Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
Jómfrúrræða Salóme Þorkelsdóttur:
Ríkissjóður á að
ganga á undan með
góðu fordæmi og
standa við skuld-
bindingar sínar
Salóme Þorkelsdóttir
flutti jómfrúrræðu sína á
Alþingi í fyrradag og fer
hún hér á eftir í heild:
Herra forseti. Ástæðan fyrir þvi
að ég tek hér til máls utan
dagskrár eru þær upplýsingar,
sem hæstvirtur fjármálaráðherra
hefur látið frá sér fara í fjölmiðl-
um um stöðu ríkissjóðs um s.l.
áramót. Ég er ekki að draga í efa,
að hæstvirtur ráðherra hafi þá
eftir bestu vitund skýrt satt og
rétt frá, heldur vil ég leyfa mér að
gera athugasemd við það, að á
sama tíma og greiðslustaða
ríkissjóðs er sögð svo hagstæð, að
6 milljarða innstæða sé í Seðla-
bankanum um áramótin, eru van-
greiddar gjaldfallnar skuldir
ríkissjóðs við sveitarfélögin vegna
lögbundinna greiðslna í skóla-
rekstri a.m.k. yfir 200 millj. auk
endurgreiðslna á launum vegna
tónlistarskólakennara um 52
millj.
Það hafa komið fram athuga-
semdir frá sveitarfélögum og
fræðslustjórum vegna þessa máls
og ætti engan að undra sem til
þekkir og veit, að sveitarfélögin
hafa takmarkaða tekjustofna og
ekki aðgang að sjóðum til að
sækja fjármagn í, þegar greiðslur,
sem þau eiga kröfu á og hefðu átt
að berast undir venjulegum kring-
umstæðum úr ríkissjóði fyrir ára-
mót, eru ekki inntar af hendi. Ég
vil leyfa mér að benda á, að
samskipti ríkis og sveitarfélaga í
skólamálum eru vandmeðfarin og
viðkvæm og ekki hvað síst varð-
andi fjármálin, enda er þetta einn
stærsti málaflokkurinn í sam-
skiptum ríkis og sveitarfélaga.
Það hefur þó færst til betri vegar í
þessum samskiptum eftir að
grunnskólalögin voru sett 1974, en
með þeim var sýnd viðleitni til
meiri valddreifingar með því að
færa heim í héruð ýmis þau mál,
sem menntamálaráðuneytið áður
fjallaði eitt um og þá fyrst og
fremst með stofnun embætta
fræðslustjóranna, sem samkvæmt
lögum eru embættismenn ríkisins
og heyra beint undir ráðuneytis-
stjóra menntamálaráðuneytis, en
eru þó staðsettir í hinum ýmsu
fræðsluumdæmum. Fræðslustjór-
arnir úrskurða um greiðsluþátt-
töku ríkissjóðs innan ramma laga
og reglugerða og gera mennamála-
ráðuneyti grein fyrir niðurstöðum.
Að undanförnu hafa staðfestar
greiðslubeiðnir þeirra orðið fyrir
óvenjulegum töfum á leiðinni til
fjármálaráðuneytisins. Hver
ástæðan er fæst væntanlega skýr-
ing á. En sé hún sú að verið sé að
salta þessa reikninga vegna þess
að fjárveiting sé upp urin bar að
gera ráðstafanir til að ríkissjóður
gæti staðið við sínar lögbundnu
skuldbindingar í stað þess að velta
byrðinni yfir á sveitarfélögin með
því að taka sér vaxtalaus lán hjá
þeim og valda þeim erfiðleikum
vegna vanskila.
Það hefur verið ágæt regla
undanfarin ár um fyrirkomulag á
greiðslum úr ríkissjóði þannig að
staðfest greiðslubeiðni hjá
fræðslustjóra hefur ekki þurft að
tefjast í kerfinu nema 8—13 daga
eftir því á hvaða vikudegi hún
barst inn. Þannig hafa sveitarfé-
lögin getað miðað sínar greiðslu-
áætlanir við þessa reglu þar til nú
í desember, að allt hfur farið úr
böndunum og staðfestar greiðslu-
beiðnir allar götur frá því í
nóvemberlok fengust ekki greidd-
ar fyrir áramót. Ég hef hér í
höndunum tölur frá nokkrum
fræðsluumdæmum máli mínu til
staðfestingar og vil ég leyfa mér
að lesa þær með leyfi hæstvirts
forseta:
Salome Þorkelsdóttir
„í Reykjanesumdæmi er heild-
arskuld ríkissjóðs 31.12. 1979 við
sveitarfélögin, og þá er ég ein-
göngu að tala um kvótagreiðslur
og akstur vegna skólabarna, sam-
tals 64 millj. 284 þús. 26. Þar af
voru innsendar staðfestar
greiðslubeiðnir 10. des. eða fyrr
upp á rúmar 49 millj. í Vestur-
landsumdæmi var heildarskuldin
31.12. rúmar 48 millj. og þar af
voru innsendar staðfestar
greiðslubeiðnir 10.12. eða fyrr upp
á rúmar 24 millj. í Norðurlands-
umdæmi vestra var skuldin rúm
21 millj. og innsend fyrir 3.12. í
Norðurlandi eystra var innsend
greiðslubyrði fyrir 7. des. upp á
tæpar 92 millj. Því miður hefur
mér ekki unnist tími til að afla
fleiri upplýsinga, eða frá hinum
fjórum fræðsluumdæmunum, svo
að ég bendi á, að hér er aðeins um
helming fræðsluumdæmanna að
ræða.
Af þessum greiðslubeiðnum,
sem ég nú hef nefnt, hefðu a.m.k.
186 millj. átt að greiðast fyrir
áramót. Þarna vil ég einnig benda
á, að ef með væru teknar allar
aðrar skuldir ríkissjóðs við sveit-
arfélögin mætti sjálfsagt bæta
einum milljarði framan við þessar
200 millj., sem ég nefndi. Og að
auki bætast svo við tónlistarskól-
arnir með sínar 52 millj.
Herra forseti. Ég vil ítreka það,
að gerðar verði ráðstafanir til að
koma þessum málum í sómasam-
legt horf þannig að ríkissjóður
gangi á undan með góðu fordæmi
og standi við þær skuldbindingar,
sem hann hefur sett sig í með
lagaboðum og reglugerðum og geri
ekki starfsmönnum sínum heima í
héruðum og sveitarfélögunum erf-
iðara fyrir en ástæða er til.
George Meany
V erkalýðsleiðto^inn
George Meany látinn
GEORGE Meany, áhrifamesti
verkalýðsleiðtogi Bandaríkj-
anna, lést í gær á sjúkrahúsi í
Washington. Hann var 85 ára
að aldri. Hann lét af störfum
sem formaður AFL-CIO (verka-
lýðs- og iðnverkamannasam-
bandsins). Hann hafði í 25 ár
verið formaður samtakanna —
hinn fyrsti og eini.
Hann sagði af sér formennsku
í samtökunum í nóvember
síðastliðnum, þá í hjólastól eftir
veikindi. í Bandaríkjunum var
hann þekktur undir nafninu
„mr. Labor“. Hann hélt föstum
tökum um samtökin, sem hann
var formaður fyrir. í Bandaríkj-
unum þótti hann iðulega hafa
mikið vald og vera óútreiknan-
legur.
Hann studdi Jimmy Carter til
valda en ávallt þótti miklu varða
fyrir forsetaframbjóðendur að
hafa stuðning hans. En aðeins
fjórum mánuðum eftir að Carter
var sestur að í Hvíta húsinu
snerist Meany gegn honum og
sagði hann ekki hyggja nógu vel
að afkomu verkafólks í Banda-
ríkjunum í aðgerðum sínum
gegn verðbólgu.
Skipbrotsmönnum
af rep Ice bjargað
Mzputo, 11. janúar — AP.
S-AFRÍSKI flugherinn hefur hafið björgun skipsbrotsmanna af
danska frystiskipinu Pep Ice. brjár herflugvélar héldu í morgun
áleiðis til Evrópueyju, sem er um 60 mílur fyrir sunnan strandstað við
Bassa de India-eyju. Um borð í flugvélunum var þyrla, sem sett var
saman á Evrópueyju og síðan flogið á strandstað. Skipstjóri danska
skipsins ætlaði að vera áfram um borð i skipi sínu ásamt tveimur
mönnum í von um að síðar tækist að draga skipið af strandstað.Tekist
hafði að ná öllum öðrum frá skipinu.
Meðal skipbrotsmanna í Pep Ice báti til þeirra en honum hvolfdi í
voru níu hollenskir sjómenn af
hollenska skipinu Ellina. Þeir
reyndu að koma skipverjum Pep
Ice til aðstoðar með því að fara á
briminu rétt við skipið. Um borð í
danska skipinu eru 17 milljónir
eggja, sem skipið var að flytja til
Austurlanda.
ísrael:
í fyrstu neitaði s-afríski flug-
herinn um aðstoð vegna hinnar
miklu vegalengdar til strand-
staðarins en eftir að yfirvöld í
Mosambique og Malagay veittu
heimild til lendingar var björgun-
arleiðangur undirbúinn. Danska
skipið er strandað við eyna Bassa
da India, milli eyjarinnar Mada-
gascar og Mosambique. Um borð í
Pep Ice eru nú 24 manns, 15
skipverjar af danska skipinu og
níu Hollendingar.
Komið í veg fyrir mót-
mælaaðgerðir Araba
Tel Aviv, 11. janúar — AP.
ÍSRAELSKIR hermenn komu í
dag í veg fyrir fyrirhugaðar
mótmælaaðgerðir ieiðtoga Araba
í Jerúsaiem. Arabar fyrirhuguðu
mótmælaaðgerðir vegna yfirtöku
ísraelskra yfirvalda á rafmagns-
veitu Austur-Jerúsalemborgar,
sem er í eigu Araba og eins vegna
samningaviðræðna Egypta og
ísraelsmanna. Ýmsir arabiskir
bæjarstjórar og leiðtogar fyrir-
huguðu bænargjörð í A1 Awsa-
moskunni i Jerúsalem og síðan
mótmælagöngu.
Fahed Kawasmeh, bæjarstjóri í
Hebron, sagði við fréttamanna
AP, að honum hefði verið skipað
að fara hvergi frá bænum af
ísraelskum heryfirvöldum. Ró var
á Gazasvæðinu í dag, en fyrr í
vikunni kom til uppþota tvo daga í
röð. Annars vegar var ráðist á
veitingahús þar sem áfengi er til
sölu og hins vegar á bækistöð
hjálparstofnunar en ástæðan mun
hafa verið, að forstöðumaður
hennar er kommúnisti.
Menachim Begin, forsætisráð-
herra Israels, mun á sunnudag
ræða um viðræður hans við Anw-
ar Sadat, Egyptalandsforseta.
Sadat hefur óskað eftir því við
ísrael, að Gazasvæðið fái sjálf-
stjórnarréttindi fyrst. Engin
Wuhan, Kina, 11. janúar. AP.
BROWN, varnamálaráðherra
Bandaríkjanna, skoðaði i dag
ýmsan kínverskan vopnabúnað,
þ.á m. lítinn kafbát, sem Kínverj-
ar hafa sjálfir smiðað.
Áður höfðu ráðherranum verið
sýndar kínverskar orrustuflugvél-
ákvörðun hefur verið tekin en
raddir hafa heyrst í Israel um að
Egyptar hyggist þannig ná yfir-
ráðum yfir svæðinu. Palestínu-
menn á vesturbakka Jórdanár
óttast hins vegar, að sjálfstjórn til
handa Gazasvæðinu einu muni
sundra einingu Araba á þessum
tveimur svæðum.
ar og skriðdrekar. Brown lét þau
ummæli falla eftir að hafa skoðað
kafbátinn, að kínversk vopna-
framleiðsla væri ekki jafn full-
komin og bandarísk eða sovézk, en
samt sem áður allþróuð. Brown
hélt í dag til Shanghai, þar sem
hann dvelur tvo síðustu daga
heimsóknar sinnar til Kína.
Brown skoðar kín-
verskar vígvélar
Þetta gerðist 12. janúar
1978 — Carter fordæmir af-
skipti Rússa af Ogaden-stríðinu.
1972 — Mujibur Rahman verður
forsætisráðherra Bangladesh.
1970 — Borgarastríðinu í
Nígeríu lýkur með uppgjöf
Biafra.
1967 — Herinn heitir Mao
stuðningi í menningarbylting-
unni.
1964 — Zanzibar lýðveldi eftir
uppreisn og soldáninn rekinn.
1958 — Tillaga Rússa um kjarn-
orkuvopnalaust svæði frá
heimskautsbaug til Miðjarðar-
hafs.
1945 — Skipulagslaus flótti
þýzka hersins eftir orrustuna í
Ardennafjöllum.
1944 — Ráðstefna Churchills og
De Gaulles í Marrakesh.
1906 — Stórsigur frjálslyndra í
brezkum þingkosningum.
1879 — Styrjöld Breta og Zulu-
manna brýzt út.
1848 — Uppreisn í Palermo gegn
Búrbónum.
1821 — Ráðstefna stórvelda
álfunnar í Laibach.
1684 — Loðvík XIV kvænist
Madame de Maintenon eftir lát
Maríu Theresu.
Afmæli. Edmund Burke, brezkur
stjórnmálaleiðtogi (1729—1797)
— J.H. Pestalozzi, svissneskur
uppeldisfræðingur (1746—1827)
— Joseph Joffre franskur her-
maður (1852—1931) — Hermann
Göring, þýzkur nazistaleiðtogi
(1893-1946).
Andlát. 1960 Neville Shute, rit-
höfundur — 1976 Agatha Christ-
ie, rith.
Innlent. 1268 d. Gizur jarl —
1830 Síðasta aftaka á íslandi
(morðingjar Natans Ketilsson-
ar) — 1940 d. Einar Benedikts-
son — 1691 Fyrsti landfógeti,
Kristófer Heidemann, fær
Iandstekjur — 1815 d. Ólafur
Thorlacius kpm — 1853 „Ingólf-
ur“ hefur göngu sína — 1880 Tíu
ára samningur um gufuskipa-
ferðir — 1932 Minkarækt hefst
með komu 75 minka frá Noregi
— 1944 Frumvarp um sam-
bandsslit lagt fram — 1972
íslendingar sigra Tékka í fót-
bolta.
Orð dagsins. Menn mega ekki
gleypa fleiri skoðanir en þeir
geta melt — Havelock Ellis,
bandarískur sálfræðingur
(1859-1939).