Morgunblaðið - 12.01.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 12.01.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 Að lokinni iólahátíð 23 Þeir eru eilitið tregabiandnir dagarnir eftir þrettándann, þegar jólatréð er fjarlægt og skrautinu pakkað niður í tösku, þar sem það liggur til næstu endurfunda, að ári liðnu. Það verður hálf tómlegt á heimilinu. Hér áður teygðum við örlítið úr jólunum, létum tré og skraut standa fram yfir helgina næstu eftir þrettánda. En eftir að ungviðið á heimilinu óx úr grasi, höldum við okkur við almanakið, kveðjum jólin á þrettándanum, eins og vera ber. Það jók á ánægjuna að þessu sinni að jólalok voru á sunnu- degi, og þvi betra tækifæri til að gera sér dagamun. En samfara því, að haldin eru hátíðleg jól á heimilinu, fer ekki hjá því, að ýmsir hlutir tengist jólahaldi í hugum fjölskyldunn- ar og þarf á engan hátt að skyggja á innihald og tilefni hátíðarinnar. Eða skyldi það ekki vera víða, að sömu hlutirn- ir, notaðir til hátíðarbrigða á jólum, hafi fylgt fjölskyldunni lengi, jafnvel allt frá bernsku^ foreldranna. Þessir hlutir verða líka helst að vera settir á nákvæmlega sama stað á hverj- um jólum, og því vandi á hönd- um ef húsmunir eru fluttir til á heimilinu, svo ekki sé nú minnst á búferlaflutninga. En það er óneitanlega gaman að eiga, og hafa uppi við, hluti sem tengjast jólahaldinu, þeir verða enn hátíðlegri í okkar augum vegna þess, að þeir eru eingöngu notaðir á þessari hátíð. Auðvitað er ekki ástæða til að verða dapur í huga þegar þeir hlutir, sem minna á jólahátíðina, eru fjarlægðir, þeir verða teknir fram aftur næsta ár. Og gleðiefni er, svona eftir þrettándann, að dagur er tekinn að lengjast, skammdegið að baki og framundan erbjartari tíð. lUIUMIltlTlll Aðalefni: JÓLAHÁTfÐ og þau eru því kölluð hátíð barnanna, þótt einfaldleiki fjár- hússins og jötunnar hljómi nán- ast sem hefðbundin þversögn í veislugleði allsnægtaþjóðfélags- ins. I raun réttri eru jólin miklu fremur barndómshátíð hinna fullorðnu, eitt allsherjar sjón- arspil, sem sett er á svið til að endurlifa barnaskapinn í nokkra daga. Undraland Leiksviðið í þessu sjónarspili er Undraland í ætt við ævintýra- heim bernskunnar, alsettan glitrandi ljósadýrð, skrauti og skarti, glyngri og glysi. Leikend- urnir eru klæddir sparifötum. Þvegnir og stroknir, og ásjóna þeirra ber vott um mildi og hreina samvisku. Þeir umgang- ast hverir aðra með stimamýkt og bros á vör og mæla ekkert styggðaryrði af munni. Hlut- verkin eru áþekk hvert öðru, ávörp og tilsvör jafnvel þau sömu, samræðurnar fjalla um hlutina í kring, einföld spaugs- yrði vekja glaðværð og hlátur. Leikendurnir setjast nú við mat- arborð, hlaðið kjöti og krásum, og hefja átið með alvörusvip. Þeir fara hægt að fæðunni og gæta borðsiðanna vandlega til að bía ekki út sparifötin, en vöðla hverjum kjötbita upp í sig með ánægjustunum. Þeir halda áfram að éta, og átfrekjan minn- ir á krakka, sem sjaldan fá ætan bita. Þegar allir standa á blístri, brölta leikendurnir upp frá borð- inu og taka að skiptast á gjöfum. Þarna eru sokkar og skyrtur, svaðilfara- og minningabækur, slæður og slifsi. Og nú er faðmast og kysst og þakkarmál- in ganga á víxl. Einu sinni á ári eiga menn löghelgaðan rétt til að hverfa inn í þessa tilbúnu bernsku, endurlifa skeið hennar og útfæra þau á leikrænan hátt. Jóladag- arnir samsvara í rauninni frum- bernskunni, þegar fullnæging lífshvatanna er tengd munnin- um og mettuninni, ásamt þörf- inni fyrir öryggi og blíðu í samveru við nánustu. Dagarnir milli jóla og nýárs samsvara því tímabili í ævi barnsins, þegar lífshvatirnar liggja í dvala, en líkaminn heldur áfram að dafna. Og á gamlárskvöld eru menn loks komnir á gelgjuskeiðið og „flippa út“ með ærslum og gauragangi að hætti táninga. Hátíðarlok Á nýársdag lokast hringurinn og ábyrgð hins fullorðna tekur við. Þá er vopnahléið á enda og barátta mannlegra samskipta hefst á ný með þeim siðgæðis- kröfum, sem maðurinn verður að lúta. Mótsögnin á milli Undra- lands sakleysisins og ábyrgð- arkvaða hins fullorðna elur af sér sektarkennd, sem að vísu er byrði, en þó uppistaða alls þol- anslegs mannlífs. 1 þessu hefti ritsins eru margar mjög athyglisverðar greinar, um ýmislegt í sambandi við jólahald skrifaðar af „lærðum og leikum“, ef svo má að orði komast, ef miðað er við menntun í guðfræði. Með leyfi ritstjóra Kirkjuritsins, sr. Bernharðs Guðmundssonar, birtist hér ein þessara greina. Greinin er birt óstytt og að öllu leyti í upphaflegri mynd. Jakob Jónasson: Þverstæður jólahalds und- an sjónarhorni geðlæknis í algleymi skotgrafahernaðar- ins í heimsstyrjöldinni fyrri, þegar þúsundum manna var slátrað á degi hverjum í djöful- æði mannsins, voru fyrirskipuð hlé á bardögum um jólin. Þá áttu sér stað á vesturvígstöðvunum atburðir, sem óneitanlega virð- ast þversagnakenndir, en varpa þó ljósi á inntak jólahaldsins frá sálfræðilegum sjónarhóli. Þús- undir breskra og þýskra her- manna lögðu frá sér byssurnar, klöngruðust upp úr skotgröfun- um, hlupu til móts hverir við aðra í einskismanns landinu milli víglínanna og héldu þar jólin í sameiginlegum fögnuði. Þarna skiptust þeir á gjöfum, sungu jólasálma, léku sér eins og krakkar og nutu þess að geta í nokkrar klukkustundir brugðið sér úr ábyrgðarhlutverki hinna fullorðnu og horfið aftur inn í heim bernskunnar. Þegar hátíðin var á enda, kvöddust þeir með virktum og árnaðaróskum um langa lífdaga, skreiddust niður í skotgrafirnar og sofnuðu svefni hinna réttlátu. I dögun næsta morgun spruttu þeir aftur á fætur, gripu þegar til byssnanna og tóku að slátra hverir öðrum af hamslausari djöfulgangi en nokkru sinni áð- ur. Nú höfðu þeir gengið inn í hlutverk hinna fullorðnu á ný og urðu því að hlýða skyldum Jakob Jónasson ábyrgðarinnar eins og sæmir sönnum hermönnum. Mótsagnir Þótt þessir atburðir þyki táknrænt dæmi um fáránleik stríðsins og jaðri við grálegan skrípaleik, þá bera þeir ekki síður vitni um mótsagnirnar í mannlegu hátterni, þar sem sakleysi bernskunnar, ímyndað og upphafið, og siðgæðiskröfur hinna fullorðnu, þverstæðu- kenndar og afskræmislegar eftir atvikum, eiga í stöðugu stríði. Siðgæðiskröfurnar marka að sönnu leikreglur um breytm manna og ábyrgð, og ekkert þjóðfélag fengi án þeirra staðist. Öll mannleg samskipti fela í sér baráttu, sem sérhver maður verður nauðugur viljugur að heyja samkvæmt lögmáli nátt- úrunnar um viðhald lífsins. Eng- inn fær þó tekið þátt í þeirri viðureign án þess að brjóta þessar reglur og eiga þar með hlutdeild að þeim misgerðum hvers í annars garð, sem mann- inum einum eru eiginlegar allra skepna jarðarinnar sakir vits- munalegra yfirburða. Siðgæð- iskröfunum verður því aldrei fullnægt til hlítar, hversu grandvarlega sem leitast er við að lifa, og sá vanmáttur elur af sér sektarkennd, sem sérhverj- um manni réynist óhjákvæmileg byrði. Undir fargi þessarar sekt- arkenndar leynist í hugskoti mannsins áleitin þrá til að mega hverfa aftur til bernskunnar, þessa tímabils ævinnar, þegar sakleysið er veruleiki og lífið paradís, þar sem allir eru jafn- ingjar og úlfurinn býr hjá lamb- inu og pardusdýrið liggur hjá kiðlingnum. „Paradísarmissir? — er það missir bernskunnar? — þeirra stunda, þegar sekt og sakleysi er aðeins ævintýr?" spyr Gunnar Gunnarsson í einni bóka sinna. í táknrænum skilningi eru jólin afmælishátíð Jesúbarnsins, Pravda sakar Norðmenn um að veita CIA aðstöðu viðskiptastöðu ríkissjóðs gagnvart borgarsjóði um sl. áramót. í símtalinu svaraði ég spurn- ingu blaðamannsins á þann veg, að það væri einkum þrennt sem hefði raskað áætlunum okkar varðandi stöðuna við ríkissjóð um áramótin. í fyrsta lagi var framlag Jöfn- unarsjóðs úrskurðað lægra en fyrri áætlanir sýndu eða 28. þús. á íbúa í stað 30—31 þús. og sagði ég blaðamanni að við hefðum ekki fengið skýringu á því. Næmi mismunur allt að 180 m.kr. fyrir borgarsjóð. í öðru lagi hefði ríkissjóður ekki greitt okkur vegna launakostnað- ar tónskóla miðað við fyrri greiðsluvenjur tæplega 40 milljón- ir króna. í þriðja lagi hefði Trygginga- stofnun ríkisins ekki getað sýnt okkur sömu lipurð og undanfarin ár, að greiða okkur fyrir áramót eitthvað upp í desemberreikninga sjúkrastofnana borgarinnar, þótt þeir gjaldfalli í janúar. Fullyrðingar um að ríkissjóður hafi snuðað borgina um milljarð króna eru ekki frá mér komnar né ugleiðingar um fallega reikninga Reykj avíkurborgar. Loks er þess að geta að ég bað blaðamanninn að hringja í mig síðar um daginn og lesa fyrir mig það sem hann hefði eftir mér. Hann hlýtur að hafa hringt eitt- hvað annað. Björn Friðfinnsson Samrit sent blaðamanni Þjóðvilj- ans, Einari Erni Stefánssyni. 516 vistmenn á Grund og Ási ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi upplýsingar um vistmenn á heimilinu á árinu 1979. Fyrsta janúar 1979 voru vistmenn á Grund samtals 337, þar af 249 konur og 88 karlar. Vistmenn 31. desember 1979 voru samtals 324, konur 235 og karlar 89. Á dvalar- heimilinu Ási, Ásbyrgi, voru vist- menn 1. janúar 1979 samtals 190, þar af konur 91 og karlar 99. 31. desember s.l. voru vistmenn þar samtals 192, konur 95 og karlar 97. SOVÉTRÍKIN hafa um nokk- urt árabil beitt margvíslegum þrýstingi gagnvart Norð- mönnum á norðurslóðum bæði á Svalbarða, á Barentshafi og við strendur Norður-Noregs. Nú ber svo við, eins og skýrt var frá i Morgunblaðinu í gær, að Sovétstjórnin hefur sakað norsku stjórnina um ögranir gagnvart sovéska hernum við landamæri Noregs og So- vétríkjanna og segir, að slikar aðgerðir stofni friði og öryggi Norður-Evrópu í hættu. Til að sýna tóninn í garð Norðmanna í málgögnum So- vétstjórnarinnar síðustu daga fer hér á eftir kafli úr fregn- miða fréttaþjónustu Sovétríkj- anna á íslandi APN, sem dags- ettur er 9. janúar s.l. Þar segir orðrétt: Pravda um áhuga CIA á Noregi. Moskva (APN) „Hefðu hlut- irnir ekki snúist um störf leyniþjónustu Bandaríkjanna, hefðu yfirmenn hennar hæg- lega getað tekið upp á að eyða frídögum sínum í hinu kalda loftslagi Norður-Noregs, svo mikið ástfóstur hefur CIA lagt á þetta fjarlæga landsvæði, segir Pravda í dag. Blaðið segir að „gagnnjósna“-tímarit í Washington segi að opinber- lega sé ekki um neinar erlendar herstöðvar í Noregi að ræða. En sum fyrirtæki þar eru notuð næstum eingöngu í þágu hern- aðar og til afnota fyrir leyni- þjónustu Bandaríkjanna. Tímaritið nefnir sum þessara fyrirtækja, þar á meðal eru þrjár flotastöðvar sem NATO herskip hafa á Norður- Atlantshafssvæðinu, stöð fyrir eftirlit með kjarnorkusprengj- um, „Norsar“ og ennfremur útvarpsstöðvar, sem staðsettar eru við sovésk-norsku landa- mærin. „Öll þessi fyrirtæki eru undir verndarvæng bandarísku leyni- þjónustunnar og sum þeirra fjármögnuð beint af band- aríska varnarmálaráðuneytinu. Svo að áhugi bandarísku leyni- þjóustunnar á Noregi er ekki af tilviljun, heldur er hann skipun að ofan.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.