Morgunblaðið - 04.01.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
23
Einna merkastar munu samt vera
rannsóknir hans á íslenska
rjúpnastofninum og sveiflum í
honum, en að þeim vann hann um
árabil í samstarfi við ýmsa fleiri.
Annars verður rannsóknastörfum
Finns gerð fyllri skil síðar á
öðrum vettvangi.
Auk þess þýddi hann og stað-
færði mjög þekkta breska bók um
evrópska fugla eftir Peterson o.fl.,
en á íslensku hlaut hún nafnið
Fuglar íslands og Evrópu, og kom
fyrst út 1962 en hefur verið
endurprentuð nokkrum sinnum.
Sú þýðing tókst fádæma vel, enda
var lögð í hana mikil vinna og allt
sem tvímælis gat orkað varðandi
málfar borið undir færustu sér-
fræðinga.
Á vegum Náttúrufræðistofnun-
ar tók hann þátt í rannsóknarleið-
angri til Alaska 1953, og stjórnaði
leiðangri stofnunarinnar til Norð-
austur-Grænlands sumarið 1955,
en fór þar fyrir utan ótal rann-
sóknaferðir hér innanlands.
Um tíma stundaði Finnur nokk-
uð náttúrufræðikennslu við fram-
haldsskóla í Reykjavík, og allt til
hins síðasta var hann óþreytandi
við að leiðbeina ungum
áhugamönnum um náttúrufræði
og náttúrufræðinemum sem til
hans leituðu og verður það starf
seint of metið.
Finnur vann merkilegt braut-
ryðjandastarf í íslenskum nátt-
úruverndarmálum. Hann var for-
maður Fuglafriðunarnefndar í 28
ár, og átti sæti í Náttúruverndar-
ráði í 20 ár, og var ávallt í
fylkingarbrjósti á því sviði þann
tíma; t.d. var hann einn helsti
hvatamaðurinn að friðun Mý-
vatns- og Laxársvæðisins. Auk
þess lagði hann grundvöllinn að
samstarfi íslands við ýmsar al-
þjóðastofnanir og samtök á sviði
náttúruverndar.
Þá var Finnur um tíma í stjórn
Hins íslenska náttúrufræðifélags
og í stjórn raunvísindadeildar
Vísindasjóðs. Nokkur erlend félög
fuglafræðinga gerðu hann að kjör-
félaga sínum, önnur kusu hann
heiðursfélaga. 1960 var honum
veittur Riddarakross Fálkaorð-
unnar fyrir embættis- og rann-
sóknastörf.
Finnur var efitrminnilegur per-
sónuleiki, það sópaði að honum
alls staðar þar sem hann fór og
hann vann heilshugar að öllu sem
hann tók sér fyrir hendur. Hann
sagði gjarnan bæði kost og löst á
mönnum og málefnum sem til
umræðu voru, var enginn jábróðir
viðmælenda sinna og gat jafnvel
átt það til að segja mönnum
umbúðalaust til syndanna, en tók
því ekkert illa þó honum væri
svarað í sömu mynt og mat menn
jafnvel meir fyrir bragðið. í vina-
hópi var hann hrókur alls fagnað-
ar, þar naut sín vel hið ríka
skopskyn hans og skemmtilegi
húmor.
Finnur Guðmundsson var rúm-
lega sjötugur þegar hann lést,
fæddur 22. apríl 1909. Hann var
kvæntur Guðríði Gísladóttur, sem
nú er látin, og áttu þau tvær
dætur, Helgu og Guðrúnu.
Um leið og Náttúrufræðistofn-
un Islands og Náttúruverndarráð
þakka Finni af alhug allt það sem
hann vann þeim, votta þær fjöl-
skyldu hans samúð vegna fráfalls
hans.
Eyþór Einarsson
Þessar fáu línur eru skrifaðar
til að kveðja gamlan bekkjarbróð-
ur og vin. Aðrir munu sjálfsagt
fjalla um vísindastörf dr. Finns
Guðmundssonar.
Dr. Finnur var án efa meðal
svipmestu manna sinnar sam-
tíðar. Hann var mikill að vallar-
sýn og miklum gáfum gæddur. í
engu var hann meðalmaður.
Kynni okkar Finns hófust, þeg-
ar við settumst í 4. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík haustíð 1926.
Hið sama haust hóf faðir Finns,
Guðmundur G. Bárðarson, hinn
kunni náttúrufræðingur, kennslu í
náttúrufræði við skólann.
Auðvitað vakti Finnur strax
athygli fyrir það, að hann bar
höfuð og herðar yfir alla pilta í
skólanum í bókstaflegum skiln-
ingi. Hafði hann um vöxt og
yfirbragð svipmót ættar sinnar,
því að móðurfaðir hans og nafni,
Finnur fræðimaður Jónsson,
bóndi á Kjörseyri í Strandasýslu,
var kominn af Finni biskupi
Jónssyni í beinan karllegg. Þótti
okkur, sem fyrir voru í bekknum,
góður liðsauki að Finni og raunar
að öllum þeim ágætu piltum, sem
lokið höfðu gagnfræðaprófi við
Akureyrarskóla og bættust í hóp
okkar sunnanmanna.
Finnur var alltaf bráðfyndinn
og skemmtilegur. Hafði hann
mjög næmt auga fyrir hinu bros-
lega. Jafnvel þegar í skóla var
hann orðinn víðlesinn, bæði í
íslenzkum bókmenntum og erlend-
um. Var honum æ sýnt um að
greina hismið frá kjarnanum.
Þegar innan við fermingu var
hann byrjaður að athuga fugla og
hátterni þeirra. Vafalaust hefur
faðir hans örvað hann, en þó er
öruggt, að honum hefur verið
athugunargáfan í blóð borin. Hún
var alla ævi svo ríkur þáttur í fari
hans. Varð hann að lokum, sem
kunnugt er, einhver snjallasti
fuglafræðingur landsins, bæði
fyrr og síðar. Gat hann sér frægð
víða um heim meðal sérfræðinga
fyrir vísindalegar athuganir sínar,
enda hlotnaðist honum ýmiss kon-
ar heiður og viðurkenning á al-
þjóðlegum vettvangi fyrir vísinda-
störf sín.
En þó að Finnur væri sérfróður
á þessu sviði, átti hann miklu
fleiri áhugamál. Hann var t.a.m.
mikill bókamaður. Hafði hann
eignast ágætt safn íslenzkra bóka
og bóka á erlendum tungum um
Island. Var unun að sjá, hve vel
var um safn hans gengið. Birtist
þar nákvæmni sú og alúð, sem
Finni var eiginleg í öllu, er hann
fékkst við.
Á síðastliðnu vori héldum við
bekkjarsystkinin hátíðlegt
fimmtíu ára stúdentsafmæli okk-
ar. Finnur tók þátt í þeim fagnaði,
glaður og reifur að vanda, þó að
hann væri þá þegar sjúkur orðinn
af því meini, sem nú hefur leitt
hann til dauða. Bar hann sjúkdóm
sinn af frábæru æðruleysi og
karlmennsku.
Finnur var ákaflega tryggur
vinum sínum, traustur og ábyggi-
legur, svo að allt stóð eins og
stafur á bók, sem hann lofaði.
Móðir Finns, frú Helga Finns-
dóttir, lifði mann sinn í mörg ár.
Var hún hin mesta merkis- og
rausnarkona. Bjó Finnur hjá móð-
ur sinni fyrstu árin eftir að hann
var kominn heim frá námi í
Þýzkalandi. Við, vinir hans, kom-
um oft á heimili frú Helgu og var
jafnan tekið með rausn og prýði.
Síðar, þegar Finnur var sjálfur
búinn að stofna heimili með sinni
ágætu konu, Guðríði Gísladóttur,
sýslumanns og sendiherra,
Sveinssonar, fögnuðu þau hjón
gestum af sömu hlýju og rausn,
sem þau höfðu vanizt í foreldra-
húsum. Þau eignuðust tvær dætur,
Helgu og Guðrúnu. Helga er
húsfrú hér í borg, en Guðrún er
búsett í London.
Nokkru fyrir jól tókst Finnur
ferð á hendur til London, m.a. til
að heimsækja dóttur sína.
Ég veit að bekkjarsystkinin
taka öll undir með mér, er ég votta
dætrum Finns og öðrum ástvinum
innilega samúð um leið og við
þökkum ógleymanleg kynni við
mikinn drengskaparmann.
Jón Gíslason
Högni Eyjólfsson
— Minningarorð
Fæddur 19. júní 1905.
Dáinn 22. desember 1979.
Mig langar til að minnast i
örfáum orðum hans Högna afa
eins og ég kallaði hann eftir að ég
hafði kynnst honum og tengst inn
í hans fjölskyldu.
Högni Eyjólfsson var fæddur í
Reykjavík. Sonur hjónanna Eyj-
ólfs Friðriksssonar og Helgu Guð-
mundsdóttur, er bjuggu að Njáls-
götu 25, Reykjavík.
Hann var einn sex systkina og
eftirlifandi eru þau Guðmundur,
Ásta og Þóra er öll búa í
Reykjavík.
Öngur að árum hóf hann nám í
rafvirkjun hjá Halldóri Guð-
mundssyni rafvirkjameistara.
Vann hann svo hjá Halldóri og
Júlíusi Björgvinssyni, einnig hjá
Rafmagnsveitum Reykjavíkur og
Johan Rönning. Árið 1932 var
hann ráðinn til Bæjarsíma
Reykjavíkur og vann þar við síma-
og raflagnir til 65 ára aldurs.
Hann giftist eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Einarsdóttur, fyrir
tæpum fimmtíu árum. Þeim varð
tveggja barna auðið. Þau heita
Guðrún Helga, gift Val Magnús-
syni, eiga þau þrjá syni, og
Eyjólfur kvæntur Kristjönu Heið-
dal, og eiga þau tvær dætur og
einn son.
Það hefur verið mér sérstök
hamingja að kynnast slíku val-
menni sem Högni var og það var
okkur hjónum mikið gleðiefni að
þeim hjónum skyldi auðnast að
heimsækja okkur hingað í Borg-
arnes í fyrrasumar. Þrátt fyrir
háan aldur og vanheilsu. Hins
vegar urðu ferðir okkar fleiri til
þeirra að Barmahlíð 25 og þar var
okkur alltaf tekið með jafn mikl-
um hlýjug og kærleika.
Hann hafði gott minni og
skemmtilega kímnigáfu er naut
sín vel er hann sagði okkur sögur
og fróðleik frá fyrri tíð.
Með honum hefur fallið frá
mjög kærleiksríkur afi og langafi
sem er sárt að sjá á bak, en
auðfundið var hversu náið og
einlægt samband barnanna var
við hann.
Ég bið æðri máttarvöld að veita
þeim öllum styrk, ömmu Siggu,
börnunum, systkinum og fjölda
vina.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingileif.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og
með góðu línubili.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Auöbrekku 65 þing-
lýstri eign Vogs hf., fer fram á eigninni sjálfri
föstudaginn 11. janúar 1980 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Morgunblaöið
óskar eftir
blaðburöarfólki
Uppl. í síma 35408
Vesturbær: Úthverfi:
Hávallagata. Miðbær. Karfavogur Heiðargerði
Granaskjól Selvogsgrunnur
Austurbær: Kópavogur:
^ver^sgata 4 — 62. Hlíðavegur II, Hófgerði
fttofBtutVbifriÞ
Skíðadeildir Í.R. og Víkings ásamt Feröa-
skrifstofu Úlfars Jakobsen auglýsa skíðaferðir
í skíðalönd félaganna í Hamragili og Sleggju-
beinsskarði.
Frá og meö laugardeginum 5. verða lyftur
opnar alla daga.
Almenningskennsla um helgar ásamt æfing-
um fyrir keppendur.
Þriðjudaga og fimmtudaga
Bíll I.
Frá Mýrarhúsaskóla kl. 17.30
Esso v/Nesveg
Holfsvallag./Hringbraut
Umferðarmiöstöö/Verzlunarbanki
Valsheimilið Hlíöarenda
Miklabraut/Shellstöö
Austurver
Bústaðavegur/Réttarholtsvegur
Garðapótek
Vogaver
Breiösholtskjör kl. 18.15
Bíll II.
Frá Benzínstöðvum Reykjavíkurveg Hafnarfiröi
kl. 17.30
Biðskýli/Ásgarð Stekkjarbakki/Miöskógar
Biöskýli Karlabraut Seljabraut/Seljaskógar
Biöskýli/Silfurtún
Víghólaskóli
Verzl. Vörðufell
Esso Smiöjuveg
Seljabraut/Flúðasel
Fellaskóli
Straumnes
Arahólar/Vesturberg
Frá Breiöholtskjöri kl. 18.15
Laugardaga og sunnudaga veröur ekiö frá JL
húsinu kl. 10.30 um Umferöarmiðstöö, Hamrahlíð,
Miklubraut, Vogaver og Breiöholtskjör.
Nánari upplýsingar gefur Ferðaskrifstofa Úlfars
Jakobsen síma 13491 — 13499 á skrifstofutíma. Um
helgar símsvari Hópferðarmiöstööinni sími 82625.
Mætið tímanlega. Geymið auglýsinguna.