Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1980 Dómgæslan í yngri flokkunum í ólestri Þann 27. síðasta mánaðar átti að fara fram í Lauííardalsholl hálf umferð í A-riðli í íslands- móti í handknattleik i 3. fiukki. 7 lið eru í riðlinum og átti hvert lið að leika 3 leiki. Af 11 leikjum sem fara átti fram voru þó aðeins 3 leiknir. Ástæðan var sú að ENGIR DÓMARAR MÆTTU TIL Að DÆMA. Að vísu hafði tekist að fá dómara í áðurnefnda þrjá leiki, en þeir hófðu ekki réttindi svo að þeir fenjíust ekki til að dæma fleiri leiki. Þá var haft samband við Júlíus Hafstein formann H.S.Í. og reyndi hann að útveRa dómara, en þrátt fyrir að formaður sambandsins reyndi kom enginn dómari ok urðu leikmenn ok þjálfarar þeirra alls um 100 manns að hverfa frá. Það lið sem ekki keppti leik var Selfoss. Það lið hafði lant í dýra ferð til Reykjavíkur en til einsk- is. Seinni hluti áðurnefndrar um- ferðar átti að fara fram í Laugar- dalshöll 6. janúar síðastiiðinn. Öll liðin voru mætt til leiks. En þá gerðist það aftur. Engir dómarar Þá var reynt að ná sambandi við talsmann H.S.Í. en ekkert gekk og var þetta hálftíma eftir landsleik íslendinga og Pólverja lauk þar sem allir stjórnarmenn H.S.Í. voru örugglega að horfa á. Því spyrjum við: Á ekkí einhver úr stjórn H.S.Í. að vera til tals þegar svona mál koma upp? Hvorki geta svona dýrkeyptar svaðilfarir bætt hag nýstofnaðra handknattleiksdeilda eins og Sel- foss né aukið áhuga ungra rúanna á íþrótt þessari. Stjórn H.S.Í. ætti að taka dóm- aramál yngri flokkanna miklu fastari tökum. Dómgæslumál yngri flokkanna hafa lengi verið í lamasessi en nú keyrir um þver- bak. Þolinmæði okkar er ekki takmarkalaus. Að lokum vonum við að þetta bréf sýni stjórn H.S.Í. að dóm- gæslumál yngri flokkanna verður að taka miklu fastari tökum. 3. flokkur K.R. í handknattleik. Keppt um háar upp- hæðir í Badminton COPENHAGEN Cup, annað opna badmintonmótið í Danmörku þar sem keppt er um peningaverð- laun hófst síðastliðinn laugar- dag. Til keppni voru skráðir flestir af bestu badminton- mönnum heimsins utan índó- nesíu. Nokkuð varð þó um afboð og meðal annars hættu fjórir af þeim 8 sem hafði verið raðað í einliðaleik karla við keppni. Svo heppilega vildi þó til að þeir hofðu verið hver í sínum fjórðung þannig að i undanúrslitaleikjun- um eru eingöngu spilarar sem eru svo sterkir að þeir höfðu fengið röðun. Þeir komust líka allir fremur létt í gegn um undanrásirnar nema Svend Pri sem þurfti að leika þrjár harðar og jafnar lotur á móti Kevin Jolly frá Englandi sem vakti athygli bæði fyrir gott spil og leiðinlega framkomu á badmintonvellinum. Kevin ’ Jolly hafði lent í miklum erfiðleikum í undanrásunum á móti hinum efni- lega Jens Peter Neerhof sem er meðal annars Evrópumeistari unglinga. Neerhof hafði náð stöð- unni 17—14 í þriðju lotu en þoldi ekki spennuna og tapaði 17—18. Svend Pri á að mæta Morten Frost í undanúrslitum og í hinum undanúrslitaleiknum mætast Flemming Delfs og Indverjinn Prakash sem hefur spilað af miklu öryggi í þessu móti. í einliðaleik kvenna er reiknað með úrslitaleik á milli Lenu Köpp- en sem mætir Annette Börjesen frá Svíþjóð, og Gilian Gilks frá Englandi. Gilian Gilks hefur þó ekki leikið sérlega vel það sem af er þessu móti og þurfti meðal annars þrjár lotur á móti Else Toresen frá Noregi og Gilks á að mæta Joke Van Beusekom frá Hollandi í undanúrslitum og gæti lent í erfiðleikum. í tvíliðaleik karla mætast í undanúrslitum Morten Frost Hansen og Steen Fladberg á móti Thomas Kihl- ström og Bengt Fröhman og þeir Flemming Delfs og Steen Skov- gaard á móti Danmerkurmeistur- unum Mogens Neergaard og Kenneth Larsen. í tvíliðaleik kvenna mæta þær Lena Köppen og Joke Van Beuse- kom þeim Karen Bridge og Ann- ette Börjesen frá Svíþjóð og í hinum undanúrslitaleiknum eig- ast við Kristin Meier og Susanne Mölgaard og Gilian Gilks og Nora Perry frá Englandi. Sveitarkeppni í Judo JÚDÓMÓT verður háð n.k. sunnudag í íþróttahúsi Kennara- háskólans og hefst kl. 14. Þetta er árleg keppni og ís- landsmeistaramót. Keppt er í sjö manna sveitum, einn maður úr hverjum þyngdarflokki í hverri sveit. Keppnin er háð með sama fyrirkomulagi og Evrópumeist aramótin í sveitakeppni. Júdófélag Reykjavíkur hefui verið íslandsmeistari í sveita keppninni frá upphafi, eða i 6 ár samfellt. Aðrar sveitir munu nú hafa fullan hug á að binda endi á þá sigurgöngu. Vist er að búast má við harðri keppni að þessu sinni eins og oft áður. Reiknað er með að allir bestu júdómenn landsins verði með i þessari keppni. • Jens Einarsson markvörður við öllu búinn. Jens átti stórleik á móti Norðmönnum. Vonandi tekst honum vel upp í dag á móti Dönum. Tekst að sigra Dani í dag? ÍSLENDINGAR leika sinn siðasta leik í Baltic-keppninni í dag er þeir mæta Dönum. Leikur liðanna fer fram í Oldenburg og hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma. Væntanlega lýsir Hermann Gunnarsson leiknum og mun sú lýsing þá hefjast kl. 19.30. Verð- ur bæði fróðlegt og spennandi hvernig hinu unga landsliði EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. ÍR mætir KR-ingum í iþróttahúsinu i Ilafnarfirði á sunnudag og hefst leikurinn kl. 20.00. Á undan þeim leik fer fram forleikur á milli 2. deildar liðs Hauka og fyrstu íslandsmeistara íslands tekst upp á móti danska liðinu, sem er af fullum krafti að undirbúa sig fyrir ólympíuleik- ana i Moskvu. Jóhann Ingi hefur einu sinni leitt íslenskt landslið til sigurs á móti Dönum og var það á heimavelli þeirra. Svo hugsanlega getur allt gerst. Og víst væri það kærkomið ef Danir yrðu lagðir að velli. Fátt gleður KR en það lið hefur að baki sér 200 landsleiki i körfu. Það er körfuknattlciksdeild Ilauka sem sér um leikkvöldið. En eins og frá hefur verið skýrt missti KR heimaleik sinn vegna framkomu áhorfenda á leik Vals og KR í Laugardalshöllinni. okkur meira í iþróttum. Austur-Þjóðverjar leika við Rússa um fyrsta sætið, Vestur- Þjóðverjar leika í orðsins fyllstu merkingu um 3.-4. sætið í keppn- inni því að A- og B-lið þeirra mætast. Danir og íslendingar leika svo um 5.-6. sætið og Pólverjar og Norðmenn um 7.-8. sætið. Spá okkar hér á Mbl. er sú, að röðin verði Rússland, A-Þýska- land, V-Þýskaland A, V-Þýska- land B, Danmörk, ísland, Pólland og Noregur rekur lestina. Stingur Breióablik af í 3. deildinni KR mætir ÍR í Hafnarfirði ÞVÍ var ekki spáð í byrjun vetrar að Stjarnan mætti þakka fyrir jafntefii við Gróttu á heimavelli sínum í 3. deildinni í handknatt- leiknum, en þannig var það þó í leik þessara félaga í Ásgarði á miðvikudagskvöldið. Unglingalið Gróttu var í báðum hálfleikjun- um komið með 5—6 marka for- ystu, en Stjörnuliðinu tókst að jafna bæði fyrir leikhlé og í lokin. Gróttumenn voru mun frískari í upphafi leiksins og náðu nokkuð öruggri forystu, mest 5 mörkum yfir, en Stjörnumenn seigluðust og náðu að jafna í 11:11 fyrir leikhlé. Aftur tóku Gróttumenn sprettinn í seinni hálfleiknum og komust nú mest 6 mörk yfir og þannig var staðan þegar aðeins 5 mínútur voru eftir. Samt náðu Stjörnu- menn að jafna í 22:22, og nutu þar bæði meiri líkamsburða og ekki síst Viðars Símonarsonar, sem opnaði Gróttuvörnina hvað eftir annað, einkum fyrir Eggert ísdal, sem skoraði 12 mörk í leiknum og þar af öll lokamörkin. Þessir tveir menn báru nokkuð af í liði Stjörn- unnar, en Viðar lék þó aðeins í seinni hálfleik. Lið Gróttu var hins vegar mjög jafnt og enginn þar sem skar sig úr. Það mátti sjá á leik Gróttumanna að þeir hafa æft vel undanfarið, en þá skortir leikreynsluna, sem Stjörnumenn hafa og fleytti þeim í þessum leik, þótt þeir hafi svo til ekkert æft síðustu vikur. Fyrir Stjörnuna skoruðu Eggert 12, Magnús Andrésson 3, Guð- mundur, Hilmar og Viðar 2 hver og Magnús Arnarson 1. Fyrir Gróttu skoruðu Gauti 7, Gunnar Páll 4, Bragi, Jóhann og Sighvatur 3 hver og Sverrir 2. STAÐAN í DEILDINNI Breiðablik 6 6 0 0 178:116 12:0 Stjarnan 6 321 141:119 8:4 Óðinn 6 3 2'/s 144:127 8:4 Akranes 6 3 21 136:121 8:4 Keflavík 5 31 1 115:94 7:3 Grótta 7 1 1 5 153:176 3:11 Dalvík 6 1 0 5 123:159 2:10 Selfoss 6 0 0 6 100:180 0:12 NÆSTU LEIKIR Laugardagur, Keflavík-Akranes í Njarðvík kl. 13.00 og Dalvík- Selfoss á Dalvík kl. 15.00. Golfskóli Nolans Á MORGUN, laugardag. opnar hinn góðkunni enski golfkennari John Nolan i annað sinn golf- skóla á efstu hæð í Ford-húsinu Skeifunni 17. John Nolan, sem dvalið hefur hér undanfarin ár og hefur ein- göngu starfað hér sem golfkenn- ari og golfráðunautur, á stóran þátt i framförum i golfinu og með opnun þessa golfskóla lengir hann golfárið hjá kylfingum að mun. Auk þess sem Nolan kennir byrjendum og leiðbeinir lengra komnum er þarna góð æfingaað- staða fyrir fjölda manns og einn- ig er hægt að æfa púttin. Skólinn verður opinn alla daga vikunnar. Á laugardogum og sunnudögum er opið frá 10.30 til 5.30 en aðra daga frá kl. 4 til 9.30. i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.