Morgunblaðið - 12.01.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Jónas Bjarnason ef naverkfræðingur:
Það hefur vakið athygli, að fram-
sóknarmenn beittu óvenju illskeytt-
um áróðri gegn Sjálfstæðisflokkn-
um í síðustu kosningabaráttu.
Nokkrir helztu spámenn Pramsókn-
arflokksins sneru sannleikanum al-
veg við um nokkur helztu atriði,
sem blönduðust inn í kosningabar-
áttuna. Þar má nefna mat á efna-
hagsástandi viðreisnaráranna
1959—1971, áhrif stefnu Sjálfstæð-
isflokksins á atvinnuástand og slúð-
ur um skyldleika stefnu Sjálfstæð-
isflokksins við stjórn efnahagsmála
í Israel og Bretlandi. Hef ég þegar
gert nokkra grein fyrir framburði
nokkurra spámanna Framsóknar-
flokksins í greininni „Dag skal að
kveldi lofa“, sem birtist í Mbl. 14.12.
sl. I sannleika sagt verður ekki séð,
að einn einasti framsóknarmaður
hafi komið með nothæfar tillögur
og heilbrigt efnahagslíf í neinu
„stjórnlyndisþjóðfélagi", þar sem
misvitrir stjórnmálamenn taka all-
ar ákvarðanir um gang atvinnu-
mála. Menn geta að sjálfsögðu deilt
um það, hversu langt á að ganga í
því að skattleggja þegnana til þess
að tryggja velferð þeirra, sem
minna mega sín, en það er helzt sú
hlið markaðshagkerfa, sem orkað
getur tvímælis. Að markaðshag-
kerfi hafi yfirburði yfir önnur í
atvinnumálum, þarf ekki að deila
um við upplýst fólk. Sá þáttur
íslenzkra atvinnumála, sem þarfn-
ast alvarlegrar umræðu í þessu
sambandi er, hversu langt skal
ganga í því að halda uppi atvinnu
við óarðbærar aðstæður eða at-
vinnu almennt, sem ber sig ekki.
Guð sé oss næstur, ef menn á borð
við Alexander eiga að taka ákvarð-
anir um það.
Jónas Haralz sagði í hugleiðing-
um sínum um efnahagsstefnu Sjálf-
margan hátt fært stjórnmálaum-
ræðuna til baka um áratugi. Þeir
hafa óspart notað óskilgreind
vígorð og óhlutlæg hugtök í stað
þess að nota „konkret" og óumdeild
dæmi og hugtök. Þeir flagga með
orðaglamur eins og vinstri stefna,
íhaldsstefna, manngildisstefna,
hægri stefna, auðhyggja o.m.fl. Það
er hér með fullyrt, að þessi hugtök
hafa lítinn sem engan tilgang í
íslenzkum stjórnmálum nema e.t.v.,
ef sagt er nákvæmlega við hvað er
átt. Það er líka fullvíst, að lítill
hluti kjósenda Framsóknarflokksr
ins veit, hvað þessi hugtök þýða.
Steingrímur Hermannsson sagði til
dæmis til skýringar á því, hvers
vegna honum hefði ekki tekizt að
mynda stjórn, að Alþýðuflokkurinn
hafi tekið sér stöðu hægra megin
við miðju í íslenzkum stjórnmálum.
Upprunalegi skilningur manna á
hægri og vinstri var sá, að hægri
menn vildu varðveita forréttindi
þvingar upp á fólk biðraðakerfi og
spillingu í sambandi við úthlutun á
öllum helztu gæðum. Mútugreiðslur
verða daglegt brauð, og lögmál
bavíananýlendunnar verða allsráð-
andi, en þau eru mun verri en
almenn lögmál frumskógarins.
Eina leiðin til að halda fólki í
landinu verður að auka átthaga-
fjötra til muna frá því sem nú er
með því að ríkið yfirtaki öll sam-
göngutæki við útlönd og þeir, sem
vilja yfirgefa landið verða að skilja
allar eigur sínar eftir og greiða auk
þess sérstakan landflóttaskatt auk
mútugreiðslna til byggðastefnu-
kominisars. Launagreiðslur í pen-
ingum falla smám saman niður, en
í stað þeirra fær fólk úttektarnótu í
kaupfélaginu. Innflutningur mat-
væla færist alfarið yfir til Mat-
vælaverzlunar ríkisins, sem lýtur
Framleiðsluráði landbúnaðarins.
Stefnt verður að því, að innflutn-
ingur matvæla hætti að mestu, en
það gefur svigrúm til a.m.k. tvö-
földunar á kindakjöts- og mjólkur-
framleiðslu, en Heilbrigðisstofnun
ríkisins fær það verkefni að sanna,
að mjólk og kindakjöt séu hollustu
matvæli, sem til eru. Þjóðhátta-
stofnun ríkisins skal sannfæra fólk
um það, að lifnaðarhættir þjóðar-
innar séu þeir eftirsóknarverðustu
sem þekkjast, enda séu þeir liður í
manngildisstefnu Framsóknar-
flokksins.
Fátt er svo með
öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott
Það hefur vakið nokkra athygli,
að mjög lítið hefur breytzt við það,
að valdalaus kratastjórn tók við. Er
þetta ekki bara ágætt svona? Flest-
ar veigamiklar ákvarðanir eru
hvort eð er teknar annars staðar í
þjóðfélaginu, í Seðlabanka, í sjóðs-
stjórnum, í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins, af embættismönnum, við
samningaborð vinnumarkaðarins,
af framkvæmdastofnunum, allt
meir eða minna á grundvelli fyrir-
liggjandi laga. Verulegur hluti fjár-
laga er auk þess lögbundinn.
Það hljóta að vera mikil von-
brigði fyrir marga nýkjörna alþing-
ismenn að uppgötva það, að þeir eru
svo til valdalausir. Margir höfðu
meiri áhrif þar, sem þeir voru
staddir áður. Það er eins og þeir
hafi verið settir á biðbraut fjarri
straumi lífsins. Mjög fljótt fer að
bera á stéttarfarslegri samstöðu
þeirra á milli. Þeir falla gjarnan í
þá gryfju að vilja stjórna atvinnu-
lífinu og kjaramálum en uppgötva
síðar, að þeir geta það ekki. Alþing-
ismenn hafa dæmt sig sjálfa til
valdaleysis með oftrú á millifærsl-
um í þjóðfélaginu. Þeir halda, að
þeir séu að vinna þjóðfélaginu gagn
með því að taka peninga hér og
setja þá þangað. Hið nýja þinglið
Steingríms Hermannssonar mun
bíta sig fast í hinu sama. Meðan
menn skyggnast ekki inn í upp-
sprettur eða rætur vandamálanna á
Islandi, leysa þeir engan vanda.
Áhrif flokka á Alþingi fara ekki
alfarið eftir þingstyrk heldur eftir
því, hvaða menn hafa komizt á
þing. Miðað við málflutning fram-
sóknarmanna er þegar ljóst, í hvaða
keldu þeir munu sitja fastir.
Steingrímur Hermannsson sagði
slemmu fyrir kosningar og upp-
götvar nú, að hann er með hunda á
hendinni. Kosningabarátta Fram-
sóknarflokksins lagði ekkert af
mörkum til lausnar efnahags- og
atvinnumálanna. Lið Guðmundar
góða var heldur ekki til stórræð-
anna!
Stjórnlyndis- og skattheimtu-
menn leysa nú engan vanda, þegar
eina lausnin byggist á hinu gagn-
stæða þ.e. að gefa atvinnulífinu
meira svigrúm og frelsi til að
athafna sig og skapa ný atvinnu-
tækifæri m.a. með því að draga
verulega úr skattaáþján. Allar nýj-
ar tilraunir til skattheimtu munu
nú mistakast vegna þess, að fyrir-
tæki munu þá bara fara á hausinn.
Auknar álögur á almenning munu
draga úr eftirspurn eftir innlendri
framleiðslu og þar með atvinnustigi
auk þess sem skattsvik munu
aukast.
„F'yrsta þætti er lokið,“ sagði
Guðmundur G. Þórarinsson í kjall-
aragrein í Dagblaðinu 29.12.1979.
Það er rétt. Forystumenn Fram-
sóknarflokksins hafa afhjúpað sig!
Áróður og íhald
um lausn þeirra efnahagsvanda-
mála, sem við er að glíma. Þeir
ræða mikið um „niðurtalningu"
verðbólgunnar, sem byggist á því að
banna verðbólguna með lögum, og
að samkomulagi verði náð við
launþegasamtök landsins um
áframhaldandi kjararýrnun vegna
takmarkaðra verðlagsbóta og engra
grunnkaupshækkana! Það er að
sjálfsögðu óðs manns æði að ætla
sér að ná slíku fram án þéss að
launþegasamtökin sjái hreint út,
hvað þau eigi að fá fyrir fórnir
sínar. Allar slíkar tilraunir undir
forystu Framsóknarflokksins
hljóta að mistakast vegna þess, að
Framsóknarflokkurinn getur ekki
boðið upp á neina lækningu á
efnahagslífinu og bætt lífskjör.
Jafnvel þótt Steingrími Hermanns-
syni tækist í annarri eða þriðju
umferð að gera sáttmála um skipt-
ingu ráðherrastóla milli helztu
valdasjúklinga, þá væri það bara til
málamynda og skamms tíma, því
staðreyndir efnahagslífsins og at-
vinnumála munu reka ráðherrana
úr stólunum við lítinn orðstír.
Aumt er að sjá
í einni lest
Eins og áður er getið, hef ég
þegar fjallað í áðurnefndri grein í
Mbl. um áróður og rangfærslur
nokkurra framsóknarmanna í kosn-
ingabaráttunni. Það voru þeir Þór-
arinn Þórarinsson, Jón Sigurðsson,
Steingrímur Hermannsson, Guð-
mundur G. Þórarinsson og Bjarni
Einarsson. Það er stundum sagt, að
fólk fái þá stjórnmálamenn, sem
það á skilið. Maður verður nú samt
að efast um, að ísland hafi átt
málflutning þessarra manna skilið.
Fjölmargir aðrir framsóknarmenn
höfðu í frammi álíka tilburði. Hér
verður að sinni aðeins einu dæmi
bætt við. Önnur dæmi bíða! —
Alexander Stefánsson, alþingis-
maður segir m.a. í Tímanum 20.10.
sl. undir fyrirsögninni: „Framsókn-
arflokkurinn, vörður framfara og
sjálfstæðis": „Framsóknarflokkur-
inn gengur til komandi kosninga
með skýra og ákveðna stefnu" —
Þetta eru öfugmæli eins og öllum
þeim, sem til þekkja, er ljóst! Síðan
heldur þingmaðurinn áfram: „Við
framsóknarmenn munum verja af
öllu afli þann árangur, er náðst
hefur í uppbyggingu og framfara-
málum þjóðarinnar. Við gerum
okkur fulla grein fyrir því, að ný öfl
í þjóðfélaginu vilja rífa niður upp-
byggingu liðinna tíma — boða
frjálst markaðskerfi frjálshyggju
og vilja snúa baki við og viðurkenna
ekki eflingu íslenzkra atvinnu-
greina í sjávarútvegi og landbúnaði
og iðnaði. — Vilja láta fjármagnið
taka öll völd í þjóðfélaginu — þarna
virðast sjálfstæðismenn og kratar á
íslandi vera orðnir jábræður." —
Fyrir utan ýmislegt annað í grein
Alexanders, þarfnast þessi dæma-
lausa romsa nokkurrar umfjöllun-
ar. — í fyrsta lagi er þetta ekkert
nema rugl og áróður af versta tagi í
heild, þótt lúmskur grunur sé um,
að vanþekking og illkvittni sé þar
einnig að verki. Hér verður þó ekki
reynt að svara fyrir Alþýðuflokk-
inn.
í öðru lagi gefur alþingismaður-
inn í skyn, að stefna Sjálfstæðis-
flokksins miði að því að snúa baki
við eflingu helztu atvinnugreina
landsins. — Manninum getur ekki
verið sjálfrátt. Eru engin takmörk
fyrir því, hvað unnt er að bjóða
lesendum Tímans? Það eru orð að
sönnu, að vandamál íslands nú séu
fyrst og fremst þekkingarskortur.
Það eru lágkúrulegir menn, sem
vilja vera leiðandi og stuðla að
herleiðingu heimskunnar!
Svo vikið sé efnislega að texta
Alexanders, að þá vita flestir, að
frjálst markaðskerfi er grundvöll-
urinn að heilbrigðasta efnahagslífi
meðal efnuðustu þjóða þessa heims.
Það eru engin dæmi til um góð
lífskjör almennt hjá nokkurri þjóð,
sem ekki byggir að mestu á mark-
aðskerfi. Hrein auðlindasala eins og
t.d. olíuvinnsla er eina undantekn-
ingin. Skýringar á þessu liggja á
borðinu, en Alexander og öðrum
líkum vil ég ráðleggja að lesa
„Frjálshyggja og alræðishyggja“
eftir Ólaf Björnsson, prófessor. Það
eru engin dæmi til um góð lífskjör
stæðisflokksins í Mbl. 28.11. sl. —
„Það getur ekki verið takmark
okkar í atvinnumálum, að allir
menn geti hvenær sem er fengið
atvinnu af einhverju tagi. Tak-
markið hlýtur að vera, að um lengri
tíma séð geti allir, sem þess óska,
fengið atvinnu við arðbær störf,
sem skila lífskjörum, sem fólk
sækist eftir." — Þessu er ekki unnt
að afneita. Ef óarðbær atvinna er
stunduð fyrir tilverknað stjórn-
málamanna, eru þeir að skammta
fólki verri lífskjör en ella væru.
Telur t.d. Alexander, að íslending-
um finnist lífskjörin vera nógU góð?
Hann gefur í skyn, að einhver
uppbygging í sjávarútvegi, land-
búnaði og iðnaði sé andstæð mark-
aðshagkerfi þannig, að verði slíkt
kerfi sett í framkvæmd, að þá sé
snúið baki við „eflingu" atvinnu-
greinanna og „uppbygging" liðinna
tíma rifin niður. Hver er þessi
„efling" og „uppbygging" Alexand-
er? — Þessi efling og uppbygging er
því greinilega eitthvað, sem stjórn-
málamenn vilja en almenningur
kann ekki að meta með þeim eina
hætti sem hann hefur daglega til
að túlka vilja sinn. — Að vilja láta
fjármagnið taka öll völd í þjóðfé-
laginu, er ekkert nema slúður. I
fyrsta lagi felur stefna Sjálfstæðis-
flokksins í sér spor í átt til frjáls og
nútímalegs markaðshagkerfis. Öll
þróuð markaðshagkerfi gera ráð
fyrir verulegri skattheimtu til
tryggingar á velferðarþjóðfélaginu.
Slík markaðshagkerfi eru aftur á
móti öflug og hafa mikið aflögu til
að standa undir sameiginlegum
verkefnum og fjölbreytilegu menn-
ingarlífi. „Stjórnlyndishagkerfi"
hafa ekki upp á slíkt að bjóða. —
Skyldi það raunverulega vera vilji
margra kjósenda Framsóknar-
flokksins, að ísland verði nokkurs
konar geirfuglasker í Norður-
Atlanzhafi, þekkingareyðimörk í
hópi vestrænna þjóða?
Svo svarað sé
í sömu mynt
Áróður framsóknarmanna í
síðustu kosningabaráttu hefur á
ákveðinna stétta í Frakklandi end-
ur fyrir löngu. Það voru íhaldsmenn
þess tíma. Þegar farið er ofan í
saumana á þessu og reynt að
komast að einhverri niðurstöðu út
frá upprunalegu skilgreiningunni
með seinni tíma viðbótum eins og
félagshyggju, er varla nokkur vafi á
því, að Framsóknarflokkurinn er til
hægri við Alþýðuflokkinn. Ómeng-
uð íhaldsstefna sögðu framsókn-
armenn um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, sem er frjálslyndisleg
markaðsstefna, sem byggir á al-
mennum reglum fyrst og fremst en
ekki sértækum. Það eru einmitt
allar sértækar reglur, sem endur-
spegla íhaldshugsun. Framsóknar-
flokkurinn er miklu meiri varð-
veizluflokkur en Sjálfstæðisflokk-
urinn og út frá því meiri íhalds-
flokkur. Skiptingin í hægri og
vinstri gengur að mestu þvert á
stjórnmálaskiptinguna nú á dögum
í lýðræðisríkjum. Manngildisstefna
Framsóknarflokksins er orðin tóm.
Þetta hefur heyrzt áður frá stjórn-
lyndissinnun og alræðishyggju-
mönnum. Ef menn vilja ekki „rétt-
ar“ manngildishugmyndir með
góðu, þá bara með illu! Frjáls-
hyggjumenn telja, að manngildið
fái notið sín bezt í sem mestu frelsi.
Ef út í rannsóknir á þessu er farið,
er það einmitt Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem ekki þarf að óttast niður-
stöðuna en ekki Framsóknarflokk-
urinn! Allt er á sömu bókina lært.
Ekkert nema innihaldslaus áróður-
inn! Er það furða, þótt formaður
Framsóknarflokksins hafi flækzt í
eigin neti með óskiljanlegum yfir-
lýsingum í sambandi við stjórnar-
myndun?
Ef notuð er samskonar gagnrýni
á Framsóknarflokkinn, og hann
notaði á Sjálfstæðisflokkinn, kemur
t.d. eftirfarandi út: Framsóknar-
flokkurinn boðar ómengaða kúgun-
arstefnu, sem getur á engan annan
hátt endað nema með frelsisskerð-
ingu almennings. Fyrirmynd
byggðastefnu flokksins er að finna
hjá rauðum kmerum og stjórn Pol
Pots, og afleiðingarnar geta orðið
svipaðar. Stefnan felur í sér hafta-
búskap og kommisaraveldi, sem