Morgunblaðið - 12.01.1980, Side 11

Morgunblaðið - 12.01.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 11 Hjóna- band I KINA er konum yngri en 26 ára og körlum yngri en 28 ára meinað að ganga i hjónaband. Rökin fyrir þessari reglu eru m.a. þau, að hjónabönd, sem stofnað er til af fólki með þann aldursþroska, séu líklegri til þess að verða hamingju- söm og varanleg. Gömul saga mun vera því að baki, að greinarmunur er þar gerður milli kynjanna. En hvort sem rökin fyrir ofangreindri reglu Kínverja eru haldbær eða ekki, — þá var nýlega gerð saman- burðarkönnun í Bretlandi á aldri hjónaefna og varanleik hjónabands- ins og var niðurstaða þeirrar könn- unar sú að lægsta skilnaðarhlutfall- ið væri meðal þeirra hjóna, sem verið höfðu á þrítugs- og fertugs- aldri er þau gengu í hjónabandið. Og jafnframt að það fólk sem líklegast var til þess að ganga í gegnum skilnað við maka sinn væri það sem gengið hefði í hjónaband yngra en 25 ára. Þá kom það fram i þessari könnun, að meðalaldur þeirra sem nú ganga í hjónaband í Bretlandseyjum sé yfirleitt nokkru hærri en meðalaldurinn var fyrir aðeins fáum árum eða í byrjun sjöunda áratugarins. Afleiðing þessa er svo talin líkleg, að hlutfall hjónaskilnaða muni fara lækkandi í lok þessa áratugar. I niðurstöðunni var þess ennfremur getið, að meðal- aldur mæðra með fyrsta barn hefði hækkað þar í landi, frá því sem var í byrjun síðasta áratugar. Hver staðreyndin er á íslandi í þessu efni hefur ekki verið kannað. Af hverju giftingaraldur fólks hefur hækkað og af hverju hjónabönd fólks sem giítir sig eftir 25 ára aldur reynast oft varanlegri en þess sem giftir sig yngra en flókið og margbrotið rannsóknarefni fyrir fé- lagsfræðinga og aðra fræðinga, — og ekki ómerkilegra könnunarefni en svo mörg önnur sem lagt er útí. Aldursþroski kemur ekki að sök, — hafa viðhorf karla og þá ekki sízt kvenna breytzt og eru möguleikar ungs fólks nú fjölbreyttari en fyrir um 20 árum, — kemur og óvígð sambúð inn í myndina! Gamall írskur brandari hljóðar á þessa leið: María og Jón hafa daglega tekið sér göngutúr saman í tuttugu ár, þegar María spyr Jón á fertugsafmælisdegi sínum hvort ekki sé tími til þess kominn fyrir þau að huga að hjónabandi. Jón svarár: „Satt segirðu vinkona, — en hver heldurðu að tæki okkur nú, við komin á þennan aldur?“ Það getur verið að þjóðfélagskerfið í Kína hafi sitt að segja um varanleik hjóna- banda fólks þar í landi, — Kínverj- ar eiga líka fjölda siðgæðisreglna og sagna, sem eiga að hjálpa fólki m.a. til þess að verða góðir verkamenn, góðir þjóðfélagsþegnar, góðir mak- ar. Fyrir maka er eftirfarandi heilræðavísa: „Þaö er erfitt: Að gleyma Að biðjast afsökunar Að spara peninga Að vera óeigingjarn Að gera ekki mistök Að byrja aftur frá grunni Að gera gott úr hlutunum Að hafa stjórn á skapi sínu Að hugsa fyrst og framkvæma síðan Að halda í horfinu Að vera tillitssamur Að viöurkenna eigin mistök Að taka ráöleggingum Aö fyrirgefa En þaö borgar »ig.“ Sigrún Gísladóttir skrifar Stokkhólmsbréf Volvo í byrjun desember undirritaði Per Gyllenhammar, forstjóri Volvo, samning við frönsku risa- bílaverksmiðjurnar Renault um tæknilega samvinnu. Forsvars- menn Volvo hafa lengi leitað ákjósanlegs meðeigenda við framleiðslu á nýjum gerðum fólksbíla, sem er það kostnaðar- samt, að fyrirtækið eitt sér stendur ekki undir slíkri fram- leiðslu. Fyrr á árinu höfðu farið fram miklar viðræður við Norðmenn. Það undarlega var að almenn- ingur í löndunum virtist ekkert of hrifinn af hugmyndinni um sænsk-norskan Volvo. Ríkis- stjórnir landanna voru málinu hlynntar og reyndu að greiða götu samningsins, en þrátt fyrir það misheppnaðist tilraunin. Voru það hluthafarnir í Volvo, sem komu í veg fyrir að samn- ingurinn yrði að veruleika. Samningurinn milli Volvo og Renault felur í sér, að um áramótin verður Renault hlut- hafi í fólksbílaframleiðslu Volvo, sem um leið verður að nýju fyrirtæki — Volvo fólksbílar AB. í fyrstu fær Renault 10 prósent af hlutabréfunum í þessu nýja fyrirtæki en hefur síðar mögu- leika á að hækka sinn hlut upp í 20 prósent. Renault-samningur- inn gefur Volvo 330 milljónir sænskar. Skattalækkanir Samþykkt var í þinginu frum- varp stjórnarflokkanna um lækkun skatta. Vinstri flokkarn- ir voru mótfallnir frumvarpinu, en þrátt fyrir aðeins eins þing- sætis meirihluta stjórnarflokk- anna, var það samþykkt síðasta daginn fyrir jólafrí þingsins. Aðalatriði þessara nýju skatta- laga er að hæsta skattþrepið lækkar úr 85% í 80 prósent. Gösta Bohman og Hægri flokkurinn hafa barist hart fyrir lækkun skattstigans. Ingemar Mundebo (þjóðarfl.) fjárlagaráð- herra hefur lýst því yfir að takmarkið sé að lækka hæsta skattþrepið niður í 50 prósent. Telur hann hina háu skatta vera eitt mesta vandamál skattakerf- isins í dag, sem auki skattsvik og leiði jafnvel til landflótta. Það borgar sig ekki lengur að vinna og spara, ekki heldur að taka sér aukavinnu, þar sem launþeginn heldur það litlu eftir skattinn. Þetta leiðir til þess að allt of margir velja að vinna hlutastörf og neita allri yfirvinnu. Þá hafa á þingi verið ræddar gildandi reglur um skattafrádrátt, m.a. ótakmarkaðan vaxtafrádrátt. Mundebo viðurkennir að þeim reglum sé í mörgu ábótavant, en þeim sé erfitt að breyta, eins og augljóst sé þegar jafnaðarmenn hafa haft til þess fjörutíu ár en ekki tekist. Mundebo telur að það markmið að lækka hæstu skattþrepin niður í 50 prósent fyrir alla sé ekki ómögulegt heldur nauðsynlegt. Þó að því takmarki yrði náð verður Svíþjóð engin skattaparadís. Trúlega heldur landið áfram að hafa hæstu skatta í heimi, hærri en jafnaðarmanna-stjórnir nágrannalandanna hafa talið skynsamlegt. Kjarnorkan í Svíþjóð eru nú sex kjarn- orkuver í notkun, önnur fjögur eru tilbúin til notkunar og tvö eru í byggingu. Þingið hefur samþykkt að hinn 23. marz 1980 skuli fara fram þjóðaratkvæða- greiðsla um hlut kjarnorkuver- anna við orkuframleiðslu í fram- tíðinni. Greidd verða atkvæði um þrjár mismunandi tillögur. Á síðustu stundu tókst flokknum að leggja fram tillögur þær, sem kosið verður um í marz. Margt bar á milli. Hægri flokkurinn, jafnaðarmenn og þjóðarflokkur- inn, sem eru fylgjandi notkun kjarnorku, urðu að koma sér saman um fjölda kjarnorkuvera (6, 12 eða jafnvel enn fleiri), hvort stefna bæri að því að hætta notkun kjarnorkuveranna og þá á hve löngum tíma. Um tíma leit út fyrir að flokkarnir þrír gætu staðið sameiginlega að einni tillögu. En svo varð þó ekki, því jafnaðarmenn gerðu það að skilyrði, að öll kjarnorku- ver væru ríkiseign. (I dag á ríkið meirihluta í þeim öllum); Já- tillögurnar urðu þess vegna tvær, báðar leyfa rekstur 12 kjarnorkuvera í 25 ár en Hægri flokkurinn gerir það ekki að skilyrði að þau séu eign ríkisins. Miðflokkurinn og kommúnistar standa saman að neitillögunni, sem aðeins leyfir rekstur 6 kjarnorkuvera, sem verði smám saman lögð niður á næstu tíu árum. Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun njóta já-tillögurnar tvær mun meira fylgis heldur en nei-tillagan. Á Lúsíudaginn, 13. desember, gengu um 30 þúsund mótmæl- endur kjarnorku, þar af 15 þúsund um miðborg Stokkhólms, með logandi kyndla sem tákn sólarinnar, og sungu Lúsíusöng- inn með breyttum texta. Fremst gengu tuttugu konur, sem allar standa framarlega í stjórnmála- flokkunum. Þegar hin mikla ganga var komin fram að Hö- torginu talaði m.a Karin Söder félagsmálaráðherra. hún sagði að fólk hefði verið gróflega leitt villt vegar, hvað snerti áhættu og kostnað við kjarnorkuverin. Lúsíudagurinn Hann hefur lengi verið hald- inn hátíðlegur í Svíþjóð og lífgar óneitanlega upp á tilveruna í svartasta skammdeginu. Börnin stór og smá eiga sinn þátt í því, þegar þau ganga í Lúsíulest, syngjándi hefðbundna söngva. Lúsían gengur fremst með lýs- andi krónu á höfði, þá koma þernur hennar, stjörnusveinar og loks jólasveinar. Lúsíukaffi er á boðstólum í heimahúsum, skól- um og vinnustöðum og meðlætið er piparkökur ásamt saffran- brauði. Jólaglöggið þykir einnig tilheyra Lúsíunni. Á síðari árum hefur síaukin drykkja og þá aðallega unglinga sett svartan blett á Lúsíuhátíðina. Kennarar og skólastjórar unglingaskól- anna hafa kvartað sáran yfir því ástandi sem skapast hefur í mörgum skólum þennan dag. Börnin hafa mætt í skólann illa sofin og oft á tíðum hreinlega Ráðhúsið i Stokkhólmi. drukkin. Tvö síðastliðin ár hefur verið rekinn mikill áróður gegn fylleríi Lúsíudagsins. Kennari myrtur. Lúsíudagurinn í ár leið þó ekki stórtíðindalaust, því að sá hörmulegi atburður átti sér stað í Gautaborg, að kennari var myrtur. Það var fimmtán ára gamall drengur, fyrrverandi nemandi skólans, sem stakk hníf í bak síns gamla kennar (39 ára). Þennan morgun hafði drengur- inn setið að sumbli ásamt öðrum félögum, og þegar þeir gerðu tilraun til þess að fara inn í skólann hafði kennarinn vísað þeim frá. Unglingurinn, sem hafði verið nemandi skólans í sjö ár og þekkti kennarann vel, gat eftir á ekki gefið neina skýringu á verknaði sínum. Þessi atburð- ur hefur að vonum vakið mikla athygli og vakið ýmsar spurn- ingar um hvernig ástandið sé eiginlega í skólum landsins. Fyrir tveimur árum gerði kenn- arasambandið í Gautaborg könnun meðal sinna meðlima, sem sýndi að sjötti hver kennari hugleiddi alvarlega að hætta kennslu. Fjórði hver kennari taldi sig hafa orðið fyrir alvar- legum hótunum af hálfu nem- enda. Þremur vikum fyrir morðið hafði annar kennari í Gautaborg verið illa leikinn, þegar hann reyndi að vísa drukknum ungl- ingum út úr skólabyggingu. Eins hefur komið fram, að það er síður en svo óalgengt, að nem- endur mæta í skólann vopnaðir hnífum. Leiðari Stokkhólmsblaðsins „Svenska Dagbladet" fjallar um þennan atburð (16. des.) og þar segir svo m.a.: Auðvitað má líta á verknað þennan sem algjöra undantekningu, en einnig má líta á það, sem gerðist, sem eitt af mörgum einkennum þeirrar þjóðfélagsveiki, er grípur um sig meðal okkar í dag. Mynd sjúk- dómsins kemur fram í veiktri stöðu fjölskyldunnar, skorti á röð og reglu í ýmsum skólum, erfiðum og ótryggum vinnuskil- yrðum margra kennara, áfengis- og eiturlyfjaneyslu og ofbeldi unglinga. Þessi sjúkdómsmynd er afleiðing þeirrar þjóðfélags- þróunar, er smám saman eyðir öllum viðmiðunum og fyrir- myndum, og á hana verður að ráðast. Vitaskuld verður að takast á við vandamál skólans og nauð- synlegt er að endurvekja virð- ingu fyrir lögum og reglum innan skólans sem utan. Vita- skuld verða stjórnendur skóla- mála að hætta að tala niðurlægj- andi um lög og reglu. Það er ógnvekjandi að fólk í áhrifa- miklum stöðum stefni að því að gera þessi hugtök neikvæð. Með því að umbera ringulreið í skólunum verður það til þess að Þeir eru ófáir, sem bera þetta merki í barminum. óreiðan vex og tekur á sig sterkari myndir. Það sem hér um ræðir er útbreiðsla hins slappa mynsturlausa þjóðfélags, þar sem flest leyfist. Með því að beita sér fyrir byggingu fleiri og fleiri dag- heimila, samfelldum lengdum skóladegi og skóladagheimilum hefur fjölskyldan verið leyst undan mörgum af sínum fyrri verkefnum. En engin dagheimili, skóladagheimili né unglinga- garðar geta komið í stað þess uppeldis, sem fjölskyldan ein getur veitt. Hættan er sú, ef skólinn á að yfirtaka hlutverk fjölskyldunnar, að þá verður ekki aðeins hennar staða veikari heldur einnig staða skólans. Það eru engar auðveldar og einfaldar lausnir til á fjölskyldu- og ungl- ingavandamálunum, sem ein- ungis virðast færast í aukána. En takast verður á við vanda- málin af meiri alvöru en hingað til. Ekki tjóar að hrópa aðeins á aðgerðir frá „öðrum stofnunum," því þetta er hlutur, sem snertir hvern einstakling og hverja fjöl- skyldu. (Tilvitnun lýkur.) Nú hafa Landssamtök kenn- ara krafist þess að foreldrar taki meiri ábyrgð á börnum sínum og sjái t.d. til þess að nemendur komi ekki vopnaðir í skólann! Kennurum er ráðlagt að kalla á lögreglu, þegar þeim eða öðru starfsfólki skólanna er hótað með ofbeldi. Hins látna kennara var minnst með mínútulangri þögn í öllum skólum landsins, og mælst var til þess að rætt yrði sérstaklega við nemendur um: Skemmdarstarfsemi, vopn og of- beldi. Skólmálaráðherra, Britt Mogárd, kallaði til viðræðna um hið aukna ofbeldi í skólum, og fara þær fram í janúar. Telur Mogárd að miklu hafi verið komið yfir á skólana sem þeir síðan ekki ráði við. Stokkhólmi, 4. jan. 1980. Sigrún Gisladóttir. Fremst í göngu þeirra, sem mótfallnir eru notkun kjarnorku, er félagsmálaráðherrann Karin Söder (með ullarhúfu og trefil).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.