Morgunblaðið - 04.01.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
15
Lucan lávarður í
Suður-Ameríku?
London, 3. janúar. AP.
LUCAN lávarður, aðalsmaðurinn sem Scotland Yard
hefur leitað að fyrir morð í fimm ár, er sennilega á lífi
og búsettur í Suður-Ameríku að sögn David Gerrings
yfirlögreglufulltrúa sem hefur stjórnað leitinni að
honum en er nú að setjast í helgan stein.
Gerring sagði í dag, að verið gæti að Lucan lávarður
hefði látið gera á sér skurðaðgerð eins og lestarræning-
inn Ronald Biggs, en hann gæti ekki leynt hæð sinni.
Biggs komst hjá framsali og hefur búið nálægt Rio de
Janeiro síðan 1965 þegar hann var dæmdur í 30 ára
fangelsi fyrir lestarránið.
John Richard Bingnam, 7. jarl
af Lucan, er sakaður um að hafa
myrt barnfóstru barna sinna,
Sandra Rivett. Margir hafa þótzt
sjá hann erlendis, en ekkert hefur
komið út úr því. Gerring segir að
leitin að honum sé eins og „leikur
kattar að mús“ og æsilegasta
málið sem hann hafi fengið til
meðferðar. „Ég velti því oft fyrir
mér hvað hann hugsar,“ segir
Gerring.
Gerring er 45 ára og getur látið
af störfum eftir 25 ára starf. Hann
tók við leitinni að Lucan lávarði af
Roy Ránson sem sagði þegar hann
lét af störfum að hann væri viss
um að Lucan væri látinn.
Gerring sagði: „Ég tel að ef
hann væri látinn hefði lík hans
komið fram í dagsljósið. Ég er viss
um að hann leynist einhvers
staðar og náist einhvern tírna."
Indira Gandhi Jagjivan Ram
Bifreið Kurt Waldheims var ekið í burt i skyndi þegar mannfjöldinn réðst að henni við kirkjugarð i
Teheran og varð hann að hætta við að fara inn i garðinn. Hann tilkynnti siðar að hann myndi beita sér
fyrir rannsókn á valdaferli keisarans í íran. Simamynd AP.
Waldheim flæmdur
út úr kirkjugarði
Teheran, 3. janúar. AP.
REIÐUR múgur gerði aðsúg að bifreið Kurt Waldheims, framkvæmdastjóra SÞ,
þegar hann heimsótti kirkjugarð í dag. Honum var greinilega brugðið og hann varð
að hætta við heimsóknina.
Waldheim hafði flogið í þyrlu til Behesht Zahra-kirkjugarðsins fyrir sunnan
Teheran til að leggja blómsveig að leiði meintra fórnarlamba fyrrverandi
íranskeisara en dvaldist ekki lengur en í sex mínútur.
Oeirðir á
^ Nýju Delhi, 3. jan. AP.
ÁTTA biðu bana í óeirðum á
fyrsta degi indversku kosn-
inganna i dag.
Kosningunum
verður haldið áfram á sunnudag
á öðrum svæðum og úrslit munu
liggja fyrir á mánudag.
Ankara, 3. janúar. AP.
UMRÆÐUR hófust í dag í
tyrkneska þinginu um
frumvörp um baráttu
gegn hryðjuverkastarf-
semi í kjölfar viðvörunar
tyrkneska hersins sem
sagði að yfirvöld yrðu að
standa saman gegn
hryðjuverkamönnum.
Lýðveldisflokkur Bul-
ent Ecevits, fyrrverandi
forsætisráðherra, sam-
þykkti þegar í stað að
styðja frumvörpin.
í frumvörpunum er gert ráð
fyrir breytingum á lögum um
lögreglu til að auðvelda starf
öryggissveita og ráðstöfunum til
að hraða meðferð sakamála og
auka völd landstjóra í fylkjum
Tyrklands til að fást við hryðju-
verkamenn.
Minnihlutastjórn Suleiman
Demirels forsætisráðherra, sem
var mynduð þegar Ecevit sagði af
sér eftir ósigur í kosningum í
nóvember, hyggst auk þess koma á
fót ríkisöryggisdómstólum til að
fjalla um mál hryðjuverkamanna
og fá samþykkt lög um sérstök
Indlandi
Líklegustu sigurvegarar kosn-
inganna eru Indira Gandhi fyrr-
verandi forsætisráðherra sem
stefnir að því að komast aftur til
áhrifa í indverskum stjórnmálum,
og Jagjivan Ram fyrrverandi
varaforsætisráðherra og leiðtogi
stéttleysingja.
völd til handa ríkisstjórninni til
að berjast gegn pólitískum ofbeld-
isverkum án þess að lýsa yfir
herlögum.
Herlög hafa verið í gildi í 19 af
67 héruðum Tyrklands í eitt ár, en
1979 — Fundur Carters, Call-
aghans og Giscard d’Estaings á
Guadeloupe.
1978 — Fundur Carters og
Sadats í Aswan.
1972 — Pakistanar óska við-
ræðna við Indverja eftir ófrið
þeirra.
1959 — Óeirðir brjótast út í
Lepopoldville í Kongó.
1951 — Norður-Kóreumenn og
Kínverjar taka Seoul, Kóreu.
1948 — Burma verður sjálfstætt
lýðveldi.
1938 — Bretar fresta áætlun um
skiptingu Palestínu.
1935 — íbúar Saar samþykkja
sameiningu við Þýzkaland.
1932 — Japanir sækja að
Shanhaikwan við Kínamúrinn =
Neyðarástandslög á Indlandi,
Kongressflokkurinn bannaður
Hann steig aldrei úr bifreiðinni
til að leggja blómsveiginn, en
skipaði bílstjóranum í þess stað að
aka aftur til þyrlunnar sem flaug
strax með hann aftur til Teheran
þar sem hann hóf að nýju viðræð-
ur við Sadegh Ghotbzadeh utan-
ríkisráðherra.
í gær aflýstu yfirvöld fundi sem
Waldheim átti að hafa með fórn-
arlömbum keisarans og sögðu að
pólitísk morð, sprengjuárásir og
rán hafa haldið áfram.
Helztu blöð Tyrklands fögnuðu í
dag yfirlýsingu yfirmanna herafl-
ans og sögðu hana túlka skoðanir
hins þögla meirihluta í Tyrklandi.
og Mahatma Gandhi handtek-
inn.
1921 — Indverska þingið kemur
fyrst saman.
1919 — Rússneskir bolsévíkar
taka Riga, Lettlandi.
1908 — Mulai Hafid verður
soldán í Marokkó.
1797 — Napoleon sigrar Austur-
ríkismenn við Rivoli, Ítalíu.
1762 — Bretar segja Spánverj-
um og Napolimönnum stríð á
hendur.
Afmæli. James Usher, írskur
biskup & fræðimaður (1581 —
1656) = Jakob Grimm, þýzkur
þjóðsagnafræðingur & málfræð-
ingur (1785—1863).
Andlát. Henri Bergson, heim-
spekingur, 1941 = Ralph Vaug-
han Williams, tónskáld, 1958 =
komizt hefði upp um samsæri um
að myrða hann „með erlendum
stuðningi".
Fréttamenn sem ferðuðust með
Waldheim misstu sjónar á honum
þegar um 500 manns sem voru í
heimsókn í kirkjugarðinum um-
kringdu bifreið hans, en aðrir
fréttamenn við gröfina sem hann
átti að leggja blómsveiginn á sáu
hann gefa bílstjóranum skipun um
að aka burt og hann var greinilega
æstur.
Aðsúgurinn kom um 20 bylting-
arvörðum og lögreglumönnum á
staðnum á óvart og þeir gátu ekki
haft hemil á mannfjöldanum. Þeg-
ar fólkið gerði sér grein fyrir að
Waldheim var með þyrlunni kom
það hlaupandi að henni úr öllum
áttum og hrópuðu slagorð gegn
Waldheim, Bandaríkjunum og SÞ.
„Þú vinur Carters," hrópaði
einn maðurinn hæðnislega, „skil-
aðu honum kveðju minni." Margir
veifuðu ljósmýndum af látnum
ættingjum. „Það ætti að fleygja
Waldheim út úr íran,“ „SÞ eru
ieikbrúða Bandaríkjanna," hljóð-
Albert Camus, rithöfundur, 1960
= T.S. Eliot, skáld, 1965.
Innlent. 1917 Fyrsta tslenzka
ráðuneytið tekur við stjórn =
1656 d. Þorlákur Skúlason bisk-
up = 1891 d. Konráð Gíslason
prófessor = 1883 d. Jón landritari
Jónsson = 1937 Bátum sökkt í
Vestmannaeyjahöfn = 1948 Vél-
báturinn „Björg" kemur til
Reykjavíkur eftir langa hrakn-
inga = 1961 d. Björgvin Guð-
mundsson tónskáld.
Orð dagsins. Stefnur eru eins og
mannfólkið — þær snúa aftur til
sinna upphaflegu heimkynna —
Giovanni Ruffini, ítalskur rit-
höfundur (1807-1881).
uðu sum slagorðin. Einnig var
sönglað á ensku „Dauði yfir Cart-
er. Dauði yfir keisaranum".
Ghotbzadeh hafði sagt í gær að
ekkert yrði tilkynnt fyrirfram um
ferðir Waldheims af öryggis-
ástæðum.
Springer
yngri
fyrirfór
sér
Hamborg, 3. janúar. AP.
AXEL Springer yngri, elzti
sonur vestur-þýzka blaða-
kóngsins, svipti sig lífi með
skammbyssu í Hamborg í
gærkvöldi að sögn tals-
manns blaðaútgáfufyrirtæk-
isins í dag.
Springer var 38 ára gamall
og gegndi ritstjórastarfi hjá
vikublaði föður síns, „Bild
am Sonntag". Hann rak einn-
ig eigið Ijósmyndafyrirtæki í
Bonn undir nafninu Sven
Simon. Hann var fráskilinn
og átti tvö börn.
Springer-útgáfufyrirtækið
hefur aðalstöðvar sínar í
Hamborg. Það gefur út
dagblaðið Bild Zeitung,
stærsta dagblað landsins,
Die Welt og nokkur önnur
dagblöð og tímarit sem end-
urspegla íhaldssamar stjórn-
málaskoðanir eigandans.
Vegfarandi fann lík
Springers í morgun á bekk í
garði við Alster-vatn í Ham-
borg. Skammbyssan lá við
hliðina á honum á bekknum.
Hann hafði þjáðst af þung-
lyndi síðan hann veiktist af
ótilgreindum sjúkdómi fyrir
sex mánuðum að sögn tals-
mannsins.
Eining i Tyrklandi
gegn hryðjuyerkum