Morgunblaðið - 12.01.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Fataverkefni FÍI gengur vel:
„Framleiðni ætti að aukast
hjá fyrirtækjum um 3(t-40%“
„ÉG ER mjög ánægður með þann
árangur sem þegar hefur náðst í
þeim fyrirtækjum sem eru komin
iengst í þróuninni, hjá þremur
fyrirtækjum hefur framleiðni til
að mynda aukist um 30 — 50% á
skömmum tíma," sagði Ingjaldur
Hannihalsson deildarstjóri
tæknideildar Félags íslenzkra
iðnrekenda er Mbl. innti hann
eftir því hvernig gengi með
svokallað „Fataverkefni", sem fé-
lagið hefur unnið að undanfarna
mánuði, en það gengur út á
aukna hagræðingu í fataiðnaðin-
um
„Það má segja að við höfum
farið að ræða þessi mál fyrir
alvöru á fyrstu mánuðum s.l. árs
eftir að frétzt hafði af því að tvö
fyr-irtæki, Karnabær og Max,
hefðu fengið hingað til lands
ráðgjafa frá sænska fyrirtækinu
EA-projekt í upphafi ársins og
þeir fullyrt að mikilla breytinga
væri þörf til þess að auka fram-
leiðni fyrirtækjanna.
Það var svo í apríl sem félagið
gerði formlega könnun á því
meðal fyrirtækja í fataiðnaði hver
þeirra hefðu áhuga á að fá hingað
ráðgjafa til þess að taka starfsemi
þeirra til athugunar með bættan
rekstur í huga. Það varð þá þegar
ljóst að nokkur áhugi var á þessu
og ráðgjafar komu frá EA-projekt
í byrjun júnímánaðar.
Þeir komust að þeirri niður-
stöðu að mjög margt þyrfti athug-
unar við, sérstaklega tóku þeir
fram að flæði í verksmiðjunum
væri mjög frumstætt og mestöll
hjálpartæki vantaði og af þeim
segir Ingjaldur
Hannibalsson
deildarstjóri
tæknideildar FII
sökum væri aðeins saumað á
hálfum hraða t.d. miðað við sam-
bærileg fyrirtæki í Finnlandi, en
Finnar hafa náð lengst allra þjóða
á Norðurlöndum í skipulagningu
fataiðnaðar síns.
Þeir bentu t.d. á að mjög víða
væri það sama saumakonan sem
sæi um flíkina frá upphafi til
enda, þ.e. engin færibanda- og
hagræðingarvinna færi fram.
Þetta gerði það auðvitað að verk-
um að viðkomandi saumakona
næði aldrei þeim æskilega hraða
við hvert verk sem æskilegur væri.
Þá bentu ráðgjafarnir á að verk-
smiðjustjórn væri mjög ábóta-
vant, þar þyrfti að koma til mun
meiri þjálfun en nú gerist.
í kjölfar þessara athugana
ráðgjafanna var svo ákveðið að
efna til ferðar til Finnlands til
þess að skoða fatafyrirtæki þar og
kynnast þeim nútímaaðferðum
sem innleiddar hafa verið þar.
Annars má segja að aðalstyrkur
Finna umfram aðrar Norður-
landaþjóðir liggi í betri hönnun,
samkeppnishæfari verðum og svo
og að þeir afhenda sína vöru ætíð
á réttum tíma. í þessari ferð komu
menn auga á fjölmargt sem mátti
færa til betri vegar hér heima og
má segja að hún hafi tekist mjög
vel.
Næsta skrefið í málinu var svo
Ingjaldur Hanníbalsson deildar
stjóri tæknideildar FÍI.
þegar ráðgjafarnir komu hingað á
nýjan leik í haust og fóru í
fyrirtækin. Eftir það gerðu þeir
ákveðnar tillögur um breytingar á
rekstri fyrirtækjanna til bættrar
framleiðslu og aukinnar fram-
leiðni, en áður var framleiðni
flestra íslenzkra fyrirtækja aðeins
hluti af því sem gerist erlendis. Er
það mat þeirra er til þekkja að
framleiðni ætti að geta aukist um
30—40% að meðaltali verði þær
breytingar framkvæmdar sem
lagt er til í áliti sænsku ráðgjaf-
anna. Þá er það skoðun manna að
nauðsynlegt sé að taka upp af-
kastahvetjandi launakerfi í ein-
hverri mynd, en það yrði helzt í
því formi að sameinuð yrði hóp-
uppbót eða einstaklingsuppbót
starfsmanna.
Að mínu mati á íslenzkur fata-
iðnaður enga framfið fyrir sér
nema ráðist verði að fullu út í
þessar breytingar og hagræð-
ingaraðgerðir. Þetta eru að vísu
rándýrar aðgerðir, en ég tel að það
hafi ekkert fataiðnfyrirtæki efni á
því að sleppa tækifærinu. Það má
gera ráð fyrir því að fjárfestingin
við þessar breytingar nemi um
það bil 300 milljónum króna og í
því sambandi er rétt að benda á að
velta þessara fyrirtækja er um 3
milljarðar þannig að ef um 30%
framleiðniaukningu er að ræða
eru þetta ekki neinir smápen-
ingar.
Sænsku ráðgjafarnir eru svo um
þessar mundir að „fínpússa"
verkið ef svo má að orði komast,
en flest þeirra fyrirtækja sem á
annað borð ætla að leggja út í
þetta eru þegar vel á veg komin og
mörg eru reyndar þegar á loka-
stigi. í sambandi við fyrirtækin
sjálf vil ég geta þess að öllum
fyrirtækjum í fataiðnaði hvort
sem þau eru félagar í FÍI eða ekki
var boðið að vera með. Inn í
dæmið komu svo nokkur fyrirtæki
í ullariðnaði af sjálfsdáðum, en
segja má að flest fyrirtækin í
fataiðnaði hafi fylgst með þessu,
þótt ekki 011 fari út í breytingar,"
sagði Ingjaldur. — Að síðustu
sagði Ingjaldur svo aðspurður að
kostnaðurinn við þessa erlendu
ráðgjafa væri um 250 þúsund
krónur á dag þannig að lítil
fyrirtæki hefðu hreint ekki bol-
magn til þess að leita eftir þessari
aðstoð á eigin kostnað.
Fataiónaður.
Versnandi efnahagsástand
EFNAHAGSSÉRFRÆÐINGAR um víða veröld virðast vera nokkuð
sammála um að efnahagsástandið i heiminum muni heldur versna á
þessu nýbyrjaða ári frá þvi sem var á þvi síðasta, þegar um töluverðan
afturkipp var að ræða í íiestum iðnríkjum heimsins vegna síhækkandi
eldsneytisverðs. Þá er búist við því að heildarframleiðsla iðnríkja
heimsins muni heldur dragast saman og hagvöxtur verði hægari en á
s.l. ári.
Þrátt fyrir að blikur séu á lofti
hvað varðar ástandið í efnahagsmál-
um heimsins er þó aðeins búist við
verulegum afturkipp hjá tveimur
hinna svokölluðu iðnríkja, þ.e.a.s.
hjá Bretum og Bandaríkjamönnum.
í þessum löndum er því spáð að
hagvöxtur hægi mjög á sér á árinu
og búast megi við allnokkrum sam-
drætti í þjóðarframleiðslu þeirra.
Samfara minnkandi framleiðslu
og hægari hagvexti ríkja er vonin
um að ráða megi niðurlögum verð-
bólgu að verða stöðugt veikari, eins'
og til dæmis í Bandaríkjunum og
Bretlandi þar sem verðbólga hefur
aldrei verið meiri en einmitt nú, eða
um 13,5%, í Bandaríkjunum og
nærri 17% í Bretlandi. Þá má geta
þess að verðbólga hefur ekki verið
meiri í Sviss, „verðbólgulausa land-
inu“ frá því á árinu 1974 í kjölfar
olíukreppunnar, eða um 4,5%, var
aðeins 0,7% á árinu 1978. Þá telja
sérfræðingar víst að verðbólga muni
fara vaxandi í Japan og á Italíu á
þessu ári.
í Evrópu var meðalhagvöxtur á
árinu 1977 2,3%. Hann fór síðan í
um 3% á árinu 1978 og áætlaður
hagvöxtur fyrir nýliðið ár er um
3,8%. Með stöðugt hækkandi olíu-
verði og óstöðugleika á gjaldeyris-
mörkuðum er hins vegar búist við
því að meðaltalshagvöxtur verði ekki
nema í kringum 1,5% á þessu ári.
I Bretlandi er búist við versnandi
afkomu eins og áður sagði og er það
fyrst og fremst vegna minnkandi
eftirspurnar eftir breskum vörum
sem aftur er afleiðing þess að staða
breska pundsins hefur styrkst óeðli-
lega mikið á s.l. ári, það er til að
mynda eini gjaldmiðillinn sem hefur
staðið sig betur heldur en þýzka
markið. Þá gerir verðbólgan í Bret-
landi auðvitað mikið strik í reikn-
inginn, en ekki er búist við því að
Bretum takist að ná henni niður á
árinu.
Talið er á mörkunum að Frökkum
takist að halda fengnum hlut á þessu
ári, en staða þeirra styrktist mjög á
seinni hluta s.l. árs. Hagvöxtur var
þar á s.l. ári um 2,5—2,7% og er ekki
búist við að hann verði meiri en
2,5% á þessu ári.
í Vestur-Þýzkalandi hafa verið
aðgerðir í gangi til þess að auka
þjóðarframleiðsluna allt frá miðju
sumri 1979, en hún hafði á árinu á
undan minnkað um 4%. Sérfræð-
ingar telja þessar aðgerðir hafa
heppnast nokkuð vel það sem af er,
vegna síhækkandi olíuverðs er talið
að hún muni minnka eitthvað lítils-
háttar á þessu ári, en verða þó meiri
en árið 1978. í Vestur-Þýzkalandi
eru hins vegar taldir miklir mögu-
leikar á að takist að minnka verð-
bólguna eitthvað á þessu ári en á s.l.
ári var hún um 5,1%, en það ræðst
þó af því hvort þýzka markinu tekst
að halda sinni stöði á alþjóðagjald-
eyrismarkaði.
„Framleiðni-
herferð“
• TÆKNIDEILD Félags ís-
lenzkra iðnrekenda ætlar að
standa fyrir framleiðsluher-
ferð meðal félagsmanna á
næsta ári að sögn Ingjalds
Hannibalssonar deildarstjóra
tæknideildar.
Ingjaldur sagði að meðal
annars yrði efnt til eins dags
„seminara" á árinu þar sem
rætt og fjallað yrði um fram-
leiðnihugtakið almennt, auk
ýmissa aðgerða annarra.
Þá sagði Ingjaldur ennfrem-
ur að innan tíðar yrði hafist
handa við söfnun kennitala
fyrir iðnaðinn í heild og stefnt
væri að því að þær lægju fyrir
í aðgengilegu formi þannig að
forráðamenn einstakra fyrir-
tækja gætu borið fyrirtækin
saman og komist þannig að því
hvort einhverjir liðir í fram-
leiðslunni væru í ólagi. Sem
dæmi ef forráðamaður eins
fyrirtækis sæi að hann eyddi
mun meiru í ákveðinn lið
framleiðslunnar en fengi sömu
útkomu, þá gæti sá sami lagt
saman tvo og tvo og fengið það
út að breytinga væri þörf.
Þýzka markið
upp um 3,7%
VESTUR-ÞÝZKA markið
hækkaði um 3,7% gagnvart
gjaldmiðlum 23 helztu við-
skiptalanda Þjóðverja á s.l. ári
að því er seðlabanki landsins
tilkynnti í vikunni.
Sá gjaldmiðill sem breyttist
mest gagnvart þýzka markinu
var japanska jenið sem féll um
29% á árinu og þýzka markið
féll í verði aðeins gegn einum
gjaldmiðli, en það er brezka
pundið sem styrktist gífurlega
á s.l. ári.
Iðnaður í Svíþjóð:
Framleiðsla
jókst um 8%
• IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA
í Svíþjóð jókst um 8% á fyrstu
níu mánuðum nýliðins árs
sámanborið við sama tíma
1978, þar af jókst framleiðslan
á þriðja ársfjórðungi um alls
11% samanborið við sama
tíma árið áður, að því er segir í
frétt frá sænska iðnaðarráðu-
neytinu.
Milljarðar
í styrki til
norska fisk-
iðnaðarins
NORSKA ríkisstjórnin
hefur ákveðið að veita um
850 milljónum norskra
króna eða um 68 milljðrð-
um íslenskra króna til
styrktar norska fiskiðnað-
inum á árinu 1980.
Styrkirnir sem verða
greiddir fyrstu fjóra mán-
uði ársins munu aðallega
vera hugsaðir til að bæta
fiskiðnaðinum hækkandi
verð á fiski og vaxandi
eldsneytiskostnað við
vinnsluna.
Þá hefur um 320 milljón-
um norskra króna þegar
verið varið til ýmiss kbnar
hagræðingar- og rannsókn-
arverkefna í fiskiðnaðin-
um.