Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980
27
Áramót með
kúm og nautum
Komið þið nú sæl, krakkar
mínir.
Ég er að hugsa um að
segja ykkur sögu.
Það var um áramót fyrir
löngu síðan, að ég bjó í heitu
landi nálægt miðbaug jarðar.
Ég hafði hvorki útvarp né
sjónvarp, ég sá ekkert ára-
mótaskaup og enga flugelda
eða áramótabrennur. Eftir
jólin var ég einn með svarta
fólkinu, sem á heima þarna.
Það voru bara fáir, sem
héldu hátíðleg jól. Krakkarn-
ir hafa ekki heyrt um Jesúm
Krist og vita ekki hvað eru
jól. Þau fengu víst engar
jólagjafir heldur, því að ég sá
þau ekki með nein ný leik-
föng og ekki heldur í nýjum
fötum.
Einn strákur hét Abdulla.
Hann strauk úr skólanum og
fór með vini sínum í annan
bæ og fór að vinna fyrir sér
með því að bursta skó. Pabbi
hans var oft vondur við hann
og Abdulla var oft svangur.
Einu sinni kom ég í þennan
bæ. Þá komu Abdulla hlaup-
andi og spurði hvort hann
mætti bursta skóna mína.
Gamlársdagur var eins og
allir hinir dagarnir. Sólin
var brennandi heit eftir há-
degið og klukkan hálf sjö
kom niðamyrkur og loftið
kólnaði. Þess vegna man ég
ekki hvað ég var að gera á
gamlárskvöld.
Eftir áramótin frétti ég
nokkuð, sem gladdi alla mik-
ið. Héraðsstjórinn var að
fara. Börnin og fullorðna
fólkið voru hrædd við hann.
Hann var grimmur og stal
frá fátæka fólkinu. Nú lét
hann það boð út ganga að
hann ætlaði að halda veislu
að skilnaði. Mér var boðið og
pabba hans Abdulla og
mörgum, mörgum öðrum. I
veislunni voru nokkrar kýr
og nokkur naut. Þegar ég var
að koma var einmitt búið að
klára allt veislukjötið. Þeir
báðu okkur að bíða smá-
stund. Þeir tóku eina kúna,
slátruðu henni og steiktu
kjötið í smábitum, en sumir
borðuðu kjötið bara hrátt.
Það vildi ég ekki, því að þá
getur maður fengið orma í
magann.
Svo fór vondi héraðsstjór-
inn upp í jeppabílinn sinn og
vinkaði til fólksins. Þá lagð-
ist pabbi hans Abdulla á
jörðina og kyssti hjólförin og
þóttist vera að gráta og
kveina. Margt annað fólk
gerði hið sama. Þetta þótti
mér mjög einkennilegt. Full-
orðið fólk getur oft verið svo
skrítið. Ég vona að hann
Abdulia sé orðinn fullorðinn
núna og sé góður maður og ef
til vill fæ ég að sjá hann
einhvern tíma aftur.
Ykkar Gísli Halldór.
Vel svarad
Loðvík 14. Prakkakonungur sagði eitt sinn við
góðvin sinn:
„Hvernig líst yður á þessi lélegu vers, sem ég hef
ort?“
Loðvík rétti honum blaðið, sem hann hafði ritað
versin á. Þegar vinur hans hafði lesið blaðið, svaraði
hann.
„Ekkert er yður ómögulegt, herra konungur! Þér
hafið ætlað að yrkja léleg vers, og yður hefur tekist
það.“
Teikning: Sigrún Haraldsdóttir, 12 ára, Hafnarfirði.
Undur hafsins — eitt af furðuverkum í náttúrunnar ríki.
Teikning: Guðrún, 5 ára.
Jólin komu og fóru — og mikið var gaman að gleðjast með öðrum.