Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
11
greint frá funa æskuástar og
skorðum hjónabands þar sem
kvenvargur einn ræður ríkjum.
Ungur maður biður sér konu með
aðstoð frænda síns. Það verður
til þess að ýmislegt óvænt kemur
í ljós.
Meðal helstu hlutverk í Forlát-
ið fara Skúli Hilmarsson (Hr.
Bon), Auður L. Arnþórsdóttir
(Frú Bon) og Stefán Guðleifsson
(Leon frændi Henris). í minni
hlutverkum eru Ásta Júlíusdótt-
ir (Blance dóttir Bonhjóna),
Vilmar Pétursson (Henri), Þór
Ásgeirsson (Baptist) og Helga
Einarsdóttir (Julie). Öll sómdu
þau sér vel í hlutverkum sínum
og var furðu lítill viðvanings-
bragur á túlkun þeirra. Að
minnsta kosti gekk allt hnökra-
laust fyrir sig.
Sælustaður sjúklinganna eftir
Sean O’Casey er alvarlegra verk
en Forlátið. Það er írsk fátækra-
lækningastofa sem við kynnumst
í þessum beiska einþáttungi.
Sean O’Casey sýnir okkur mann-
lega eymd á hnitmiðaðan hátt.
Stofunnar gætir skinhelgin sjálf
í gervi Hr. Alosius (uppnefndur
hallelúja) og læknirinn er í senn
spilltur og sjúkur. Maður nokkur
reynir án árangurs að fá lækninn
til að sinna sjúkri dóttur sinni.
Hann er naumast virtur viðlits,
en aftur á móti er lyfjum ausið í
allskyns vesalinga sem betur
væru komnir dauðir en lifandi.
Faðirinn verður tákn umbóta-
vilja höfundarins. Það er hann
sem hvetur til uppreisnar gegn
þessu ástandi, baráttu fyrir
betra lífi. Þau orð hljóma eins og
öfugmæli á þessum stað. Sælu-
staður sjúklinganna er verk sem
á sínum tíma mun hafa vakið til
umhugsunar og er enn í dag til
vitnis um boðskap höfundar og
listrænan þrótt.
Skúli Hilmarsson, Vilmar Pét-
ursson, Þór Ásgeirsson og Ýr
Gunnlaugsdóttir (er það ekki
hún sem leikur gömlu konuna?)
miðla réttum andblæ þessara
dapurlegu tíma. Um sýninguna í
heild verður ekk'i annað sagt en
hún sé vel heppnuð, óvenju góð
skólasýning.
Þórir Steingrímsson hefur
reynst hinum ungu leikurum
þarfur leiðbeinandi og ber hon-
um ekki síst að þakka hve
frambærilegir einþáttungarnir
eru. Daði Harðarson hefur sagt
fyrir um leikmyndir sem eru vel
gerðar.
fji j K" *» - ftxbfc'. -
l - -Ý WZý > JK 'k .vd i Jj ■- Æ
Leikhópur Menntaskólans í Kópavogi sem sýnir einþáttungana
Forlátið og Sælustað sjúklinganna.
ÞORLÁKUR þreytti er gam-
anleikur frá þeim lukkulegu
tímum þegar fólk fór fyrst og
fremst í leikhús til að hlæja.
Þess var ekki vænst að í
leikhúsi fengjust svör við
áleitnum spurningum um
mannlífið og allra síst át.ti þar
að eiga sér stað alvarleg úttekt
á samtímanum. Ádeila mátti
til dæmis ekki vera óvægin,
heldur góðlátleg.
Það er í rauninni enn þörf
fyrir leiki af þessu tagi. Fólk
flykkist til dæmis á miðnætur-
sýningar til að hlæja að ærsla-
leikjum og allskyns meinlausu
gríni. Ég býst við að það vaki
fyrir Leikfélagi Kópavogs með
Þorláki þreytta að koma til
móts við óskir margra um
hressilegan gamanleik. Árang-
urinn er að mínu viti góður.
Leikstjóranum Guðrúnu Þ.
Stephensen hefur tekist að ná
þeirri stemmningu sem ein-
kenndi sýningu gamanleika
hér áður fyrr. Og hún hefur
fengið til liðs við sig fólk sem
leggur sig fram og hefur gam-
an af að fást við hlutverk sín.
Fremstan í flokki skal telja
Magnús Olafsson sem sýnir
hér að hann býr yfir góðum
leikhæfileikum. Þorlákur
Dormar er fyndin persónugerð
og í höndum Magnúsar vekur
hann ekki svo litla kátínu. Það
kemur reyndar á óvart hve
Magnús hefur gott vald á
hlutverki sínu því að ekki er
hann sviðsvanur þótt hann
hafi komið nokkuð við sögu
leiklistar fyrir mörgum árum
m.a. hjá Grímu. Eftir þetta ber
að nýta betur krafta hans í
þágu leiklistar.
Leikfélag Kópavogs hefur
lengi átt góða leikara. Meðal
þeirra sem koma fram í Þor-
láki þreytta og skila hlutverk-
um sínum með prýði eru Sól-
rún Yngvadóttir (Ágústa
Dormar), Bergljót Stefáns-
dóttir (Jóna vinnukona), Finn-
ur Magnússon (Vigfús stór-
kaupmaður og Blomsterbjerg),
Guðbrandur Valdimarsson
(Jósep Hríseyingur), Alda
Norðfjörð (Stapina d’Islande)
og Eiríkur Hjálmarsson (Picc-
olo).
Efni Þorláks þreytta verður
ekki rakið. Það er að vísu tómt
grín og endaleysa, en jafn
/ snjall leikhúsmaður og Émil
Thoroddsen gat þó lagt nafn
sitt við það. Mig grunar að
staðfæring hans á leikritinu
hafi átt sér beinni skírskotun í
gamla daga en nú. Það er þess
virði að sjá Þorlák þreytta,
ekki síst í því skyni að kynnast
því hvernig fólk skemmtir sér í
leikhúsi áður en heimsþjáning-
in tók endanlega völdin.
FÆREYJAR
GLASGOW 65.800
88100
HELSINKI
163200
DUBLIN
9000^
LUXEMBORG
135.500
LONDON
109.100
KAUPMANNAHÖFN
STOKKHÓLMUR
145.400
GAUTABORG
126200
OSLÓ
116300
BERGEN
116.300
Vissir þú um
þetta verð?
Ofangreind dæmi sýna fargjöld
(fram og til baka) hvers
einstaklings í fjögurra manna
fjölskyldu, sem nýtur
fjölskylduafsláttar frá almennum
sérfargjöldum.
Bretlands fæst fjölskylduafsláttur
til viöbótar- og þá lítur dæmiö út
eins og sýnt er hér aö ofan.
Þar eru aöeins sýndir nokkrir
möguleikar af fjölmörgum - en
viljirþú vita um flugfargjöld
til fleiri staöa og alla afsláttarmögu-
ATH.verð frá 1.apríl1980.
Almenn sérfargjöld eru 6-30 daga leika sem bjóöast þá er bara aö
fargjöld sem gilda allt áriö til hringja í síma 25100, heimsækja
nær 60 staöa í Evrópu - næsta umboösmann eöa söluskrif
en fari fjölskyldan saman til stofu okkar í Reykjavík í Lækjar-
Noröurlanda - Luxemborgar eöa götu og aö Hótel Esju.
FLUGLEIÐIR