Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
21
5% grunnkaupshækkuij
og verðbótakrafa VMSI
ásamt félagsmálapakka
Þriðjungur ráðstefnufulltrúa sat hjá
Kröfur ASÍ fullmótaðar:
KJARAMÁLARÁÐSTEFNU ASÍ lauk í gær og voru kröfur
sambandsins þar samþykktar með samhljóða atkvæðum. en um
þriðjungur ráðstefnufulltrúa sátu hjá. Krafizt er almennrar 5%
kauphækkunar á alla kauptaxta. en síðan tekur Alþýðusambandið
upp kröfu VMSÍ um verðbætur, að á 300 þúsund krónu laun og lægri
greiðist sömu verðbætur og á 300 þúsund krónur. að á bilinu milli 300
og 400 þúsund króna greiðist verðbót í prósentum og að á laun. sem
eru 400 þúsund og hærri greiðist sama krónutala og á 400 þúsund
krónu mánaðarlaun. Þess er krafizt að verðbæturnar greiðist af
óskertri framfærsluvisitölu og komi á grunntaxta þannig að álög,
reiknitölur og kaupaukar skerðist ekki. Einnig er ætlazt til að
viðmiðunartölur vísitöluútreiknings breytist í samræmi við kaup-
hækkanir, sem verða. Þá er gert ráð fyrir að félagslegar umbætur
verði tryggðar í samræmi við sérstakan félagsmálapakka og að
landssambönd og félög semji hvert fyrir sig um sérkröfur eftir því
sem við eigi.
Morgunblaðið spurði í gær
Snorra Jónsson, starfandi forseta
ASÍ um ráðstefnuna og hvort
ágreiningur hefði verið þar mikill.
Hann sagði: „Ágreiningurinn var
ekki meiri en ég átti von á og
menn voru búnir að gera sér grein
fyrir að þeir yrðu að mætast, ef
sameiginleg samningsgerð ætti að
eiga sér stað. Niðurstaðan varð
því að tillagan var samþykkt af
meginþorra ráðstefnufulltrúa.
Nokkrir aðilar lýstu yfir hjásetu
sinni, m.a. Rafiðnaðarsamband
íslands, en það þýðir þó ekki að
þeir skeri sig úr, að svo komnu
máli. Þá lýsti formaður Sjó-
mannasambands Islands einnig
yfir hjásetu, en það mun hafa
verið vegna þess að hann hafði
ekki átt þess kost að ráðfæra sig
við stjórn sína.“
Snorri Jónsson var að því spurð-
ur, hvort þessi krafa ASI um
verðbætur væri í raun ekki verð-
bólgukrafa. Hann svaraði: „Þetta
var eina samkomulagsleiðin í
sambandi við mestu hækkun á
lægstu laun. Persónulega hefði ég
viljað fara aðra leið, en fulltrúar
Verkamannasambands íslands
töldu sig svo bundna af samþykkt
VMSÍ-þingsins, að þeir gætu ekki
fylgt henni.“
Fulltrúar verzlunarmanna á
ASÍ-ráðstefnunni gerðu fyrirvara
um samþykki sitt við kröfum ASÍ.
Þeir létu bóka: „Við styðjum
Skíðalyf ta opnuð
undir Oddsskarði
— verkfærapokanum stolið
Eskifirði 11. janúar.
NÝ skíðalyfta verður opnuð á morgun. sem bæjarstjórn Neskaup-
staðar, Eskifjarðar og sveitarstjórn Reyðarfjarðar hafa keypt í
sameiningu. Lyftan, ^em er af Doppelmayer-gerð, er diskalyfta og er
staðsett í Sellátradal, sem er undir Oddsskarði Eskifjarðarmegin.
Lyftan er rétt hjá Oddsskarðsgöngunum.
Lyfta þessi er sú stærsta á helgar og alla frídaga og einnig
Austurlandi. Hún er um 640 metra
löng og getur flutt um 450 manns
á klukkustund. Hæðarmismunur
er um 180 metrar.
Bæjarfélögin héldu fyrsta fund
um lyftukaupin í desember 1976
og í framhaldi af því kom þáver-
andi formaður Skíðasambands
íslands, Hákon Ólafsson, austur
og skoðaði staðinn og héldu menn
fund með honum undir Odds-
skarði. Bæjarfélögin skipuðu
síðan nefnd og framkvæmdastjórn
og var Gunnar Ólafsson, Neskaup-
stað, formaður hennar. Bogi Níls-
son sýslumaður var fulltrúi Esk-
firðinga og Þorvaldur Aðalsteins-
son fulltrúi Reyðfirðinga.
Lyftan verður opin í vetur um
munu skólar og hópar geta fengið
afnot af henni þessutan. Þetta er
mikill viðburður fyrir skíðaáhuga-
menn hér, sem hingað til hafa
notast við litlar togbrautir.
Landslag í Sellátradal er kjörið til
skíðaiðkana og útsýni sérlega fag-
urt. Geta má þess, að poki með
síma fyrir lyftuna og sérhönnuð-
um verkfærum hefur horfið og er
það mjög bagalegt, því verkfærin
eru aðeins hönnuð fyrir lyftuna og
koma ekki annars staðar að not-
um. Eru þeir, sem pokann hafa
undir höndum, beðnir að skila
honum aftur, því annars gæti svo
farið að ef eitthvað bilaði kæmist
lyftan ekki í lag aftur.
— Ævar.
Hvammshreppur:
Óskað opinberrar
rannsóknar á bókhaldi
HREPPSNEFND Hvamms-
hrepps í Mýrdal hefur óskað eftir
því að opinber rannsókn fari
fram á bókhaldi hreppsins nokk-
ur undanfarin ár eða allt þar til
fyrrverandi oddviti lét af störfum
í fyrrasumar.
Bókhald hreppsins hefur verið í
endurskoðun að undanförnu og á
grundvelli hennar var fyrrgreind
ákvörðun tekin. Var bókhaldið
ásamt fylgiskjölum sent til Einars
Oddssonar sýslumanns í Vík, sem
sendi gögnin til ríkissaksóknara,
þar sem þau eru nú í athugun.
Fékk Mbl. þær upplýsingar í gær
hjá embætti ríkissaksóknara að
málið yrði skoðað á næstunni og
að henni lokinni yrði tekin ákvörð-
un um áframhald þess. Er talið
líklegt að Rannsóknarlögreglu
ríkisins verði falin meðferð þess.
meginkröfugerð Alþýðusam-
bandsins, en viljum vekja athygli
á, að gert er ráð fyrir, að allir
kauptaxtar félaga innan ASÍ fái
óskertar verðbætur, nema nokkrir
launataxtar verzlunarmanna. Að
því getum við ekki staðið." Undir
þennan fyrirvara rituðu nafn sitt
þeir Björn Þórhallsson, formaður
Landssambands íslenzkra verzl-
unarmanna og Magnús L. Sveins-
son, varaformaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur.
Ejörn Þórhallsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þeir
hefðu á ráðstefnunni lagt áherzlu
á að ferðalag taxtakaupsins frá
kauptaxtanum í samningi og í
launaumslagið væri dálítið mis-
munandi hjá hinum ýmsu félögum
innan ASI. Stundum kvað hann
þar vera beina leið, eins og hjá
verzlunarmönnum, en ýmsir aðrir
taxtar, þótt lægri væru margföld-
uðust og birtust spikfeitir í launa-
umslaginu. Því yrði krónutalan
mun hærri í launaumslaginu hjá
þessum aðilum og þyrftu þeir þó
ekki að þola skerðingu verðbóta.
Slíku væri ekki að heilsa hjá
verzlunarmönnum. Björn sagði, að
ef ekki tækist einhvern tíma að fá
alla kauptaxta ASI upp á borðið
og bera þá saman, hefði verzlunar-
mönnum dottið í hug að reyna að
fá fram samning um aðeins einn
kauptaxta, en semja síðan um
prósentur fyrir starfsaldur,
ábyrgð og annað, sem ylli því að
nauðsynlegt sé að hafa launastiga.
Ef samningar verzlunarmanna
væru þannig, kæmi ekki til neinn-
ar skerðingar á þeim.“
Þá má geta þess, að einn
fulltrúanna á kjaramálaráðstefn-
unni hafði orð á því við Morgun-
blaðið í gær, að þeir félagar innan
ASI, sem ynnu á uppmælingar-
töxtum hefðu aldrei séð jafnháar
kaupkröfur. Það stafar af því að
viðmiðunartala ákvæðisvinnu-
taxta iðnaðarmanna er nú um 229
þúsund krónur á mánuði, sem er
tala, sem myndi fá sömu prósentu-
hækkun og 300 þúsund krónur, ef
kröfur ASI næðu fram að ganga.
Morgunblaðinu er kunnugt um
það, að Karl Steinar Guðnason,
varaformaður VMSÍ mun hafa
lýst óánægju með verðbótakröf-
urnar á 26 manna nefndarfundi,
sem undirbjó kjaramálaráðstefnu
ASI, þar sem hann taldi kröfurnar
allt of háar að því er varðar
uppmælingartaxta.
Vinnuslys í
Hveragerði
Hveragerði, 11. janúar.
VINNUSLYS varð í gærmorgun í
ullarþvottastöð SÍS i Hveragerði.
Eiríkur Hlöðversson, 52 ára,
Laufskógum 3. lenti með vinstri
hönd í ullartætara og meiddist
mikið. Heilsugæzlulæknir í
Hveragerði gerði að sárum
Eiríks, sem siðan var fluttur í
Borgarspitalann í Reykjavík.
Þar var gerð á honum aðgerð.
Reyndist höndin brotin og marin,
en læknar gefa Eiríki von um að
afltaugar séu óskemmdar.
Eiríkur hefur unnið í ullar-
þvottastöðinni í 5 ár og er hann
gætinn maður. Öryggiseftirlit
ríkisins kom í ullarþvottastöðina í
gær og kannaði allar aðstæður á
slysstað. Reyndust öll tæki í góðu
lagi.
Sigrún
Birgir ísl.
Gunnarsson:
Reykjavík
sker sig úr
sem mesti skatt-
heimtustaður
landsins
S.l. laugardag ritaði ég hér í
Mbl. grein, þar sem athygli var
vakin á því, að þau sveitarfélög
hér á höfuðborgarsvæðinu, sem
vinstri flokkarnir stjórna, skera
sig úr í skattheimtu. Þar eru
skattar mun hærri en í þeim
sveitarfélögum, sem sjálfstæð-
ismenn ráða.
Sker Reykjavík
sig úr öðrum
kaupstöðum?
í Reykjavík og Kópavogi, þar
sem vinstri flokkarnir stjórna
eru fasteignaskattar mun hærri
en í nágrenninu og farið er með
aðra skatta upp í topp. Fróðlegt
er að halda þessum samanburði
áfram og kanna t.d. hvernig
Reykjavík stendur að þessu leyti
samanborið við aðra kaupstaði
landsins. Hafa skattar í
Reykjavík hækkað meir en í
öðrum kaupstöðum eftir að
vinstri meirihlutinn tók við?
Sker Reykjavík sig úr öðrum
kaupstöðum að þessu leyti?
Skýrslur félags-
málaráðuneytis
Auðveldasta leiðin til að kom-
ast að þessu er að kanna skýrsl-
ur, sem félagsmálaráðuneytið
tekur saman árlega um álagn-
ingu fasteignaskatta, aðstöðu-
gjalda og útsvara í einstökum
sveitarfélögum, stórum og smá-
um.
Ef þessir þrír megintekju-
stofnar kaupstaðanna eru lagðir
saman og fundið út, hversu
álagningin er mikil á hvern íbúa,
kemur í ljós að Reykjavík hefur
undanfarin ár verið ívið hærri
en aðrir kaupstaðir. Það er
eðlilegt, því að hér eru tiltölu-
lega fleiri til að greiða aðstöðu-
gjöld og fasteignagjöld en víðast
annarsstaðar, en á móti kemur,
að Reykjavík ber ýmsan kostnað
sem höfuðborg og að útsvör eru
hér hlutfallslega lægri vegna
vaxandi fjölda aldraðs fólks.
Bilið vex
stórlega
Samanlögð útsvör, aðstöðu-
gjöld og fasteignagjöld á hvern
íbúa þrjú síðustu ár koma út sem
hér segir:
1977 1978 1978
Revkjavik 101.173 llfi.711 218.2fil
Alíir kaupstaðir 99.613 111.572 231.527
Kaupstaðir utan
Rcykjavikur 91.755 13B.39G 215.250
Af þessu má sjá að Reykjavík
er nokkuð hærri en aðrir kaup-
staðir, en bilið vex verulega á
síðasta ári, þ.e. fyrsta ári vinstri
meirihlutans. Gleggri rhynd má
fá með því að athuga, hvað
Reykjavík er hlutfallslega hærri
þessi sömu ár, þ.e. hvað er
álagning á hvern íbúa mörgum
prósentum hærri í Reykjavík en
öðrum kaupstöðum. Það kemur
fram á eftirfarandi töflu:
1977 1978 1979
Rcvkjavik
hlutíalls-
U'Ka hærri cn:
Allir kaupstaðir 1.5% 3.0% 7.2%
kaupstaðir utan
Rcykjavíkur 11.8% 7.5% 15.3%
Hvað sýna þessar tölur? Þær
sýna að Reykjavík er farin að
skera sig verulega úr í skatt-
heimtu. Undir vinstri stjórn
hefur bilið aukizt verulega og í
heild greiða Re.vkvíkingar hver
um sig 15.3% hærri gjöld en
íbúar annarra kaupstaða. Þótt
einhver munur sé eðlilegur, má
hann þó ekki verða meiri en svo,
að hægt sé að kalla Reykjavík
mesta skattheimtustað landsins.
Sjálfstæðismenn
hafa varað
við þessu.
Það hefur vinstri flokkunum i
Reykjavík nú tekizt að gera. Við
sjálfstæðismenn í borgarstjórn
höfum varað við þessari þróun.
Við teljum hana hættulega og
geta leitt til þess að fólk og
fyrirtæki kjósi frekar að taka
sér bólfestu á öðrum stöðum.
Þetta skilja ekki vinstri flokk-
arnir og því sitja Reykvíkingar
nú uppi með mun hærri skatta-
álögur en aðrir kaupstaðir.