Morgunblaðið - 04.01.1980, Side 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JR«r0unbtat>ib
^SÍminn á afgreiðslunm er
83033
JW«rounbInbib
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1980
Mörsugur hófst á annan í jólum og enn eru 356 dagar til næstu jóla, enda árið degi lengra en síðasta ár vegna
hlaupársdagsins. Aðeins á eftir að þreyja þorrann og góuna með hækkandi sól þar til vor verður í lofti. Ljósm.: Emiiia
Samþykkt borgarstjórnarmeirihlutans í gærkveldi:
Tugir borgarstarfsmanna
missa vinnuna á þessu ári
STARFSMÖNNUM Reykja-
víkurborgar verður nú ekki
lengur heimilt að vinna
nema til 71 árs aldurs,
samkvæmt samþykkt meiri-
hluta borgarstjórnar í
gærkveldi. Er þetta breyt-
ing frá þeirri stefnumörk-
un, sem samþykkt var í
sumar sem leið að tilhlutan
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
Póstránið:
2 handtekn-
ir en sleppt
TVEIR SandKerðinjjar voru
handteknir í fyrrakvöld vegna
rannsóknar póstránsins í
Sandgerði. Voru þeir hafðir i
haldi þar til í gærdag og þá
sleppt.
Að sögn Erlu Jónsdóttur var
ekki talin ástæða til að halda
þeim að svo komnu máli, en
lögreglumenn tóku í gær
skýrslu af Unni Þorsteinsdótt-
ur póstmeistara. Ekki var frek-
ari fréttir að hafa í gærkvöld af
gangi rannsóknarinnar.
—vegna
aldurs-
takmarka
flokksins, að engin aldurs-
takmörk giltu á meðan fast-
mótaðar reglur um það efni
væru ekki fyrir hendi. Þar
sem tillaga meirihlutans
var samþykkt af fulltrúum
Alþýðubandalags, Fram-
sóknarflokks og Alþýðu-
flokks er ljóst að nokkrir
tugir aldraðra starfsmanna
borgarinnar munu missa
vinnuna á næstunni.
I tillögunni sem samþykkt var í
gærkveldi segir m.a. að starfs-
mönnum borgarinnar sé heimilt
að starfa til 71 árs aldurs, eða
næstu mánaðamóta þar á eftir. í
tillögunni felst einnig, að starfs-
manni sé ekki skylt að láta af
starfi fyrr en þremur mánuðum
liðnum frá samþykkt þessari.
Þessi samþykkt er þrenging á
samþykkt borgarstjórnar frá 5.
júlí s.l. en þá var kveðið á um, að
engum starfsmanni, sem hætta
ætti fyrir aldurs sakir, væri skylt
að hætta. Þetta var gert vegna
þess að þá sem og nú voru í
endurskoðun reglur um aldurs-
mörk borgarstarfsmanna og var
endurskoðun ekki lokið. Enn
stendur þessi endurskoðun yfir, en
eins og áður sagði hefur nú verið
tekin ákvörðun um að segja þeim
starfsmönnum upp störfum sem
náð hafa tilskildu aldurshámarki.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
voru á móti þessari tillögu og
lögðu fram sérstaka bókun, en í
henni felst andstaða við hugmynd-
ir meirihlutans um uppsagnir
aldraðra starfsmanna borgarinn-
ar.
Nokkrar umræður urðu um
EYÐUBLÖÐ vegna skatt-
framtals eru nú i prentun og
verða væntanlega tilhúin til
útburðar í næstu viku eða
kringum miðjan mánuðinn.
Að sögn Ævars ísberg vararík-
isskattstjóra er framtalsfrest-
ur samkvæmt lögum nú til 10.
febrúar í stað 31. janúar áður.
Þá er einnig verið að ganga frá
þessa tillögu meirihlutans og með-
al annarra tók til máls Guðrún
Helgadóttir, borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins. Hún sagði það
ábyrgðarleysi að fella þessa til-
lögu meirihlutans og minnti á, að
nú væri tvíráðið í sumar stöður
hjá borginni og væri það afleiðing
samþykktar borgarstjórnar frá 5.
júlí s.l., eins og borgarstjóri hefði
bent á. Þá bað Guðrún minnihluta
borgarstjórnar um að samþykkja
þessa tillögu og bjarga þar með
þeim sem að þessum málum ynnu
út úr því öngþveiti sem í þessum
málum ríkti hjá borginni.
launamiðum og gögnum er til-
heyra þeim og hefur verið ákveðið
að frestur til að skila launamiðum
verði 23. janúar í stað 19. janúar
eins og verið hefur undanfarin ár.
Framtalseyðublöðin eru útbúin
samkvæmt núgildandi skattalög-
um og þarf ekki að breyta þeim
þótt það frumvarpi er liggur nú
fyrir Alþingi verði að lögum.
Framtalsfrestur
er til 10. febrúar
Viðræð-
ur halda
áfram
„VIÐRÆÐUM verður haldið
áfram og, ég legg áherzlu á, að
Iínur skýrist sem fyrst," sagði
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins í samtali við
Morgunblaðið í gær. Geir varðist
að öðru leyti allra frétta af
stjórnarmyndun sinni, sem nú
hefur staðið frá 27. desember
síðastliðnum.
í gær voru haldnir þingflokks-
fundir bæði í þingflokki Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks. A
þessum fundum var rætt almennt
um stjórnmálaviðhorfið, en engar
ákvarðanir teknar.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær, leggur formaður
Sjálfstæðisflokksins áherzlu á, að
í ljós verði komið, um það leyti,
sem Alþingi kemur saman eftir
jólaleyfi, hvort stjórnarmyndun
hans takist eða ekki. Alþingi á að
koma saman að öllu forfallalausu
hinn 8. janúar næstkomandi.
Brotnaði á
báðum fótum
VINNUSLYS varð um borð í
Hafrúnu ÍS frá Bolungarvík
í gærmorgun, þar sem bátur-
inn lá í Hafnarfjarðarhöfn.
Það var um klukkan 9.30 að
verið var að setja lúgur yfir
lestar bátsins. Voru þær að
renna í réttar skorður þegar
maður kom skyndilega upp
úr lestinni og skipti engum
togum að lúgurnar skullu á
fótum hans svo að hann
fótbrotnaði á báðum fótum.
Meiðsli mannsins voru mjög
alvarleg og var hann marga
klukkutíma á skurðarborðinu
í dag.
Skjálfti
við
Leirhnúk
Mældist 4 stig
ALLSNARPUR jarðskjálfti
fannst í Mývatnssveitinni um
kl. 4 í gærdag og átti hann
upptök sín suðaustan við Leir-
hnjúk. Að sögn Karls Grön-
volds mældist skjálftinn 4 stig
á Richterskvarða.
Karl Grönvold sagði að venju-
lega væri talað um tvenns konar
skjálfta, annars vegar í aðdrag-
anda kvikuhlaups og hins vegar
skjálfta sem fylgdu hlaupum og
teldist þessi til fyrrnefnda
flokksins. Hefur ekki fundist svo
stór skjálfti síðan í september
1975 í aðdraganda umbrotanna
er urðu í desember 1975.
Að sögn Kristjáns Þórhalls-
sonar fréttaritara Mbl. í Mý-
vatnssveit fannst skjálftinn vel í
Reykjahlíðarhverfinu. Karl
Grönvold sagði menn nyrðra
ekki lengur kippa sér upp við
skjálfta, en ljóst væri að mikil
spenna væri nú á svæðinu við
Leirhnjúk, þótt útiiokað væri að
segja til um hvenær þar kynni
að draga til tíðinda.