Morgunblaðið - 12.01.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANLTAR 1980
37
Einn dyggasti stuðningsmaður
Komintern, sem þá gaf Moskvu-
línuna, sagði þegar Stalín hirti
Eystrasaltsríkin, að þetta hefði
verið nauðsynlegt, því þau hefðu
ekki getað stjórnað sér sjálf. Var
það ekki þetta sem sagt var við
ensku þjóðina á dögum Viktoríu?
Þó máttu Englendingar segja
þetta með meiri sanni en Björn
Fransson, því að þrifnað og vest-
ræn læknavísindi færðu þeir þó
nýlendunum.
Það var betri heilbrigðisþjón-
usta í Eystrasaltslöndunum en
Rússlandi, því að Stalín lagði
meiri áherslu á önnur mál eins og
allir vita. Ég nefni ekki vinnu-
brögð sosíalistanna við Alþýðu-
flokkinn, en sný mér að meðferð-
inni á sárfátækum verkamönnum,
sem þeir þóttust vera að bjarga.
Fyrst af öllu urðu þeir að greiða
félagsgjöldin, matartíminn átti að
fara í að prédika fyrir flokkinn og
á bls. 43 er uppskriftin að því
hvernig góður kommúnisti átti að
vinna: Mánudagur sellufundur,
þriðjudagur fundur í deild Al-
þjóðasamhjálpar verkalýðsins eða
Sovétvinafélagsins, miðvikudagur
seld flokksblöð og rit, rukkuð
áskriftargjöld eða farið í fjársöfn-
un, fimmtudagur almennur fund-
ur eða verkalýðsmálafundur í
Bröttugötusalnum, föstudagur
fundur í flokksdeildinni, laugar-
dagur flokksdansleikur í Bröttu-
götu, sunnudagur leshringur eða
æfing í varnarliði verkalýðsins.
Þetta slagar upp í 40 stunda
vinnuviku og sitthvað hefði maður
getað fengið í svanginn fyrir
félagsgjöldin og alla fjársöfnun-
ina.
Ekki er síður skemmtilegt að
lesa um línudansinn og allar
hreinsanirnar sem urðu í hvert
skipti sem ný lína kom frá
Moskvu. Sósíalistarnir voru og eru
og verða aldrei frjálsir menn, þeir
dansa bara eftir línunni frá
Kreml. Hvernig eiga þessir menn
að vera í forsvari fyrir frjálst
land?
í hvert skipti sem upphefst í
útvarpi auglýsingasöngur fyrir
Keflavíkurgöngu þá minnist ég
stalínistans, sem var mér sam-
mála part úr degi. Ég hringdi í
hann eldsnemma daginn sem inn-
rásin var gerð í Tékkóslóvakíu og
hann var eins hneykslaður og ég,
en daginn eftir fannst honum að
þetta hefði verið það eina rétta,
því að tékkarnir voru skyldugir að
lifa við valdbeitinguna frá
Moskvu. Húsmóðir.“
• Er fólkið platað ?
Sjónvarpsáhorfandi:
—Alveg er ég hissa á því
hversu stóru happdrættin leggja
að sér til að auglýsa starfsemi
sína, því mér finnst alltaf merki-
legt hversu mikið fólk lætur plata
sig í þessum efnum.
Auðvitað er alltaf vinningsvon
og það er hluturinn sem heldur
öllu dótinu gangandi, fólk kaupir
miða vegna þess að það er vinn-
ingsvon, vegna þess að hugsanlegt
er að verða eins heppinn og unga
fólkið í Stykkishólmi sem fékk
stóra skammtinn og vegna þess að
með vinningnum verður hægt að
komast úr skuldahringnum. Allt
þetta er kannski gott og blessað,
en gaman væri að vita hversu
margir fá raunverulega vinning.
Auglýst er að vinningarnir séu
þetta og þetta margir, en ganga
þeir allir út? Ef ekki, hversu
margir vinningar falla niður
dauðir, þ.e. ganga aftur til happ-
drættisins? Eru vinningshafarnir
ekki tiltölulega fáir, þ.e. þeir sem
fá eitthvað sem um munar, því
margir fá að vísu 20—50 þúsund
króna vinninga eða hvað þeir eru
nú háir þessir minnstu og hjá
flestum er það kannski svipuð
upphæð og fer í endurnýjunar-
kostnað. Flestir fá þó aldrei vinn-
ing.
Að vísu má líka segja að þessi
starfsemi er góðra gjalda verð
vegna þess málefnis, sem starfað
er fyrir, en samt hefur mér
fundist nú að ekki sé hægt að
teyma fólk endalaust áfram í
þessum leik.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pótursson
4 skákmóti í Sovétríkjunum í
fyrra kom þessi staða upp í skák á
milli Isakovs og PichelaHrys, sem
hafði svart og átti leik.
26.... Dxg3!!, 27. Dxd5+ - Hxd5,
28. fxg3 — IIxh2+! og hvítur gafst
upp, því að hann er mát í næsta
leik.
HÖGNI HREKKVÍSI
„TYf?ll?6EFDU ALFf?eÐ,'FG d£FÐl £k£l 'AíT
AÐÓE63.'Á Að þb CAKAIÆKHII2! "
Frumvarp sjálfstæðismanna:
Bætur vegna
óverðtryggðs bú-
vöruútflutnings
í desember sl. var lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga um
greiðslu bóta vegna óverð-
tryggðrar framleiðslu landbún-
aðarvara. Samkvæmt frumvarp-
inu skal ríkisstjórnin útvega
fjármagn, er nemi þremur millj-
örðum króna, til að bæta bændum
að nokkru halla af óverðtryggð-
um útflutningi landbúnaðaraf-
urða á síðasta verðlagsári og til
að greiða fyrir sölu á þeim
búvörubirgðum, sem óseldar
voru við upphaf þessa verðlags-
árs. Af fjárhæð þessari skal
tveimur milljörðum varið til end-
urgreiðslu á verðjöfnunargjaldi,
sem Framleiðsluráð landbúnað-
arins innheimti af framleiðslu
siðasta verðlagsárs, en einum
milljarði til þess að greiða fyrir
sölu á birgðum og framleiðslu
búsafurða á fyrri hluta þessa
verðlagsárs. Byggðasjóði verði
gert að skyldu að leggja fram
einn milljarð króna að hámarki á
næstu þremur árum til endur-
greiðslu á láni, sem tekið kann að
verða í þessu skyni.
í greinarg. með frumvarpinu seg-
ir m.a.:
„Frumvarp þetta var flutt á
síðasta Alþingi, en kom þá eigi til
umræðu. Þá fylgdi frumvarpinu
svofelld greinargerð:
Alkunna eru þau margvíslegu
vandamál, sem að bændum hafa
sótt á þessu ári. Stórlega skortir á
að fullt verð náist fyrir framleiðslu
síðasta verðlagsárs, vegna halla af
útflutningi búvara. Harðindi, sem
gengið hafa yfir landið í vor, sumar
og haust, hafa valdið gífurlegu
tjóni. Heyfengur er nú minni en um
árabil og veruleg skerðing bústofns
blasir við í heilum landshlutum.
Dilkar eru óvenju rýrir, eða víða
nálægt 2 kg léttari en í fyrra, og kýr
hafa mjólkað illa vegna tíðra
hrakviðra. Verulegur samdráttur
blasir við í búvöruframleiðslu á
næsta ári samfara versnandi af-
komu bænda.
Hinn 5. júní s.l. skipaði landbún-
aðarráðherra nefnd, sem m.a. fékk
það verkefni að gera tillögur um
„lausn á vandamálum bænda vegna
söluerfiðleika erlendis á umfram-
framleiðslu landbúnaðarafurða,
þannig að tekjuskerðing bænda
verði sem minnst".
Nefndin skilaði áliti 28. júlí og
varð meiri hluti hennar sammála,
þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Framsóknarflokksins, Alþýðu-
bandalagsins, Búnaðarfélags
Islands og Stéttarsambands bænda.
Þessir nefndarmenn létu þó fylgja
tillögum sínum sérstakar bókanir.
Fulltrúi Alþýðuflokks skilaði á
hinn bóginn séráliti.
Frumvarp það, sem hér er flutt,
er alfarið byggt á tillögum meiri
hluta nefndarinnar. Með frumvarp-
inu eru prentuð sem fylgiskjöl
greinargerð og tillögur meirihlut-
ans, ásamt þeim bókunum, sem
fram voru settar af þeim mönnum
sem meiri hlutann skipuðu."
Morgunblaðiö
óskar efftir
blaðburðarfólki
Uppl. í síma 35408
Vesturbær: Úthverfi:
Hávallagata. Miðbær. Heiðargerði
Granaskjól Selvogsgrunnur
Bárugata.