó-flutningaflugvélar Pan Am á myndinni losnuðu og eidur kom upp i hreyflinum í lendingu á Heathrowflugvelli. Vindhviða mun hafa valdið því, að vængurinn rakst í jörðina þannig að hreyfillinn losnaði og síðan kviknaði í vængnum. Þriggja manna áhöfn var í flugvélinni og engan þeirra sakaði. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð. Sir Alfred Hitchcock London, 2. janúar. AP. Kvikmyndaleikstjórinn Alfred Hitchcock, sem frægur er fyrir hrollvekjur sinar, var einn þeirra sem Elisabet drottning heiðraði um áramótin. Hann var sleginn til riddara og kailast hér eftir Sir Alfred Hitchcock. Colin Davis, tónlistarstjóri óper- unnar í Covent Garden, var einnig sleginn til riddara og auk hans m.a. próf. Max Beloff sagnfræðingur. Norris McWhirter, ritstjóri meta- bókar Guiness var sæmdur orðunni CBE. Fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, Emlyn Hughes, var sæmdur orðu brezka heimsveldisins, OBE, ásamt dægur- lagasöngvaranum Cliff Richard. Aftur er tekinn upp sá siður að þessu sinni að heiðra menn fyrir „pólitíska þjónustu" og alls fengu um 50 þingmenn og starfsmenn íhaldsflokksins orður og titla. Verkamannaflokkurinn tilnefndi engan mann, en sex úr Frjálslynda flokknum voru heiðraðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.