Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980 19 Margrét Astvaldsdótt- ir — Minningarorð Fædd 31. maí 1959 Dáin 15. desember 1979 Tuttugu ár er ekki löng mannsævi. En það er misjafnt hve djúp spor markast eftir hvern einstakling, hversu gamall sem hann verður. Þegar staldrað er við og litið á æviferil Margrétar Ástvaldsdóttur undrar kannski margan ókunnugan hve stórt skarð heggst við fráfall svo ungrar konu. Raunar brestur mig orð til að geta þakkað allt það góða er hún sýndi mér þau fimm ár er ég þekkti hana, og ég veit að það eru fleiri sem svo hugsa. Ég minnist hennar ungrar, brosmildrar stúlku aðeins sextán ára er Ingólf- ur dóttursonur minn kynnti hana fyrir mér sem konuefni sitt. Seinna þegar þau hófu búskap sinn á heimili sínu, Melgerði 3 í Reykjavík, kynntist ég brosinu betur og fann að þarna fór konu- efni sem var mér að skapi. Heima- kær, dugleg ung kona. Kona sem hugsaði um að vera börnum sínum góð móðir og manni sínum góð eiginkona. Þau höfðu þá eignast eldri dóttur sína, Huldu Klöru, f. 13. 9. 1975. Gagnvart mér gömlum manninum var hún slík, að vand- gert hefði betur verið. Alltaf hress og kát, tilbúin að spjalla eða hlusta og urðu þær margar stund- irnar er við gleymdum okkur yfir góðum sögum sem ég hafði að láni úr blindrabókasafninu. Hún þá gjarnan með handavinnu. Hjá okkur var ekki kynslóðabil þótt aldursmunurinn væri 65 ár. Og ekki rofnuðu vináttuböndin þegar þau fluttu í sitt eigið húsnæði, að Laufvangi 1 í Hafnarfirði. Ingólf- ur þá orðinn stýrimaður, fjöl- skyldan að stækka og framtíðin virtist svo björt. Nei, það var ekki líkt Möggu að gleyma afa gamla, því oft hringdi hún í mig eða jafnvel sótti mig og þá varð ég oftast að gista hjá þeim. Nú voru dæturnar orðnar tvær, Ása litla fæddist 24. 3. 1979. Og ekki var umhyggja Möggu síðri þótt fleiri deildu og var gaman að fylgjast með því hvað heimilið dafnaði. Síðan kemur þetta hræðilega slys sem enginn gat séð fyrir. Fjöl- skyldan unga er á leið til ömmu og afa í Keflavík, þar sem litlu stúlkurnar eru boðnar á jólaball, enda stutt til jóla. Það er oft erfitt að skilja Guðs vegi, en ég vil trúa því að þörf hafi verið á hennar milda brosi og kærleika í æðri heimi og þess vegna hafi hún verið hrifin svo skyndilega frá okkur, sem mest unnum henni og nutum ástúðar hennar hér á jörð. Það er mín einlæga ósk að hún verði í hópi þeim er ég vonast til að mæta Minning: Svava Jakobsdótt- ir frá Fagrabœ Fædd 23. ágúst 1908 Dáin 23. desember 1979. Hinn 23. desember sl. andaðist á Landspítalanum eftir erfiða og langa sjúkdómslegu Svava Jak- obsdóttir, Lönguhlíð 23, Reykjavík. Hún var fædd 23. ágúst í Fagrabæ í S-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Kristjana Kristjánsdóttir og Jak- ob Jakobsson. Ung fluttist Svava til Akureyrar ásamt foreldrum sínum og hóf störf í bakaríi þar, ásamt annarri vinnu er til bauðst á þessum árum. Svava giftist á Akureyri 11. ágúst 1934 eftirlifandi eiginmanni sínum, Garðari Jónssyni, sjó- manni. Hann var fæddur og upp- alinn við Klapparstíginn í Reykjavík. Svava fluttist suður og hóf búskap í Reykjavík, þar sem þau hafa ávallt búið síðan. Þau eignuðust fjóra syni, þá: Birgi, Baldur, Braga og Berg. Birgir er bifvélavirki en hinir eru allir prentarar. Oft voru erfiðir tímar á árum áður, aðallega í „síðari heims- styrjöldinni", en þá sigldi Garðar þegar ég hverf héðan. Megi góður Guð styrkja Ingólf, dæturnar og aðstandendur í þeirra miklu raun- um og sorg. Sigurður Ásmundsson. Hún Magga er dáin! Okkur berst helfregnin í barnaafmæli, sem einnig hún hefði verið stödd í með dæturnar ef það hefði ekki borið upp á sama dag og jólaballið í Keflavík. Allt hljóðnar og við getum varla trúað þessu. En kaldur veruleikinn blasir við. Minningarnar streyma að um þau tvö ár sem við bjuggum saman í húsi afa míns að Melgerði 3, Reykjavík. Þar kynntist ég þessari elskulegu stúlku, sem alltaf hafði einstakt lag á að draga fram björtu hliðarnar á tilverunni þeg- ar aðrir sáu ekkert nema gráan hversdagsleikann. En í stuttri kveðju sem þessari er ekki hægt að rekja allar þær góðu minn- ingar, sem ég geymi í huga mínum. Að endingu vil ég þakka Möggu allar okkar samverustund- ir, en ljúf er minningin um góða vinkonu. Eiginmanni og dætrum óska ég Guðs blessunar. Hvíli hún í Guðs friði. Gugga. á skipum Eimskipafélagsins. Svava minntist oft á það við mig hversu hræðilega löng þau ár voru. Svava bar ávallt hlýjan hug til Eimskipafélags íslands hf., því þar hefur eiginmaður hennar starfað í 58 ár, bæði til sjós og lands. Svava var sérstæð persóna. Hún hafði ekki mörg orð um hlutina, en þau hittu oft rétta leið. Hún hafði dvalið mikið á ýms- um sjúkrahúsum, aðallega Land- spítalanum þessi rúmu þrjú ár sem veikindin þjáðu hana. Starfs- fólki öllu sem hjúkruðu henni í veikindunum er þakkað fyrir á einlægan hátt. Ævisól hennar er til viðar gengin. Eiginmanni og fjölskyldu votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Vinur. Sífellt fleiri sæk j lítinn, traustan c Við ákváðum þv stóra glæsibifre heldur þrjár mir gerð sem á fran Honda Civic.Dr ast nú eftir að eiga g sparneytinn bíl. að hafa ekki eina ið í aukavinning í ár ni. Eftirsótta tíðina fyrir sér, égið verður 10. janúar Þrír eftirsóttir bílar dregnir út / • / W / i jum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.