Morgunblaðið - 04.03.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1980
„Til meiri hagsbóta að gera úrbæt-
ur á þeim vegum sem eru fyrir hendi‘
- segja Kristján Haraldsson og Heiðar Þ. Hallgrímsson verkfræð-
ingar hjá borgarverkfræðingi, en þeir hafa lagst gegn byggingu
Höfðabakkahraðbrautarinnar og brúargerð yfir Elliðaárdalinn
Nokkrar umræður hafa farið
fram að undanförnu um réttmæti
vegarlagningar þvert yfir Elliða-
árdal, skammt neðan við Arbæj-
arstíflu. Þessi framkvæmd er
samkvæmt aðalskipulagi sam-
þykktu i borgarstjórn i april
1977, en var einnig í fyrra
aðalskipulagi. Vegurinn er hluti
hraðbrautar um Fossvogsdal og
Hliðarfót niður að Sóleyjargötu.
Skipulagið gerir jafnframt ráð
fyrir tengivegi frá honum i suður
að Breiðholtsbraut, i brekkunni
milli efra og neðra Breiðholts,
sem nefndur er Höfðabakki, og
hefur vegurinn allur gengið und-
ir þvi nafni undanfarið. Gjarnan
er talað um „Höfðabakkabrú“
eða „Höfðabakkatengingu“ þeg-
ar rætt er um veginn yfir dalinn
milli Bæjarháls og Stekkjar-
bakka. Skipulaglð sýnir einnig
sérstaka umferðaræð rétt neðan
við Stekkjarbakka, i beinu fram-
haldi Fossvogsbrautar, og teng-
ist hún Höfðabakkanum sem fyrr
segir. Meðal þeirra sem lagst
hafa gegn þessari vegarlagningu
eru þeir Kristján Haraldsson og
Heiðar Þ. Hallgrímsson verk-
fræðingar hjá borgarverkfræð-
ingi. Þeir störfuðu í fyrra 1
svokallaðri „þjóðveganefnd“, en
það er starfshópur sem borgar-
verkfræðingur skipaði til að
koma með tillögur um hvernig
nota ætti það fé sem ríkið greiðir
til framkvæmda við þjóðvegi í
þéttbýli.
Höfðabakki var ekki á lista starfs-
hópsins yfir þau verkefni, sem lagt
var til að unnin væru á næsta fimm
ára tímabili, og gerði borgarverkfræð-
ingur athugasemd við það. Meirihluti
nefndarinnar taldi raunar hæpið að
leggja ætti þennan veg yfirleitt, en
lagði til að þetta ár yrði notað til að
athuga málið frekar. Borgarverkfræð-
ingur leggur hins vegar áherzlu á að
framkvæmd við þennan áfanga
Höfðabakka hefjist þegar í vor. Blaða-
maður Mbl. ræddi í vikunni við þá
félaga, Kristján og Heiðar, og innti þá
álits á málinu.
Þeir telja að starfshópurinn hafi
varpað nýju ljósi á ýmislegt tengt
þessu máli, óvæntar breytingar á
umferðinni hafi komið í ljós á síðustu
árum og viðhorf til mikilvægra teng-
inga hafi breytzt. Þetta allt valdi því
að full ástæða sé fyrir ráðamenn
borgarinnar að taka fyrri afstöðu sína
til þessa máls til alvarlegrar endur-
skoðunar.
Hluti hraðbrautar
um Fossvogsdal
hjá Þróunarstofnun um íbúaþróun
fram til 1998, að íbúafjöldinn í
Reykjavík muni að líkindum standa í
stað fram til aldamóta, en fjölga um
það bil um 20 þúsund á öllu höfuð-
borgarsvæðinu. Hins vegar er gert ráð
fyrir talsverðri fjölgun íbúa í þeim
spám sem núverandi aðalskipulag
(’75—’95) byggist á, eða 40—45 þús-
und.
Mælanleg minnkun
á bílaumferð
Þetta hlýtur að hafa veruleg áhrif á
umferð á höfuðborgarsvæðinu. Sömu-
leiðis má geta þess, að með geysi-
legum hækkunum á rekstrarkostnaði
bifreiða hefur í fyrsta sinn orðið
minnkun á bílaumferð, að því er
Borgarmýri í árslok 1979. Nú er þegar
vitað talsvert um ferðir Breiðhyltinga
og Kópavogsbúa til þess hluta sem
þegar eru byggður, sbr. það sem fyrr
var nefnt. Með tilsvarandi umferð frá
því sem eftir er myndi umferð um
brúna aukast upp í 5200 bíla á
sólarhring, ef iðnaðarhverfin væru nú
fullbyggð og þar af væru rúmlega 3100
Breiðholtsbílar, eða innan við níu af
hundraði af heildarumferð Breiðholts.
Af þessum ástæðum öllum teljum
við að Höfðabakkabrúin sé óþörf,
a.m.k. á næstu fimm árum. Einnig
erum við þeirrar skoðunar að ólíklegt
sé að við þurfum svokallaða Fossvogs-
braut. Þegar búið verður að fullgera
strandleiðina Elliðavog — Sætún,
framlengja Bústaðaveg yfir Kringlu-
mýrarbraut, lagfæra Suðurlands-
braut, ættu þessar umferðaræðar að
braut, er í raun og veru aðeins ein
akrein fyrir umferð úr Breiðholti
niður Reykjanesbrautina á mestu
annatímum dagsins á morgnana.
Framlenging Stekkjarbakka út á
Breiðholtsbrautina mundi leysa veru-
legt vandamál á vissum tímum dags
og létta mjög á umferð um Álfabakka
og Arnarbakka. Loks yrði það til
mikilla bóta að ganga á fullnægjandi
hátt frá gatnamótum Breiðholts-
brautar, Reykjanesbrautar, og Ný-
býlavegar, t.d. með hringtorgi eða
vandaðri ljósastýringu. Þessa dagana
er verið að ljúka lagningu Nýbýlaveg-
ar að umræddum gatnamótum og því
nauðsynlegt að ljúka þessum fram-
kvæmdum sem fyrst. M.a. þarf að
tryggja að taka megi vinstri beygjijaf
BrelðholtsEraut inn í iðnaðarhverfið
við Smiðjuveg, sbr. það sem fyrr var
sagt um Smiðjuveginn.
er líklega talsvert lengri en hér er um
að ræða.
Að okkar dómi er mikilvægara að
bæta innkomuna í iðnaðarsvæðið í
Ártúnshöfða, ekki sízt hvað umferðar-
öryggi snertir, með því að gera
undirgöng undir Vesturlandsveg í
framhaldi af Breiðhöfða og létta
þannig á gatnamótum Höfðabakka/
Vesturlandsvegar._________________
Vörum við einhliða
arðsemismati
í blöðum og annarsstaðar hafa
fylgismenn brúarinnar hamrað á
sparnaði vegfarenda og talið hann
réttlæta að hún yrði byggð. Benda má
á annan valkost sem yrði í það
minnsta álíka „arðsamur". En við
viljum hins vegar vara sterklega við
einhliða arðsemismati við gatnagerð í
borgum því að landnýtingar- og um-
__hverfissjónarmið vegi þar áreiðanlega
þyngra. T.d. má nefna að byggð hefur
verið dýr hraðbraut, Elliðavogur/
Sætún, til þess að létta af Miklubraut
sem ekki þolir öllu meira álag án
brekkunnar. Með þessu er þó verið að
lengja leið fjölda fólks. Þetta safnast
fljótt í stórar upphæðir. T.d. myndu
20,000 bílar á sólarhring sem þyrftu
að fara tveggja km lengri leið eyða
aukalega l'/i milljarði króna á ári.
Með hrikalegum brúa- og slaufu-
framkvæmdum víðsvegar á Miklu-
braut hefði vissulega mátt vera án
strandleiðarinnar, en hvað hefðu
íbúar í grenndinni sagt um það? Við
mælum alla vega ekki með slíku.
Umhverfi er ekki hægt að meta til
fjár.
Ýmsir annmarkar fylgja
gerð brúarinnar
Það eru ýmsir annmarkar sem
fylgja myndu gerð Höfðabakkabrúar-
innar Borgarminjavörður hefur þegar
lýst áhyggjum sínum varðandi
framtíð Árbæjarsafnsins ef meiri-
háttar umferðaræð kæmi fast upp við
kjarna safnsins. Þar yrði um að ræða
ýmiss konar truflun af umferð og
götulýsingu, auk þess sem vegurinn
mundi slíta safnið frá Árbæjarhverf-
inu.
Safnið er enn í uppbyggingu og eru
m.a. uppi hugmyndir um tækniminja-
safn á þessu svæði. Yrðu þá bæði
rafstöðin og stíflan hluti af safninu.
Þá myndi vegurinn kljúfa safnsvæðið
í sundur. Það andrúmsloft sem verið
er að reyna að skapa í safninu myndi
glatast og 10,000 gestir sem heim-
sækja það á hverju sumri fengju
takmarkaða ánægju.
Börn hafa ávallt sótt mjög frá
hverfinu út í safnið og nágrenni þess,
og kemur þarna því upp veruleg
slysahætta.
Gatnakerfi Breiðholts og Árbœjarhverfis samkvæmt endurskoðuðu aðalskipulagi, sem samþykkt var í
borgarstjórn Reykjavikur í april 1977. Eins og sjá má er þar gert ráð fyrir Höfðabakkavegi frá mótum
Vesturlandsvegar og að Breiðholtsbraut. Á kortinu má sjá að brúin og nyrsti hluti Höfðabakkans eru fyrst
og fremst hluti Fossvogshraðbrautar. Einnig er gert ráð fyrir Ofanbyggðavegi frá Breiðholtsbraut
(hringpunktur við suðausturmörk Seljahverfis) að Suðurlandsvegi.
Ennfremur segja þeir: „Þessi veg-
arkafli er ættaður allar götur úr
aðalskipulaginu frá 1962, og þá var
hann hugspður sem tengibraut milli
tveggja hraðbrauta, Vesturlandsvegar
og Suðurlandsvegar. Þróunarstofnun
Reykjavíkur lagði svo áherzlu á að
Höfðabakkinn yrði hannaður sem
hraðbraut er ætlað væri að létta
umferðarþunga af Miklubraut, og yrði
hann því hluti hraðbrautarinnar um
Fossvogsdal og Hlíðarfót. Yrði braut-
in að vera samkeppnisfær við Miklu-
braut, þótt veruíega lengri væri.
Höfðabakkatengingin er því fyrst og
fremst hugsuð sem hluti af hraðbraut
um Fossvogsdal, en draga má nauðsyn
hennar í efa, og bæjarstjórn Kópavogs
hefur staðfastlega neitað að ljá máls á
byggingu brautarinnar, sem yrði að
mestu í landi Kópavogsbæjar.
Forsendur Höfðabakkabrúarinnar
er að finna í aðalskipulaginu sem
gilda átti frá ’62—’83, en þar var m.a.
gert ráð fyrir mikilli byggð á Keldna-
og Úlfarfellssvæðunum. Eitthvað er
óljóst með hvort borgin fái Keldna-
svæðið til íbúðabygginga, en kjarni
málsins er að íbúum Reykjavíkur
hefur fækkað um nokkur hundruð
manns á ári síðustu árin, og siðustu
tvö árin hefur orðið hlutfallslega lítil
íbúafjölgun á öllu höfuðborgarsvæð-
inu í heild. Þá segir í nýrri skýrslu
Bjarna Reynarssonar landfræðings
talningar í helztu umferðarsniðum
borgarinnar gefa til kynna. Það verð-
ur því að teljast að umferðarspáin frá
1975 þarfnist verulegrar endurskoð-
unar við, þar sem ýmsar forsendur
hafa breytzt. Á umferðarspánni
byggjast síðan áæt|anir um umferð á
Höfðabakka árið 1995. til dæmis sýnir
úrvinnsla úr talningu og viðóölum við
vegfarendur sem fram fóru tvisvar í
nóvember sl. á rampanum af Reykja-
nesbraut upp á Vesturlandsveg til
austurs, að líklega færu ekki nema
3,500 bílar á sólarhring um Höfða-
bakkabrúna ef hún væri til í dag. Af
þeim yrðu Breiðhyltingar í um 2,200
bílum, en það er um sjö af hundraði
allrar umferðar til og frá Breiðholti í
dag. Þessi talningarstaður var valinn
vegna þess að um hann fara allir sem
áhuga myndu hafa að fara um Höfða-
bakkabrú.
9% umferðar um Breiðholt
Fylgismenn Höfðabakkans benda
máli sínu til stuðnings á að með
vaxandi atvinnubyggð í Borgarmýri
muni stóraukast ferðir um brúna.
Samkvæmt þeirra áliti geta átt eftir
að bætast við í Borgarmýri allt að 140
þúsund fermetrar gólfflatar til viðbót-
ar þeim 150 þúsund fermetrum sem
komnir voru alls í Ártúnshöfða og
anna allri umferð vestur yfir Kringlu-
mýrarbraut.
Hugsanlega væri þó nauðsynlegt að
leggja um Fossvog braut af lægri
gæðaflokki en fyrirhugaða hraðbraut,
sem yrði hjálparbraut fyrir Nýbýla-
veg milli Kringlumýrarbrautar og
Reykjanesbrautar.
Aðrar úrbætur til
meiri hagsbóta
Stundum hefur verið sagt, að
Höfðabakkabrúin myndi bæta mjög
samgöngur til Breiðholts. Að okkar
mati er raunhæfara og til miklu meiri
hagsbóta fyrir Breiðhyltinga, að gerð-
ar verði ýmsar tiltölulega ódýrar
úrbætur á þeim vegum sem þar eru
fyrir hendi, einkum tengingum Breið-
holts við Reykjanesbrautina. í þessu
sambandi má nefna úrbætur á gatna-
mótum Smiðjuvegs og Breiðholts-
brautar, en um Smiðjuveginn fara
10—11 þúsund bílar á sólarhring, eða
þrefalt það umferðarmagn sem færi
um Höfðabakkabrúna, þar af eru um
4,500 bílar að fara á milli Breiðholts
og Kópavogs. Þessi gatnamót eru ein
mestu slysagatnamót á höfuðborgar-
svæðinu. Þar sem ekki er sérstök
biðrein fyrir þá sem taka vinstri
beygju inn á Smiðjuveg af Breiðholts-
Þessar úrbætur og fleira í þessum
dúr yrði til miklu meiri hagsbóta fyrir
Breiðhyltinga en Höfðabakkabrúin.
Og þar sem ekki er gert, ráð fyrir þeim
áfanga Höfðabakkans sem liggur
samsíða Vesturberginu í brekkunni
milli efra- og neðra Breiðholts, hefði
brúin í för með sér að veruleg
umferðaraukning yrði strax á Vestur-
bergi. Umferðaraukning þar er ekki
forsvaranleg að okkar mati, vegna
þess hvernig háttar þar til við þá
íbúðargötu.
Ferðin stytt um
tvær mínútur
Frá þungamiðju Breiðholts eftir
núverandi götum að gatnamótum
Höfðabakka/ Vesturlandsvegar eru
4,5 km, en með tilkomu fyrsta áfanga
Höfðabakka, þ.e. brúarinnar og braut-
arinnar norðan við hana, yrði vega-
lengdin 2,5 km. Núverandi leið er alla
jafna greiðfær samanber þó það sem
fyrr var sagt, svo að þarna er um að
ræða að stytta ferð þeirra Breiðhylt-
inga sem stunda vinnu í Ártúnshöfða
eða Borgarmýri úr um fimm mínútum
niður í um þrjár mínútur. í þessu
sambandi má hafa í huga að meðal-
lengd í vinnu fyrir borgarbúa í heild
Eins og Kínamúr
í Elliðaárdal
Brúin sjálf er 80 metra löng,
þunglamalegt mannvirki með löngum
fjögurra til fimm metra háum fylli-
ngum til beggja handa, og mun tróna
sem nk. Kínamúr þvert yfir Elliðaár-
dalinn. Milli stíflunnar og vegarins
myndast ankannaleg „skvompa" og
sérkennilegar hraunmyndir hverfa.
Við tilkomu Höfðabakka mun um-
ferðarvandinn niður við Vesturlands-
veg aukast, en þar eru þegar miklar
biðraðir við umferðarljósin, einkum á
morgnana. Einnig kemur til sögunnar
nýr vandi þar sem eru gatnamót
Höfðabakka og bæjarháls. Höfða-
bakkinn verður ráöandi gata. Þótt
umferðin verði ekki til þess að valda
hinum þunga straumi af Bæjarhálsi
miklum erfiðleikum. Talað hefur verið
um að Bæjarhálsumferðin fái sér-
staka akrein á Höfðabakkanum niður
að Vesturlandsvegi og að núverandi
vinstribeygjuakrein til vesturs verði
tvöfölduð. Þótt svo verði er vandinn á
morgnana ekki leystur, því mest öll
Bæjarhálsumferðin, um það bil 10,000
bílar á sólarhring, er á leið niðrí bæ,
en mestöll Höfðabakkaumferðin á
þessum stað yrði á leið niður Ártúns-
höfða eða upp í Mosfellssveit, og
þyrftu þessir tveir straumar því að