Morgunblaðið - 12.01.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 12.01.1980, Síða 26
Leikir jr - Eg veit hvað þú ert gamall! Þú getur komið einhverjum á óvart með því að segja, að þú vitir, eða getir fundið út, hvað viðkomandi er gamall með því að fá að vita eina ákveðna tölu. — Þú biður viðkomandi aðila að hugsa sér, hvað hann sé gamall og síðan eigi hann að margfalda þá tölu með 2. Þá á hann að bæta 5 við þá tölu, og loks að margfalda þá tölu með 5. Þegar því er lokið, biður þú viðkomandi að segja þér lokatöluna, en þá getur þú líka sagt honum, hvað hann er gamall. Þú tekur öftustu töluna burt og dregur 2 frá því sem eftir er. Dæmi: Drengur er 11 ára x2 = 22 + 5 = 27 x5 = 135. Síðan tekurðu töluna 5 aftan af og þá eru eftir 13, en frá því dregurður 2, og þá eru eftir ellefu — en strákurinn var einmitt 11 ára! Reyndu fleiri dæmi. Heilrœðavísur Ungum er það allra best að óttast guð, sinn herra. Þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð það má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum. Hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Oft er sá í orðum nýtur, sem iðkar menntun kæra, en þursinn heimskur þegja hlýtur, sem þrjóskast við að læra. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Hallgrímur Pétursson. Með þessum heilrœðavísum Hallgríms viljum við óska ykkur gleðilegs árs og friðar með einlægum þökkumfyrir allt gott á liðnu ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.