Morgunblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR
9. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Tveir bíða bana í fanga
uppreisn í Afghanistan
Ættingjar fanga í fangelsi
skammt utan við Kabul brutust
inn í fangelsið. Síðar kom til
átaka milli hermanna og fang-
anna og ættingja þeirra og biðu
tveir menn bana. Stuttu eftir að
þessi mynd var tekin var er-
lendum ljósmyndurum og hlaða-
mönnum vísað frá af vonniiðnm
Kabul. Moskvu, London. París.
11. janúar. AP.
KARMAL forseti Afghanistan sagði í dag að sovézkar
hersveitir yrðu kvaddar heim frá Afghanistan jafn-
skjótt og Bandaríkin, Kína og önnur erlend ríki hættu
stuðningi við íslamíska uppreisnarmenn í landinu.
Karmal bætti því við, að Rússar hefðu aldrei skipt sér af
innanríkismálum í nokkru ríki og svo væri ekki heldur
í Afghanistan. Nú er talið að um eitt hundrað þúsund
sovézkir hermenn séu í landinu og taka þeir virkan þátt
í bardögum gegn uppreisnarmönnum.
Uppreisn var gerð í fangelsi
skammt utan höfuðborgarinnar
Kabul í dag, þegar nokkrum fang-
anna var gefið frelsi. U.þ.b. 800
menn, ættingjar fanga, brutust
inn í fangelsið þegar í ljós kom að
aðeins átti að sleppa fáum þeirra,
sem í fangelsinu voru. Gengu
fangarnir til liðs við þá og kom til
átaka við lögreglu og verði. Einn
afghanskur hermaður beið bana
og einn óbreyttur borgari. Fang-
arnir og stuðningsmenn þeirra
hrópuðu ókvæðisorð um Sovétrík-
in og stjórnina í Kabul. Sovézkir
hermenn komu fljótt á vettvang
og var uppreisnin bæld niður á
skömmum tíma.
Brezka stjórnin kvaddi sendi-
herra sinn í Kabul heim til
viðræðna í dag. Bretland hefur
ekki viðurkennt hina nýju vald-
hafa í Afghanistan.
Talsmaður Indiru Gandhi,
væntanlegs forsætisráðherra
Indlands, sagði í dag að hún tæki
trúanlegar fyrirætlanir Sovétríkj-
anna um að kalla heim herlið sitt í
Afghanistan, þegar stjórnin í
Kabul óskar eftir því.
Sjá nánar: „Ekkert
korn ... “ á bls.
19 í Mbl. í dag.
Sameinuðu þjóðirnar:
Marchais, leiðtogi franska
kommúnistaflokksins, sagði í dag,
að íhlutun Sovétríkjanna í Afg-
hanistan væri réttlætanleg, þar
sem um hana hefði verið beðið á
grundvelli vináttusamnings þjóð-
anna.
Atkvæðagreiðsla í dag
um Af ghanistanmálið?
S.Þ.:
Refsiaðgerð-
ir gegn Iran?
New York, 11. janúar. AP.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna var boðað til fundar síðdcgis á
fóstudag til að fjalla um tillögu
Bandaríkjanna þess efnis, að efna-
hagslegum refsiaðgerðum verði
beitt gegn Iran, þar til bandarísku
gíslunum í Teheran verður sleppt. í
tillögu, sem fulltrúi Bandaríkjanna
lagði fram í ráðinu, er gert ráð fyrir
þvi að öllum viðskiptum við Iran
verði hætt, nema sendingum matar
og lyfja. Einnig er gert ráð fyrir
algeru samgöngubanni við íran og
stöðvun allrar annarrar þjónustu.
Búizt er við því, að Sovétríkin beiti
neitunarvaldi sínu gegn þessari til-
lögu, en sendiherra þeirra hefur sagt
að aðgerðir sem þessar væru íhlutun
í innanríkismálum í íran.
New York, Washington. 11. janúar. AP.
UMRÆÐUR fóru í gær fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um
innrás Sovétríkjanna í Afghanistan og tóku fulltrúar margra ríkja til
máls og fordæmdu innrásina. í þeirra höpi voru sendiherrar Kína,
Japans, Pakistans, Kuwaits og Kanada. Lýstu þeir allir áhyggjum
sínum vegna þróunar mála í Afghanistan, en sendiherra Sovétríkjanna
og utanríkisráðherra Afghanistans andmæltu og kváðu atburðina i
landinu vera mál Afghana og Sovétmanna einna og innanrikismál í
Afghanistan.
Búist er við því að gengið verði
til atkvæða um tillögu, þar sem
Sovétríkin eru hvött til að kalla
heim herlið sitt, þegar umræðum
lýkur einhvern tíma dags á laugar-
dag. Að tillögunni standa ýmis ríki
múhameðstrúarmanna og önnur
ríki þriðja heimsins. Miklar líkur
eru taldar á því að tillagan hljóti
samþykki.
Vance utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sagði í dag að búast mætti
við því að þær aðgerðir, sem
Bandaríkin hafa gripið til gegn
Sovétríkjunum verði lengi í gildi.
Joe Clark forsætisráðherra Kan-
ada sagði í dag að Kanadamenn
mundu hafa frumkvæði að því að
reyna að fá Ölympíuleikana flutta
frá Moskvu til einhverrar annarrar
borgar, e.t.v. til Montreal, þar sem
leikarnir voru haldnir árið 1976.
Verkalýðsfélög í Bandaríkjunum
ákváðu í dag að hætta að afgreiða
flugvélar sovézka flugfélagsins
Aeroflot í New York og Washing-
ton. Áður höfðu stjórnvöld ákveðið
að draga út tíðni ferða félagsins
milli sovétríkjanna og borga í
Bandaríkjunum.
Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga í
Brussel fordæmdu í dag innrásina í
Afghanistan og kröfðust þess að
allt sovézkt herlið yrði þegar kvatt
heim.
Júgóslavar efla varnir
Belgrad, 11. janúar. AP.
ALLIR helztu leiðtogar Júgó-
slavíu að Tito forseta undan-
skildum komu saman til fundar
í Belgrad í dag til að ræða um á
hvern hátt mætti efla varnir
landsins. Tito liggur nú á
sjúkrahúsi í Norður-Júgóslavíu.
Á fundinum í Belgrad voru
saman komnir meðlimir í for-
sætisnefnd júgóslavneska
kommúnistaflokksins og helztu
forystumenn í stjórnkerfinu. í
frétt Tanjug-fréttastofunnar í
Júgóslavíu höfðu fundarmenn
áhyggjur af að „ástand alþjóða-
mála hefði versnað alvarlega."
Ákváðu þeir að bæta varnakerfi
landsins og efla neyðarkerfi
þau, sem gripa skal til komi til
styrjaldar.
Að sögn Tanjug-fréttastof-
unnar var á fundinum rætt um
„atburðina í Afghanistan," en
stjórn landsins hefur lýst yfir
vanþóknun sinni á hernaðar-
íhlutun Sovétríkjanna þar í
landi.
Ekki er talið að fundurinn í
dag standi í sambandi við veik-
indi Titos, en hann hefur verið
frá störfum um nokkurt skeið.
Tito, sem er 87 ára að aldri,
dvelur í einangrun á sjúkrahúsí í
júgóslavnesku ölpunum og ber-
ast þaðan litlar fréttir af líðan
hans.
Chen Chu, sendiherra. Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, og Shah
Mohammad Dost, utanríkisráðherra Afghanistans, flytja mál sitt á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna i New York í gær.
(Simamyndir AP)
Rhodesía:
Bardagar skæruliða
og stiórnarhersins
Salisbury. 11. janúar AP.
HERMENN úr Rhódesíuher skutu í
dag til bana sjö skæruliöa, sem
neituðu að leggja niður vopn og
fallast á vopnahlé það. sem samið
hefur verið um milli hinna
stríðandi aðila í landinu. Þetta er í
fyrsta sinn eftir að vopnahléð tók
formlega gildi, að mannfall verður
í skærum stjórnarhersins og skæru-
liða.
Skæruliðarnir, sem drepnir voru,
komu úr röðum Nkomos, en þeir
höfðu verið sakaðir um að bera
ábyrgð á dauða sex óbreyttra borg-
ara fyrr í þessari viku, þegar kom til
skotbardaga milli lögreglu og skæru-
liða, sem staðnir voru að búðarráni í
bænum Lupana í suðvesturhluta
Rhódesíu.
Handsprengju og tveimur
benzínsprengjum var í dag varpað
inn á heimili eins helzta ráðgjafa
skæruliðaleiðtogans Roberts Mug-
abe. Eldur kom upp í húsinu, en
engan sakaði.
Kenneth Kaunda forseti Zambíu
varaði í dag brezku stjórnina við því
að missa tökin á þróun mála í
Rhódesíu og hvatti jafnframt skæru-
liðahreyfingarnar í landinu til þess
að standa saman. Kaunda endurtók
jafnframt, að Zambía mundi viður-
kenna stjórn sigurvegara kosn-
inganna, sem ráðgerðar eru í Rhód-
esíu í lok febrúar, svo fremi að
kosningarnar fari heiðarlega fram.